Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á BEOWULF kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára 3D-DIGITAL SYDNEY WHITE kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ AMERICAN GANGSTER kl. 5:30 - 8:30 B.i.16.ára AMERICAN GANGSTER kl. 5:30 - 8:30 LÚXUS VIP JESSE JAMES kl. 10:30 B.i.16.ára 30 DAYS OF NIGHT kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára MICHAEL CLAYTON kl. 8 B.i.7.ára STARDUST kl. 5:30 B.i.10.ára FORELDRAR kl. 6 Síðustu sýningar B.i.7.ára „BEOWULF ER EINFALDLEGA GULLFALLEG...“ ENTERTAINMENT WEEKLY SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI eeee KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG SELFOSSI Matthías Árni Ingimarsson mai@centrum.is Á MÁNUDAGINN var, hitti of- anritaður fyrir íslensku hjómsveit- irnar múm, Seabear, og Mr Silla & Mongoose á sushi-staðnum Sticks & Sushi í gamla höfuðstaðnum Kaup- mannahöfn. Sveitirnar áttu nokkr- um tímum síðar eftir að stíga á svið á tónleikastaðnum Lille Vega sem er einn af þekktari tónleikastöðum borgarinnar. Tónlistarfólkið, sem var hátt í 20 manns, var nýkomið frá Hollandi þar sem mánaðarlangt tón- leikaferðalagið hófst helgina áður og því enn mikill hugur í hópnum. Löngu uppselt var á Lille Vega dag- inn sem tónleikarnir fóru fram og salurinn var þétt skipaður um 500 gestum en þar af var þónokkur fjöldi Íslendinga mættur. Mr Silla & Mongoose var fyrsta bandið á svið og stóð sig með prýði. Næst var komið að Seabear sem er orðið mjög vel spilandi band en hápunktur tón- leikanna var söngur Sindra Más í lokalagi sveitarinnar en þá voru einnig meðlimir múm og Mr Silla & Mongoose komnir á svið til að leika undir í laginu „Seashell“ við gríð- arlegan fögnuð tónleikagesta. Sá fjöldasöngur var endurtekinn í loka- lagi múm sem batt endahnútinn á kvöldið og ekki annað sjá en tón- leikagestir hafi haldið heim á leið sáttir. Í spor rokkstjarna Frá Kaupmannahöfn var haldið til Stokkhólms og greinarhöfundi var boðið með í för. Tónleikarnir í Stokkhólmi fóru fram á tónleika- staðnum Debaser sem er nefndur eftir Pixies-laginu fræga af Doo- little-plötunni. Í Stokkhólmi var einnig uppselt og líkt og kvöldið áð- ur urðu tónleikagestir ekki fyrir vonbrigðum með íslenska hópinn og svo mikil stemning skapaðist að staðurinn breyttist í diskótek að tónleikunum loknum. Um nóttina hoppaði svo hópurinn aftur upp í kalda rútuna og síðan var þeyst af stað tað til Óslóar. Mikil ófærð var á leiðinni og mátti þýski bílstjórinn hafa sig allan við. Heldur hafði hlýn- að þegar til Óslóar var komið en í stað sjókomunnar hafði rigningin tekið völdin. Enn og aftur var upp- selt, nú á staðnum John Dee og líkt og áður fjölmenntu meðlimir sveit- anna á svið með þeim er spilaði hverju sinni og gekk það svo langt að ofanritaður var meira að segja lóðsaður á sviðið. Eftir tónleikana á John Dee var lagt af stað til Málm- eyjar í Svíþjóð og að þessu sinni hafði þýski bílstjórinn passað sig á að hita rútuna upp – öllum til mik- illar gleði. Í Málmey var það tón- leikastaðurinn KB sem varð fyrir valinu og af árituðum tónleika- spjöldum var auðséð að þarna höfðu farið um fjölmargir heimsfrægir tónlistarmenn. Líkt og í Kaup- mannahöfn var fjöldi Íslendinga í salnum í bland við heimamenn og þar sem annars staðar gekk allt upp. Greinarhöfundur kvaddi hópinn með þónokkrum söknuði skömmu áður en rútan lagði af stað áleiðis til Berl- ínar þar sem næstu tónleikar fórum fram í leikhúsinu Volksbühne. En þann hluta ferðarinnar verður annar en sá sem hér ritar, að rekja. Alls staðar uppselt Kurteis Múm var klappað lof í lófa að tónleikum þeirra loknum og þau þökkuðu fyrir sig pent. Ljósmynd/Matthías Ingimarsson Seabear Sindri Már og félagar í Seabear eru mjög oft á sviði. Melódíka Örvar Þóreyjarson Smárason úr múm blæs í melódíkuna. Mr. Silla & Mongoose Sigurlaug Gísladóttir á sviði í Kaupmannahöfn. Á ferð með Mr. Silla & Mongoose, Seabear og múm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.