Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is „NIÐURSTÖÐUR þessara spurn- inga gleðja eflaust ekki foreldra en renna einnig stoðum undir hvimleiða staðalímynd sem loðir við MH-inga,“ segir m.a. í málgagni nemendafélags Menntaskólans í Hamrahlíð, Bene- ventum, sem nýverið kom út. Klaus- an að framan var rituð í tengslum við niðurstöður úr skoðanakönnun blaðsins, nánar tiltekið spurningu um fíkniefnaneyslu nemenda. Sam- kvæmt niðurstöðum könnunarinnar hafa rétt tæplega 46% nemenda á lokaári sínu í skólanum notað fíkni- efni. Könnunin var unnin rafrænt og gerð á vegum nemendafélagsins. Svarendur eru 555 nemendur, sem er rúmlega helmingur allra nemenda skólans. Töluvert fleiri stúlkur tóku þátt í könnuninni eða 340 á móti 215 piltum. Svör nemenda við umræddri spurningu eru afar mismunandi eftir því á hvaða ári viðkomandi er. Þann- ig hafa aðeins 8,4% nemenda á fyrsta ári neytt fíkniefna, en strax á öðru ári er hlutfallið rokið upp í tæp sautján prósent. Á þriðja ári er það sama upp á teningnum, hlutfall þeirra sem notað hafa fíkniefni hækkar upp í 33,1%. Niðurstöðurnar eru aðeins sund- urliðaðar eftir því á hvaða ári við- komandi nemandi er, en t.d. ekki eft- ir fíkniefnum. Hins vegar varpar setning frá ritstjórn ljósi á hvaða fíkniefni nemendur nota helst. „Sem betur fer voru kannabisefni langvin- sælust meðal þeirra sem neytt höfðu fíkniefna, þannig að ekki þarf að hafa áhyggjur af ótímabærum dauðdaga nemenda.“ Af öðrum athyglisverðum svörum má nefna að áfengisneysla virðist vera nokkuð almenn í skólanum. Rúmur helmingur nemenda á fyrsta ári sagðist drekka áfengi en hlutfall- ið var komið í um og yfir 90% hjá nemendum á lokaári. Jafnframt var spurt út í stjórn- málaskoðanir og af niðurstöðum þeirra spurninga að dæma virðist sem Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð eigi upp á pallborðið í skólanum. Um 41% nemenda kvaðst kjósa VG en næstu flokkar á eftir eru Sam- fylkingin með 24% og Sjálfstæðis- flokkur með 20%. Að lokum virðast flestir nemendur MH hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju eða 67% og 73% nemenda á 3. og 4. ári. Óvíst er hvort marktæk svör hafi fengist hjá nýnemum en 35% nemenda á fyrsta ári sögðust ekki skilja spurninguna. Fíkniefnaneysla nemenda í MH eykst mikið milli ára FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÞRÁTT fyrir stíf fundahöld í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði eru viðræður um launalið samninga enn ekki komnar á skrið. Efasemdir virðast vaxandi innan verkalýðs- hreyfingarinnar um að það takist að ljúka gerð samninga fyrir jól en viðræðuáætlanir gera ráð fyrir að endurnýjun kjarasamninga verði lokið eftir tíu daga. Sameiginlegar kröfur verkalýðshreyfingar- innar gagnvart stjórnvöldum og atvinnurek- endum í tengslum við kjarasamningana eru í meginatriðum frágengnar. Ætlar forysta ASÍ, landssambandanna, VR og Flóafélaganna, að ganga endanlega frá sameiginlegum áherslum gagnvart Samtökum atvinnulífsins (SA) og stjórnvöldum á föstudaginn. Launþegasamtökin leggja mesta áherslu á skattalækkanir, umbætur í húsnæðismálum og almannatryggingamálin með uppstokkun bóta- kerfisins en einnig á fjölda annarra stærri og smærri mála. Reiknað er með að samkomulag náist milli stéttarfélaganna fyrir föstudag um kröfur í skattamálum en ólíkar hugmyndir hafa komið frá einstökum landssamböndum. Starfs- greinasambandið vill tvö skattþrep en önnur sambönd hafa lagt áherslu á hækkun persónu- afsláttar. Gengið er út frá því sem vísu að sú krafa verði sett fram að allar