Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Hótel Reykjavík Centrum óskar eftir að ráða starfsmann í móttöku á vaktir. Unnið er frá 8:00 – 20:00 á kokka- vöktum. Þarf að geta byrjað 21.12. 2007 Umsækjendur sendi umsóknina á Thorhallur@hotelcentrum.is Umsóknafrestur er til 14/12/2007. www.hotelcentrum.is Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ Aðalfundur verður haldinn í félagsheimili Sjálfstæðisfélags Garðabæjar að Garðatorgi 7, Garðabæ, í dag miðvikudaginn 5. desember kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Bjarni Benediktsson alþingismaður fjallar um stjórnmálaviðhorfið. 3. Stefán Konráðsson, bæjarfulltrúi og form. skipulagsnefndar, fjallar um stöðu skipu- lagsmála í bænum. 4. Önnur mál. Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýstar tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Norðurbrún 1 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norðurbrúnar vegna byggingar ofan á húsið á lóðinni að Norðurbrún 1. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði ein hæð, þriðja hæðin, ofan á húsið að Noðurbrún 1 og yrði þar gert ráð fyrir 22 íbúðum. Á tillögunni er bílastæðum fjölgað í samræmi við íbúðir og gert ráð fyrir einu stæði á íbúð og einu stæði fyrir starfsmann eins og gert er við lóð Hrafnistu þannig að tuttugu og þrjú bílastæði bætast við. Í tengslum við fjölgun bílastæða er tillaga um að fella niður kvöð um gangbraut á norðausturhlið lóðar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 5. desember 2007 til og með 16. janúar 2008. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 16. janúar 2008. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 5. desember 2007 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is - www.job.is „Ljóðstafur Jóns úr Vör” Ljóðasamkeppni Lista- og menningarráð Kópavogs minnir á að skilafrestur í árlegri ljóðasamkeppni undir heitinu „Ljóðstafur Jóns úr Vör” er til og með 9. desember 2007 og utanáskriftin er: „Ljóðstafur Jóns úr Vör” Tómstunda- og menningarsvið Kópavogs b.t. Sigurbjargar H. Hauksdóttur, Fannborg 2, 200 Kópavogur Afhending verðlaunanna fer fram á afmælisdegi Jóns úr Vör mánudaginn 21. janúar 2008. Þátttökuljóð má sækja á ofangreint heimilisfang fyrir 1. febrúar; eftir það verður þeim eytt. Uppboð Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Austurvegi 6, Hvolsvelli, miðvikudaginn 12. desember 2007, kl. 10:30, á eft- irfarandi eignum: Forsæti, Rangárþingi eystra, lnr. 199386, þingl. eig. Fjölnir Þorgeirs- son, gerðarbeiðendur Avant hf, Landsbanki Íslands hf, aðalstöðv., Sjóvá-Almennar tryggingar hf og Sýslumaðurinn á Hvolsvelli. Hesthús að Eystri Kirkjubæ, Rangárþingi ytra, fnr. 219-5488, þingl. eig. Guðjón Sigurðsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Hvolsvelli. Mið-Mörk, Rangárþingi eystra, lnr. 163780, ehl. gerðarþola, þingl. eig. Gísli Sveinbjörnsson, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga. Núpur 2, Rangárþingi eystra, lnr. 164055, þingl. eig. Sigrún Kristjáns- dóttir, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf, Sýslumaðurinn á Blönduósi og Sýslumaðurinn á Hvolsvelli. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 4. desember 2007, Kjartan Þorkelsson. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum þriðjudaginn 11. desember 2007 kl. 14:00 Vestri Garðsauki, Rangárþingi eystra, lnr.164204, ehl. gþ., þingl. eig. Jón Logi Þorsteinsson, gerðarbeiðendur Áburðarverksmiðjan hf og Kaupþing banki hf. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 4. desember 2007, Kjartan Þorkelsson. Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp á Hafnargötu 9, Stokkseyri, föstudaginn 14. desember 2007 kl. 14.00: Fiskiker: Borgarplast, nr. 1-600 og 950-1030; flatningskerfi: þvottakar, innviktunark., flatningsvél; lyftari: árg. 1990, Comatsu FD 25-8-T 140155; lyftari: árg. 1997, Yale 97/8684 00554775; lyftari: árg. 1998, Clark MEG 3750112, Gef6762; matsborð og sniglar: Vélsmiðja Þorsteins, nr. 201998; pallavog + 2 vogir: Póls 1514, Marel B-1016; söltunarkerfi: Vélsmiðja Þorsteins, SSD2 nr. 34, og Z-band að flokk- ara: Vélsmiðja Þorsteins, BZ nr. 29. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 3. dsember 2007, Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður. Félagslíf Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Ragnhildur Filippusdóttir, Símon Bacon og Guðríður Hannesdóttir kristalsheilari auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, rann- sóknir og útgáfur, einkatíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18. auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR I.O.O.F. 7.  