Morgunblaðið - 05.12.2007, Page 29

Morgunblaðið - 05.12.2007, Page 29
aðventan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 29 Sönn sakamál - kemur þér við 30 þúsund krónur til að halda jól Keflvíkingar gera innrás í Borgartúnið Hollendingur leitar að íslenskum föður Gillzenegger hlýðir mömmu sinni Hvernig höldum við vistvæn jól? Foreldrar með áhyggjur af farsímamöstrum Hvað ætlar þú að lesa í dag? Jólin 1992 eru um margt eftir-minnileg í mínum huga,“segir Páll S. Brynjarsson,sveitarstjóri Borg- arbyggðar. „Ég var þá í námi við Háskólann í Árósum í Danmörku og bjó á stúdenta- garði í útjaðri bæjarins. Það var ljóst að erfitt yrði að fara heim á Sauðárkrók, vegna þess að ég átti að vera í próf- um í jan- úarbyrjun. Við ætluðum því að halda jól saman ég og íslenskur kunningi minn sem bjó á sama nemendagarði, en vegna andláts í fjölskyldunni varð hann að halda heim stuttu fyrir jól og um tíma var allt útlit fyrir að ég myndi fagna fæðingu frelsarans einn. Stuttu fyrir jól kom í ljós að danskur kunningi minn ætlaði líka að vera á nemendagarðinum á að- fangsdagskvöld og því afréðum við að borða jólamáltíðina saman. Ég vissi sem var að þetta yrði fyrirtaks máltíð hjá okkur, því þessi danski kunningi minn var frábær kokkur. Hann tók að sér að sjá um forrétt og aðalrétt en eftirrétturinn var á minni könnu. Hins vegar gerðist það stuttu fyrir jól að vinurinn krækti sér í vírus sem lagðist á jafnvægis- taugina hjá honum, enda var hann einstaklega óheppinn yfirleitt þegar kom að alls kyns kvillum og pestum. Ég varð því í orðsins fyllstu merk- ingu að styðja hann við eldamennsk- una, en allt fór vel og við borðuðum saman dýrindis máltíð og hlustuðum á dönsk jólalög. Eftir kvöldverðinn var haldið heim í íbúð og jólapakkarnir frá Ís- landi opnaðir. Ég man að í einum þeirra var ævisaga Jónasar frá Hriflu fyrrum formanns Framsókn- arflokksins og lagðist ég í lestur fram á nótt. Þessa jólanótt dreymdi mig hins vegar aðeins skagfirska framsóknarmenn fram undir morg- un! Þó svo að ég hefði það ákaflega gott þetta aðfangadagskvöld þá átt- aði ég mig á því að ekkert er betra en að fagna jólum í faðmi fjölskyld- unnar.“ vala@simenntun.is Morgunblaðið/Jim Smart Jólamatur Páll S. Brynjarsson veitti vini sínum andlegan og líkamlegan stuðning meðan á eldamennskunni stóð á jólum árið 1992. Studdi fársjúkan kokk á dönskum jólum Páll S. Brynjarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.