Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Vatnsleikfimi er það heilsusamlegasta sem maður getur farið í. Hún heldur mér gangandi,“ sagði Emil Sigbjörns- son, einn iðkenda, í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur stundað vatnsleikfimi hjá Félagi eldri borgara í sex ár. Félagið hef- ur nú aðstöðu í Vatnaveröld. Guðrún Sigurbergsdóttir, eldri borgari í Reykjanesbæ, hefur lengi barist fyrir málefnum eldri borgara og á heiðurinn af því að komið var á fót félagsskap fyrir eldri borgara. Hún var þá aðeins 42 ára og átti aldraða foreldra en vissi sem víst að baráttan kæmi henni til góða síðar meir. Með sömu atorku barð- ist hún fyrir því að farið yrði að bjóða upp á vatnsleikfimi fyrir eldri borgara. „Þetta var hellings vinna en hafðist á endanum. Ég þurfti að tala við skólastjóra til að fá sund- tímum barnanna hliðrað til en mér mætti skilningur. Ég er öllu þessu fólki afar þakklát. Það er svo mik- ilvægt að fullorðið fólk hreyfi sig,“ sagði Guðrún og er sérstaklega ánægð með aðstöðuna og starfs- fólkið í Vatnaveröld. Reykjanesbær lánar þeim aðstöðuna endurgjalds- laust og þjálfaralaun borgar Félag eldri borgara á Suðurnesjum (FEB). Góður félagsskapur Tvisvar í viku komu að jafnaði 16 til 26 eldri borgarar í Vatnaveröld til þess að stunda vatnsleikfimi undir stjórn Guðríðar S. Brynj- arsdóttur íþróttakennara (Gauju). Tímarnir eru á föstudagsmorgnum og um miðjan dag á mánudögum. Félagsskapurinn þykir mönnum góður og iðkendur bregða sér gjarnan í heitu pottana eftir tímann og setjast svo niður í anddyrinu og fá sér kaffisopa og spjalla meira áður en hver heldur til síns heima. Vatnsleikfimin er aðeins einn þáttur af mörgum sem eldri borg- urum á Suðurnesjum stendur til boða og er mikið úrval bæði af íþróttanámskeiðum og marg- víslegum tómstundanámskeiðum. „Úrvalið er svo mikið og fjölbreytt að fólk þarf að forgangsraða,“ sagði Guðrún Elísa Ólafsdóttir, formaður FEB, og benti á að félagsskap- urinn væri fyrir 60 ára og eldri. Sjálf stundar Guðrún vatnsleikfimi. „Mér finnst þetta æðislegt, í einu orði sagt. Ég byrjaði í haust og finn mikinn mun á mér. Ég reyni að sleppa ekki úr tíma og hefði helst viljað fá einn tíma í viðbót á viku. Ég var slæm í fótum en það hefur lagast mikið. Gauja lætur okkur púla í einn klukkutíma og teygja í lokin og hún lætur okkur hreyfa við vöðvum sem maður vissi ekki að maður hefði. Hún er alveg æðisleg, hún Gauja.“ Emil Sigurbjörnsson er einn þeirra sem hafa stundað vatns- leikfimi hvað lengst, en henni kynntist hann í Lúxemborg þar sem hann bjó um langt skeið. „Ég hef lengi verið slæmur í baki, alveg frá því ég datt af mótorhjóli um tvítugt. Vatnsleikfimi var notuð í endurhæfingu sem ég fór í hin síð- ari ár í Lúxemborg og þar fann ég hvað þetta hafði góð áhrif á mig. Hún Guðrún Sigurbergsdóttir dreif mig í þetta fyrir 6 árum og ég hef ekki hætt síðan. Vatnsleikfimin þjálfar allan skrokkinn og á allt annan hátt en önnur leikfimi. Ég hef þurft að gefa dansinn upp á bátinn vegna bakmeiðslanna en þetta get ég stundað með góðum árangri.“ „Hreyfir við vöðvum sem maður vissi ekki að maður hefði“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Vatnsleikfimi eldri borgara Íbúar eru ánægðir með vatnsleikfimina sem þeim stendur til boða eldurgjaldslaust. Á bakkanum standa Guðríður S. Brynjarsdóttir íþróttakennari og Guðrún Sigurbergsdóttir baráttukona. Eldri borgurum á Suðurnesjum gefst kostur á að stunda vatnsleikfimi í Vatnaveröld í Reykjanesbæ Í HNOTSKURN »1.250 manns eru í Félagieldri borgara (FEB) á Suð- urnesjum, sem er næststærsta fé- lagið á landinu, á eftir Reykja- vík. Félagsmenn eru 60 ára og eldri. »Sigrún Valtýsdóttir, formað-ur íþróttanefndar FEB, er mjög ánægð með þátttöku eldri borgara í vatnsleikfiminni. » 1/7 af líkamsþyngd hversmanns er vatn og léttleikinn í vatninu gerir honum kleift að gera æfingar sem hann gæti ann- ars ekki gert. SUÐURNES Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÁRSHÁTÍÐ Menntaskólans á Akur- eyri hefur árum saman verið vímu- laus og MA-ingar ákaflega stoltir af því. Þessa stærsta vímulausa hátíð landsins fór fram á föstudaginn