Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 9 FRÉTTIR Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is ILLA stöddu fólki hefur fjölgað mikið í samfélaginu og hópurinn er einnig að breytast, að sögn Ragn- hildar G. Guðmundsdóttur, for- manns Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, og Vilborgar Odds- dóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálp- arstarfi kirkjunnar. „Það er alltaf fjölgun á milli ára á þeim sem þurfa aðstoð, en mér finnst mest áberandi í ár hversu mikið hópurinn er að breytast. Þeir verst settu sitja nú eftir og bilið í samfélaginu er að breikka,“ segir Vilborg Oddsdóttir um reynslu sína af fátækt á Íslandi. Hún segir jafnframt að sálræni þátturinn sé orðinn miklu stærri en hann var áður. „Tilfinningaleg fá- tækt er að aukast, þeir sem búa við lökustu kjörin upplifa sig svo van- máttuga, því velmegunin er auglýst upp í samfélaginu og kröfurnar orðnar svo gífurlegar. Það þarf svo mikið til að geta verið gildur í sam- félaginu, farsíma, merkjavöru, net- tengingu o.s.frv. og fjölskyldurnar sem koma til okkar eiga varla eftir fyrir mat þegar þeim kröfum hefur verið sinnt,“ segir hún. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd segir hópinn sem leiti til þeirra hafa stækkað ört og þær hafi tekið eftir stórum kipp nú í haust. „Hingað koma öryrkjar, einstæðir karlmenn og konur, stór- ar fjölskyldur og bara öll flóran. Lífsgæðakapphlaupið er orðið svo strembið að sífellt fleiri missa fót- anna. Það er svo skrítið að þegar velmegunin er mikil, þá er örbirgð- in líka mikil, það er okkar sýn á þetta samfélag.“ Ragnhildur segir áberandi hversu félagsleg samstaða hafi minnkað á Íslandi, það sé eins og enginn sé á bakvið marga þá sem leiti til nefndarinnar, þeir séu illa settir félagslega og andlega. „Svo er greinilegt af því hvernig fjölgar hjá okkur í lok mánaðar að launin duga ekki. Fólk lifir ekki á lægstu laununum í þessu samfélagi,“ segir Ragnhildur. Sálrænn þáttur fátæktar GUNNAR Svavarsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að samkvæmt upplýsingum frá heil- brigðisráðuneyti frá því í byrjun október renni þjónustusamningur við SÁÁ út í árslok og „vel fyrir þann tíma þurfi að hefja viðræður um hvort og með hvaða hætti verði framhald á þjónustukaupum milli aðila“. Þetta segir Gunnar m.a. um gagnrýni Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, í Morgunblaðinu í gær, um að samkvæmt frumvarpi til fjárlaga eigi SÁÁ að fá sömu upp- hæð og árið 2005, 170 milljónum minna en þurfi til að reka SÁÁ á næsta ári. SÁÁ fær samkvæmt frumvarpinu 602 milljónir króna til reksturs síns. Gunnar segir að í ljósi þess að samningaviðræður ráðuneytisins og SÁÁ standi nú yfir geti fjárlaga- nefndin ekki tekið fram fyrir hend- urnar á heilbrigðisráðuneytinu varðandi fjárveitingar, „enda er það hlutverk ráðuneytisins miðað við þessar yfirlýsingar að ganga frá þeim samningum“, segir Gunnar. Hann segir það hafa komið fram í ræðu sinni um fjárlagafrumvaprið á Alþingi að von sín væri að viðræðum ráðuneytis og SÁÁ yrði lokið milli annarrar og þriðju umræðu fjár- laga, „enda hefði ráðuneytið lýst því yfir að það þyrfti að vera búið að ljúka þessari samningsgerð vel fyrir árslok og það eru einungis 25 dagar til árs- loka“. Gunnar segir upphæðina í fjár- lagafrumvarpinu byggjast á núverandi samningi. Spurður hver staðan verði náist samningar ekki svarar Gunnar: „Við skulum horfa til þess sem hefur ver- ið sagt, að viðræðunum þurfi að ljúka fyrir árslok. Ég lít svo á að það eigi að vera ekki einum degi fyrir árslok heldur nokkrum.“ – Þannig að þegar samningar verða í höfn verður upphæð til SÁÁ í fjárlögum endurskoðuð? „Við horfum auðvitað til þess að skoða þá samninga sem ráðuneytið er að vinna að á grundvelli nýrra forsendna,“ segir Gunnar. „Menn gera sér grein fyrir því, eins og hef- ur komið fram hjá SÁÁ og ráðu- neytinu, að það er fjárvöntun og að það þurfi síðan hugsanlega að styrkja rekstrargrunninn. Það er hins vegar ráðuneytisins að fara fram með þjónustusamninginn en ekki fjárlaganefndarinnar.