Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 37           1. Meiri virkni. 2. Mun meiri andoxunarefni. 3. Minni líkur á aukaverkunum. 4. Meiri stöðugleiki og mun lengra geymsluþol eða 10 ár samanborið við 3ja ára geymsluþol hvíts ginsengs.     !  "  #  $ #  $    % # &     %  ' ( ) www.ginseng.is árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, jóga kl. 9, botsía kl. 10, matur kl. 12, útskurður kl. 13, myndlist og vídeóstund kl. 13.30, kaffi kl. 15. Bólstaðarhlíð 43 | Samverustund með sr. Hans Markúsi kl. 13.30. Hárgreiðsla, böðun, jóga, handavinna, mynd- list, fótaaðgerð, bókband, kaffi. Jólahlaðborð 7. des. kl. 17, söngur, gamanmál, jólasaga, hátíðarkór. Miðaverð kr. 3.500, skráning og greiðsla á skrifstofunni s. 535- 2760. Dalbraut 18-20 | Lýður mætir með harmonikkuna kl. 14. Guðsþjónusta annan hvern fimmtudag kl. 15.10. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55. Rammavefnaður kl. 9.15. Málm- og silfursmíði kl. 9.30. Róleg leikfimi kl. 13. Bókband kl. 13, bingó kl. 13.45. Myndlistarhópur kl. 16.30. Á morgun kl. 14, verður að- ventukaffi, hátíðakaffihlaðborð o.fl. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, hádegisverður kl. 11.40, handavinna og brids kl. 13, jóga 8.15. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Bókband kl. 10, vatnsleikfimi kl. 12.40, karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14, gler- og leirlist, handavinnuhorn, námskeið í bútasaumi og handavinnu kl. 13, gönguhópur frá Jónshúsi kl. 11. Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund kl. 10.30, umsj. Ragnhildur Ásgeirsd. djákni. Frá hádegi eru vinnustofur opnar, m.a. myndlist og perlusaumur. Á morgun kl. 10 er prjónakaffi/bragakaffi, lagt upp í göngu um nágrennið kl. 10.30. Miðvikud. 12. des. er heimsókn í Reykjanesbæ, leiðsögn, veitingar o.fl. s. 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Salurinn er lokaður eftir há- degi. Alm. handavinna kl. 9-16. Aðventuskemmtunin byrjar kl. 20, söngur, gamanmál, hugvekja. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, botsía kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur kl. 12, félagsvist kl. 14, kaffi kl. 15. Hárgreiðslustofan Blær opin alla daga, sími 894-6856. Hraunsel | Morgunrabb og samvera kl. 9, bíó og myndir kl. 10.30, leikfimi kl. 11.20, tréskurður kl. 13, bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Þorbjörgu kl. 9-16, botsía kl. 10. Böðun fyrir hádegi, hádegisverður kl. 11.30, félagsvist kl. 13.30, 1. og 2. verðlaun, kaffi í hléi. Fótaað- gerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Jóla- fundur bókmenntahóps 11. des. kl. 20. Jólahlaðborð 14. des. kl. 17, verð kr. 3.800. Jólaheimsókn leikskólans Jörva 20. des. Skapandi skrif á mánud. kl. 16. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30. Listasmiðjan á Korpúlfs- stöðum opin kl. 13-16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögustund og spjall kl. 9.45, botsía karlaklúbbur kl. 10.30, handverks- og bóka- stofa opin kl. 13, námskeið í postulínsmálun kl. 13, botsía kvenna kl. kl. 13.30, kaffiveitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin kl. 9-16, vinnustofa í handmennt opin leiðb/Halldóra kl. 9-12, leirlistar- námskeið leiðb/Hafdís kl. 9-12, botsía kl. 10. Hafdísi og Halldóra skreyta