Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞEGAR maður tekur sér nýjustu bók Sjóns í hönd er hún mjóslegið ljóðakver og fremur leturrýrt. En svo tekur þetta kver upp á því að tútna út á alla kanta, frá orðunum streyma öldur líkt og í brimsogi frá klettadrangi. Eða hefur lesandi feng- ið slíkt bjarg í hausinn og ruglast í ríminu? Maður sem fær stein í höf- uðið – það er raunar ein af grunn- myndum bókarinnar. Þetta er bók um steininn og vatnið (án þess að tíminn hafi verið þurrk- aður út; hann er þarna líka, sbr. ljóðið „tímamót“). Og þessi steinn er í ýms- um myndum í bókinni. Hann er stein- vala sem kastað er út á vatn – berns- kutjáning og gjörningur sem lifir í minni margra. Hann er hólminn sem við byggjum í úthafinu – og Sjón yrk- ir hér um „eðalsteina“ landsins, brekkugrjót og „steina í aðalstræt- inu“. En steinninn er líka hnullungur sem bókstafstrúarmaður í öðru landi kastar í líkama stúlku sem telst hafa fyrirgert lífi sínu. Þetta er semsé bók með víða heimsmynd, eins og undirstrikað er í ljóðinu „allt sem við lærum í sextíu- ogáttaára bekk“, þar sem farið er vítt um veröld og allt skal „verða þitt“, sem er kunnuglegt loforð hnattvæð- ingarinnar. Hún breytir ekki því að „þar sem leðurblakan hangir í stimp- ilklukkunni / – þar áttu heima“. Sem þýðir að vísu að við búum á mörkum heima, mörkum vinnu og fantasíu, mauralífs mannsins og hins „mann- lega“ frelsis dýrsins. Þetta má draga saman í hugtakið „villi-mennsku“ og hún er þráður um allt höfundarverk Sjóns. Í ljóðum hans hafa ævinlega verið súrrealískir drættir og þeir eru hér enn: „nýsaumaður silkihanski / blá- berjablátt stjörnublik“ en svo hljóðar „náttúruljóð (ii)“. Hér má sjá hversu öguð villimennskan er stundum, og í sex slíkum tvílína náttúruljóðum kinkar Sjón kolli til höfuðsnillings hinnar ofurknöppu ljóðtjáningar á ís- lensku. Nærvera Stefáns Harðar Grímssonar er jafnvel staðfest í „náttúruljóði (v)“: „eystra horn jök- ulsins myrkvað“, sem sendir mann rakleitt í ljóð Stefáns Harðar, „Þró- un“, en það hljóðar svo: „Horn skugga / skuggi horns“. Stefán Hörður var náttúruskáld sem varð æ meira „umhverfisskáld“ með aldrinum; honum blöskraði framferði mannsins í náttúrunni. Sum ljóðin í nýjustu bók Sjóns eru fórnargjafir til náttúrunnar, vitn- isburður um gjöfula hönd hennar, sem endurnýjar líf og endurnærir vitundina. Þessi náttúruvitund leitar okkur uppi hvar sem við erum, eins og vel kemur fram í ljóðinu „heim- ilislíf“, þar sem maður nokkur geng- ur, „eftir uppvaskið“, fram á hreindýr sem liggur jórtrandi undir sófaborð- inu. Og það er maðurinn sem hverfur í lok ljóðsins. En maðurinn á líka sínar dýrð- arstundir eins og sjá má í hinu und- urtæra ástarljóði „strengleikar“; um munninn, orðin, augun: „nærðu augu mín / orð fyrir orð“. Þetta ljóð má að vísu einnig lesa sem óð til músunnar, skáldskap- argyðjunnar. Þótt hún búi yfir tær- leika, er dulúðin samt helsta einkenni hennar í ljóðheimi Sjóns. Hver er eig- inleiki steinsins sem finnst í höf- uðkúpu mannsins í ljóðinu „það sem stúlkurnar geyma“? Og hver er það sem fer um sviðið og um hug lesand- ans í „náttúruljóði (vi)“?: „úr svo ljósu efni / að fer ónefnd um borgina“. Steinninn og vatnið BÆKUR Ljóðabók Bjartur 2007 Söngur steinasafnarans eftir Sjón Ástráður Eysteinsson Morgunblaðið/Kristinn Sjón Bók með víða heimsmynd.                         !"#$       !%&         #%'( &)&*"+     ! "#    $%  &  !,-*.*"/#%/0+'' '% % $ (  )*  "'#1 )2)3&/4# +  +#,  '- .  !')&# 251 / 0% 1  *&  "& .  3.%+" + 0 * )  ,  0.  #   2  "  ,   &  6( ,#'7 / "3   4 5 % 8#'/204 5     '- .         !%&         !')&# 251 / 0% 1  *&  "& .  3.%+" + 0 * )  ,  0.  #   2  "  ,   &  8#'/204 5     '- .  9"#8)%#'' )&3  #   65 '"/#%' 7 . )    '- .  15#"'  0.  #   0.  0  +://#8#';: 0 8  9   "*  !1')*"5.;) ',  # " .  )*           <4'*1 ',5  & # :: .  =09';.%%/#" 7,    *.    #/"   ',5   65 9'','"0049" /    3  & "  19#1       '- .  '$* " + % + ,  " 04%&'/ "   "  ,  0.  0  4":# + "33 ;,#,  )*  =11+)%' ; 5 ; # 18 = #     ,  " 04%$.#<4'    )  % 3                    !"#$       6( ,#'7 / "3   4 5 % !;.'"".