Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR L I S T V I N A F É L AG H A L LG R Í M S K I R K J U - 26. S TA R F S Á R JólatónlistarhátíÝ Hallgrímskirkju 1.– 9. DESEMBER 2007 6. DESEMBER - fimmtudagur 20.00 Jólatónleikar Drengjakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju Með kórnum syngja félagar úr Karlakór Reykjavíkur, ásamt Gunnari Guðbjörnssyni óperusöngvara. Orgelleikari: Lenka Máteova. Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson. Miðaverð: kr. 1500.- Styrkt af Reykjavíkurborg H A L LG R Í M S K I R K J AMENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ sjá nánar: listvinafelag.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is MIKIÐ var um að vera í Fjölskyldu- hjálp Íslands við Eskihlíð í gær. Út- hlutun matvæla fer þar fram alla miðvikudaga og er þá ætíð margt um manninn. Starfsmennirnir, sem allir eru sjálfboðaliðar, voru snarir í snúningum og unnu hörðum höndum við að stilla upp matvöru og öðrum föngum, áður en opnað yrði fyrir út- hlutunina. Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður FÍ, segir að alltaf sé mikið að gera, þótt vissulega sé sérstaklega mikið álag fyrir jólin. Mánudagar og þriðjudagar fari í að afla fanga og svo sé úthlutað á miðvikudögum. Fólkið sýni fyrst pappíra upp á að það þurfi aðstoðina og svo sé maturinn skammtaður eftir fjölskyldustærð. „Einhvern mat verðum við að kaupa, eins og í dag erum við með grísabollur, en annars er þetta allt matur sem við fáum gefins. Fyrir- tæki gefa okkur ýmislegt og við sækjum brauð í bakarí á þriðjudags- kvöldum, sem er svo gefið á miðviku- dögum,“ segir Ásgerður. Eitthvað sé um að einstaklingar gefi stórar mat- argjafir til félagsins og ein „huldu- kona“ gefi þeim matargjöf, andvirði einnar milljónar króna, fyrir hver jól. Neyðin alltof mikil Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra kom í heimsókn í Fjöl- skylduhjálpina í gær, kynnti sér starfsemina og ræddi við fólk sem beið afgreiðslu. Spurð um aðgerðir stjórnvalda vegna aukinnar fátæktar í landinu sagði hún vandamálið fjölþætt. Mik- ilvægt væri að ríkið og sveitarfélögin ynnu saman að málinu. Framfærslu- kostnaður væri vissulega alltof mikill miðað við tekjur lægstu launahóp- anna og það yrði að leysa í kjara- samningum. „Nefndir hafa verið starfandi við að skoða heildarlausnir á málefnum fátækra, m.a. á vegum ASÍ, og það liggja fyrir tillögur í ráðuneytinu um hvernig beri að taka á málinu. Fljót- lega verður sett á fót nefnd, sem fer yfir tillögurnar og leggur til hvernig best er að forgangsraða og bæta stöðu þessara hópa. Neyðin er því miður alltof mikil í okkar velferðar- samfélagi og það verður að taka á henni með ýmsum hætti,“ sagði Jó- hanna. Hópurinn sífellt yngri Ásgerður segir alls konar fólk leita til FÍ, mikið sé um öryrkja, barnmargt fólk, lágtekjufólk auk einstæðra karlmanna, sem ekki höfðu í önnur hús að venda fyrir til- komu FÍ fyrir fjórum árum. Félagið er líknarfélag og var stofnað af kon- um sem áttu að baki mikla reynslu af sjálfboðastörfum. Guðrún Magnúsdóttir, sem er ein af stofnendum FÍ, var að selja jóla- skraut á vægu verði. Hún segir mik- ilvægt að hafa einhverja hluti til sölu, þar sem fólk vilji t.d. kaupa jólagjaf- irnar, stoltið bjóði því ekki að þiggja þær gefins, þótt einhverjir verði vissulega að gera það. Henni þykir æ fleira ungt fólk koma til þeirra í leit að aðstoð og það sé greinilegt að vel- ferð samfélagsins fylgi mikil örbirgð, sem fari ört vaxandi. Kona á fertugsaldri, sem var að sækja matarskammt fyrir vikuna, féllst á að ræða við blaðamann. Hún kemur alltaf á miðvikudögum, alla leið af Suðurnesjunum, ásamt sex öðrum, til að ná í mat fyrir fjölskyld- una, þar sem engin viðlíka hjálp sé fyrir hendi þar. Hún er einstæð móðir með þrjú börn, auk þess að vera öryrki, og segir bæturnar engan veginn duga. Hún sé með um 120.000 krónur í framfærslu á mánuði, sem svo muni skerðast eftir áramót. Hún býr í eig- in húsnæði, en segir það ganga upp og ofan að greiða af því. „Það má ekkert út af bregða til að maður sé kominn út af sporinu og það er mjög takmarkað sem ég get boðið börn- unum mínum upp á,“ segir hún. „Þetta var