Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 31 Í HAUST hefur Lesbók Morg- unblaðsins birt fróðlegar greinar um Tónlistarhúsið í Reykjavík. Aðallega hefur verið fjallað um bygginguna sjálfa, arkitektúrinn og tæknilegar lausn- ir. Bullandi gangur er nú við smíði húss- ins, sem er byrjað að gægjast upp úr gríð- arstórum grunninum og er það sannkallað gleðiefni. En þótt húsið verði án efa hið glæsilegasta og muni setja mikinn svip á miðbæ Reykjavíkur í sindr- andi glerkápu sinni, þá er alls ekki minna um vert að vel og vandlega verði haldið utan um þá listrænu starfsemi, sem í hús- inu á að verða, af því að það er í listinni, sem bæði sál og hjarta hússins munu liggja – hvað sem segja má um hið glæsta ytra byrði. Undarlega lítið hefur þó verið rætt um það hvernig staðið verður að listrænni stjórnun og stefnu- mótun Tónlistarhússins. Þetta er áhyggjuefni því listræn stefnumót- un og framkvæmd hennar tekur langan tíma og er skapandi vinna í sjálfu sér. Listrænn stjórnandi Tónlistarhússins þarf að móta list- ræna stefnu í samráði við fjölda aðila og hafa góðan fyrirvara til að standa að ráðningu margra lista- manna og jafnvel heilu hljómsveit- anna innan lands sem utan. Það eru aðeins tvö ár þangað til salir Tón- listarhússins verða opnaðir, en tvö ár eru ekki langur tími fyrir listræna stefnumótun; 3-5 ár eru talin hæfi- leg annars staðar. Í nýlegri grein í Les- bókinni kemur fram að listrænn stjórnandi hafi enn ekki verið ráðinn að húsinu, en svo virðist sem erlend- ur umboðsmaður tón- listarmanna hafi til þessa aðallega verið hafður með í ráðum. Af augljósum ástæð- um, m.a. vegna hugs- anlegra hagsmuna- tengsla, er óviðeigandi að slíkur aðili ráði för. Eins og fyrr segir þarf undirbúningur við listræna stjórn og stefnumótun Tónlist- arhússins að hefjast ekki seinna en nú þegar. Hér með er skorað á þá að- ila sem að Tónlistarhúsinu standa – menntamálaráðuneyti, borg- arstjórn og væntanlega rekstr- araðila hússins – að upplýsa hvernig staðið verður að þessum málum. Listræn stjórn Tónlistarhússins Árni Tómas Ragnarsson skrifar um mikilvægi listrænnar stjórnunar nýs tónlistarhúss Árni Tómas Ragnarsson »Undirbún-ingur við listræna stjórn og stefnumótun Tónlistarhúss- ins þarf að hefj- ast ekki seinna en nú þegar. Höfundur er læknir. OFT kemur það fram að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðs- ins, er innvígður og innmúraður í rað- ir Sjálfstæðisflokksins. Staksteinar eru skemmtilegur vettvangur rit- stjórans, þar lemur hann okkur hina ófor- betranlegu í hausinn ef við komum í hlaðið á Valhöll og gagnrýnum búskapinn þar. Sér- staklega finnst und- irrituðum athyglisvert að ritstjórinn grípur til varna í hvert sinn sem einhver vogar sér að gagnrýna forsætisráð- herra og efnahags- stjórn Geirs H. Haarde. Stundum finnst mér að ritstjórinn beri móðurlegar tilfinn- ingar til ráðherrans enda var hann ungur blaðamaður starfandi á Morg- unblaðinu. Svo snefsinn er ritstjórinn að stundum sést hann ekki fyrir. Í Staksteinum mánudagsins síðasta telur hann undirritaðan ekki nógu vel að sér í pólitískri sögu lands og þjóðar. Hvers vegna skyldi það nú vera vegna þess að ég taldi að ástandinu á landinu svipaði nokkuð til þess sem var uppi í rík- isstjórn Þorsteins Páls- sonar sem sprakk í beinni útsendingu 1988. Ríkisstjórn Þorsteins sprakk einfaldlega af þeirri ástæðu að efna- hagsmálin reyndust henni ofviða. Þá var tek- ist á um svokallaða nið- urfærsluleið, um hana náðist ekki sátt við ASÍ og marga fleiri. Almælt var á þessum tíma að innan Sjálfstæð- isflokksins næðist ekki samstaða um neitt nema aðgerðarleysi. Hin ástæð- an sem Styrmir nefnir kann einnig að hafa vegið nokkuð að þrír sterkir og skapríkir stjórnmálaforingjar næðu illa saman á þessum tíma. Geir á gula spjaldið Í minni grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins fór