“ Beðið samn- ings við SÁÁ Gunnar Svavarsson „ÞAÐ er eiginlega ekkert nýtt í þessu máli. Það er bara þannig að þetta minnisblað stendur,“ sagði Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, að loknum samningafundi milli SÁÁ og samninganefndar heilbrigðisráðuneytisins í gær. Næsti samningafundur hefur verið boðaður í næstu viku. Þjónustusamningur SÁÁ við ríkið rennur út um áramót. Engin ný samningsdrög hafa enn verið lögð fram í viðræðunum, að sögn Þórarins, en formaður samninga- nefndarinnar lagði nýverið fram á fundi samningsaðila minnisblað um greiðsluþátttöku Trygg- ingastofnunar ríkisins vegna áfengis- og vímuefnameðferðar. Samkvæmt því þurfa sjúklingar sem sækja slíka meðferð m.a. að fá tilvísun frá lækni. „Ég upplifi þetta fyrst og fremst þannig að vandinn sé mikill og ég sé enga lausn í bráð,“ segir Þórarinn. „En það getur vel verið að það sé hægt að ljúka þessu á nokkrum vikum.“ Bíður skýringa á minnisblaði Þórarinn hafði vonast til að fá skýringar á innihaldi minnisblaðs- ins á fundinum, m.a. hvað útfærsla þess mundi kosta. „En við erum engu nær í sjálfu sér,“ sagði Þór- arinn. „Við fengum engar skýr- ingar aðrar en þær að það þyrfti að uppfylla þessi skilyrði sem þarna eru fram sett í minn- ispunktunum, sem segja þá hvern- ig menn þurfa að bera sig að við að komast í meðferð og hvernig menn þurfa að bera sig að við að fá greitt frá Tryggingastofnun fyrir þá meðferð sem þeir eru að veita,“ segir Þórarinn. Að sögn Steingríms Ara Ara- sonar, formanns samninganefndar heilbrigðisráðherra, lýsir minn- isblaðið aðeins möguleikum sem eru í stöðunni. „En það eru fleiri möguleikar sem er verið að ræða og skoða,“ segir Steingrímur þeg- ar hann er spurður hvort minn- isblaðið sé grunnur að nýjum samningi. „Í raun er ekkert um málið að segja að okkar hálfu, fyrr en það eru komnar niðurstöður í þessar viðræður,“ segir Stein- grímur og tekur fram að stefnt sé að því að klára samninga fyrir áramót. „Það ræðst væntanlega á næstu dögum hvaða leið menn ákveða að fara.“ En komi nýr samningur til með að byggjast á minnisblaðinu mun það þá fela í sér auknar álögur fyrir sjúklinga? „Það er alveg ótímabært að fara að ræða út- færslur á einstökum leiðum. Það liggur bara fyrir að menn hafa velt upp ýmsum leiðum og áður en menn eru búnir að koma sér niður á leið sem á að fara þá er ekki vert að ræða við fjölmiðla um mál- ið,“ segir Steingrímur. „Þetta minnis- blað stendur“ Þórarinn Tyrfingsson Steingrímur Ari Arason Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Ný sending af sparibuxum Opið kl. 10-18, laugard. kl. 11-16 Afmæli Verslunin 20 ára Af því tilefni veitum við 20% afslátt af öllum BRANDTEX vörum til 8. des. nk. Nýbýlavegi 12, Kóp. • Sími 554 4433 M bl 94 17 57 UNDANFARIN ár hefur Jóhannes Jónsson, forstjóri Bónuss, fært fé- lagasamtökum sem helga sig aðstoð við bágstadda jólaglaðning. Ekki var undantekning á því í ár og færði Jó- hannes Mæðrastyrksnefndum Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Kópa- vogs og Akureyrar, auk Hjálpar- starfs kirkjunnar, jólaglaðning að verðmæti 25 milljónir króna í versl- un Bónuss í Garðabæ í gær. Jólaglaðningurinn er í formi inn- eignarkorta, að upphæð 5.000 krón- ur hvert. Kortin eru rafræn og því ekki þörf á inneignarnótum eins og verið hefur, heldur eru þau notuð eins og debetkort. Við afhendinguna sagði Jóhannes það skyldu kaupmanna sem notið hefðu velgengni, eins og búðir Bón- uss hefðu gert, að gefa af hagnaðin- um aftur til samfélagsins. Hann sagðist vona að gjöfin gleddi sem flesta fyrir jólin og að forsvarsmenn Bónuss væru sér fyllilega meðvit- andi um að ekkert fengist ef ekki væri líka gefið. Samvinna Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur standa sameiginlega að jólaaðstoð- inni í annað sinn í ár, þar sem reynsl- an var mjög góð frá því í fyrra. Kortin frá Bónusi eru hluti aðstoð- arinnar, sem annars felst fyrst og fremst í matvælum. Hægt er að sækja um aðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur dagana 6. og 12. desember nk. frá 10- 16 og hjá Hjálparstarfi kirkjunnar 10. og 11. desember nk. frá kl. 11-12 og 14-16. Úthlutunin hefst 18. desember og verður í Sætúni 8, gamla Ó. Johnson & Kaaber-húsinu. Gert er ráð fyrir að þeir sem á stuðningi þurfa að halda fyrir þessi jól skipti þúsundum. Félagasamtök fá 25 milljóna jólagjöf „Skylda kaup- manna að gefa til samfélagsins“ Morgunblaðið/Sverrir Glaðningur Sigurfljóð Skúladóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Kópa- vogs, tekur við jólaglaðningi frá Jóhannesi Jónssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.