ásamt íbúum hússins kl. 13-16. Sjálfsbjörg | Skák kl. 19, í félagsheimili Sjálfbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík | Jólafundur á Grand Hótel við Sigtún kl. 20. Kaffihlaðborð, leiksýning, o.fl., munið jólapakkana. Verð 2.000 kr Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9, botsía kl. 9.15, aðstoð v/böðun, kl. 9.15-15.30, handavinna kl. 10, spænska framh. kl. 11.45, hádegisverður kl. 13, kór- æfing kl. 13, leikfimi kl. 14.30, kaffiveitingar. Þórðarsveigur 3 | Jólabingó kl. 14.30, kaffi og kökur á 300 kr. Kirkjustarf Áskirkja | Samverustund foreldramorgna, Klúbbs 8 og 9 ára, TTT-starfsins, leikskólanna í sókninni og 1. til 5. bekkjar í Langholtsskóla kl. 10 í dag. Flutt verður leik- ritið „Jólin hennar Jóru“. Opið hús, söngstund með organista kl. 14. Samkirkjuleg bænasund á ensku er kl. 16.30. Digraneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Leikfimi ÍAK kl. 11, bænastund kl. 12. 6-9 ára starf kl. 16-17. Myndin MEME, Lífsins lengsta nótt, frumsýnd kl. 19.30. www.digraneskirkja.is Dómkirkjan | Opið hús í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Kaffi á könnunni. Kvöldkirkjan er opin kl. 20-22. Bæna- stundir kl. 20.30 og 21.30. Prestur á staðnum og hægt er að kveikja á bænarkerti. Grafarvogskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Fræðandi samverustundir, ýmis konar fyrirlestrar. Kaffi, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir 10-12 ára kl. 15-16 í Víkur- skóla. Grensáskirkja | Hversdagsmessa kl. 18.15, tónlist Þor- valdur Halldórsson, prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhug- un. Málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hjallakirkja | Opið hús fyrir eldri borgara kl. 12-14. Létt- ur hádegisverður og samverustund. KFUM og KFUK | Holtavegi 28. Fundur í AD KFUM kl. 20. Fallnir stofnar – sr. Bjarni Jónsson. Þórarinn Björns- son sér um efnið. Sr. Frank M. Halldórsson hefur hug- leiðingu. Kaffi eftir fundinn. Allir karlmenn velkomnir. Laugarneskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Málsverður í safnaðarheimilinu á eftir. Jólasamvera eldri borgara kl. 14, Edda Andrésdóttir kynnir nýju bókina og nemendur úr Tónskóla Sigursveins leika. Kaffiveitingar. Gegnið inn um aðaldyr. Nýtt fólk velkomið. Adrenalín gegn rasisma kl. 17, (9. og 10. b.) Neskirkja | Foreldrarmorgunn kl. 10. Fræðsla um að- ventuna og aðventustund í kirkjunni. Kaffi á könnunni. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 21. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. 60ára afmæli. 10. desem-ber næstkomandi verður Valgerður Jóhannes- dóttir sextug. Af því tilefni ætlar hún að gleðjast með ætt- ingjum og vinum og býður til kaffisamsætis í Ráðhúskaffi, Þorlákshöfn, sunnudaginn 9. desember kl. 15-18. Gullbrúðkaup | Hjónin Ást- ríður Jóhannsdóttir og Helgi Ó. Björnsson eiga gullbrúð- kaup í dag, fimmtudaginn 6. desember. Þau verða að heim- an. dagbók Í dag er fimmtudagur 6. desember, 340. dagur ársins 2007 Orð dagsins: En ef einhver elskar Guð, þá er hann þekktur af honum. (I. Kor. 8, 3.) Ráðstefnan Þjóðarspegill –rannsóknir í félagsvísindumVIII verður haldin við Há-skóla Íslands á föstudag. Framlag Alþjóðamálastofnunar HÍ til ráðstefnunnar er málstofa um örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna