Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 37 Guðrún Gísladóttir var sannur sjálfstæð- ismaður alla sína tíð. Hún aðhylltist sjálfstæðisstefnuna og trúði á ein- staklingsframtakið. Drifkraftur og gott hjartalag voru hennar eiginleik- ar í starfi flokksins, hafa þeir sem best þekkja til látið í veðri vaka. Ekki sótti Guðrún fund í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins án þess að standa upp og láta skoðun sína í ljós umræðunni bæði til virðingar og vegsauka. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjanesbæ vill kveðja þennan fallna félaga, þessa skeleggu og skýru konu sem ávallt stóð eins og klettur í ölduróti pólitískrar um- ræðu og veitti góðum málum bæði stuðning og brautargengi ásamt því að lægja ófriðaröldur sem oft eiga til að rísa. Eldri menn sem störfuðu með henni hafa látið þau orð falla að oft hafi verið gott að styðjast við hana þegar erfitt var að stíga ölduna. Við sjálfstæðismenn byggjum á traustum grunni þeirra sem á undan hafa gengið. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjanesbæ. Guðrún S. Gísladóttir, tengdamóð- ursystir mín, er látin í hárri elli. Þeg- ar ég kom inn í fjölskylduna fyrir 30 árum var hún þegar orðin ekkja. Hún kom mér strax fyrir sjónir sem kjarnakona, en hún var elst fjögurra systkinanna á Sólbakka í Garði þar sem fjölskyldan ólst upp, og af þeim var Ingibjörg tengdamóðir mín yngst. Gunna hefur sjálfsagt þurft að hafa fyrir lífinu og haft í nógu að snúast með barnahópinn sinn. En barnalánið var hennar mesta gæfa í lífinu. Örn, Steinn, Steinunn, Þor- steinn, Pála og Stefanía, ásamt barnabörnum, eru hvert öðru mann- vænlegra og bera foreldrum sínum fagurt vitni. Þau kunnu líka að meta móður sína og báru hana á höndum sér. Gunna var greind kona og lét fátt slá sig út af laginu. Ef hún hefði fæðst á öðrum tímum hefði hún sennilega gengið menntaveginn, en nýtti sér vel þá skólagöngu sem hún þó naut. Dönsku- og enskukunnátta hennar dugði henni vel og á tímabili tók hún unglinga að sér sem hressa þurftu upp á dönskukunnáttuna fyr- ir próf. Gunna sýndi einnig börnum og þeirra þörfum mikla virðingu. Hún skildi svo sannarlega hvað þau voru að hugsa og kunni inn á tilfinn- ingar þeirra. Gunna var flokkspólitísk; hún var Sjálfstæðismanneskja með stóru S-i Guðrún S. Gísladóttir ✝ Guðrún Stein-unn Gísladóttir fæddist á Sólbakka í Garði í Gerðahreppi 25. febrúar 1916. Hún lést á dvalar- heimilinu Hlévangi í Keflavík 21. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkur- kirkju 30. nóvem- ber. og vildi veg flokks síns sem mestan og bestan. Sjálfstæðisflokkurinn átti hauk í horni þar sem Gunna var, enda lét hún ekki sitt eftir liggja þegar mikið lá við. Veit ég fyrir víst að hún aflaði flokknum fylgis með símhring- ingum og minnti fólk á að kjósa rétt allt til hins síðasta. Þannig var Sjálfstæðiskvenn- afélagið hennar fé- lagslegi vettvangur og hún lét fátt stoppa sig þegar fundir í félaginu voru annars vegar. Hún naut þessa félagsskapar og var virk- ur þátttakandi. Gunna var dugleg að standa upp og halda ræður og var nokkuð víst að hún talaði til barnanna og annarra afkomenda í afmælum og þegar haldið var upp á önnur tímamót