Morgunblaðið - 05.12.2007, Side 25

Morgunblaðið - 05.12.2007, Side 25
hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 25 geta því nálgast efni þar sem er farsíma- samband og samkvæmt kynningu á vefsvæði Amazon er niðurhalið endurgjaldslaust. Vík- verji hefur reyndar ekki kannað hvernig viðskiptavinur á Íslandi þyrfti að bera sig að, en væntanlega myndi það kosta langlínusamtal að sækja bók ef það er þá yfir höfuð hægt að nota það utan Bandaríkj- anna. Það er því spurn- ing hvort þetta tæki myndi virka til bóka- kaupa hér á landi, en ugglaust mun koma að því að það berist hingað með einhverjum hætti x x x Í kynningunni á Amazon er mikiðgert úr því hve þægilegt sé að lesa það sem stendur á skjánum á þessu nýja tæki. En það er spurning hvort svona tæki getur komið í stað- inn fyrir það að hafa bók í höndunum, fletta henni og handleika. Víst er hins vegar að ferðaglaðir lestrarhestar munu nú geta tekið með sér haug af bókum þegar þeir leggja land undir fót án þess að þurfa að óttast yf- irvigtina. Bókin er dauð, lengilifi bókin. Þetta gæti verið kjörorð nýrrar uppfinningar, sem nú er seld í vef- bókabúðinni Amazon. Fyrirbærið nefnist Kindle og í gegnum það er hægt að nálgast 90 þúsund bókatitla og kaupa dagblöð frá nokkrum löndum. Nýj- ar bækur kosta rúm- lega 500 krónur og hægt er að sækja þær beint inn á tækið, sem er á stærð við papp- írskilju. Hægt er að ná í kafla úr bókunum endurgjaldslaust og skoða áður en ákvörðun er tekin um kaup. x x x Í tölvunni er hægt að geyma tvöhundruð bækur. Hægt er að merkja við kafla og setningar og einnig er boðið upp á þann möguleika að finna leitarorð, sem er umfram prentaðar bækur. Textinn á skjánum mun sjást greinilega við öll birtuskil- yrði, meira að segja í skjannabirtu. x x x Tækið er þráðlaust og byggist ásömu tækni og farsímar. Menn         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Kvæðamannafélagið Iðunnheldur jólafundinn 7. desember næstkomandi, en þá munu nokkrir félagar kynna nýútkomnar bækur sínar, auk þess sem fluttar verða rímur og spiluð jólalög. Vitaskuld munu lestar Skáldu fyllast á fundinum, en fleyið safnar jafnan í sig kveðskap frá fundarmönnum. Sigrún Haraldsdóttir orti á nýlegum fundi: Að vita nóg um rangt og rétt mér reynist heldur strangt. Þó tel ég víst að rétt sé rétt og rétt sé varla rangt. Nýlega stóð til að fundur Iðunnar sameinaðist gleðskap borgarstarfsmanna, en ekkert varð af því. Gunnar Thorsteinsson orti: Þeirra loforð þráfalt dvína, þetta er ekkert fjandans grín. Það er djöfuls þraut og pína þegar vantar brennivín. Og Ragnar Böðvarsson bætti við: Þraut er að sitja þurran fund því ber ekki að neita. Ef ég hitti á óskastund yrði hérna bleyta. Loks orti skáldkonan Bjargey Arnórsdóttir: Fáviska mér féll í skaut fyrsti hemill dáða, marga létta myndi þraut mætti vitið ráða. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af rímum og brennivíni Matarsalt nefnist á máli efna-fræðinnar natríumklórið.Mikil neysla þess getur áttþátt í að hækka blóðþrýst- ing. Háþrýstingur er einn af áhættuþátt- um hjarta- og æðasjúkdóma en hann tvöfaldar t.d. áhættuna á heilablóðfalli samkvæmt rannsóknum Hjartaverndar. Aðrir lífsstílstengdir þættir geta einnig haft áhrif til hækkunar á blóðþrýstingi svo sem offita, hreyfingarleysi, reyk- ingar og ofneysla áfengis. Rannsóknir hafa sýnt að með því að minnka saltneyslu má draga úr hækkun blóðþrýstings. Mest eru áhrifin hjá þeim sem hafa háþrýsting fyrir og hjá þeim sem eru yfir kjörþyngd en einnig má draga úr þeirri blóðþrýstingshækkun sem yfirleitt fylgir hækkandi aldri. Ráðleggingar Æskilegt er að saltneysla kvenna sé ekki meiri en 6 grömm á dag og 7 grömm á dag hjá körlum. Samkvæmt niðurstöðum landskönnunar á mataræði 2002 er saltneysla hér á landi mun meiri en æskilegt getur talist en hún er að minnsta kosti 9 grömm að meðaltali á dag. Þá er ekki meðtalið það salt sem oft er stráð á matinn við borðhaldið. Stærsti hluti salts í fæði kemur úr unnum mat- vælum svo sem tilbúnum réttum, unnum kjötvörum, pakkasúpum og sósum, nið- ursuðuvörum, brauði og morgunkorni. Vönduð matvælaframleiðsla þar sem saltnotkun er stillt í hóf er því mikilvæg forsenda þess að hægt sé að minnka saltneyslu þjóðarinnar. Hvernig get ég borðað minna salt? Hinn almenni neytandi getur ýmislegt gert til að minnka saltneyslu sína. Ein- faldasta leiðin er að borða meira af ferskmeti, t.d. nýjum ávöxtum og græn- meti, ferskum fiski og kjöti, og að auki að takmarka notkun salts við matreiðslu en nota þess í stað annað krydd til að bragðbæta matinn. Dæmi um saltsnauð krydd eru laukur, hvítlaukur, pipar, engifer, basilika, oregano, timian, mynta, koríander og sítróna. Salt er hins vegar að finna í flestum kryddblöndum og ef slíkar blöndur eru notaðar við matseld- ina þarf að taka tillit til þess, að öðrum kosti verður maturinn allt of saltur. Einnig er mikilvægt að vanda valið við innkaupin ef tilbúnar vörur eru keyptar því þó við stjórnum ekki saltmagninu í þeim þá getum við valið vörur með sem minnstu salti. Á umbúðum er oft hægt að sjá hve mikið salt er í matnum. Stundum er aðeins natríummagn gefið upp og þá er góð þumalputtaregla að margfalda það magn með 2,5 til að fá út saltmagnið. Nú fer í hönd tími aðventu og jóla- halds með tilheyrandi veisluhöldum þar sem mikil hefð er fyrir reyktum og sölt- uðum mat. Hvatt er til þess að stilla skömmtum af slíkum mat í hóf, sér- staklega fyrir þá sem eru veikir fyrir en fá sér í staðinn meira af grænmeti og öðru meðlæti. Minna salt dregur úr háþrýstingi Holl Fersk krydd eins og engifer, basilika, oreg- ano, timian, mynta og koríander eru saltsnauð. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar, Lýðheilsustöð Salt Saltneysla ætti ekki að fara yfir sex grömm daglega hjá konum og sjö hjá körlum.  Velja lítið unnin matvæli í stað tilbúinna rétta þar sem þeir innihalda almennt mikið salt.  Takmarka notkun salts við matargerð – fjöldi annarra krydda getur kitlað bragðlaukana  Sleppa því að bera fram salt með matnum.  Lesa á umbúðir og vanda valið við innkaupin.  Takmarka skammtastærðina þegar saltur matur er borðaður. Nokkur góð ráð ókeypis smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.