%#*'#'>)'?? 7  +# 7 .   5 % .,'/1+% $5  )8   " !.11?24 #''.@AAB $*% 9   8   .%#242''' 5    <*& 3 =#"; (*",&'/ )  "3   0.  #  2)'  '- .  %#'' $*% $  = ! 6#*% " +   % '- % .''  ',5 + * ,  '- .         #%'( &)&*"+     ! "#    $%  &  "'#1 )2)3&/4# +  +#,  '- .  '.59$#1)'( ;)%.&? <   % >     '- .  .1;."#''.'/    '&   "  < )9#(;.''++&'' )*&  ,   )% , 9%#'/?"8)&'#   ?,  '- .  -*#)'  #  # , ! < 8*   ,  " !41.''?!*%#1"C??D / 0  1  *&  1@5 .%;)#/.'"# -. $   + ! ).  ',  0A0 '"''1+0+1""+   -. #  ', ;%$ 8  0A0        E != F  F ), ! 0   B! $ 8*  B! " ! 3  !    )   ! "85, #! C  !  8    & #! 4 3 ! " ! 1* 3+!   ! )   ! )   ! C  ) & ,! " &! "  ! /       3+ " D! <  #! " !   ! )   ! 0@33   7, 5&  > E F! " ! C  !  8 !  & #   # 8* # 1 ,!  3+!  8   & 8#  ! 3+!   ! C  !  8    # 8* #  ! 1* 3+! )      8 "   , ! "  ,! 3+   3+ 8 ! )    != F  F( 8#  !    B!   # !  0*,! "#.       ),  0.   #  !  3  ),     3   !  !  ! "  "&! "#.      B! ), ! " *   ! *&  !   &  #! ,  !    B! "&! G 53 ! "#* 3  "#.  !   B     > E F! "  ! "#.    $ 8*3+ 3  1 ,! 0*,  " 3  ,3     ! "   ! B* & ! - ! ) B      # 4 3 !    "# H" D! ,   )  , ! ,3  3  E ;  &   4    <3F E= !    428%.14#>+)9''#'''    !  "#  <? 3+   . & ,!   I%   # JKKL! 8  0   %  B    # ! ? B  #  +  #      %  58  . M3+  , M  ,5    M3+ 8  5   *,  +  M3+  . M3+  3  # B    #  3  B3& .  # 8  & 5B B  !,-*.*"/#%/0+'' '% % $ (  )*  E)#.'0 "   7,    *.  '- .  &.'' &#24*"12*"?? :3 -  8 '- .  '#'';/1?? " "# ,  0.  0  :#C&:#*">;:# 7,    *.    04:''"0&:%    : ##  )*  #"4% +     ,  0.  0  04:''"0 ' 5 05 ( '- .  *&*%%   7, ,    .#2'2'/' ;))/8'/#  ), .  , TILNEFNINGAR til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru tilkynntar í gærkvöldi í sérstökum kafla Kastljóss Sjónvarpsins sem Kilju-maðurinn Egill Helgason stýrði. 10 bækur eru tilnefndar til verðlaunanna í tveimur flokkum. Mörður Árnson sat í nefnd sem valdi verk í flokk fagurbókmennta og sagði hann Agli að valið hefði verið erfitt. „Þetta eru bara fimm bækur, við byrjuðum á 60,“ sagði Mörður. Hvað fræðibækur varðaði tók Gunnar Helgi Kristinsson und- ir með Agli, að ekki hefði verið um auðugan garð að grisja. „Fæst þessara rita eru fræðirit í strang- asta skilningi,“ sagði Gunnar. „Þetta er eins og að bera saman kálf og jarðarber,“ sagði Gunnar til útskýringar því hversu ólíkar bæk- urnar hefðu verið í flokki fræði- bóka og bóka almenns eðlis. Tilnefningar eru sem hér segir: Fagurbókmenntir Höggstaður eftir Gerði Kristnýju. Kalt er annars blóð eftir Þórunni Erlu- Valdimarsdóttur. Minnisbók eftir Sigurð Pálsson. Rimlar hugans eftir Einar Má Guðmundsson. Söngur steinasafnarans eftir Sjón. Fræðibækur og bækur almenns eðlis Erró í tímaröð. Líf hans og list eftir Danielle Kvaran. Ljóðhús. Þættir um skáldskap Sigfúsar Daðasonar eftir Þorstein Þorsteinsson. Sagan um Bíbí Ólafsdóttur eftir Vigdísi Grímsdóttur. Undrabörn/ Extraordinary Child, inngang rita Einar Falur Ingólfsson og Margrét Hall- grímsdóttir en ljósmyndir í bókinni eru eftir Mary Ellen Mark og Ívar Brynjólfsson. ÞÞ. Í fátæktarlandi. Þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar eftir Pétur Gunnarsson. „Eins og að bera saman kálf og jarðarber“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Tilnefnd Í útvarpshúsinu í gær. Frá vinstri þau Sigurður Pálsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Margrét Hallgríms- dóttir, Einar Falur Ingólfsson, Einar Már Guðmundsson, Guðrún Guðlaugsdóttir (fyrir Sjón), Gerður Kristný, Vigdís Grímsdóttir, Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir og Pétur Gunnarsson. Á myndina vantar Danielle Kvaran. Í BÓKATÍÐINDUM 2007 má sjá myndir af 800 bókakápum. Sérstök dómnefnd valdi 30 bókakápur á dögunum til kosningar á vefn- um mbl.is. Þar gátu menn kosið þá kápu sem þeim þótti best. Undir lokin voru fimm efstar, kápur bók- anna Saga af bláu sumri, Harðskafi, Afmæl- isdagabók, Ósagt og Sagan af Bíbí Ólafs- dóttur. Kápa þeirrar síðastnefndu þótti netverj- um á endanum best, hönnuð af Svavari Pétri Eysteinssyni. Besta bóka- kápan 2007

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.