Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 45 RÖDD þjóðarinnar eða Rikets Røst eins og þátturinn heitir í Noregi er gríðarlega vinsæll grínfréttaþáttur sem er sýndur einu sinni í viku á TV2. Að sögn Vegard Thomassen, framleiðanda þáttanna, horfir um hálf milljón Norðmanna á Rikets Røst í viku hverri og hefur hann verið á dagskrá stöðvarinnar í rúm þrjú ár. Fréttamaðurinn sem hing- að kom heitir Pia Haraldsen og sér um fréttaflutning af erlendum vett- vangi fyrir þáttinn. Frægt er viðtal hennar við borgarráðsmanninn James Oddo frá New York sem nánast fleygði Piu og upptökuliði út af skrifstofu sinni þegar fíflaspurn- ingar Piu náðu hámarki. Mynd- skeiðið hefur notið mikilla vinsælda á YouTube og atvikið komst meðal annars í fréttir Fox-fréttastöðv- arinnar. Ólíkt mörgum skop- spyrlum af hennar sauðahúsi kemur Pia furðu vel fyrir og það er ekki fyrr en hún byrjar sjálft viðtalið að það renna tvær grímur á viðmæl- endur hennar. Besta land í heimi Tilefni viðtalanna hér á landi er nýbirtur lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna en eins og kunnugt er skaust Íslandi upp fyrir Noreg á listanum. Vegard Thomassen, fram- leiðandi þáttanna, staðfesti við Morgunblaðið að Pia hefði tekið við- töl við að minnsta kosti tvo þing- menn og einn bankastjóra Lands- bankans en vildi þó ekki nefna nein nöfn. Morgunblaðið hefur þá einnig heimildir fyrir því að Pia hafi rætt við Árna M. Mathiesen fjár- málaráðherra og að ætlunin hafi verið að ræða við Geir H. Haarde forsætisráðherra. Hann mun þó hafa boðað forföll á síðustu stundu sökum veikinda. Að sögn Vegards gengu viðtölin mjög vel og þó að menn hafi kveikt misjafnlega fljótt á perunni varð enginn sárreiður vegna fíflalátanna. „Þið eruð af- skaplega kurteis þjóð. Viðmælendur voru heldur undrandi á sumum spurningunum en þegar öll kurl komu til grafar, tóku menn þessu með jafnaðargeði. Við fengum í raun staðfestingu á því að Ísland væri besta land heimi.“ Hvaða Silvía? Segja má að ákveðin sprenging hafi átt sér stað í skopfrétta- mennsku í kjölfar Ali G.-þáttanna á BBC sem síðar leiddu til kvikmynd- arinnar um Borat. Hér á landi steig Johnny National fyrstur fram með svipuð viðtöl en í kjölfar hans fylgdi svo Silvía Nótt. Aðspurður hvort hann þekkti ekki til starfssystur Piu hér á Íslandi, kom Vegard Thomassen af fjöllum og spurði undrandi: „ Hvaða Silvíu?“ Lýs- ingar af þátttöku Silvíu í Evróvisjón í hittiðfyrra komu honum heldur ekki að gagni og því síður að þættir hennar væru sýndir í Svíþjóð á sjónvarpsstöðinni TV 400. Þeir Íslendingar sem hafa að- gang að TV2 geta átt von á að sjá úttekt Piu á Íslandi í þættinum Ri- kets Røst í næstu eða þarnæstu viku. Norsk Silvía Nótt á Íslandi Flagð undir fögru skinni Pia Haraldsen fréttamaður Rikets Røst var stödd hér á landi í vikunni og tók marga málsmetandi menn skoptali. Tók skopviðtöl við þingmenn, fjármála- ráðherra og bankastjóra Landsbankans en Geir H. Haarde boðaði forföll / AKUREYRI/ KRINGLUNNI BEOWULF kl. 8 B.i. 12 ára AMERICAN GANGSTER kl. 8 B.i. 16 ára / KEFLAVÍK / SELFOSSI SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI WWW.SAMBIO.IS BEOWULF kl. 8 B.i. 12 ára IN THE LAND OF WOMEN kl. 8 Síðustu sýningar LEYFÐ BEOWULF kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára 3D-DIGITAL SYDNEY WHITE kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ AMERICAN GANGSTER kl. 9D B.i. 16 ára DIGITAL ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ „RIDLEY SCOTT LEIKSTÝRIR RUSSELL CROWE OG DENZEL WASHINGTON Í BESTU MYND ÞESSA ÁRS!“ Ó.E. eeee „American gangster er vönduð og tilþrifamikil“ - S.V., MBL eeee ,,Virkilega vönduð glæpamynd í anda þeirra sígildu.” - LIB, TOPP5.IS SÝND Í ÁLFABAKKA BEOWULF kl. 8 B.i. 12 ára 30 DAYS OF NIGHT kl. 10:20 B.i. 16 ára WEDDING DAZE kl. 8 LEYFÐ EASTERN PROMISES kl. 10 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUSER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA „Óskarsakademían mun standa á öndinni... toppmynd í alla staði.“ Dóri DNA - DV Leiðinlegu skóla stelpurnar - sæta stelpan og 7 lúðar! Amanda Bynes úr She‘s The Man er komin aftur í bráðskemmtilegri mynd SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Á AKUREYRI eeee HJ. - MBL 600 kr. Miðaverð SÝND Í KRINGLUNNI FORELDRAR 6 EDDU- VERÐLAUN SÝND Í SELFOSSI SÍÐUSTU SÝNINGAR SÍÐUSTU SÝNINGAR www.forlagid.is ÞAÐ kom mér skemmtilega á óvart hve góð lögin úr „Undarlegu húsi“ Stundarinnar okkar eru. Lögin eru sérlega vönduð og óskaplega vel leikin af sveitinni Börn síns tíma. Sprenghlægilegir textar segja frá ævintýrum Snæfríðar og Stígs þar sem þau gæta íbúðar Ingimundar nokkurs. Hjá honum lenda þau með- al annars í tímaspennitreyju og drekka töfragos. Einnig er fjallað um gildi þess að segja sannleikann ásamt því sem reynt er að svara nokkrum af lífsins spurningum. Mér hefur alltaf þótt það mikill gæða- stimpill á barnaefni ef það getur einnig höfðað til fullorðinna. Það hefur þessum umsjónarmönnum og þeirra hjálparhellum svo sannarlega tekist. Mynddiskurinn sem fylgir með sýnir myndbönd við lögin sem á diskinum eru. Diskurinn er í sjálfu sér ágætur, hann sýnir brot úr þátt- unum þar sem lögin voru flutt og voru þau mörg hver mjög skemmti- leg. Fyrir lítið fé hafa sniðugar lausnir verið fundnar í leik- myndagerð og ímyndunarafl þeirra sem koma að verkinu fær svo sann- arlega að njóta sín. Hins vegar þótti mér afskaplega leiðinlegt að reka mig á hve lítil gæði disksins eru; mikið er um stafræna ferhyrninga og oft eru myndgæðin sjálf eins og á gamalli vídeóspólu. Þrátt fyrir að börn geri kannski ekki miklar kröfur til myndgæða þykir mér óhæft að senda svona lélega afurð frá sér. Þetta er sérstaklega leiðinlegt í ljósi þess hve mikinn metnað aðstand- endur Stundarinnar okkar hafa lagt í vinnu sína. Stundin okkar stendur sig Geisladiskur + mynddiskur Undarlegt hús: Tónlistin úr Stundinni okkar 2006-2007 Geisladiskur:  Mynddiskur:  Helga Þórey Jónsdóttir Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.