í Íþróttahöllinni og segir Vilhjálmur Bergmann Bragason, formaður skólafélagsins Hugins, að mjög vel hafi til tekist. Blaðamaður hitti Vilhjálm og Erlu Karlsdóttur að máli, en hún er ritari stjórnar Hugins og var veislustjóri. „Þegar fólk kemur í skólann veit það af þeim reglum sem hér gilda og ég held það hvarfli ekki að neinum að fylgja ekki hefðinni. Það hefur aldrei verið í umræðunni,“ segir Erla. Vilhjálmur undirstrikar að allar samkomur á vegum skólans séu vímulausar. „Það er ekki þannig að menn drekki heima hjá sér áður en þeir mæta á árshátíðina, heldur er enginn undir áhrifum á skemmtun- inni. Ég ætla ekki að halda því fram að nemendur skólans drekki ekki, en allir sjá sóma sinn í því að fylgja reglum á skemmtunum á vegum skólans.“ Þrátt fyrir að fólk á menntaskóla- aldri megi ekki drekka áfengi, lögum samkvæmt, mun það óalgengt að skemmtanir sem þessar séu vímu- lausar. Kannski einstakt. Vilhjálmur segir að það taki stundum á að vera eina skólinn þar sem þessum reglum sé algjörlega fylgt. „Ég var á fundi með fulltrúum annarra framhaldsskóla um daginn og sumum þeirra finnst ótrúlegt að þetta skuli vera hægt. Það hefur ver- ið mismunandi hvað fólk finnst, en þeim, sem eru í forsvari fyrir aðra skóla núna finnst þetta stórkost- legt.“ Stundum hafa jafnaldrar MA- ingana dregið það í efa að samkvæm- in séu algerlega vímulaus. Enda var gjarnan spurt, segir Vilhjálmur, þegar þetta bar á góma: „Og er ekki líka alltaf sól á Akureyri?!“ Árshátíðin er jafnan lengi í und- irbúningi. Fljótlega eftir að skóli hefst að hausti er farið að huga að henni, allt fer á fullt í byrjun nóv- ember „og síðustu vikuna fyrir árshátíð gerum við eiginlega ekkert annað en undirbúa hana,“ segir for- maðurinn, en hátíðin er jafnan hald- in sem næst fullveldisdeginum. Allir nemendur hafa ákveðið hlut- verk. Margir taka þátt í skemmti- atriðum, aðrir skreyta Höllina og svo framvegis. Fyrstu bekkingar taka alltaf til eftir hátíðina, nemendur annars bekkjar bera fram matinn og þjóna til borðs, þriðju bekkingar leggja á borð fyrir veisluna en hið eina sem fjórðu bekkingar þurfa í raun að hafa áhyggjur af er að út- vega sér þjóðbúning!“ MA er ekki „lítill skóli utar á landi,“ eins og Vilhjálmur orðar það, heldur eru nemendur 800. „Þrátt fyrir það er samheldnin mjög mikil í skólanum.“ „Sumum finnst ótrúlegt að þetta skuli vera hægt“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samheldni Vilhjálmur Bergmann Bragason og Erla Karlsdóttir: Sumum nemendum finnst ótrúlegt að hægt skuli að halda vímulausa árshátíð. Í HNOTSKURN »Rúmlega 900 manns voruá árshátíð MA, nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn, auk nokkurra gesta. SÝNING á teikningum japanskra og akureyrskra barna, þar sem við- fangsefnið er friður, var opnuð í Ketilhúsinu í gær og stendur til 16. desember. Sýningin var upphaflega sett upp í Borgarbókasafninu í Reykjavík í tilefni þess að frið- arsúla Yoko Ono var tendruð, 9. október. Þar voru teikningar reyk- vískra barna úr þremur leikskólum og einum grunnskóla, en nú má sjá myndir nemenda úr Lundarskóla og Hlíðaskóla, svo og barna frá borginni Chiryu í Japan. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Friður Bergþóra Lísa Björnsdóttir, 6 ára, var við opnun sýningarinnar. Friður í Ketilhúsinu ÓLAFUR Ólafsson hefur verið skip- aður dómstjóri Héraðsdóms Norður- lands eystra á Akureyri til fimm ára, frá og með næstu áramótum. Ásgeir Pétur Ásgeirsson lætur af starfi dómstjóra 31. desember fyrir aldurs sakir. Hann hefur gegnt því frá því fyrr á þessu ári þegar Freyr Ófeigsson hætti, en Freyr hafði verið dómstjóri um árabil. Ólafur lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1984. Fyrst eftir nám var hann fulltrúi sýslumannsins í Austur- Skaftafellssýslu á Höfn í Hornafirði og settur sýslu- maður um tíma. Ólafur hefur verið héraðsdóm- ari við Héraðs- dóm Norðurlands eystra á Akureyri frá 1. júlí 1992. Sambýliskona Ólafs er Magn- fríður Sigríður Sigurðardóttir. Ólafur á einn son frá fyrra hjónabandi og eina fósturdóttur. Ólafur verður dómstjóri Ólafur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.