Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 21
BÓKIN ÞÞ Í fátækt- arlandi er fyrra bind- ið af tveimur sem Pétur Gunnarsson hyggst senda frá sér um Þórberg Þórð- arson og hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Þeir sem bjuggust við ít- arlegri og fræðilegri úttekt á ævi Þór- bergs verða kannski fyrir vonbrigðum með bókina því slík er ekki aðferð Péturs heldur nálgast hann viðfangsefni sitt með aðferðum skáldsins og kannski má kalla verk hans „skáldfræðirit“. Það er hins vegar engin ástæða til að mæla bók Péturs út frá fyrirfram gefnum mælikvörðum því hér er fyrst og fremst um afar vel skrifaða og skemmtilega bók að ræða. Eins og undirtitillinn, Þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar, gefur til kynna beinir Pétur sjónarhorninu einkum að því hvernig Þórbergur komst til manns eða öllu heldur hvernig hann mótaðist sem rithöf- undur á fyrstu áratugum 20. aldar. Frásögnin hefst 1906 þegar Þórberg- ur er á 19. árinu og hefur yfirgefið Suðursveitina og er að reyna að fóta sig í Reykjavík, fyrst sem verkamað- ur bundinn vistarbandi og síðar sem heldur vonlaus skólanemi en upp- rennandi ritsnillingur. Þessum árum hefur Þórbergur sjálfur lýst ógleym- anlega í Íslenskum aðli og Ofvitanum og byggir Pét- ur að sjálfsögðu mikið á þeim verkum, en auk þess nýtir hann sér bréf, dag- bækur og fleiri heimildir sem sumar hafa birst áður en aðrar ekki. Eins og kunnugir vita er varasamt að treysta eigin æviskrifum Þór- bergs ef markmiðið er að mæla þau á algildan „sannleikskvarða“ því Þórbergur færir sannleik- ann „í æðra veldi“ eins og hann sjálfur komst að orði eða „leitar skáldskaparins í sannleik- anum“ eins og Halldór Guðmundsson orðar það í Skáldalífi. Veldi skáld- skaparins er í verkum Þórbergs æðra veldi sannleikans, þ.e.a.s. þess smá- munasama staðreyndasannleika á hvers klafa fræðimenn telja sig bundna – ólíkt skáldum. Pétur Gunn- arsson virðist í bók sinni leika sér að þessum mörkum. Sem dæmi má nefna að hann fer rangt með aldur Þórbergs í upphafi bókar, segir hann vera „á átjánda árinu“ þegar hann yf- irgefur Suðursveit. Ruglingur með fæðingarár Þórbergs hefur verið við- loðandi alla umfjöllun um hann og er það ennþá skráð 1889 í landsgrunni íslenskra bókasafna þótt óyggjandi hafi verið sýnt fram á að 1888 (eins og skráð er í kirkjubækur) er rétt fæð- ingarár. Þórbergur varð 18 ára 12. mars 1906 svo hann er á 19. ári í maí sama ár þegar hann yfirgefur heima- sveitina. Annað og öllu frægara dæmi er sagan af „framhjágöngunni“ í Ís- lenskum aðli sem er eitt besta dæmið um hvernig „staðreyndasannleik- urinn“ þarf að lúta í lægra haldi fyrir kröfu skáldskaparins í skrifum Þór- bergs. Á bls. 42 lýsir Pétur framhjá- göngunni og minnist hvergi á að Þór- bergur hafi í raun hitt „elskuna“ en ekki gengið framhjá, eins og ljóst er af dagbókum hans. En þetta er stíl- bragð hjá Pétri; að leyfa mýtunni að lifa um sinn því nokkru síðar, á bls. 106-7, er aftur vikið að þessu ferða- lagi og nú rýnt í dagbækur sem segja aðra sögu og Pétur skrifar: „Er verið að grínast með okkur?