Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 340. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Verðmæti Exista fellur  Verðmæti fjárfestingafélagsins Exista hefur lækkað um 33 milljarða á markaði í vikunni en lækk- unarhrinan hefur verið nær samfelld frá í sumar. Nær 200 milljarðar króna hafa þar farið forgörðum. » Forsíða Örbirgð fer ört vaxandi  Mikið var um að vera í Fjöl- skylduhjálp Íslands við Eskihlíð í gær, þegar Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, leit þar inn til að kynna sér starfsemina og ræða við fólk sem beið afgreiðslu. Að mati Guðrúnar Magnúsdóttur, einnar af stofnendum FÍ, er greinilegt að vel- ferð samfélagsins fylgir mikil ör- birgð, sem fer ört vaxandi. » 2 Mesta mengunarslys  Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, telur nýlegt klórmengunarslys hið mesta sem orðið hafi í Varmá. Starfsmenn áhaldahúss Hveragerðisbæjar fóru með Varmá á þriðjudag og fundu talsvert af dauðum fiskum. Frá út- rennslinu þar sem klórinn fór í ána og niður undir fiskeldisstöðina á Öxnalæk fundust aðeins tvö lifandi urriðaseiði. » Forsíða, 6 SKOÐANIR» Staksteinar: Af litum … og nöfnum Forystugreinar: Staða íslenskra skóla | „Akkeri miðborgarinnar“ Ljósvaki: Igglepiggle er … UMRÆÐAN» Þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna Þjóð án verðskyns er auðlind Kvennaathvarf í 25 ár Til varnar lýðræðinu Kjarnakona á Berlingske Næsta skref stigið í Afríku Okkur ber að eiga ekki neitt Miklir möguleikar á aukinni þjónustu VIÐSKIPTI » 3% 3%% 3 3 3  3 %3 3% 4  5 ' .  +  6 $ !$ "  .    3 3% 3 3  3 %3  3 - 7 &1 ' 3%  3 3% 3  3 3  89::;<= '>?<:=@6'AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@'7 7<D@; @9<'7 7<D@; 'E@'7 7<D@; '2=''@" F<;@7= G;A;@'7> G?@ '8< ?2<; 6?@6='2+'=>;:; Heitast 2°C | Kaldast -3°C  Breytileg átt, víða 3-8 m/s, og dálítil él, en norðaustan 5-10 m/s og snjókoma norð- an- og austanlands. » 10 Björk er með galdrastafshúðflúr sem gæti mögulega komið sér vel, þó innsæi skipti líklega mestu. » 42 LISTAPISTILL» Galdrar Bjarkar FÓLK» Jude Law gæti verið á leið til landsins. » 43 Pia Haraldsen grín- fréttakona ræddi við Árna Mathiesen, tvo þingmenn og banka- stjóra sem tóku gríninu vel. » 45 FÓLK» Hin norska Silvía Nótt TÓN- OG LAGALISTAR» Palli og Sprengjuhöllin á góðri siglingu. » 44 TÓNLIST» Hljómsveit sem átti ekki bót fyrir rassinn. » 41 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Huldi númerið og ók of hratt 2. „Týndi ræðarinn handtekinn“ 3. Gilzenegger tók út … fyrir mömmu 4. Eva fékk allt ókeypis ENN trónir matreiðslubókin Ítalskir réttir Hagkaupa á toppi bóksölu- listans sem Fé- lagsvís- indastofnun vinnur fyrir Morgunblaðið. Þetta er þriðja vikan í röð sem matarbókin vermir toppinn, en í öðru sæti, aðra vikuna í röð, er Harðskafi Arnaldar Indriðasonar. Harry Potter sem var í þriðja sæti í síðustu viku, og í öðru sæti vik- una þar á undan hefur nú vikið nið- ur í fjórða sæti, en upp í þriðja sætið spretta þeir Guðni Ágústs- son og Sigmundur Ernir Rún- arsson með bókina Guðni: Af lífi og sál. Hún komst ekki á almenna listann í síðustu viku, þótt hún væri þá í efsta sæti ævisagna- flokksins. Hreyfing er komin á flokk ís- lenskra og