og verkefni þess: Ísland í öryggisráðið – og hvað svo? Ragnar G. Kristjánsson sendiráðu- nautur við fastanefnd Íslands í Genf er meðal fjögurra fyrirlesara á málstofunni: „Í erindi mínu geri ég grein fyrir um- ræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um endurbætur á öryggisráði SÞ. Ég fjalla um þau ríki sem hafa farið fremst í flokki við að krefjast fjölgunar ríkja í ör- yggisráðinu og geri sérstaklega grein fyrir þeim ríkjum, sem krefjast þess að fá þar fastasæti, og röksemdum þeirra,“ segir Ragnar. Frá stofnun SÞ árið 1945 hafa fimm ríki átt fast sæti í öryggisráðinu: Banda- ríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland, en að auki eru tíu sæti sem kosið er um til tveggja ára í senn: „Þær raddir verða æ háværari að samsetning ráðsins endurspegli hvorki pólitískan né efnahagslegan styrkleika ríkja á al- þjóðavettvangi, í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa í heiminum frá stofnun SÞ. Af þeim sökum vilja sumir draga lögmæti ákvarðana ráðsins í efa og halda því jafnframt fram að örygg- isráðið sé ekki eins vel í stakk búið að takast á við verkefni sín. Aðrir halda því fram að stækkun ráðsins gæti þvert á móti flækt ákvarðanatöku,“ segir Ragn- ar. „Einnig er rætt um endurbætur á starfsháttum ráðsins, sem að margra mati telst með íhaldssamari stofnunum. Þó hafa framfarir átt sér stað hægt og bítandi, t.d. með fjölgun opinna funda öryggisráðsins og bættu upplýs- ingaflæði.“ Ragnar segir Ísland hafa verið nokk- uð áberandi í umræðum á allsherj- arþingi SÞ um endurbætur á örygg- isráðinu, þar sem Ísland hefur stutt bæði fjölgun kjörinna ríkja og fasta- ríkja: „Nái Ísland kjöri í öryggisráðið má sjá fram á margþætt verkefni, en álag á aðildarríki ráðsins hefur aukist til muna undanfarinn áratug, m.a. vegna mikillar fjölgunar friðargæsluverkefna á vegum SÞ og heildrænna uppbygging- arstarfs.“ Málstofa Alþjóðamálastofnunar verð- ur haldin í stofu 101 í Odda kl. 9 til 11. Sjá nánar á thjodarspegillinn.hi.is Utanríkismál | Málstofa Alþjóðamálastofnunar um SÞ á föstudag Í öryggisráðið – og hvað svo?  Ragnar G. Krist- jánsson fæddist á Höfn í Hornafirði 1968. Hann lauk BA-prófi í stjórn- málafræði frá HÍ 1991 og MA frá stjórnmálafrdeild Hásk. í Hull 1994. Ragnar hóf störf í utanríkisþjónustunni 1998. Hann starfaði frá 2001 hjá fastanefnd Ís- lands hjá SÞ í New York, og hefur frá ársbyrjun 2007 verið varafastafulltrúi fastanefndar Íslands gagnvart EFTA og stofnunum SÞ í Genf. Ragnar er kvæntur Þórunni Scheving Elíasdótur svæfhjfræð. og eiga þau einn son. Tónlist Akureyrarkirkja | Orgeltónleikar Tónlistar- skólans á Akureyri kl. 20. Græni hatturinn | Í tilefni af útgáfu plöt- unnar Vestur með Sniglabandinu, verða út- gáfutónleikar kl. 21. Sniglabandið ásamt 7 manna stoðsveit leikur og syngur lög af plötunni ásamt eldra og nýrra efni. Hallgrímskirkja | Jólatónleikar Drengja- kórs Reykjavíkur eru kl. 20. Með kórnum syngja félagar úr Karlakór Reykjavíkur, ásamt Gunnari Guðbjörnssyni óperu- söngvara. Orgelleikari Lenka Máteova, stjórnandi Friðrik S. Kristinsson. Miðaverð 1.500 kr. Nánar á listvinafelag.is. Norræna húsið | Daglega kl. 12.34, er opn- aður einn gluggi í jóladagatali Norræna hússins. Hver gluggi hefur lifandi uppá- komu að geyma. Organ | Tímaritið