lágmarksbætur í velferðarkerfinu verði að minnsta kosti 150 þús- und kr. á mánuði og með sama hætti hækki lág- marksatvinnuleysisbætur í 150 þúsund. Því verður beint til stjórnvalda að vinna að jöfnun lífeyrisréttinda, að breytingum á löggjöf um vinnuslys og skaðabótalögum og að bæta réttarstöðu íslenskra starfsmanna í dótturfyr- irtækjum íslenskra fyrirtækja erlendis. Mikil áhersla verður lögð á menntamálin, einkum á löggjöf um fullorðinsfræðslu. Þá mun verka- lýðshreyfingin áreiðanlega taka upp gamalt baráttumál um að rökstyðja verði uppsagnir og samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) verði fullgilt um að vinnuveitandi þurfi alltaf að hafa haldbæra rökstudda ástæðu til uppsagnar. Einnig verður fjölmörgum sameiginlegum kröfum beint að vinnuveitendum, m.a. um ráðn- ingarsamninga, en að mati verkalýðshreyfing- arinnar er komið út fyrir eðlileg mörk er ein- staklingar sem láta af störfum eru bundnir af ráðningarsamningi um að vinna ekki hjá keppi- naut í tiltekinn tíma. Þá hefur verið unnið að út- færslu hugmynda sem ekki hafa áður sést í kjarasamningum um að bundið verði í samn- inga hvernig fara ber með launagreiðslur laun- þega sem fá laun sín greidd í erlendri mynt og samdar leiðbeiningar um hvernig standa eigi að því. Unnið verði að jöfnun slysatrygginga, auknum réttindum erlendra starfsmanna, um frítökurétt, hvíldartíma o.fl. Flestir forystumenn innan verkalýðshreyf- ingarinnar virðast sammála um að vart verði hvikað frá þeirri kröfu að endurskoðunar- ákvæði verði sett í væntanlega kjarasamninga ef samið verður til lengri tíma en eins árs. Margar kröfur á stjórnvöld og SA  Efasemdir um að samningar náist fyrir jól  Fyrirkomulag launa í erlendri mynt komi í kjarasamn- inga  Verkalýðshreyfingin stendur fast á endurskoðunarákvæði ef samið verður lengur en til eins árs Í HNOTSKURN »Kjaraviðræður í þessari viku standafyrst og fremst á milli SA og Starfs- greinasambandsins og Flóafélaganna. »VR hefur birt hluta kröfugerðar ogvill m.a. semja um svokallaðan „bak- sýnisspegil“, svo þeir sem ekki hafa not- ið launaskriðs síðustu mánuði fái hækk- un sem því nemur. ÓLAFUR F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, var í gær formlega kosinn í embætti forseta borgarstjórnar með átta atkvæðum meirihlut- ans. Ólafur tók til máls að kosningu lokinni og þakkaði það traust sem honum væri sýnt. Þetta var fyrsti borgarstjórnarfundur Ólafs frá því hann sneri aftur til starfa, en hann hef- ur verið í veikindaleyfi frá því snemma á þessu ári. Morgunblaðið/RAX Ólafur tekinn við sem forseti borgarstjórnar HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri, Tomasi Malakausk- as, sem stöðvaður var hér á landi þrátt fyrir endurkomubann vegna aðildar sinnar í líkfundarmálinu svonefnda. Réttinum þótti ekki næg ástæða fyrir varðhaldi en Tomas skal sæta farbanni til 7. desember nk., þegar felldur verður yfir honum dómur. Gæsluvarð- haldi breytt í farbann FIMM ungmenni sluppu við alvar- leg meiðsl eftir að bifreið sem þau voru í fór út af Grafningsvegi rétt við Hagavík á níunda tímanum í gærkvöldi og valt um 20-30 metra niður gil. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var fljúgandi hálka á því svæði þar sem bifreiðin fór út af. Talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bif- reiðinni á hálum veginum, en hann er ekki grunaður um ölvun. Ungmennin, sem eru í kringum tvítugt, voru lemstruð eftir óhapp- ið, en ekki alvarlega slösuð. Valt 20-30 metra niður gil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.