Morgunblaðið - 05.12.2007, Side 49

Morgunblaðið - 05.12.2007, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 49 / AKUREYRI/ KRINGLUNNI BEOWULF kl. 8 B.i. 12 ára AMERICAN GANGSTER kl. 8 B.i. 16 ára / KEFLAVÍK / SELFOSSI SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI WWW.SAMBIO.IS BEOWULF kl. 8 B.i. 12 ára IN THE LAND OF WOMEN kl. 8 Síðustu sýningar LEYFÐ BEOWULF kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára 3D-DIGITAL SYDNEY WHITE kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ AMERICAN GANGSTER kl. 9D B.i. 16 ára DIGITAL ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ „RIDLEY SCOTT LEIKSTÝRIR RUSSELL CROWE OG DENZEL WASHINGTON Í BESTU MYND ÞESSA ÁRS!“ Ó.E. eeee „American gangster er vönduð og tilþrifamikil“ - S.V., MBL eeee ,,Virkilega vönduð glæpamynd í anda þeirra sígildu.” - LIB, TOPP5.IS SÝND Í ÁLFABAKKA BEOWULF kl. 8 B.i. 12 ára 30 DAYS OF NIGHT kl. 10:20 B.i. 16 ára WEDDING DAZE kl. 8 LEYFÐ EASTERN PROMISES kl. 10 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUSER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA „Óskarsakademían mun standa á öndinni... toppmynd í alla staði.“ Dóri DNA - DV Leiðinlegu skóla stelpurnar - sæta stelpan og 7 lúðar! Amanda Bynes úr She‘s The Man er komin aftur í bráðskemmtilegri mynd SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Á AKUREYRI eeee HJ. - MBL 600 kr. Miðaverð SÝND Í KRINGLUNNI FORELDRAR 6 EDDU- VERÐLAUN SÝND Í SELFOSSI SÍÐUSTU SÝNINGAR SÍÐUSTU SÝNINGAR Listahátíðin Les GrandesTraversées í Bordeaux varhaldin í sjöunda sinn frá 11.-18. nóvember. Les Grandes Traversées vísar í hinar miklu krossgötur listamanns þar sem allir hans þræðir, tengsl, inn- blástur og áhrif mætast. Markmið með hátíðinni er að heiðra tiltek- inn listamann og gefa honum eða henni svigrúm til að skapa sinn eigin heim þar sem listsköpun og áhrifaþættir í lífi hans fá notið sín. Erna Ómarsdóttir, heið- urslistamaðurinn að þessu sinni, fékk þannig frjálsar hendur með val á öðru listafólki og verkum á hátíðina. Þannig gátu gestir kynnt sér rækilega verk Ernu og þeirra sem tilheyra „lista- fjölskyldu hennar svo úr varð heildstæð mynd af heiminum hennar Ernu. Heimurinn hennar Ernu bar yfirskriftina „blóð, sviti, metal og tár“ og víðsvegar um borgina var að finna stór fjólublá skilti með nafni Ernu á. „Erna nálgast listina á mjög persónu- legan hátt og hátíðin ber þess sterk merki,“ sagði Eric Bernard, einn tveggja stofnenda og skipu- leggjenda hátíðarinnar. „Við ákváðum þess vegna að kynna há- tíðina einfaldlega með nafni Ernu því þetta er allt saman mjög Ernulegt. Hátíðin hlaut mikla fjölmiðlaumfjöllun í Frakklandi og uppselt var á flest atriðin á dagskránni. Alls voru í boði 16 sýningar, sex tónleikar, fjórar kvikmyndir og tvö vídeóverk. Kostnaðurinn við hátíðina var um 320.000 evrur eða rétt tæpar 30 milljónir íslenskra króna. Alls tóku 65 listamenn þátt í hátíðinni, þar af 28 íslenskir.    Eitt helsta einkenni Ernu semlistakonu er hæfileiki hennar til að miðla tilfinningum til áhorf- enda. Hún býr yfir gríðarlega mikilli orku og tekst að því er virðist áreynslulaust að fylla stóra leikhússali. Jafnvel þegar hún er ein að dansa og syngja á sviði eins og í „IBM 1401: not- endahandbók“ sem var sýnt fyrir 600 manns í Bordeaux í fyrsta skipti við undirleik sinfón- íuhljómsveitar. Það sem greinir Ernu frá flestu öðru skapandi listafólki á sviði er örlæti hennar á eigin tilfinningar og persónu. Hún snertir hjartastöðina án þess að ganga of langt. Hún er óhrædd við að leika sér eins og barn en gætir þess að missa ekki stjórn- ina. Hún er trú sjálfri sér og leyf- ir sköpunargleðinni að flæða hömlulaust. Öll túlkun á list felur í sér að flokka hana niður í ólíka skóla, kenningar eða þröngva henni í hugtök. Stundum gerist það sjálf- krafa og eðlilega. En stundum ekki. Erna er yfirleitt titluð dans- ari og danshöfundur á Íslandi en í rauninni stundar hún það sem kallað er „performance art“ á ensku. Performance art er erfitt að þýða en ég hef áður kallað það listrænan bræðing. Í viðtali í Morgunblaðinu 4. nóvember sl. sagði Erna að „það að flokka list í ólíka isma og tegundir finnst mér hamlandi fyrir sköpunina. Út- gangspunkturinn í sköpunarferl- inu er því að leyfa tilfinningu og innsæi að flæða óhindrað fram. Fyrst kviknar hugmynd og svo er það sköpunarferlið sem ræður því hvaða form hugmyndin tekur á sig.