“ Pétur Gunnarsson er sjálfur skáld og að sjálfsögðu ráða lögmál skáld- skaparins hjá honum engu síður en hjá Þórbergi. Og Pétri tekst með að- ferð sinni að gera það sem ég tel að sé á fárra fræðimanna valdi: Að skrifa um Þórberg, félaga hans og kærustur á þann hátt að persónurnar birtast ljóslifandi fyrir augum lesandans og auka við þann skilning sem smám saman er að verða til á Þórbergi Þórðarsyni sem lengst af hefur verið herfilega misskilinn sem alvörulaus trúður íslenskra bókmennta. Ég bíð framhaldsins spennt. Þórbergur ljóslifandi BÆKUR Ævisaga Eftir Pétur Gunnarsson. JPV útgáfa 2007, 223 bls. ÞÞ Í fátæktarlandi Soffía Auður Birgisdóttir Pétur Gunnarsson MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 21 MENNING TITILLJÓÐ ljóða- bókar Gerðar Kristn- ýjar, Höggstaður, prýðir kápubakið og er rammlega kveðið þótt ekki sé rímað. Ljóð- stafir og stuðlar mynda stríðan takt og hrynj- andi. Myndir ljóðsins eru tengdar ógn og eyðileggingu: brú og brunnir stöplar, kyndill í krepptri hendi, hér er engum þyrmt. Ljóðin eru þó flest friðsæl, a.m.k. á yfirborðinu, og fjalla um lífið og land- ið. Sorgin gerir aðför að skáldinu, óvelkominn gestur kemur í heim- sókn en í skagfirskum kirkjugarði ríkir sátt við líf og dauða. En sums staðar læðist einhver óskilgreindur uggur að: hafsbotn lætur undan, stráin hópa sig saman, öskur klýfur kyrrðina og skyndilega berst vein í gegnum vængjaþyt. Hefðin er ekki langt undan í ljóð- unum, bæði hvað varðar form og efni. Myndmálið er heildstætt, t.d. í hinu ískalda Ættjarðarljóði (5) þar sem sængurföt eru kvíði, drífa og snjóbreiða. Vetur og myrkur ráða ríkjum og persónugerð á stöku stað, t.d. í Norður (7) og Við vatnið: Hvítir fyrir hærum / skríða hamrarnir / út úr nóttinni. / Grátt fyrir járnum / ryður frostið veginn … (43). Nótt (13) og Logn (42) lýsa ást sem einkennist af öryggisleysi og innilokun og margræð íronían sem Gerður Kristný er þekkt fyrir birtist víða, s.s. í Nótt: … Ég sekk um þúsund faðma án þess að nokkur þeirra nái á mér taki … Nokkrar kunnar persónur koma við sögu í listilegum ljóð- um, t.d. Egill Skalla- Grímsson, Hallgerður í Laugarnesi og Helgi tattoo. Í ljóðinu Jónas er dulúðug stemning en húmorinn ekki langt undan. Ljóðið hefst í Danmörku og endar í Öxnadal, þjóðskáldið paufast peð- fullt upp þrepin sem urðu honum að aldurtila: Útidyrnar opnast inn í hús þar sem þoka leikur um þrepin og tunglskinið strengist milli veggja Nóttin er þungstíg í þessu húsi reikul í spori en ratar samt heim Bara að nú verði ekki sungið, hugsar fólkið í húsinu og festir aftur blund Í dögun hrekkur það upp við hrafna á þaki þeir teygja sig eins og tindar upp í himininn (25) Titill bókarinnar er margræður líkt og á fyrri ljóðabókum Gerðar Kristnýjar, Ísfrétt (1994) og Laun- kofi (2000). Á þessari bók er engan höggstað að finna, varla veikan blett, ljóðin eru falleg, yfirveguð og djúp, þau síast inn í hugann og sveima þar eftir að lestri lýkur. En listin tekur sinn toll, skáldið er greinilega sárt eftir þung högg skáldfáksins og í hjartanu dunar hófatak hans. Með hófadyn í hjartastað Bækur Ljóð Höggstaður Steinunn Inga Óttarsdóttir Gerður Kristný Gerður Kristný. 47 bls. Mál og menning / Edda útgáfa 2007. SAGAN gerist í borg þar sem brennandi eyðimerkursólin skín miskunnarlaust árið um kring og þjóðinni er haldið í helgreipum. Það er skylda að hafa mynd af Verndaranum uppi á vegg á hverju heimili. Símhleranir, mannshvörf og op- inberar aftökur eru daglegt brauð. Ná- grannarnir njósna hver um annan og fulltrúar byltingarnefndarinnar geta birst þá og þegar til að hand- sama svikara við málstaðinn. Er þetta umhverfi vísindaskáldsögu sem gerist í fjarlægri framtíð? Nei, svona var ástandið í Líbíu fyrir 20 árum og hefur víst lítið breyst síðan. Hisham Matar bjó þar í landi þegar hann var lítill en er nú búsettur í fjölþjóðaborg- inni London. Í