inn- an stórfjölskyldunnar. Einatt sá hún sér leik á borði og kom að skila- boðum úr pólitískri átt á gamansam- an hátt rétt í blálokin, tækifærið var þarna og það nýtti hún sér. Guðrún var ákveðin í því sem að hún tók sér fyrir hendur og sýndi mikinn karakter þegar hún hátt á áttræðisaldri hætti að reykja, en það hafði hún gert allt sitt líf. Þá var heilsan farin að gefa sig og ekki um annað að ræða en að hætta. Mætti margt yngra fólk taka sér Gunnu til fyrirmyndar að þessu leyti. Margs er að minnast af löngum kynnum og minningarnar allar góð- ar. Notalegar samræður á léttu nót- unum og hlýlegheit yfir kaffibolla og nýbökuðum vöfflum sem voru þær bestu í heimi. Einnig allar veislurnar hjá fjölskyldunni þar sem fólk kom saman og skemmti sér við söng og hljóðfæraleik, en margir afkomenda Gunnu hafa tónlistina í blóðinu og hafa fetað þá braut. Minning um Gunnu sitjandi í hópnum miðjum með mildan svip hinnar sönnu ætt- móður, en orðið ættmóðir finnst mér einmitt svo lýsandi fyrir Gunnu. Elsku Örri, Steinn, Steinunn, Þor- steinn, Pála og Stebba, ég votta ykk- ur og fjölskyldum ykkar innilega samúð. Guð blessi minningu Guðrúnar S. Gísladóttur. Kristjana B. Héðinsdóttir. Með nokkrum orðum langar mig að minnast Guðrúnar Gísladóttur móðursystur minnar. Gunnu systur kallaði maður hana yfirleitt þegar maður var yngri, en þannig talaði Inga móðir mín alltaf þegar talið barst að henni. Seinna kölluðu barnabörn og börn þeirra hana ömmu Gúu að hennar eigin ósk. Sem sonur Ingibjargar var ég heimagangur á Vatnsnesvegi 30 í Keflavík, þar sem Gunna bjó ásamt Erling E. Davíðssyni eiginmanni sínum og börnum eftir að þau fluttu úr Garðinum þar sem Gunna ólst upp á Sólbakka. Ég man aðeins eftir Gunnu eftir að hún flutti til Keflavík- ur. Áður en ég kom til sögunnar, þá dvöldu eldri börn Gunnu til lengri og skemmri tíma hjá foreldrum mínum, Ingu og Bjarna, og gaf það þeim mikið að hafa þau á heimilinu. Það var alltaf gaman að heim- sækja Gunnu og Erling og fá vöfflur með rjóma og svellkalda mjólk og hlusta á þau kýta þegar þau spiluðu rommí. Eftir fótboltaæfingar var fátt betra en að koma við hjá Gunnu og fá sér í svanginn og fleygja sér síðan í sófann. Guðrún Gísladóttir var einn mesti sjálfstæðismaður sem ég hef þekkt og lá aldrei á skoðunum sínum. Fyrir kosningar var ég notaður í sendi- ferðir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þeg- ar föður míns naut við, en hann var mikill og ötull sjálfstæðismaður. Og eftir að ég fékk bílpróf þá sótti ég fólk á kjörstað á bifreið Erlings. Eft- ir að faðir minn lést, þá sá Gunna til þess að ég mætti á kjörstað og hringdi og spurði stundum hvort ég væri eitthvað að daprast í trúnni á flokknum. Það féll ekki í góðan jarð- veg ef ég hældi einhverjum öðrum stjórnmálamönnum en sjálfstæðis- mönnum. Þá var jafnvel talað við mömmu og spurt hvort ég væri eitt- vað að linast í trúnni. Guðrún og Erling áttu sex börn, stórkostleg frændsystkin sem eins og foreldrar þeirra hafa alla tíð reynst mér vel. Elsku Gunna (amma Gúa), ég vil þakka þér samfylgdina síðustu hálfa öldina, það er og verður bara ein Guðrún Gísladóttir. Kæru frændsystkin, Örn, Steinn, Steinunn, Þorsteinn, Pála og