Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Elsku nafna mín, ég sakna þín. Mig langar til að skrifa þér hér smá bréf. Það hefur tekið mig nokkra daga að átta mig á því að þú sért farin. Ég hef ekki vilj- að trúa því. Í jarðarförinni þinni rann það samt nokkurn veginn upp fyrir mér að ég ætti ekki eftir að hitta þig oftar né tala oftar við þig í síma. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman á þessu ári. Margar minningar um þig mun ég ætíð geyma í hjarta mínu. Hannes Kristinn á eftir að fá að heyra marg- ar góðar sögur af þér. Það var sárt en samt gott að geta komið til þín á sjúkrahúsið til þess að kveðja þig. Jarðarförin þín var svo falleg og Hildigunnur Kristinsdóttir ✝ HildigunnurKristinsdóttir fæddist að Höfn á Dalvík 18. júlí 1930 og lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 29. októ- ber síðastliðinn og var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 3. nóvember. sýndi vel hversu hlý og góð kona þú varst. Þegar við yfirgáfum Dalvíkina var eins og þú stæðir á tröppun- um og vinkaðir okkur, líkt og þú gerðir alltaf. Ég veifaði þér til baka. Alltaf þegar ég breiði yfir Eydísi og kyssi hana góða nótt segi ég við hana að Guð og englarnir passi hana. Nú síðast þegar ég sagði það við hana þá svaraði hún: ,,og amma“ og ég sagði þá: ,,já og amma“. Hún kallaði þig alltaf ömmu en þú varst líka henni og Ívari mín- um svo góð. Þú hugsaðir alltaf vel um þína, hvernig sem þeir tengdust þér. Ég veit að það var vel tekið á móti þér og bið ég kærlega að heilsa þeim. Ég hlakka til að hitta þig aftur þegar röðin kemur að mér að kveðja þenn- an heim en þangað til veit ég að þú munt fylgjast með mér og mínum og passa okkur ásamt hinum englunum. Ég elska þig, þín nafna Hildigunnur. Hinsta kveðja, elsku afi minn. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Nú ert þú farinn til elsku Guðs, afi minn. Ég er svo sorgmæddur og hjartað mitt grætur, ég vissi ekki að þú myndir deyja þegar ég væri bara sex ára. Ég er svo ánægður að heita Jó- hann eins og þú og þegar ég verð stór þá verð ég Jóhann afi eins og þú. Ég bið Guð að passa þig alla eilífð. Sakna þín svo sárt. Takk fyrir allt afi minn, ég mun sakna að sjá þig ekki, en ég geymi þig í hjartanu mínu. Góði Guð, vilt þú biðja englana að passa ömmu Þórhöllu og gefa henni styrk. Þinn vinur og barnabarn að eilífu Jóhann Egill. Stundin líður, tíminn tekur, toll of öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó ung að aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) Elsku hjartans afi minn. Með mikl- um söknuði í hjarta kveð ég þig. Margt hefur farið um hugann síðustu daga og vikur. Ég var alltaf að vona að þér myndi batna. Ég bað bænir mínar á hverju kvöldi og bað Guð að gefa þér styrk til að sigra í barátt- unni við meinið. Aldrei eina einustu stund hvarflaði það að mér að barátt- unni myndi ljúka þannig að Guð tæki þig til sín. Ég reyndi á hverjum degi að vera þolinmóð og sýna skilning og bera virðingu fyrir því að veikindi þín hefðu forgang. Ég var svo sannfærð um að þér myndi batna og við barna- börnin fengjum að koma oftar í heim- sókn og hitta þig. Það hefur ekki allt- af verið auðvelt að geta bara hitt þig svona sjaldan. Vonin var mér svo mikils virði, vonin um að þú, elsku afi minn, yrðir aftur hress og losnaðir undan veikindunum. Afi, ég er svo þakklát fyrir að við