landi karlmanna er skáldsaga byggð á sönnum atburðum frá sumrinu 1979 þegar faðir Hism- ham Matar féll í ónáð og útsendarar Gaddafís Líbíuforseta tóku hann höndum. Enn þann dag í dag hefur ekkert til hans spurst. Í sögunni segir frá Suleiman sem er níu ára gamall, faðir hans er kaupsýslumaður sem berst á laun við að koma á betra þjóðskipulagi. Móðirin er bitur drykkjukona og líf Su- leimans er mótað af því, hann þorir ekki að líta af henni og tekur á sig alla ábyrgð á gerðum hennar. Leynileg starf- semi föðurins hefur þrúgandi áhrif á heim- ilislífið, dagarnir eru þrungnir ugg og ótta. Af einhverjum ástæðum fær Suleiman aldrei að vita neitt. Hvíslið og leyndardómsfull þögnin eru honum kvöl, hann dregur sífellt rangar ályktanir, fyllist reiði og vanmætti og veit ekki sitt rjúkandi ráð. „Umhyggja. Ég held að ég hafi þráð hana öllu öðru framar. Hlýja og stöðuga og óumbreytanlega um- hyggju. Á tímum blóðs og tára, í þess- ari Líbíu hinna óteljandi marblettóttu og útmignu manna sem engdust af þörf og þrá eftir lausn, þá var ég þetta kjánalega barn sem krafðist umhyggju. Og þótt ég hafi ekki skilið það þá með þessum hætti var sjálfs- vorkunn mín eigi að síður orðin að sjálfsfyrirlitningu“ (142). Frumtextinn (á ensku) er víða knúsaður og þýðingin þar af leiðandi líka. Sjónarhornið er ýmist barns eða fullorðins, barnið skilur hvorki hvað foreldrarnir eru að baksa í rúminu á kvöldin né hversu hættulegt er að tala við manninn sem vaktar húsið þeirra. Staða og hlutverk kvenna í múslímsku samfélagi er þema sem lúrir undir í sögunni. Biturð móður Suleimans beinist m.a. að Sjerasade, sem sagði sögur í 1001 nótt og var þyrmt sem frægt er orðið, hún „kaus ánauð fremur en dauðann“ (17). Í landi karlmanna er grimm og eft- irminnileg saga um svik og sekt og lífsháska, um mannlegt eðli á ógn- artímum. Bernskuminningar frá Líbíu BÆKUR Endurminningar Eftir Hisham Matar, Ísak Harðarson þýddi, 207 bls. JPV útgáfa 2007. Í landi karlmanna Steinunn Inga Óttarsdóttir Hisham Matar LISTAKONAN Kar- itas Jónsdóttir, sem forðum bjó með Sig- mari sjóara, átti með honum börn og buru en fórnaði ást og fjöl- skyldu fyrir sjálfstæði og myndlist, hefur nú snúið aftur. Í nýjustu bók sinni, Óreiða á striga, heldur Kristín Marja Baldursdóttir áfram að segja okkur frá lífshlaupi þessarar stórbrotnu konu. Bygging sagnanna er sú sama og togstreita Karitasar milli skyldu og frelsis held- ur áfram. Þegar sagan hefst er Karit- as teiknikennari á Eyrarbakka og gengur fram af forpokuðum kerling- unum með háttalagi sínu. Hún kemst til Parísar, kynnist hringiðu list- arinnar, fer til New York og hefur getið sér gott orð þegar hún flytur heim til Íslands eftir andlát móður sinnar. Þetta er mikil kvennasaga, eins og Kristínu Marju er lagið, um sterkar konur og sjálfstæðar. Þær eiga sér drauma, leita hamingjunnar hver með sínum hætti og eru margar velktar í lífsins ólgusjó: „ … í hvert sinn sem konum miðar áfram í bar- áttunni fyrir frelsi sínu og sjálfstæði skella karlarnir á stríði til að sýna yf- irburði sína. Og konurnar verða að einbeita sér að því að vernda börnin fyrir ógnum stríðsins, þær teygja sig ekki í völdin meðan börnin gráta af ótta eða hungri. Frelsi þeirra er kýlt niður í nafni móðurhlutverksins, karl- inn skammtar konunni peninga og hún verður þræll hans“ (154) segir hin franska Madame sem hefur lifað tvær heimsstyrjaldir. Hjónakornin Sigmar og Karitas, sem geta hvorki verið sundur né saman, eiga margar orðasennurnar og takast á um lífs- gildin. Í einni rimmunni segir Karit- as: „Ég væri víst löngu orðin fræg væri ég karlmaður en í feðraveldinu hampa karlar hver öðr- um og það versta er að konurnar hampa þeim líka, því ef þær færu nú að hampa hver annarri, hver ætti þá að sjá um þvotta þjóðarinnar?