Stef- anía og fjölskyldur, einlægar samúð- arkveðjur til ykkar allra. Einnig færi ég ykkur samúðarkveðjur frá Ingu frænku. Þorsteinn Bjarnason. Guðrún Gísladóttir er látin. Með henni er fallinn einn af einlægustu stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins og traust stoð flokksstarfs- ins í Reykjanesbæ um áratugaskeið. Guðrún var oft kölluð guðmóðir Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ í gamni en því fylgdi einnig nokkur al- vara. Hún starfaði af miklum krafti fyrir flokkinn um margra ára skeið og fáir slógu henni við í fundasókn. Fram á níræðisaldur kom hún á fundi og landsfundi sótti hún meðan heilsa leyfði. Aðeins á tvo síðustu landsfundi sá hún sér ekki fært að mæta. Og Guðrún tók hlutverk sitt ávallt alvarlega því landsfundur Sjálfstæðisflokksins var ekki skemmtisamkoma. Hún ræsti okkur hin yngri að morgni hvers fundar- dags til að vera viss um að við mætt- um á réttum tíma og hún fór með þeim síðustu af fundarstað. Þetta var vinna, við skyldum gera okkur grein fyrir því! Guðrún hafði fastmótaðar skoðanir og var ófeimin við að tjá þær. Stundum sagði hún okkur til syndanna þegar þess þurfti en oftar var hún stolt af sínu fólki og hvatti það til dáða. Allir báru virðingu fyrir þessari konu sem lét ekkert stöðva sig í að vinna flokki sínum gagn í ára- tugi. Hafi Guðrún þökk fyrir samfylgd- ina og störf sín fyrir sjálfstæðisfólk í Reykjanesbæ. Blessuð sé minning Guðrúnar Gísladóttur. Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn, Sjálfstæðisfélag Keflavíkur. Kæri félagi. Við erum öll ríkari eftir að hafa kynnst þér. Síðast þegar við hittumst spurðir þú mig að venju mikið um sveitina og svo hvaða tæki Friðrik hefði prófað Tómas Ingi Ingvarsson ✝ Tómas IngiIngvarsson fæddist í Reykjavík 14. september 1997. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- austurlands 16. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnar- kirkju 28. nóvem- ber. að keyra og þú sagðir mér stoltur hvaða tæki þú hefðir prófað í sveit- inni þinni hjá afa og ömmu á Borg. Tómas Ingi, bros þitt og hlýja gleymast aldrei, hjart- ans þakkir fyrir allt. Kæru vinir, Heiður, Ingvar, Óskar Þór og Auðbjörn Atli. Guð gefi ykkur styrk á erfiðum stund- um. Vilborg Friðriks- dóttir (Bogga). Kæri Tómas. Nú ertu farinn vinur okkar. Það er sárt að kveðja góðan vin sem átti alla framtíðina fyrir sér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Við munum aldrei gleyma þér. Kolbrún Rós, Friðrik Júlíus og Katrín Birta. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Okkar ástkæri sonur, bróðir og barnabarn, JÓHANN VALDIMAR KJARTANSSON, Grundargötu 64, Grundarfirði, sem lést á blóðlækningadeild Landspítala við Hringbraut þriðjudaginn 27. nóvember, verður jarðsunginn frá Stærra-Árskógskirkju, Dalvíkurbyggð, laugardaginn 8. desember kl. 14.00. Kjartan Jakob Valdimarsson, Auður Anna Gunnlaugsdóttir, Valgeir Hólm Kjartansson, Anna Júnía Kjartansdóttir, Ágústa Bjarney Kjartansdóttir, Valdimar Kjartansson, Kristin Jakobsdóttir, Gunnlaugur Konráðsson, Valborg María Stefánsdóttir. ✝ EMIL EMILSSON kennari, Múlavegi 19, Seyðisfirði, andaðist á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði þann 30. nóvember síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 8. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á að leyfa Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar að njóta þess. Börn, tengdabörn og barnabörn. Við andlát Karó ömmusystur minnar fyllist ég sorg og sökn- uði. Þrátt fyrir háan aldur og alvarleg veikindi hennar þá trúði ég ekki að svona stutt væri eftir. Ég vissi að hún var tilbúin að fara, en ég var ekki tilbúin, ég vildi hafa hana hérna hjá okkur lengur. En nú minn- ist ég þessarar góðu konu, hún hafði einstaka lund, alltaf svo geislandi glöð og jákvæð, blíð og umhyggjusöm í garð allra sem nálægt henni komu. Einnig var hún ótrúlega glæsileg og falleg, minnti á kvikmyndastjörnu, svo smart og elegant, alltaf, líka þeg- ar hún var orðin fárveik. Hún hafði þægilega nærveru og það var gott að koma í heimsókn til hennar. Aldrei skorti okkur umræðu- efni og gátum við talað saman um allt og ekkert, ég lánaði henni stundum bækur og naut góðs af, uppskar góðar veitingar og sögur frá fyrri tíð. Þessar minningar eru mér svo dýrmætar núna, sögur af fólki sem nú er farið, ömmu og afa, Hönnu frænku og mömmu. Þegar mamma veiktist alvarlega í nóvember í fyrra sendi Karó okkur yndislegar myndir af mömmu þegar hún var lítil stelpa með foreldrum sín- um. Hún fylgdist náið með veikindum mömmu og var vakin og sofin yfir líð- an hennar og gladdist yfir hverri framför þrátt fyrir að vera orðin mjög alvarlega veik sjálf. Andlát mömmu Karólína Pétursdóttir ✝ Karólína Péturs-dóttir fæddist á Akureyri 17. nóv- ember 1919. Hún lést á heimili sínu, í Hjallaseli 55 (Selja- hlíð), 17. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 28. nóvember. fyrir tveimur mánuð- um síðan tók mjög á hana. Það var einstakt samband á milli þeirra og ég veit að mömmu þótti undurvænt um hana og hefur tekið vel á móti henni. Þar hafa einnig verið tengda- dóttir hennar, Kristín, systkin hennar, amma Ásdís, Hanna og Guggi, foreldrar þeirra og Gústi og Daníel. Því trúði Karó og hún hlakkaði til að fá að hitta þessa ástvini sína og ég er hand- viss um að þannig var það. Minning hennar lifir í hjörtum okkar sem þótti vænt um hana. Guð geymi son henn- ar, Pétur Þór, og sonardætur; Línu, Ellu, Örnu og fjölskyldur þeirra. Guðrún (Rúna.) Mín fyrsta minning um Karó frænku er þegar ég, smástelpa, stalst út að Hótel Borg. Þar vann Karó frænka mín, alltaf svo sæt, í tóbaks- búðinni hjá nöfnu sinni og móðursyst- ur okkar. Það var nokkuð öruggt að úr þessari ferð fengist lakkrísborði! Margt leiddi til þess að böndin urðu eins sterk og raunin varð. Litið var eftir Pétri Þór og oftar en ekki kom Karó við hjá okkur á Miklubrautinni, á leið heim úr vinnu, oft fótgangandi í hvaða veðri sem var. Seinna útvegaði hún mér íbúð í Bogahlíð, við hliðina á sér. Þar bjuggum við „saman“ í 28 ár. Tengslin hafa því alltaf verið náin, t.d. var hún alltaf í jólakaffi hjá mér, með minni fjölskyldu, á jóladag. Karó frænka var ein af okkur. Það fannst okkur öllum, mér, börnum og barna- börnum. Ég þakka henni alla „lakkr- ísborðana“ sem hún gaf mér. Ég á eftir að sakna hennar. Margrét Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.