Sibba systir feng- um að koma upp á Landspítala. Stundin sem við áttum með þér var svo kyrrlát og falleg, við héldum í höndina á þér og hvísluðum í eyrað á þér hversu heitt við elskuðum þig og báðum Guð að blessa þig í himnaríki. En afi minn, þú vissir líka alltaf þeg- ar þú varst lifandi að við elskuðum þig og nutum þess að hafa þig hjá okkur. Hvert einasta skipti þegar þið amma komuð í heimsókn til okkar í Kvistalandið áttum við notalega stund saman og mamma bakað handa okkur vöfflur. Ég trúi því, elsku afi minn, að þó svo að líkami þinn hafi verið farinn þegar við kvöddumst hafi sálin þín alveg greinilega verið hjá okkur. Ég fann svo vel fyrir þér uppi á spítala. Mér fannst þú halda um sorgætt hjarta okkar Sibbu og leiða okkur systurnar áfram. Þegar við gengum út af spít- alanum fannst mér að fæturnir á mér gætu ekki borið mig af sorg, við syst- urnar vorum algjörlega niðurbrotn- ar. Ég held, afi minn, að þú hafir gef- ið okkur styrk og leitt okkur út. Afi minn, ég er ekki hissa á því að kirkj- an hafi verið þéttsetin á kveðjustund. Þú hefur snert svo ótal marga í gegn- um lífið og margir sem elska þig. At- höfnin í Bústaðakirkju var svo falleg, söngurinn, erfidrykkjan og svo öll Jóhann Eymundsson ✝ Jóhann Ey-mundsson fædd- ist á Vatneyri við Patreksfjörð 3. september 1927. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 12. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 20. nóvem- ber. fallegu blómin og kransarnir sem lýstu upp kirkjuna. Amma mín, ég vil þakka þér alla þá tryggð, ást og vináttu sem þú hefur alltaf sýnt afa. Þið vor- uð alltaf svo samstiga og ástfangin, maður sá það langa leið alltaf hversu skotin þið vor- uð hvort í öðru. Ég trúi því að hann afi sé alltaf hjá þér og haldi í hönd þína og gefi þér styrk. Elsku amma mín. Það er ekki hægt að setja sig í þín spor, þið afi voruð svo náin og missir þinn og sorg er djúp og sár. Ég votta þér mína dýpstu samúð og bið Guð í bæn- um mínum að vaka yfir þér og veita þér styrk til að lifa áfram. Siggu, ömmu Helgu, Eymundi, Viðari og Elfu Dís votta ég mína dýpstu sam- úð. Missir ykkar er mikill. Afi. Guð geymi þig að eilífu, nú verð ég aldrei hrædd við að deyja því ég veit að þú munt taka á móti mér síðar. Þitt barnabarn að eilífu, Helga Dís. Elsku afi minn. Nú ertu kominn upp til guðs. Mér þykir svo leitt að þú sért far- inn frá okkur. Þú varst alltaf svo vænn og góður við alla, alltaf í svo góðu skapi og svo notalegur. Ég mun alltaf hugsa um þig og sakna þín. Þú varst besti afi og allt sem ég óskaði mér. Guð geymi þig alltaf afi minn, ég finn þú ert hjá mér og í hvert sinn sem ég sofna á kvöldin leggst ég á koddann þinn og finn hlýjuna streyma frá þér. Ó Jesú bróðir besti og barnavinur mesti. Æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Góði guð, viltu passa elsku ömmu Þórhöllu, sorgin hennar er svo sár, gefa henni og okkur öllum sem elsk- uðum afa Jóhann svona mikið styrk til að komast áfram í gegnum lífið. Ég elska þig að eilífu. Þitt barna- barn Sigurbjörg Halla. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þínar að eilífu Berglind Ólafsdóttir og Halla Jóhanna Magnúsdóttir. Jóhann Eymundsson, sem ég leit alltaf á sem tengdaföður minn, er fallinn frá. Kynni okkar Jóhanns hóf- ust er ég giftist dóttur hans Berglindi og hann kom í brúðkaup okkar alla leið vestur til Ameríku. Ég kunni strax afskaplega vel við Jóhann og röbbuðum við oft saman. Við þekkt- um sameiginlega margt skemmtilegt og áhugavert fólk og hafði ég gaman af að hlusta á Jóhann segja mér frá ýmsum uppátækjum þeirra og skemmtilegheitum. Jóhann var afskaplega fróður um margt og góður sögumaður. Frá- sagnir hans urðu léttar, lifandi og skemmtilegar auk þess að fræða og upplýsa um það sem hann var að segja frá. Rann þá oft upp fyrir mér að fátt er nýtt undir sólinni og hlutir sem virðast gerast fyrirvaralaust hafa oft langan aðdraganda og mikla sögu. Ég minnist Jóhanns einnig sem þess trausta föður og fjölskyldu- manns sem hann var. Það fylgdi því ánægja og traust að umgangast mann eins og Jóhann. Alltaf reiðubú- inn að hjálpa til og gefa af sjálfum sér. Styrkur og stoð sínu fólki, í ólgu- sjó lífsins. Ég kveð þig með söknuði, elsku Jóhann, og þakka þér okkar góðu kynni og hvað þú reyndist mér og mínum ætíð vel. Hvíl í friði. Elsku Þórhalla, ég votta þér og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Svavar Egilsson. MINNINGAR ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og sendu kveðjur við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORBJARGAR TRYGGVADÓTTUR. Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust hana á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Guðrún Ína Ívarsdóttir, Kristinn Valdimarsson, Anna Guðrún Ívarsdóttir, Þorlákur Jónsson, Þorbjörg Ása Kristinsdóttir, Finnbogi Hafþórsson, Valgerður Halla Kristinsdóttir, Njörður Sigurjónsson, Áslaug Ína Kristinsdóttir, Thomas Már Gregers og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar og frænda, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR frá Ásmúla. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar V3a á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir einstaka umönnun og hlýlegt viðmót. Lilja Jónsdóttir, Dagbjört Jónsdóttir og systkinabörn. ✝ Hugheilar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALBJARGAR G. ÞORGRÍMSDÓTTUR frá Holti á Ásum. Jósefína Hrafnh. Pálmadóttir, Ingimar Skaftason, Vilhjálmur Pálmason, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Guðrún Pálmadóttir, Andrés Arnalds, Þorgrímur Pálmason, Svava Ögmundardóttir, Ólöf Pálmadóttir, Valdimar Guðmannsson, Elísabet Pálmadóttir, Jón Ingi Sigurðsson, Bryndís Pálmadóttir Henrik Nielsen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem heiðruðu minningu SIGURÐAR GRÉTARSSONAR, Skipalæk, og með hlýhug, samúð og vináttu veittu okkur styrk. Gréta Jóna Sigurjónsdóttir, Sigurjón Torfi Sigurðarson, Þórunn Gréta Sigurðardóttir, Kristín Arna Sigurðardóttir, Grétar Þór Brynjólfsson, Þórunn A.M. Sigurðardóttir, Sigurjón Jónsson og aðrir aðstandendur. ✝ Hjartans þakkir öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR KRISTINS ERLENDSSONAR, Neðstaleiti 2, Reykjavík. Sigursteina M. Jónsdóttir, Sigursteinn Guðmundsson, Therese Thøgersen, Kári Guðmundsson, Jytte Guðmundsson, Elín S. Guðmundsdóttir, Hjörtur Árnason, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Unnur Ólafsdóttir, Þröstur Guðmundsson, Helle Rosenlyst Guðmundsson, Jórunn Guðmundsdóttir, Magnús Þór Sveinsson, Bjarki Guðmundsson, Dagmar G. Þorleifsdóttir, Jón E. Guðmundsson, Hanna Björnsdóttir, Þórarinn F. Guðmundsson, Rannveig Björnsdóttir Gunnar S. Guðmundsson, Jóna Kristín Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.