ég yfir þann ein- staka árangur Íslands að hampa gull- inu í úttekt lífsgæða hjá Þróun- arstofnun SÞ fyrir árið 2005. Ennfremur brýndi ég ríkisstjórnina til að sækja fram og vinna markvisst að efnahagslegu öryggi landsins. Inn- lendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa varað forsætisráðherra við vax- andi verðbólgu og þenslu í samfélag- inu. Það þýðir ekkert að berja hausn- um við steininn þegar Standard og Poors setur fram álit sitt í sömu veru hefur Seðlabankinn talað í sumar. Ríkisstjórnin gerði ekkert til að stemma stigu við þenslu, því hefur Seðlabanki einn orðið að beita stýri- vaxtahækkunum með þeim afleið- ingum að þrengir mjög að skuldugu ungu fólki og fyrirtækjum, ekki síst í útflutningi, sem sigla inn í vaxandi erfiðleika. Báðir stjórnarflokkarnir hafa verið værukærir og mörgum finnst stjórn- unarstíll Geirs H. Haarde daufgerð- ur. Fjárlögin ýta undir áframhald- andi þenslu. Kjarasamningar eru lausir, átök á vinnumarkaði væru mikið áfall ofan í þanið þjóðfélag. Ráðherrar Samfylkingarinnar eru yf- irlýsingaglaðir um allt milli himins og jarðar. Sá reyndar að Morgunblaðið hafði smááhyggjur fyrir nokkru. Sjálfur hvatti ég forsætisráðherra til að grípa, strax í sumar, til efnahags- legra aðgerða í þá veru sem gert var 1999 og 2003. Ekkert svar, ekkert svar. Ísland þarf á nýrri þjóðarsátt að halda við núverandi aðstæður. Við framsóknarmenn viljum varð- veita efnahagslegt góðæri á Íslandi og munum því áfram berja á dyr og glugga í Valhöll í þeirri von að for- sætisráðherra Geir H. Haarde vakni. Móðurlegar tilfinn- ingar ritstjórans Guðni Ágústsson gerir at- hugasemdir við Staksteina Guðni Ágústsson » Svo snefsinn er rit-stjórinn að stundum sést hann ekki fyrir. Höfundur er alþingismaður og for- maður Framsóknarflokksins. FRÉTTIR hafa borist af húsnæð- ismálum öryrkja. Hússtjórn Ör- yrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) hefur selt húsnæðið í Fannborg 1 í Kópa- vogi, alls 43 íbúðir. Ekki eru teknir nýir leigjendur inn í Hátún 10, en á þriðja hundrað manns er á biðlista. Hús- stjórnin hefur ákveðið að breyta íbúðum og freista þess að leigja þær öðrum en ör- yrkjum. Þessi heimili öryrkja hafa svo sem verið í umræðunni áður, for- ystumenn sjúklinga- samtaka og ÖBÍ hafa áður lýst því yfir að þarna sé „gettó“, þetta sé tímaskekkja, fatlaðir eigi rétt á að búa innan um ófatlaða en ekki stí- aðir af eins og annars flokks íbúar. Að mörgu leyti get ég tekið undir þetta. Að margir búi saman með fjölþætt vandamál kallar á góð- an stuðning og marg- þætta þjónustu. Á því hefur verið brotalöm. Auk þess miðast húsnæðið oft ekki við nútímaþarfir. En þessi vinnubrögð einkennast af hroka, fordómum og virðing- arleysi. Það er verið að tala um heimili fólks og mörgum líkar vel að búa þarna. Þetta er alla vega betra en að vera á götunni eins og er hlut- skipti alltof margra. Það er særandi þegar rætt er í fjölmiðlum að það eigi að selja húsnæði manns og eng- inn hefur sagt hvert maður eigi að flytja eða hverjir komi til með að flytja í stigaganginn? Hvernig verð- ur þetta? Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Hvernig þætti þeim sem þetta ræða ef bankinn eða Íbúðalánasjóð- ur tæki upp á því að ræða húsnæðis- mál þeirra á opinberum vettvangi, lýsa yfir væntanlegri sölu á hús- næði, hafa skoðanir á þeim eins og það kæmi þeim ekki við? Skyldi ekki vera borið við friðhelgi einkalífs, mannréttindabrotum og öðru í þeim stíl. Og hvar eru hags- munasamtök sjúk- linga, finnst mönnum þar þessi vinnubrögð eðlileg? Það er ákveðið að selja, það rætt í fjöl- miðlum og síðan talað við íbúana, svona til að róa þá pínulítið. En mörgum er ekki rótt, kvíði og óöryggi gagn- vart framtíðinni gera vart við sig. Það er staðreynd, jafnmikil staðreynd og að ekk- ert samráð hefur verið við þá sem málið snýst um og að annað hús- næði er ekki