Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 47 Í FLÓÐI glæpasagna þurfa menn að vera öðruvísi til að eftir þeim sé tekið; ef eitthvað óvenjulegt er við sögusviðið (eða uppruna höfundar) getur það dugað til að lesandi láti á bókina reyna og þá er eftirleikurinn auðveldur (þ.e. ef bókin er góð). Lindsey Davis hefur vegnað vel með glæpa- sögum sem gerast á tím- um Rómverja og R.S. Downie er á svipuðum slóðum með sögu af lækninum Ruso, sem er liðsmaður í her- námsliði Rómverja í Bretlandi í upphafi annarrar aldar. Læknisfræði stóð ekki beinlínis í blóma á þeim tíma miðað við okkar upplýsta um- hverfi, en menn kunnu þó sitthvað fyrir sér eins og sannast á störfum Rusos. Það er þó ekki læknisfræðileg þekking hans sem skiptir höfðumáli í frásögninni heldur ályktunargáfa hans og seigla. Svo ber við nefnilega að dansmær er myrt og hann flækist nánast í málið gegn vilja sínum þeg- ar önnur stúlka finnst látin. Einn helsti galli við sögulegar skáldsögur er þegar söguhetjurnar eru of nútímalegar, til að mynda uppfullar af nútímalegum hug- myndum um mannréttindi, sem flestir vita að voru óþekktar í fornöld. Downie sneiðir snyrtilega framhjá þessu og þannig er af- staða Rusos til þrælahalds sannfærandi - Rómverjum þótti það sjálfsagt að hneppa fólk í þrældóm. Fleira má og nefna, til að mynda afstöðuna til kynferðismála, sem er hæfilega kæruleysisleg eins og vænta mætti á tíma þegar mannsævin var stutt og skítug. Stíllinn er lifandi og skemmtilega mein- hæðinn, Ruso hæfilega gölluð söguhetja með talsverða sögu og umhverfið hrátt og hráslagalegt. Lofar góðu um framhaldið. Fortíðar- spæjari Ruso and the Disappearing Dancing Girls eftir R.S. Downie. Penguin gefur út. 465 bls. kilja. Árni Matthíasson ERLENDAR BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. Double Cross – James Patter- son. 2. The Choice – Nicholas Sparks 3. Playing for Pizza – John Gris ham. 4. Stone Cold – David Baldacci. 5. Confessor – Terry Goodkind 6. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 7. World Without End – Ken Fol- lett 8. Home to Holly Springs – Jan Karon 9. The Chase – Clive Cussler 10. Book of the Dead – Patricia Cornwell. New York Times 1. Sepulchre – Kate Mosse 2. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 3. The Uncommon Reader – Alan Bennett 4. The Ghost – Robert Harris 5. A Spot of Bother – Mark Had- don 6. Faces – Martina Cole 7. The Kite Runner – Khaled Hos- seini 8. Playing for Pizza – John Gris- ham 9. On Chesil Beach – Ian McEwan 10. Half of a Yellow Sun – Chimam- anda Ngozi Adichie Waterstone’s 1. Divine Evil – Nora Roberts 2. Cross – James Patterson 3. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 4. 501 Must-See Destinations – Bounty Books 5. Woods – Harlan Coben 6. Anybody Out There? – Marian Keyes 7. Wintersmith – Terry Pratchett 8. Die For Me – Karen Rose 9. Witch of Portobello – Paulo Coelho 10. Sword of God – Chris Kuz neski Eymundsson Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FYRIR stuttu kom út á íslensku ein merkasta bók bandarískrar bókmenntasögu, The Red Badge of Courage eftir Stephen Crane, eða Hið rauða tákn hugprýðinnar, eins og hún heitir í íslenskum bún- ingi. Hún vakti mikla athygli við útgáfuna í október 1895 og nafn höfundarins, sem var þá 24 ára gamall, varð þekkt um gervöll Bandaríkin, en þrátt fyrir gríð- arlega hæfileika liggur ekki mikið eftir hann annað en þessi bók, enda lést hann úr berklum fimm árum síðar. Lifað og skrifað Stephen Crane starfaði sem blaðamaður og lagði hart að sér til að kynnast því sem hann skrifaði um; bjó til að mynda á götunni í New York áður en hann skrifaði bók um vændiskonuna Maggie og setti sig í sjávarháska til að skrifa sem raunsannasta frásögn í The Open Boat. Eftir að hann sló í gegn með Hið rauða tákn hugprýðinnar var hann líka títt sendur á vettvang þar sem merkisatburðir áttu sér stað, fór til Kúbu, Puerto Rico og Grikklands; fyrir honum var upp- lifun höfundarins forsenda þess að hægt væri að skrifa af þekk- ingu um viðfangið. Það sem eftir Stephen Crane lifir er þó annarrar gerðar - Hið rauða tákn hugprýðinnar er skáldskapur Cranes, enda lauk borgarastyrjöldinni sex árum áð- ur en hann fæddist. Svo raunveruleg þótti frásögnin að þorri lesenda hélt að höfund- urinn væri fyrrverandi hermaður og ýmsir urðu til að gagnrýna hann á þeim forsendum, sögðu hann til að mynda gera lítið um hermönnum suðurríkjanna og eins voru þeir sem héldu því fram að bókin hefði verið skrifuð að undirlagi enskra óvildarmanna Bandaríkjanna. Raunveruleg orrusta Þó það hafi ekki verið almenn vitneskja á þeim tíma sem bókin kom út þá byggði Crane frásögn sína á orrustunni við Chancellors- ville í byrjun maí árið 1863, sem er einn frægasti bardagi borg- arastyrjaldarinnar, enda sigraði lið Suðurríkjamanna ríflega tvö- falt fjölmennara lið sem var að auki betur vopnað og betur undir bardagann búið. Mannfall var mikið í bardaganum og alls féllu um 30.000 manns í viku átökum. Fram að því að Hið rauða tákn hugprýðinnar kom út voru bækur um borgarastyrjöldina alla jafna hetju- og ævintýrasögur, en allt annað er uppi á teningnum hjá Crane - hans skoðun var að hlut- verk rithöfundarins væri að spegla raunveruleikann og eins að maðurinn hefði alla jafna lítil áhrif á örlög sín. Bókin vakti og gríðarlega at- hygli og er ekki aðeins talin með bestu bókum bandarískrar bók- menntasögu heldur einnig ein sú áhrifamesta. Forvitnilegar bækur: Merkilegt brauðryðjendaverk Raunsönn skáldsaga Bræðravíg Frá orrustunni við Chancellorsville sem varð kveikja Hins rauða tákns hugprýðinnar, The Red Badge of Courage.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.