Monitor heldur áfram með Uppsveiflukvöld sín. Kynntar verða hljómsveitirnar I Adapt og Sign sem báðar gáfu út plötu nýverið. Ókeypis aðgangur. Myndlist Ketilhúsið Listagili | Imagine Peace-sýning á friðarteikningum japanskra og akur- eyrskra barna. Bækur Populus Tremula | Bókmenntadagskrá með ljóðum eftir Helga Þórsson í Kristnesi. Populus tremula gefur út ljóðakverið Tveir skuggar ástarljóð eftir Helga. Hefst kl. 21 í Populus tremula í Listagilinu. Skemmtanir Aflagrandi 40 | Jólafagnaður 7. desember. Húsið opnað kl. 18. Fordrykkur og jólahlað- borð. Senjórítukórinn flytur jólalög og Guð- rún Stephensen flytur jólasögu. Ræðumað- ur kvöldsins er Helgi Hjörvar. Miðaverð kr. 3.300. Mannfagnaður Heimilisiðnaðarfélag Íslands | Heimilisiðn- aðarfélag Íslands býður áhugasömum að koma í prjónakaffi í Iðu í Lækjargötu kl. 20- 22. Upplestrarkvöld í umsjón bókaversl- unarinnar Iðu. Kynntar verða nýjar bækur. KR-heimilið | Aðventukvöld KR-kvenna verður í Félagsheimili KR í kvöld. húsið opn- að kl. 19.30, aðgangur ókeypis. Léttar veit- ingar. Sr. Anna Pálsdóttir kemur fólki í jóla- skap, happdrætti og kosta 4 miðar 1.000 kr. Fyrirlestrar og fundir Geðhjálp | Túngötu 7. Geðhvarfahópur Geð- hjálpar kemur saman kl. 21-22.30. Allir sem eiga eða hafa átt við geðhvörf að stríða eru velkomnir. Ráðhús Reykjavíkur | Ljósmyndasýningin Kraftakonur – 16 daga átak. Í tilefni af 25 ára afmæli Kvennaathvarfsins 6. desember verður haldin sigurhátíð til heiðurs kon- unum sem dvalið hafa í athvarfinu frá upp- hafi. Samhliða er ljósmyndasýning, þar sem sýndar verða u.þ.b. 2.900 myndir af kon- um. Sögufélag, Fischersundi 3 | Rannsóknar- kvöld á vegum Félags ísl. fræða, kl. 20. Benedikt Hjartarson, bókmenntafræðingur flytur erindi sem hann nefnir: Úr foraði evr- ópskrar nútímamenningar – Viðhorf til framúrstefnu í íslenskri menningarumræðu 3. áratugarins. Fyrirlesturinn er öllum op- inn og aðgangur er ókeypis. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA-samtak- anna er 895-1050. Nokkurra daga tígrisungi fær mjólk úr pela. Hann er af teg- und tígra frá S- Kína sem eru í útrýmingar- hættu. Vernd- arsamtök hugsa um þann stutta. Barist fyrir því að viðhalda Suður-Kína-tígrinum Mjólk er góð Reuters FRÉTTIR Í BRYNJUDAL og á Fossá í Hval- firði er stunduð öflug framleiðsla jólatrjáa á vegum Skógræktarfélags Íslands og skógræktarfélaga í Kjósarsýslu. Næstu helgar fram að jólum mun fara fram sala trjáa víðs- vegar um land, úr ræktunarsvæðum skógræktarfélaga. Kjósarhreppur verður með jóla- markað í Félagsgarði helgina 8. og 9. desember í tengslum við söluna í Hvalfirði þar sem gestum og gang- andi gefst kostur á að kaupa ýmsar vörur úr sveitinni auk þess sem boð- ið verður upp á heitt kakó og með- læti. Nánari upplýsingar má sjá á www.kjos.is og www.skog.is. Jólamarkaður í Félagsgarði STJÓRN Félagsráðgjafafélags Ís- lands skorar á alþingismenn að greiða atkvæði gegn frumvarpi til laga um breytingar ýmissa laga- ákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks. „Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld styðji við forvarnar- stefnu í áfengismálum með því að koma í veg fyrir sölu áfengis í mat- vöruverslunum,“ segir í ályktun- inni. Gegn áfengis- frumvarpi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.