þýddra skáldverka, þótt fátt virðist geta storkað bók Arn- aldar í efsta sætinu. Hnífur Abra- hams eftir Óttar M. Norðfjörð sem var í fjórða sæti fyrir viku er nú í öðru sæti og Kristín Marja Bald- ursdóttir, með Óreiðu á striga er komin í þriðja sætið. Á barna- og unglingabókalist- anum eru Harry Potter og kenja- krakkar Eldjárnssystkina í efstu sætunum, Kafteinn ofurbrók stelur því þriðja af Gælum, fælum og þvælum Þórarins Eldjárns. Sígilda kverið Jólin koma, eftir Jóhannes úr Kötlum, er enn efst á ljóðalistanum, en í öðru og þriðja sæti eru ljóðabækur Þórarins Eld- járns og Ara Jóhannessonar. | 18 Guðni tek- ur stökk upp á við „ÉG er afskaplega stolt af því skrefi sem hér er stigið í þá veru að bæta kjör aldraðra og öryrkja,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á blaðamannafundi í gær þar sem kynntar voru aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar til að bæta stöðu fyrrgreindra hópa. Meðal þess sem felst í aðgerðunum er að skerðing tryggingabóta vegna tekna maka verður afnumin frá og með 1. apríl nk. Frá sama tíma verður gripið til sérstakra aðgerða til að draga úr of- og vangreiðslum tryggingabóta. Frítekjumark vegna atvinnutekna elli- lífeyrisþega á aldrinum 67-70 ára verður hækkað í allt að 100 þúsund krónur á mánuði frá 1. júlí 2008. Einnig verður skerðing lífeyrisgreiðslna vegna inn- lausnar séreignasparnaðar afnumin frá 1. janúar 2009. Geir H. Haarde forsætisráðherra lagði á fundinum áherslu á að hér væri aðeins um að ræða eitt skref í þá átt að útfæra málefnasamning ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki. „Við erum alls ekki hætt. Þetta er það sem við ráðum við að gera núna í augnablikinu.“ Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar mikið fram- faraspor. „Heilt yfir er verið að draga úr tekjuteng- ingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerf- inu, auk þess sem verið er að stíga ákveðin skref til að efla hvatann til atvinnuþátttöku, sem er allt mjög jákvætt,“ segir Sigursteinn. | 4 Skref stigið fram á við Aðgerðir til að bæta stöðu aldraðra og öryrkja kynntar Morgunblaðið/Ómar GANGA stuðlar meira að hlýnun jarðar en bílakstur, að sögn Chris Goodalls, þekkts umhverfisvernd- arsinna í Bretlandi. Ástæðan er sú að matvælaframleiðslan er mjög orkufrek og það er því betra fyrir umhverfið að fólk hreyfi sig sem minnst og borði minna. Goodall er höfundur bókar um hvernig fólk getur stuðlað að minni losun gróðurhúsalofttegunda með því að breyta lífsháttum sínum. Hann byggði útreikninga sína á los- un gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu nautakjöts. „Þegar venjulegum bíl er ekið þrjár mílur [4,8 kílómetra] fara um 0,9 kílógrömm af koltvísýringi út í andrúmsloftið,“ segir Goodall. „Ef menn ganga sömu vegalengd nota þeir um 180 kaloríur. Við þurfum um 100 grömm af nautakjöti til að fá þessar kaloríur og koltvísýrings- losunin vegna kjötsins nemur 3,6 kílóum – er fjórum sinnum meiri en af völdum bíls.“ Ganga skaðlegri en akstur?  Ganga veldur meiri losun koltvísýrings en bílakstur sömu vegalengd  Ástæðan er orkufrek matvælaframleiðsla AP Vandlifað Á að ganga eða aka?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.