1881257½  E.K. I.O.O.F. 18  1881258  Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. GLITNIR 6007120519 III Raðauglýsingar sími 569 1100 SÍÐASTA rannsóknarkvöld haustmisseris verður haldið nk. fimmtudag, 6. desember, eins og áður í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3, kl. 20. Þá flytur Benedikt Hjartarson bók- menntafræðingur (benedihj@hi.is) erindi sem hann nefnir: Úr foraði evrópskrar nútímamenningar: Viðhorf til fram- úrstefnu í íslenskri menningarumræðu þriðja áratugarins. Í erindinu verður fjallað um viðtökur á evrópskri fram- úrstefnulist á Íslandi á þriðja áratugnum og sjónum beint að tengslum þeirra við umræðuna um framtíð íslenskrar menn- ingar. Fram kemur í fréttatilkyningu að í erindi sínu beinir Benedikt einkum sjónum að Guðmundi Einarssyni frá Mið- dal, en hann var áberandi í hópi íslenskra mennta- og lista- manna sem skrifuðu beinskeytt gegn nokkrum „ismum“ tímabilsins. Aðgangur að rannsóknarkvöldum Félags íslenskra fræða er ókeypis og öllum heimill. Veffang félagsins er: www.is- lensk.fraedi.is Framúrstefna rædd á rannsóknakvöldi IÐJUÞJÁLFUN geðdeildar við Hringbraut hefur verið lok- uð síðan 1. maí 2007. Frá nóvember síðastliðnum hefur starf- semi deildarinnar verið að hluta til virk vegna aukinna starfskrafta. Árleg jólasala verður haldin fimmtudaginn 6. desember á 1. hæð í geðdeildarhúsi Landspítalans við Hringbraut kl. 12- 15.30. Skiljanlega verður salan ekki jafn umfangsmikil og venjulega en það verður samt töluvert af vörum til sölu og að sjálfsögðu heitt kaffi á könnunni og gómsætt meðlæti, segir í fréttatilkynningu. Jólasala hjá iðjuþjálfun geðdeildar við Hringbraut ALÞJÓÐADAGUR sjálfboðaliðans er í dag, 5. desember. Kópavogsdeild Rauða kross Íslands fagnar deginum með opnu húsi fyrir sjálfboðaliða deildarinnar kl. 20.-22 í Hamraborg 11, 2. hæð. Boðið verður upp á ljúffengar veit- ingar með jólalegu ívafi. Edda Andrésdóttir, fjölmiðlakona og rithöfundur, les brot úr bók sinni Í öðru landi. Nemendur Tónlistarskóla Kópa- vogs flytja vel valin lög. Eldhugar Kópavogsdeildar Rauða krossins sýna brot af því sem þau hafa verið að vinna að í vetur. Eldhugar eru ungmenni á aldrinum 13-16 ára, af bæði íslenskum og erlendum uppruna sem hittast vikulega í sjálfboðamiðstöðinni. Nemendur í Söngskóla Reykjavíkur syngja nokkur lög. Sigurður Pálsson rithöfundur les brot úr bók sinni Minn- isbók. Jón Ingi Bergsteinsson, sjálfboðaliði Kópavogs- deildar, mun slá botninn í dagskrána með því að spila á gítar og stýra fjöldasöng. Kópavogsdeild Rauða krossins er næststærsta deild Rauða kross Íslands og afar öflug með um 1.450 félagsmenn og um 240 samningsbundna sjálfboðaliða. Opið hús á degi sjálf- boðaliðans í Kópavogi FREYDÍS Vigfúsdóttir, líffræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi um sjófugla í breytilegu umhverfi, á Hrafnaþingi á Hlemmi í dag, miðvikudag, klukkan 12.15. Freydís hefur tekið þátt í samstarfsverkefninu „Íslenskir bjargfuglastofnar“ þar sem eitt af markmiðum þess er að meta fjölda fugla í björgum allt í kringum landið. Í erindinu mun Freydís segja frá þessu verkefni og helstu niðurstöðum sem nú liggja fyrir. Auk þess mun hún segja frá frumnið- urstöðum verkefnis um áhrif umhverfis á lunda við Vest- mannaeyjar. Nánari umfjöllun um erindi Freydísar er á heimasíðu Náttúrfræðistofnunar ni.is. Erindi um sjófugla í breytilegu umhverfi ALLIR eru velkomnir á árlegan jólafund Kvenréttinda- félags Íslands, sem haldinn verður í kvöld, miðvikudaginn 5. desember, kl. 20 í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu. Lesið verður úr nýútkomnum bókum, hlýtt á ljúfa tónlist nemenda í Allegro Suzuki-tónlistarskólanum og dregið verður í jólahappdrætti. Jólafundur KRFÍ SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ kennaradeildar Háskólans á Ak- ureyri stendur fyrir fræðslufundi undir yfirskriftinni „Hug- myndir, reynsla og viðmið tengd kennslu barna með dys- lexíu“ fimmtudaginn 6. desember kl. 16.30. Fyrirlesari er Halla Magnúsdóttir, þroskaþjálfi í Norðlingaskóla. Fund- urinn fer fram í stofu 16 í Þingvallastræti 23 á Akureyri. Allir eru velkomnir. Halla Magnúsdóttir lauk meistaraprófi í menntunar- fræðum frá kennaradeild Háskólans á Akureyri á liðnu sumri. Í fyrirlestrinum fjallar Halla um niðurstöður meistaraprófsrannsóknar sinnar. Markmið rannsókn- arinnar var að skoða skilgreiningar og viðhorf til dyslexíu, hvaðan kennarar þiggi hugmyndir sínar um efnið og hvaða þýðingu viðbrögð þeirra hafi fyrir nemendur, fjölskyldur þeirra og skólasamfélagið. Rannsókn hennar var eigindleg og byggðist á vettvangsathugunum, viðtölum, fyrirspurnum og skjalarýni. Ræðir viðhorf til dyslexíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.