Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 23 Níu manns sækja um stöðu deild- arforseta Hug- og félagsvísinda- deildar Háskólans á Akureyri, sem verður til við sameiningu deilda að þessum vetri loknum. Umsækjendur eru, í stafrófsröð: Birna María Svan- björnsdóttir, sérfræðingur, Grétar Þór Eyþórsson, prófessor og for- stöðumaður, Haukur Arnþórsson, doktorsnemi, Helga Dís Sigurð- ardóttir, master í menntunar- og uppeldisfræði, Ingibjörg Auð- unsdóttir, sérfræðingur, Ingibjörg Ágústsdóttir, kennari, Rósa Egg- ertsdóttir, sérfræðingur, Sigurður Kristinsson, deildarforseti, Trausti Þorsteinsson, forstöðumaður.    Fljótlega eftir áramót verða allir kennarar við grunnskólana komnir með fartölvur til umráða í starfi sínu. Þetta var ákveðið við endur- skoðun fjárhagsáætlunar bæjarins.    Umsjónarkennarar allra bekkja í grunnskólum bæjarins fengu far- tölvu í fyrra en nú fá kennarar sem ekki hafa umsjón með bekk einnig fartölvu til afnota í kennslu og sam- skiptum við foreldra. Hér er um 100 fartölvur að ræða eða 11 milljóna króna fjárfestingu fyrir bæinn.    Rjúpur bar á góma á þessum vett- vangi fyrir viku. Annar „rjúpnavin- ur“ minn hafði óheppnina líka með sér einu sinni, reyndar ekki á þessu ári en vítin eru til þess að varast þau. Hann skaut nokkrar rjúpur í góðum göngutúr, þorði ekki að geyma þær á svölunum af ótta við þjófa, þótt hann búi á efstu hæð og vippaði fengnum því upp á þak þegar heim kom. Þegar hann hugðist sækja jóla- matinn daginn eftir var lítið eftir, en saddir hrafnar skammt frá...    Vikudagur, vikublað sem gefið er út á Akureyri, varð 10 ára í gær en fyrsta tölublaðið kom út 5. desember 1997. Það var Akureyringurinn Hjörleifur Hallgríms sem kom blaðinu á fót og rak það fyrstu átta árin.    Þórður Ingimarsson var ritstjóri Vikudags í á fjórða ár á upphafs- árunum og sjálfur ritstýrði Hjörleif- ur blaðinu í á fimmta ár. Um ára- mótin 2005-2006 urðu eigendaskipti á Vikudegi, þegar Útgáfufélagið ehf. keypti reksturinn. Að því félagi standa KEA, Ásprent, Birgir Guð- mundsson og Kristján Kristjánsson núverandi ritstjóri og fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu.    Tónelskir Akureyringar og nær- sveitamenn eiga góða daga fyrir höndum eins og svo oft í desember.Í kvöld fara t.d. fram tvennir Frost- rósatónleikar í Glerárkirkju, þar sem fram koma „dívurnar“ Margrét Eir, Hera Björk, Heiða Ólafs og Regína Ósk ásamt tenórunum þrem- ur, þeim Jóhanni Friðgeiri Valdi- marssyni, Kolbeini Ketilssyni og Gunnari Guðbjörnssyni.    Stórtenórinn Garðar Thor Cortes verður svo á Akureyri í laugardags- kvöldið, þar sem hann kemur fram á aðventutónleiknum með Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands. Lára Sól- ey Jóhannsdóttir er einleikari á fiðlu með hljómsveitinni og á tónleik- unum kemur einnig fram Söng- félagið Sálubót, sem er starfandi kór í Suður-Þingeyjarsýslu. Á efnis- skránni er ýmis jóla- og aðventu- tónlist. Nánast var uppselt á tón- leikana síðast þegar fréttist.    Meiri músík: Málmblásarakvintett Norðurlands býður upp á jólatónlist í hádeginu á morgun í Ketilhúsinu í tónleikaröðinni Föstudagsfreist- ingar. Meðal þess sem hljómar verð- ur Hallelújakórinn úr Messíasi eftir G. F.Händel. Að vanda geta gestir keypt sér mat.    Nú fer hver að verða síðastur til að skoða ljósmyndasýningu Blaða- mannafélags Íslands á bókasafni Háskólans á Akureyri. Sýningin er sett upp í tilefni af 110 ára afmæli fé- lagsins og gefur þar að líta frétta- myndir sem spanna þann tíma sem félagið hefur verið við lýði. Á sýning- unni eru um 40 ljósmyndir eftir næstum jafn marga ljósmyndara. Bókasafn Háskólans á Akureyri er opið alla virka daga kl. 8:00-18:00 og á laugardögum kl. 12:00 - 15:00. Allir eru velkomnir.    Þau gleðitíðindi bárust úr herbúðum íþróttafélagsins Þórs á dögunum að allar deildir þess sem og aðalstjórn voru reknar með hagnaði fyrstu 10 mánuði ársins. Félagið hefur verið í kröggum síðustu ár en nú liggur leiðin upp á við undir stjórn Sigfúsar Helgasonar og hans manna.    Liðsmenn Slökkviliðs Akureyrar hafa aldrei farið jafn mörg sjúkra- flug og á þessu ári, frá því að slökkviliðið hóf að sinna sjúkraflugi fyrir 10 árum. Þetta kemur fram á heimasíðu slökkviliðsins. Alls hefur verið farið í 452 sjúkraflug. Sjúkling- um hefur líka fjölgað, á sama tíma í fyrra höfðu verið fluttir 423 sjúk- lingar en 490 það sem af er árinu.    Ferðum með sjúklinga hefur fjölgað jafnt og þétt síðan sjúkraflug hófst í þeirri mynd sem það er rekið nú, fyrir 10 árum. Árið 1997 voru ferð- irnir 77. Sjúkrahúsið á Akureyri sendir lækni með þegar óskað er og Mýflug sér um flugvélakost og flug- menn. „Það er ljóst að þetta ár verð- ur enn eitt metárið í fjölda ferða og fjölda sjúklinga sem staðfestir nauð- syn þjónustunar í nútíma sam- félagi,“ segir Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri á vef slökkviliðsins. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Góður Garðar Thor Cortes syngur í Íþróttahöllinni á laugardaginn. Ljósmynd/Karl Berndsen Vindsveipur eða gegnumtrekkur getur kveikt eld á ný Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.