Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VEISTU HVAÐ, GRETTIR? ÞÚ ERT BESTI KÖTTUR Í HEIMI! TAKK KÆRLEGA, JÓN ÞAÐ ER SAMT EINS GOTT AÐ ÞETTA SÉ EKKI AFMÆLISGJÖFIN MÍN LÍSA ER AÐ LEITA AÐ MÉR... TAKK! *HMM* ÉG GERI HVAÐ SEM ER FYRIR HANN EN EKKI SEGJA HENNI HVERT ÉG FÓR LÖGREGLAN SAGÐI AÐ ÞEIR KÆMU RÉTT BRÁÐUM. VEISTU HVAÐ ÞEIR TÓKU? NEI, KALVIN ER Í RUSLI ÚT AF ÞVÍ AÐ HOBBES ER HORFINN ÉG ER REYNDAR LÍKA Í RUSLI ÞEGAR ÉG HUGSA ÚT Í ÞAÐ, ÞÁ ER ÉG MJÖG HRÆDD MAÐUR HELDUR AÐ ÞETTA KOMI BARA FYRIR ANNAÐ FÓLK VANDAMÁLIÐ ER AÐ VIÐ ERUM „ANNAÐ FÓLK“ FYRIR FLESTUM ÞARNA ERU TVEIR STERKUSTU VÍKINGASTRÍÐSMENNIRNIR NÚ, HVAÐ HEITA ÞEIR? JÓN STERKASTI OG GUNNAR STERKASTI ORÐIÐ SEM ÞÚ FÉKKST ER „ÞAГ „ÞAГ... ER HÆGT AÐ NOTA ÞAÐ Í SETNINGU? MÁLFRÆÐIKEPPNI HEIMA HJÁ PARIS HILTON HLAKKAR ÞÚ TIL AÐ FARA Í SUMARBÚÐIRNAR Á MORGUN? ÉG... ÉG HELD ÞAÐ ÉG VONA AÐ ÞAÐ VERÐI GAMAN ÉG ER VISS UM ÞAÐ... ÞAÐ ER ALVEG EÐLILEGT AÐ ÞÚ SÉRT HRÆDDUR VIÐ AÐ FARA ÉG VEIT BARA EKKI HVORT ÉG LIFA AF TVÆR VIKUR ÁN TÖLVUNNAR MINNAR ÉG MUNDI NÚ EKKI HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ MARTRÖÐ Í HOLLYWOOD... SVONA! NÚNA FYRST ÉG ER BÚINN AÐ TAKA MYNDIRNAR FYRIR BLAÐIÐ... GET ÉG REYNT AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ HVER ER AÐ REYNA AÐ EYÐILEGGJA FERIL M.J. dagbók|velvakandi Hvað er frelsi? JÁ, unga fólkið í landinu kallar á frelsi. En mér er spurn í huga, veit unga fólkið almennt hvað frelsi er? Er frelsi að geta farið í matvöru- verslun til að kaupa áfengi, er frelsi að geta farið að skemmta sér fram á morgun, helst alla daga vikunnar? Er frelsi að ganga um miðbæinn eins og villidýr, kasta af sér þvagi og saur í hvert horn höfuðborgarinnar, sem ekki má? Einhverjum mundi finnast það skerðing á frelsi, eða hvað? Nú lifum við í siðmenntuðu þjóð- félagi, þar sem gilda lög og reglur, sem okkur ber að fara eftir, af hverju? Jú, af því að við höfum siðmenn- inguna innra með okkur sjálfum og höfum frelsi til að hlusta á samvisku okkar sjálfra, vega og meta hvað okkur finnst rétt eða rangt. Nei, það er ekki frelsi að ganga inn í matvöruverslun til að kaupa áfengi. Það er frelsi að horfa til framtíðar án þess að hafa samviskubit yfir því að hafa átt þátt í því böli sem mundi fylgja því að selja áfengi í öllum mat- vöruverslunum. Það er ótrúlegt að allt þetta glæsi- lega og vel menntaða unga fólk sem er í pólitík, og hefur áhuga á þjóð- málum í heild, skuli ekki finna áhugaverðara og meira krefjandi málefni en sölu áfengra drykkja í matvöruverslunum. Satt að segja er það lágkúra. Hristið af ykkur lágkúruna, og finn- ið annað áhugaverðara verkefni til að vinna að. Verið stórhuga því framtíðin er ykkar, unga fólk. Verið frjáls, frelsið verður ekki samþykkt á Alþingi Íslendinga, frelsið býr innra með ykkur og okk- ur öllum. Ellilífeyrisþegi og fyrrverandi kaupmaður. Í framhaldi af afsökunarbeiðni ÉG vona að flestir hafi tekið afsök- unarbeiðni minni í Mbl. sunnudag- inn 25. nóv. sl. eins og hún var meint. Örugglega telja allir þeir sem lásu að ég sé algjör ruglukollur sem ég efalaust er. Það eru bara svo miklu fleiri ruglukollar á ferðinni og sumir þeirra á þingi og jafnvel í ríkisstjórn. Nú er við stjórnvölinn, ásamt Sjálf- stæðisflokknum, fyrirbæri sem kall- ast Samfylking. Fyrirbæri þetta kennir sig við jafnaðarmennsku en ég skil ekki hvers konar jöfnuður það er að halda áfram að breikka bil- ið milli hinna ofurríku og