í augsýn. Menn hafa jafnvel tal- að um aðför að fötl- uðum. Þess má geta að ekki er enn búið að ráðstafa nema litlum hluta af svokölluðum símapeningum (einum og hálfum milljarði af sölu Símans) sem áttu að fara m.a. í hús- næðismál geðfatlaðra. Hlutirnir gerast ekki hratt í þessum mála- flokki. Húsnæðismál fatlaðra eru á höndum margra aðila, stefnan er að þeir eigi að blandast hinum ófötluðu í þjóðfélaginu og eiga þar jafnan rétt og sess. Um það er ekki ágrein- ingur, hins vegar verða ákvarðanir er varða líf fólks að byggjast á sam- ráði, samhæfingu og virðingu. Ann- að er tímaskekkja. Húsnæði til sölu Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar um húsnæðismál öryrkja Guðbjörg Sveinsdóttir »En þessivinnubrögð einkennast af hroka, for- dómum og virð- ingarleysi. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur. SAMSTARFSHÓPURINN ,,All- ar heimsins konur“ sem er mynd- aður af konum frá ólíkum sam- tökum með mikinn áhuga og vilja til að vinna að velferð kvenna og þá sér- staklega kvenna af er- lendum uppruna hefur í samvinnu við Rauða kross Íslands sett af stað verkefni sem nú hefur hafið göngu sína. Verkefni sem kallað er ,,Félagsvinir – Mentor er málið“ og er það til húsa hjá Rauða krossinum í Garðabæ. Með verk- efninu er ætlunin að fá saman er- lenda konu og íslenska konu eða er- lenda konu sem hefur búið hér lengi til að mynda tengsl þannig að báðar hafi gagn og gaman af en hugmyndin er fengin af reynslu sambærilegs verkefnis í Danmörku. Með verkefninu er leitast við að opna íslenskt samfélag fyrir er- lenda félaganum með samtölum og samskiptum. Framandi samfélag og nýtt tungumál er mikil hindrun fyr- ir fólk sem flyst til Íslands. Ís- lenskunámið er mörgum erfitt og fá margir alltof litla möguleika til að þjálfa sig í málinu en það má gera í slíku sambandi. Á hinum Norð- urlöndunum er tíma- fjöldi í kennslu á tungumáli viðkomandi lands mun lengri og eftirfylgd meiri. Ein- kenni hópsins sem flyt- ur til Íslands er sér- stakt vegna þess hve atvinnuþátttakan er mikil. Íslenskur vinnu- markaður og upplýs- ingar um samskipti á vinnustöðum eru hluti af því sem gott getur verið að miðla til er- lendu kvennanna sem fara í mentor-mentees samband. Litið er á sambandið sem félagslegt tengslanet og á jafnréttisgrundvelli. Ætla má að slíkt verkefni verði með tímanum líka mikil forvörn gegn allskonar misrétti þar sem þekking á samfélaginu og rétt- arstöðu verður konum mun að- gengilegri með sambandi af þessum toga. Reynsla Dana er góð af þessu verkefni og hefur það hlotið margar viðurkenningar og talið að það opni dyrnar að samfélaginu og gefi báð- um aðilum mikilvæga reynslu og þekkingu í mannlegum samskiptum og menningarlegum viðhorfum. Leitað er að fólki víða og standa nú yfir heimsóknir á fjölmenning- arlega vinnustaði til að finna þá sem vilja komast í slíkt samband. Við hvetjum áhugasama að hafa samband við Ásu hjá Rauða kross- inum í Garðabæ bæði ef fólk hefur áhuga á að verða mentor eða men- tee. Netfangið er asa@redcross.is Verkefnið er tilraunaverkefni til tveggja ára en bundnar eru vonir við að það haldi áfram enda eru viðtökurnar nú þegar mjög jákvæð- ar og nokkrir komnir af stað sem mentor-mentee – félagsvinir. Félagsvinir – Mentor er málið Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir skrifar í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi »Með verkefninu erleitast við að opna ís- lenskt samfélag fyrir er- lenda félaganum með samtölum og sam- skiptum Þórunn H. Sveinbjörns- dóttir Höfundur er í fagstjórn verkefnisins.           1. Meiri virkni. 2. Mun meiri andoxunarefni. 3. Minni líkur á aukaverkunum. 4. Meiri stöðugleiki og mun lengra geymsluþol eða 10 ár samanborið við 3ja ára geymsluþol hvíts ginsengs.     !  "  #  $ #  $    % # &     %  ' ( ) www.ginseng.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.