Morgunblaðið - 05.12.2007, Side 23

Morgunblaðið - 05.12.2007, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 23 LANDIÐ Mýrdalur | Aðventuhátíð fyrir alla íbúa Mýrdalshrepps verður í félags- heimilinu Leikskálum í Vík, í kvöld, miðvikudagskvöldið 5. desember, og hefst klukkan 20. Á aðventukvöldinu verður helgi- leikur, söngur og tónlist sem tengist aðventu og jólum. Einnig verður upplestur og bæn sem sóknarprest- urinn annast. Samkoman er samstarfsverkefni Grunnskóla Mýrdalshrepps, Tón- skóla Mýrdalshrepps, auk kóranna sem syngja í Skeiðflatar- og Vík- urkirkjum í Mýrdal. Einnig standa sóknarnefndirnar og sveitarstjórnin í Mýrdal að hátíðinni. Í lok samkomunnar verða ljósin tendruð á jólatré Mýrdælinga. Aðventuhátíð Mýrdælinga Eftir Jón H. Sigurmundsson Þorlákshöfn | Félagar úr Kiwanis- klúbbnum Ölver í Þorlákshöfn komu færandi hendi í heilsugæslu í Þor- lákshafnar á dögunum. Þeir færðu stöðinni nýjan skoðunarbekk ásamt ýmsum fylgihlutum eins og borði og stólum. Helgi Hauksson heilsugæslulækn- ir sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem kiwanismenn kæmu fær- andi hendi, þeir hefðu til að mynda gefið gamla skoðunarbekkinn sem nú fengi hvíldina fyrir um 25 árum. Séra Baldur Kristjánsson, forseti Kiwanisklúbbsins, sagði í ávarpi við afhendingu gjafarinnar: „Góð heilsu- gæsla er hverju bæjarfélagi ómetan- leg og það er okkur sönn ánægja að vera þátttakendur í að gera góða stöð enn betri, við höfum oft fært stöðinni gjafir og ekki er langt síðan við gáfum gegnumlýsingartæki. Það hefur ávallt verið stefna klúbbsins að láta bæjarfélagið njóta þeirra fjár- muna sem við söfnum, nú höfum við ákveðið að gefa stóla í stúku á nýjum og glæsilegum íþróttaleikvangi sem tekinn verður í notkun á Unglinga- landsmóti Íslands um næstu versl- unarmannahelgi.“ Ákvörðun um að styrkja veglega byggingu áhorfendastæða við nýjan íþróttavöll í Þorlákshöfn var tekin á félagsfundi 21. nóvember sl. Auk beins fjárhagslegs stuðnings munu Ölversfélagar vinna í sjálfboðavinnu við gerð og uppsetningu þessa mannvirkis á komandi ári. Myndin var tekin við afhendingu skoðunarbúnaðarins. Frá vinstri eru Sigurður Bjarnason, fyrrverandi forseti Ölvers, Bergdís Sigurðar- dóttir hjúkrunarfræðingur, Baldur Kristjánsson, forseti Ölvers, Hall- grímur Sigurðsson, formaður styrkt- arnefndar Ölvers, og Helgi Hauks- son, læknir á Heilsugæslunni í Þorlákshöfn, sem tók við gjöf kiw- anisfélaga. Gefa skoðunarbekk Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Selfoss | Kveikt verður á jóla- trénu á Tryggvatorgi á Selfossi næstkomandi laugardag. Þá koma jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga. Dagskráin hefst kl.15.45 en þá syngur Karlakór Selfoss og bæj- arstjórinn, Ragnheiður Hergeirs- dóttir, flytur ávarp. Þá verður sungið og trallað og gengið í kringum jólatréð. Vonast svein- arnir til þess að sem flestir komi og taki þátt í gleðinni og klæðist jólasveinabúningum eða jóla- sveinahúfum. Ungmennafélag Selfoss mun að- stoða jólasveinana fyrir þessi jól eins og áður. Jólasveinarnir á Tryggvatorgi ♦♦♦ ♦♦♦ Selfoss | Viss, vinnu- og hæfing- arstöð á Selfossi, hefur opnað sinn árlega jólamarkað. Þar er til sölu fjölbreytt úrval af jólavörum, list- munum og öðrum nytjavörum sem starfsmenn hafa unnið í vetur. Markaðurinn var opnaður með því að kveikt var á jólatré sem Rótarý- klúbbur Selfoss gaf. Markaðurinn er opinn alla virka daga frá klukkan 9 til 16. Hjá VISS á Selfossi eru 34 starfs- menn og 13 leiðbeinendur. Í Þorláks- höfn eru 6 starfsmenn og 3 leiðbein- endur en jólamarkaðurinn þar opnar föstudaginn 7. desember. Jólavörur Friðgeir Friðgeirsson og Sigríður Halla Jóhannsdóttir. Jólamarkaður VISS opnaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.