“ (363). Persónurnar eru spriklandi af lífi, aug- ljóslega fulltrúar ýmissa gilda og þjóðfélagshópa en þær eru hvorki svart- hvítar né klisjulegar. Bjarghildur sveitarljómi sem flutti á mölina er andstyggðin sjálf en um leið er hún stórfyndin og örlög hennar harmræn, Sigmar stendur fyrir togaraútgerðina sem færði þjóðarbúinu auð og afl, synirnir eru karlrembur sem vilja hafa konur við eldhúsbekkinn og ásaka foreldra sína fyrir sjálfhverfu og eigingirni en Silfá litla er fulltrúi ungu kynslóð- arinnar sem fer í kröfugöngu til að heimta jafnrétti og ekkert múður. Samtölin eru afar vel skrifuð, stíllinn er myndrænn og áreynslulaus, stund- um er eins og maður sé að horfa á kvikmynd og stundum er eins og Salka Valka hafi stigið inn í Dalalíf. Fjölmörg tákn skjóta upp kolli í sög- unni aftur og aftur, s.s. vindur, dúfur og blautur þvottur sem tákna mótlæti kvenfrelsisbaráttunnar, samstöðu kvenna og skyldurnar sem lífið skaff- ar þeim. Í lokin sitja eftir spurningar um hvort frelsið hafi verið of dýru verði keypt, hvort ástin sé það mik- ilvægasta í lífinu og hvort jafnrétti kynjanna komist nokkurn tímann á í raun. Óreiða á striga er breið og stór- skemmtileg mannlífslýsing, mögnuð saga samfélags og kvenfrelsis á Ís- landi um leið og þetta er saga allra þreyttra þvottakvenna heimsins. Allar heimsins þvottakonur Bækur Skáldsaga Kristín Marja Baldursdóttir. 541 bls. Mál og menning 2007. Óreiða á striga Steinunn Inga Óttarsdóttir Kristín Marja Baldursdóttir ÓLGA og órói einkenna kvæði Bjarna Bernharðs í nýrri ljóðabók sem hann nefnir Blóm og hefur und- irtitilinn The Shadowline – klæðn- aður fyrir miðnætti. Í heitinu eru að nokkru fólgnar helstu andstæður bókarinnar. Hún er full með upp- reisn og leit og kafar í djúpvitundina af áfergju í myrkri leit að útgöngu- leið. Segja má að þetta séu ljóð ort úr djúpinu, ort úr skógi „hinna týndu/ heima“ Þetta er vegferð, óræð og draumkennd: Á grýttum vegslóða undir rauðu myrkri er ferðin fáfengilegt draumahaf Þótt tómhyggja ein- kenni sum ljóðin yrkir Bjarni með sterkum litatónum. Mörg ljóða hans eru ekki svo ýkja langt frá expressjón- ískum og súrrealískum kveðskap enda á köflum dálítið myrk. Viðfangsefni hans eru huglæg fremur en jarðbundin þótt þau hafi sterka og andófskennda veruleikasýn þar sem lýsir á ut- angarðinn og skuggakimann. Sum kvæðin virka á mig eins og óp sem brotist hefur úr bældum barka. Stundum er röddin brostin og ófög- ur en á milli eru gullnir tónar. Það er líka eitthvert „Sturm und Drang“ í þessum ljóðum, rómantískar og tilfinningaríkar myndir. Titilkvæðið Blóm fjallar þó ekki um hið bláa blóm rómantíkurinnar heldur blóm hug- myndanna og er nokkuð dæmigert fyr- ir hina lýrísku hlið myndsköpunar Bjarna: Höfum kyrrt um lofum fræinu að spíra í hugskoti. Að álitlegu blómi. Eins víst að gullkornum rigni. Hin óreiðukennda sýn þessarar bókar hefur í sér fólginn kraft og ólgu þó að ljóðin séu ekki öll full- komin. Enda túlka þau ófullkominn heim. Ólga og órói BÆKUR Ljóð Eftir Bjarna Bernharð. Ego útgáfan. 2007 – 63 bls. Blóm The Shadowline – Klæðnaður fyrir miðnætti Skafti Þ. Halldórsson Bjarni Bernharður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.