Morgunblaðið - 05.12.2007, Síða 46

Morgunblaðið - 05.12.2007, Síða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ leggjum mikla áherslu á graf- íkina, sem hefur alltaf verið okkar aðalsmerki. Samtíminn hefur hins vegar náð okkur þannig að nú erum við að fara önnur fimm ár fram í tímann,“ segir Hilmar Veigar Pét- ursson, framkvæmdastjóri tölvu- leikjaframleið- andans CCP, sem í dag kynnir nýja viðbót við tölvuleikinn EVE Online. Ekki er um neina smáviðbót að ræða því vinna við hana hefur tekið um það bil tvö ár og að sögn Hilmars gerir hún leikinn miklu flottari en hann hefur verið. „Næst þegar menn skrá sig inn í leikinn fer ákveðinn hugbúnaður af stað sem nær í viðbótina og hleður henni niður. Við það uppfærist for- ritið, geimskipin og allt sem er á tölvunni, þannig að menn eru komnir með nýjan EVE,“ segir hann, og bætir því við að stærsta breytingin felist í miklu betri grafík en áður var í leiknum. 205.000 áskrifendur Viðbótin er sú stærsta sem CCP hefur nokkurn tímann gert fyrir EVE Online, en minni breytingar eru gerðar á leiknum á um það bil sex mánaða fresti. „Þetta er mjög stór viðburður og menn eru mjög spenntir hér innanhúss enda eru allir búnir að leggja hart að sér við að klára þessa viðbót,“ segir fram- kvæmdastjórinn. „Útgáfan var fyrst kynnt á aðdá- endahátíðinni okkar í byrjun nóv- ember þar sem 1.500 manns fengu að sjá fyrstu sýnishornin úr þessari viðbót sem við köllum EVE Online: Trinity.“ EVE Online er gríðarlega vinsæll tölvuleikur um allan heim, en hann er spilaður í gegnum netið. Um þessar mundir eru rúmlega 205.000 manns áskrifendur að leiknum, en Hilmar býst við því að þeim muni fjölga í kjölfar útgáfunnar. „Við bú- umst við því, í ljósi reynslunnar, að þessi viðbót skili okkur svona 10 til 20 þúsund nýjum áskrifendum,“ segir hann, en hver notandi borgar 15 dollara á mánuð í áskrift, sem nemur rúmlega 900 krónum. Við- bótin sem tekin verður í gagnið í dag er hins vegar ókeypis, en Hilm- ar vill þó alls ekki meina að aðeins sé um reglubundið viðhald að ræða. „Við erum stanslaust að efla leik- inn, eftir því sem honum vex ás- megin. Við þurfum að taka á mál- um eftir því sem samfélagið stækkar. Þannig að þetta er alls ekki viðhald, heldur framþróun og sókn.“ Björt framtíð CCP er nú með nýjan tölvuleik í bígerð, en Hilmar vill ekkert láta uppi um hann utan þess að hann muni koma til með að heita World Of Darkness. Það er því nóg að gera hjá fyrirtækinu sem er að stækka við sig í húsakynnum sínum við Grandagarð 8. „Ræturnar sökkva dýpra og dýpra í hafn- argarðinn,“ segir Hilmar, og því ljóst að fyrirtækið er ekki á þeim buxunum að flytja höfuðstöðvarnar til útlanda þótt það fái sínar tekjur í dollurum. „Það væri náttúrlega gott fyrir alla ef íslenska krónan væri rétt skráð. En við finnum okk- ar leið út úr þessu, eins og öðru. Þetta eru ekki stóru hlutirnir í okk- ar rekstri, að takast á við þetta, þótt auðvitað sé hvimleitt að þurfa að vinna í umhverfi þar sem ekki er auðvelt að gera áætlanir út af þessu gengisflökti. En maður tekur því eins og hverju öðru hundsbiti.“ Alls vinna um 280 manns hjá CCP í þremur borgum; í Reykja- vík, Atlanta í Bandaríkjunum og Sjanghæ í Kína, en flestir vinna í Reykjavík, um 180 manns. Að- spurður segir Hilmar mikla bjart- sýni ríkjandi innan fyrirtækisins. „Það gengur geðveikt vel og framtíðin hefur aldrei verið bjart- ari.“ Á undan tímanum Stærsta viðbót sem gerð hefur verið við EVE Online afhjúpuð í dag www.eve-online.com Hilmar Veigar Pétursson „Leiksviðið er fjarlæg framtíð, þar sem EVE Online býður spil- endum upp á magnþrungið flug gegnum himinhvolfið og til stjarnanna, í óvissuferð sem lofar háska, ævintýrum, ríkidómi og frægð. EVE, sem er stutt af geysistóru markaðskerfi rekið af spilurunum sjálfum, býður upp á ótal framaleiðir sem ná yfir allt frá markaðsbraskara til málaliða, loftstirnisvinnslu til herstjórn- unar, og hvað sem er annað sem spilurum kemur til huga. Mik- ilvægasta eign þín er geimskipið, hannað og sniðið að þínum þörf- um, metnaði og himindraumum. Í bland við vopn þess og stríðstól bjóðast þúsundir af íhlutum og viðbótum sem leyfa óteljandi sam- setningar, enda er þeirra þörf, því þú munt þurfa að skapa þér stað í heimi stórvelda sem herja um yfirráð á heilum sólkerfum. Ef þú vilt fara á flug, stefndu á www.eve-online.com.“ Hvað er EVE Online?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.