Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Á TOSSALISTA sem ég á í fórum mínum frá því við stofnuðum Listaháskóla Íslands árið 1998 tel ég upp ýmis atriði sem okkur þótti brýnt að kæmu til framkvæmda. Á þessum lista er: Að kaupa tölvur, finna skrifstofupláss, athuga með kaffidót, fá netfang og pósthólf, byggja hús. Allar götur síðan hafa byggingarmálin verið í forgangi [...] Og nú loksins, og mér liggur við að segja loksins, loksins, eru þau mál orðin að veruleika.“ Þetta sagði Hjálmar H. Ragn- arsson, rektor Listaháskóla Ís- lands (LHÍ), m.a. í ávarpi er hann flutti í gær við undirritun samn- ings milli LHÍ og Samson Proper- ties ehf. um nýtt húsnæði fyrir skólann á svokölluðum Frakka- stígsreit við Laugaveg í Reykjavík. Góð stemning var meðal við- staddra sem fögnuðu samningnum endurtekið og ákaft með lófaklappi en undirritunin fór fram í Sölvhóli, tónlistarsal LHÍ og var fullt út úr dyrum. Sveinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri Samson Properties, óskaði nemendum og starfsfólki skólans sem og borgarbúum öllum, til hamingju með áfangann. Miðað er við að skólinn taki þar til starfa haustið 2011. Skólabygg- ingin verður um 13.500 m² að stærð í samræmi við húsrým- isáætlun skólans. Mun hún hýsa starfsemi allra deilda LHÍ. Þriðj- ungur húsnæðisins verður opinn almenningi, t.d. leikhús, tónlistar- salur, bókasafn og veitingasala. Lóðin undir skólann verður í eigu Listaháskólans en Samson Properties mun eiga skólabygg- inguna og leigja hana skólanum fyrir 210 milljónir á ári á verðlagi andi afl í kraumandi iðu.“ Sagði hann mikilvægt að skólinn væri í tengslum við almenning. „Við telj- um að með þessum skóla verði brotið blað í sögu íslenskra lista.“ Samson og LHÍ munu standa að hönnunarsamkeppni bæði vegna deiliskipulags fyrir miðborgarlóð- ina og hönnunar byggingarinnar. fjárlaga árið 2007. Stofnkostnaður hússins er ráðgerður 5,2 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir stækkunar- möguleikum á aðliggjandi lóðum norðan Hverfisgötu sem og í húsi Regnbogans. LHÍ lætur Samson Properties fá í makaskiptum lóð í Vatnsmýrinni sem skólanum var úthlutað af Reykjavíkurborg sl. vor. „Allt frá upphafi hefur það verið stefna skólayfirvalda að skólinn byggist upp í miðborginni í tengslum við götulífið,“ sagði Hjálmar. „Þar sem skólinn yrði lif- „Loksins, loksins“ Miðborg LHÍ verður á Frakka- stígsreit með möguleika á stækkun norðan Hverfisgötu.  Samson Properties byggir 13.500 m² húsnæði fyrir Listaháskólann í mið- bænum  Á að kosta um 5,2 milljarða króna  Samkeppni verður um hönnun „VIÐ Dagur [B. Eggertsson, borg- arstjóri] tókum eftir því að þú skrifaðir ræðu þína á nótnablöð,“ sagði Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, menntamálaráðherra við Hjálmar H. Ragnarsson, rektor LHÍ í gær er hún ávarpaði gesti í Sölvhóli. Óskaði hún skólanum vel- farnaðar og gaf Degi borgarstjóra svo orðið. „Ég hélt hreint og beint að Hjálmar ætlaði að setjast við flygilinn, væri búinn að útsetja „nettan“ söngleik um leit að lóð fyrir skólann um allt höfuðborg- arsvæðið. Leit sem endaði á reit sem hefur kannski ekki verið þekktur fyrir menningar- starfsemi,“ sagði Dagur, en um- ræddur reitur sem nýtt húsnæði LHÍ verður reist á hefur oft verið kenndur við nektardansstaðinn Ve- gas sem þar hefur verið til