mikil skömm fyrst þeg- ar maður byrjaði að koma hingað, en þegar ég sá allt hitt fólkið rann upp fyrir mér að ég er ekkert ein í þess- um aðstæðum,“ segir hún og segist verða vör við mikla neyð í kringum sig. Hún eigi reyndar foreldra sem hún geti leitað til, en vilji ekki biðja þá um aðstoð of oft. „Jólin verða ekki gleðileg, ég verð að halda í hverja krónu,“ segir hún. Örbirgð vex með aukinni velmegun Morgunblaðið/Sverrir Heimsókn Ásgerður Jóna útskýrir starfsemina fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Morgunblaðið/Sverrir Biðröð Örtröð myndaðist þegar opnað var fyrir viku- lega úthlutun Fjölskylduhjálparinnar. Í HNOTSKURN » FÍ úthlutar nauðstöddummatvöru á hverjum mið- vikudegi. » Starfsmenn FÍ segja neyðinaaldrei meiri, ungt fólk sæki aðstoð í meira mæli en áður. » Félagsmálaráðherra segirmálefni fátækra í athugun og að nefnd muni forgangsraða verkefnum fljótlega. Félagsmálaráð- herra heimsótti Fjölskylduhjálp Íslands í gær LÖGREGLAN lýsir eftir ökumanni sem ók Subaru bifreið 23 km yfir há- markshraða um gatnamót Sæbrautar og Langholtsvegar hinn 27. nóvember síðastliðinn. Hámarkshraði á þessum stað er 60 kílómetrar á klukkustund, en maðurinn mældist á 83 kílómetra hraða. Athæfi mannsins þykir sér- staklega bíræfið því hann huldi núm- eraplötur bílsins og sýndi hraða- myndavél fingurinn þegar hann fór yfir gatnamótin. Á myndum úr vélinni sést að barn sat í framsætinu við hlið ökumannsins. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu mun henni bera skylda til þess að tilkynna barnaverndarnefnd atvik- ið ef ökumaðurinn finnst, enda telst hann stofna öryggi barnsins í hættu. „Það er merkilegt að á sama tíma og við heyrum af alvarlegum slysum í umferðinni og jafnvel banaslysum skuli menn leyfa sér að haga sér svona,“ sagði Kristján Ólafsson að- stoðaryfirlögregluþjónn hjá umferð- ardeild Lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Ekki hafði enn tekist að hafa uppi á manninum í gærkvöldi, en unnið var að rannsókn málsins. Fingur Ökumaðurinn sendi kveðju þegar hann ók um gatnamótin. Ljósmynd/LRH Með barn í bíl á ólöglegum hraða HRAÐAHINDRANIR voru settar upp til bráðabirgða við Vesturgötu í Keflavík í fyrradag. Kröfur íbúa um bætt umferðaröryggi hafa verið há- værar síðan ungur drengur lést eftir slys í götunni síðastliðinn föstudag. Meðal þeirra aðgerða sem þeir hafa gripið til var að leggja bílum þvert í götuna á laugardag til þess að hindra umferð. Að sögn Árna Sigfússonar var svokölluðum línuhindrunum komið upp á Vesturgötu á milli Hringbrautar og Hafnargötu. „Við töldum rétt að setja þetta upp á þremur stöðum,“ sagði Árni og tók fram að hraðahindranirnar hefðu verið settar upp í samráði við íbúana sem lýst hafa áhyggjum sínum af umferðaröryggi í götunni undanfarna daga. Samkvæmt framkvæmdaáætlun er stefnt að því að setja upp ljósastýr- ingu á mótum Vesturgötu og Hringbrautar. Þá mun verða bætt við einni hraðahindrun neðan Kirkjuvegar. Íbúar fá hraðahindranir 25 ára gömul hollensk kona við- urkenndi skýlaust fyrir Héraðs- dómi Reykjaness í gær að hafa flutt til landsins 249 grömm af kókaíni. Tollverðir fundu efnið þegar konan kom til landsins frá Amsterdam þann 19. október sl. Hún bar tæp 158 grömm af efninu innvortis en afgangurinn var falinn í handtösku hennar. Konan var dæmd í 10 mánaða fangelsi, en hún hefur setið í gæslu- varðhaldi frá því að hún kom til landsins og reiknast sá tími til frá- dráttar dómnum. Hún var jafn- framt dæmd til þess að greiða sak- arkostnað sem nam rúmum 400 þúsund krónum að meðtöldum launum verjanda hennar. Viðurkenndi kókaínsmygl fyrir dómi FARÞEGI réðst á leigubílstjóra við Hátún rétt fyrir klukkan níu í gær- kvöldi. Farþeginn steig út úr bíln- um og réðst svo að bílstjóranum, veitti honum áverka á hönd með eggvopni og krafði hann um pen- inga. Síðan sló hann bílstjórann í andlitið. Meiðsl bílstjórans eru ekki alvarleg, en lögreglan lítur árásina og ránstilraunina mjög alvarlegum augum. Unnið er að rannsókn málsins, en myndir náðust af manninum í ör- yggismyndavélum við Kringluna þar sem ferðin hófst. Árás á leigu- bílstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.