“ Verk eftir Ernu eru gjarnan sambland af lifandi tónlist, dansi, söng, leik með röddina og leik- rænum tilþrifum. Erna er dans- ari, danshöfundur, þungarokkari, söngkona, leikkona, kvikmynda- gerðarkona, rithöfundur og leik- stjóri. Hún er stútfull af hæfi- leikum sem hún nýtir sér þegar hún miðlar listsköpun sinni. Hún vill líka vinna með listafólki úr ólíkum áttum og nýtur þess að verða fyrir áhrifum frá öðrum. Ófætt eftir Ernu og Damien Jalet í samvinnu við Gabríelu Friðriks- dóttur myndlistarkonu og Hrafn- hildi Hólmgeirsdóttur hönnuð er til dæmis miklu frekar skúlptúr á hreyfingu en dansverk, að mínu mati. Verkið er sjónræn veisla og búningarnir eru í stóru hlutverki þegar Erna og Damien ná að renna saman og í sundur, áreynslulaust eins og olíudropar í vatni. Á meðan á hátíðinni stóð kom oft upp í huga minn mikilvæg áminning þess að fyrst urðu til dansspor, svo dansskólar. Að fyrst varð til frásögn eða saga, svo bókmenntafræði. Ekki öfugt. Það sama á við um aðrar list- greinar og stundum virðast fræðin og flokkunaráráttan flækj- ast fyrir óheftri sköpun.    Sýningar, tónleikar og listaverkeftir aðra en Ernu á hátíðinni voru skemmtilegur spegill á Ernu. Rauður þráður var samruni ólíkra listforma í sýningum eins og Kindertotenlieder eftir Giséle Vienne, myndlistarkonu og dans- höfund. Hún náði að skapa sterkt andrúmsloft í verki sem hafði þau áhrif að mér fannst ég vera stödd í draumi eða martröð einhvers annars. Vienne er þekkt fyrir að búa til raunverulegar brúður í mannsmynd sem leika í sýningum hennar, þar sem hún blandar saman samtímadansi, tónlist og myndlist og leikmyndin skipar stóran sess. Það snjóaði í sýning- unni, búningarnir voru allir svart- ir og hreyfingarnar eins og sýnd- ar hægt. Húmorinn í Ernu er aldrei langt undan og leikverkið Chuck Norris doesn’t sleep, he waits eft- ir tríóið Peeters, Bryssinck og Anesiadou er gott dæmi um það. Bráðskemmtilegt verk þar sem frásagnargleði, taktur, húmor og töfrar leikhússins njóta sín í botn. Tvær ólíkar senur eru sýndar á sama tíma þegar spennan stendur sem hæst, leikararnir tala bæði á frönsku og ensku og söguþráð- urinn er sambland af gamaldags spennusögu og hálffáránlegum ástarþríhyrningi sem endar með ósköpum. Tónlistin á hátíðinni bar „kontröstum og skitsófrení- unni“, sem Erna reynir sjálf að miðla, gott vitni. Þungarokk, dróm-metalrokk og pönk hélst í hendur við raftónlist, strengja- sveit og dúnmjúka þjóðlagaskotna poppið hennar Ólafar Arnalds. Verk eftir Gabríelu Friðriks- dóttur, Matthew Barney og Pierre Colibeauf víkkuðu svo út annars fjölbreytta heildarmynd af heiminum hennar Ernu. Fyrsta atriðið á hátíðinni var Talandi tré, sem er frumsamið verk í vinnslu eftir Ernu, tónlist eftir Lieven Dousselaere. Verkið er sambland af tónlist, dansi og sögum sem Erna segir í hlutverki 3.000 ára gamals trés. Verkið var sýnt í Klúbbnum í Kafbátastöðinni þar sem stór hluti sýninganna fór fram, þar á meðal málverkasýn- ing Kristínar Geirsdóttur. Kristín er móðir Ernu og því augljós áhrifavaldur í lífi hennar og sköp- un. Talandi tréð er síbreytilegt (í vinnslu) og Erna hóf sýninguna í þetta skiptið á hálfgerðum gjörn- ingi við listaverk móður sinnar. Þar lét hún tréð mótast og verða til áður en það færði sig upp á svið og hóf að segja sögur. Tréð endurspeglar litróf mannskepn- unnar, ást og eigingirni, kærleika og ofbeldi, sakleysi og illsku. Þar syngur Erna ljúfa tóna í bland við þungarokk. Hún hreyfir sig fal- lega og rokkar stíft. Hún skín á sviðinu og gengur eins og afvega- leidd út í sal. Allt eru þetta and- stæður sem koma ítrekað við sögu í verkum Ernu en þó á ólík- an hátt. Í lokin leggst tréð (Erna) niður og segir sögu af „stúlku sem hélt að hún væri talandi tré. Hún ferðaðist um heiminn syngj- andi og sagði sögur af því sem hún hélt að væri sannleikurinn. Hún hélt að hún byggi yfir miklu valdi og að hún gæti breytt öllu í glimmer og gull. Þeir ákváðu að taka hana burt … Þeir grófu hana í jörðina í firði á eyju sem er langt langt í burtu.“ Þótt Erna hafi verið á hraðri uppleið í lista- heiminum og hafi skipað sér með- al fremstu samtímadansara (eða listamanna í performance art) í dag hef ég á tilfinningunni að hún sé rétt að byrja. Og mikið erum við heppin. Heimurinn hennar Ernu AF LISTUM Hrund Gunnsteinsdóttir Fjölhæf Frá sýningu á verkinu „Við erum öll Marlene Dietrich FOR“ í Borgarleikhúsinu árið 2005. Erna er önnur fremst á myndinni. hrund_gunnsteins@hotmail.com » Þar syngur Ernaljúfa tóna í bland við þungarokk. Hún hreyfir sig fallega og rokkar stíft. Hún skín á sviðinu og gengur eins og afvegaleidd út í sal. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.