húsa. Sagðist Þorgerður líta svo á að tónlistar- og ráðstefnuhúsið og Listaháskólinn yrðu í framtíðinni akkeri miðborgarinnar og mikill drifkraftur. Lögðu þau Dagur bæði áherslu á að skólinn yrði byggður með tilliti til eldri húsa í nágrenninu. „Listaháskólinn skipt- ir mjög miklu máli fyrir miðborg- ina varðandi það líf sem við viljum sjá á götunum,“ sagði Dagur. „Ég var reyndar farinn að sjá fyrir mér opnunardag skólans,“ bætti hann við léttur í bragði. „Ég á það sameiginlegt með mörgum í þess- um sal að vita nákvæmlega hvern- ig listaháskólar eru af því að við ólumst upp við sjónvarpsþættina Fame. Ég sé fyrir mér að það verði ekki bara sungið, dansað og elskast inni í húsinu, heldur flæði þetta meira út á göturnar. Við get- um verið sammála um það að þetta verður ekki í fyrsta skipti sem dansað verður á Vegas-reitnum.“ Afhenti tryggðarpant Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, sagði að með samningnum væru skólinn og Samson Properties gengin í eina sæng. Báðir þessir aðilar ynnu að sameiginlegu markmiði. „Ég ætla af þessu tilefni að afhenda Sveini Björnssyni, framkvæmdastjóra, sérstakan tryggðarpant, trúlof- unargjöf,“ sagði Hjálmar. Var það myndverk Kristins E. Hrafns- sonar, Núllpunktur. „Þessum grip fylgir gæfa, ég veit það. Ég set þennan grip í þínar hendur Sveinn, í trausti þess að við mun- um eiga gæfuríkt samstarf um byggingu skólans,“ sagði Hjálmar. Sveinn tók við gjöfinni með þökk- um. Dansað á götunum í anda Fame Morgunblaðið/Golli Tryggðapantur Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Samson Properties, tekur við listaverkinu Núllpunkti sem Hjálmar Ragnarsson, rektor LHÍ, færði honum að gjöf. Menntamálaráðherra og borgarstjóri glöddust með. Á ALÞJÓÐADEGI fatlaðra í fyrra- dag var í fyrsta sinn úthlutað styrkjum til blindra og sjónskertra nemenda til náms við Háskóla Ís- lands. Styrkirnir voru veittir af Þorsteinssjóði og Blindravinafélagi Íslands og afhentir við hátíðlega at- höfn af rektor Háskóla Íslands, Kristínu Ingólfsdóttur. Fyrstu styrkþegarnir voru þau Gunnar Valur Gunnarsson og Erla Soffía Jóhannesdóttir sem fengu hálfa milljón hvort. Gunnar Valur stund- ar MS-nám í tölvunarfræði við verkfræðideild og Erla Soffía stundar BA-nám í þýsku við hugvís- indadeild. Þórsteinssjóður er til minningar um Þórstein Bjarnason, stofnanda Blindravinafélags Íslands. Meg- intilgangur sjóðsins er að styrkja blinda og sjónskerta til náms við Háskóla Íslands. Ennfremur er sjóðnum ætlað að efla rannsóknir sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn og afleiðingum henn- ar. Þórsteinssjóður var stofnaður af Blindravinafélagi Íslands í desem- ber 2006. Sjóðurinn er jafnframt hinn fyrsti sinnar tegundar hér á landi og tilkoma hans hefur aukið möguleika blindra og sjónskertra til háskólanáms. Að þessu sinni voru kr. 500.000 til úthlutunar úr sjóðnum auk kr. 500.000 frá Blindravinafélagi Íslands. Því var alls 1 milljón króna til úthlutunar. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Afhending Rannveig Traustadóttir, f.v., Jón Torfi Jónsson, Helga Ey- steinsdóttir, Gunnar Valur Gunnarsson, Kristín Ingólfsdóttir, Erla Soffía Jóhannesdóttir og Arnfríður Ólafsdóttir við styrkveitinguna. Námsstyrkir afhentir til blindra og sjónskertra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.