verkfær- anna sem þeir nota (kallast launa- fólk á fínu máli). Ég get ekki séð að það skipti neinu máli í stefnu ríkis- stjórnarinnar þó að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi fengið sér nýja hækju, þegar sú gamla var orðin ónýt. Mér finnst með ólíkindum hvernig ábyrgðinni á þenslunni er endalaust velt yfir á aldraða, öryrkja og láglaunafólk. Þetta er fólkið sem er að setja þjóðfélagið á hvolf, segja þeir sem þykjast hafa vit á því. Nú er nóg komið og læt ég þessu því lokið. Ég vona að öllum líði vel og séu glaðir í besta ríki á jörðinni. Óskar Aðalgeir Óskarsson. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞESSI fallega mynd er tekin í ljósaskiptunum í Skerjafirði á dögunum. Hvað skyldu hrafnarnir vera að krunka saman? Ætli þeir séu að kalla til hrafna- þings, eða kannski eru þeir bara að njóta útsýnisins af ljósastaurnum? Morgunblaðið/Ómar Hrafnarómantík í Skerjafirði Íslandsmót í Butler-tvímenningi Íslandsmót í Butler-tvímenningi fer fram í húsnæði Bridssambands Íslands laugardaginn 8. desember. Spilamennska hefst klukkan 11. Spilamennskan fer fram eins og ver- ið sé að spila í sveitakeppni, þ.e. skor reiknað út í impum. Þetta mót er haldið í annað sinn og er öllum opið. Skráning á bridge.is og í símum 587 9360 eða 898 7162. Íslandsmeistarar frá því í fyrra eru þeir félagar Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson. Óbærileg spenna í Kópavogi Þegar einni umferð er ólokið í sveitakeppninni er ennþá spenna þar sem Þórður á erfiðan leik eftir. Staða efstu sveita: Þórður Jörundsson 106 Bernódus Kristinsson 99 Eiður M. Júlíusson 94 Vinir 91 Stefán R. Jónsson 91 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 30. nóvember var spilað á 16 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 375 Alfreð Kristjánss. – Ármann Lárusson 375 Ragnar Björnsson – Gísli Víglundsson 356 Jón Hallgrímss. – Bjarni Þórarinss. 348 A/V Ingólfur Þórarinss. – Sigfús Jóhannss. 374 Sturlaugur Eyjólfss. – Jón Jóhannss. 341 Nanna Eiríksd. – Kristín Jóhannsd. 332 Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannss. 327 Jón Lárusson – Halla Ólafsd. 327 Staðan í stigakeppninni: Ragnar Björnsson 235 Oliver Kristófersson 216 Rafn Kristjánsson 216 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánudaginn 3.12. Spilað var á 12 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Sæmundur Björnss. - Gísli Víglundss. 255 Magnús Oddss. - Oliver Kristóferss. 242 Jón Hallgrímss. - Jón Lárusson 241 Árangur A-V Ragnar Björnss.- Guðjón Kristjánss. 295 Friðrik Jónss. - Tómas Sigurjónss. 278 Þröstur Sveinss. - Bjarni Ásmunds 271 Tvímenningskeppni spiluð fimmtudaginn 29.11. Spilað var á 12 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Sigurður Pálsson - Guðni Sörensen 259 Ragnar Björnss. - Jóhann Benediktss. 237 Júlíus Guðmss. - Rafn Kristjánsson 230 Árangur A-V Eyjólfur Ólafsson - Óli Gíslason 259 Jóhannes Guðmannss. - Unnar Guðmss. 253 Björn E. Péturss. - Soffía Theodórsd. 251 Tvímenningskeppni spiluð mánu- daginn 26.11. Spilað var á 12 borð- um. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Magnús Oddss. – Oliver Kristóferss. 289 Björn E. Péturss. – Gísli Hafliðason 255 Ægir Ferdinandss. – Hannes Ingib.s. 250 Árangur A-V Eiríkur Eiríksson – Skarphéðinn Lýðss. 301 Oddur Halldórsson – Oddur Jónsson 273 Þröstur Sveinsson – Bjarni Ásmunds 263 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.