Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Laust starf ritstjóra Námsgagnastofnun óskar eftir ritstjóra í 50% starf frá 1. janúar 2008 að telja. Leitað er eftir starfsmanni til að annast ritstjórn námsefnis í grunnskólum með sérstaka áherslu á sam- félagsgreinar. Ráðið verður í starfið til eins árs. Ritstjóri þarf að hafa haldgóða þekkingu á skólastarfi og gott vald á íslensku máli. Hann þarf að eiga auðvelt með að tjá sig í mæltu máli og rituðu og hafa ríka skipulags- og sam- skiptahæfileika. Kennaramenntun og kennslu- reynsla er nauðsynleg. Starfið er fjölbreytt, lifandi og skemmtilegt og býður upp á mikil samskipti við kennara og fræðslustofnanir. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma og góða vinnuaðstöðu á reyklausum vinnustað. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum, sendist Námsgagnastofnun, Laugavegi 166, pósthólf 5020, 125 Reykjavík, fyrir 16. desem- ber nk. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Jakobsson útgáfustjóri. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Rauðalækur 33, 201-6226, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Steinþór Bjarni Grímsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 10. desember 2007 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 5. desember 2007. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Bakkahjalli 7 ásamt bílskúr, þingl. eig. Bjarni Sigurðsson og Kristín Bessa Harðardóttir, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Kópavogi, þriðjudaginn 11. desember 2007 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 5. desember 2007. Til sölu Styrkir Meistarafélag húsasmiða Styrktarsjóður Meistarafélag húsasmiða auglýsir eftir umsóknum til úthlutunar úr styrktarsjóði félagsins. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsins í Skipholti 70 og þurfa að hafa borist fyrir 14. desember nk. Tilboð/Útboð Stofnfjárútboð SpBol Sparisjóður Bolungarvíkur býður nú út nýtt stofnfé að nafnverði kr. 500.000.000. Farið er með útboðið skv. reglum um almennt útboð verðbréfa, en stofnfjáreigendur sem skráðir eru við upphaf útboðsins eiga for- gangsrétt til áskriftar í samræmi við hlutfalls- lega eign sína, sbr. lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og samþykktir sjóðsins. Útboðstímabilið er 6. desember.- 14. desember 2007 og fellur áskrift í eindaga 27. desember 2007. Verð hverrar krónu nafnverðs í útboðinu er kr. 1,03493 og er heildarverðmæti útboðsins því kr. 517.465.000. Heildarnafnverð stofnfjár fyrir hækkunina er kr. 233.196.664 og verður eftir hækkunina kr. 733.196.664, að því gefnu að allt seljist. Umsjónaraðili útboðsins er Sparisjóðurinn í Keflavík og má nálgast lýsingu og önnur gögn sem tengjast útboðinu á heimasíðu Sparisjóðs Bolungarvíkur www.spbol.is og í afgreiðslum hans frá og með 6. desember 2007. Sparisjóðsstjórn Tilkynningar Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 Morastaðir – minnkun svæðis undir frístundabyggð Hreppsnefnd Kjósarhrepps auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kjósar- hrepps 2005-2017 samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997. Breytingin felst í að svæði undir frístunda- byggð í landi Morastaða er minnkað úr 24 ha í 6,7 ha. Breytingin felur jafnframt í sér að það svæði sem áður var skilgreint sem frístunda- svæði verður landbúnaðarsvæði, samtals 17,3 ha. Breytingatillagan verður til sýnis á skrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með 6. desember 2007 til 30. desember 2007. Þeim sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna eigi síðar en 30. desem- ber 2007. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Kjósar- hrepps, Ásgarði, Kjós, 270 Mosfellsbær. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingatillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni. Oddviti Kjósarhrepps. Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um mats- skyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 m.s.br. Ný jarðgöng undir Hvalfjörð, Reykjavík og Hvalfjarðarsveit Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 4. janúar 2008. Skipulagsstofnun. Uppboð Boðskort Þér er boðið á 2. uppboð okkar þann 9. desember í IÐNÓ við tjörnina í Reykjavík. Dagskrá: Kl. 14.00 Frímerki. Kl. 15.30 Póstkort og mynt. Kl. 16.30 Listmunir, handverk og fágætar bækur. Forsýning verður á Austurströnd 1, Seltjarnar- nesi þann 8 des. frá kl 11-18. Heitt á könnunni og meðlæti á staðnum. Einning er hægt að skoða uppboðshluti á netinu. (www.aa-auctions.is) Frímerkjasala, mynt/seðla og listaverkauppboð. Austurströnd 1, 2. hæð, Seltjarnarnesi. Sími 551-0550. Netfang: aa-auctions@simnet.is Félagslíf Landsst. 6007120619 X I.O.O.F. 5  1886128  Fl. Gleðilega páskahátíð! Bæn og lofgjörð í dag kl. 20. Umsjón: Elsabet og Björn Tómas. Opið hús kl. 16-17.30 daglega nema mánudaga. Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6, opið alla virka daga kl. 13-18. Fatabúðin opin einnig á laugar- dögum kl. 13-16 fram að jólum. Fimmtudagur Samkoma í Háborg, Stangarhyl 3A, kl. 20. Vitnisburður og söngur. Predikun: Kristinn P. Birgisson. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is Kaupi bækur Kaupi bækur og bókasöfn. Upplýsingar í síma 898 9475. Nafn misritaðist Í SAMTALI við Þórunni Erlu- Valdimarsdóttur um nýja bók hennar, sem birtist í miðopnu Morgunblaðsins á miðvikudag, misritaðist nafn hennar. Erla er ekki millinafn Þórunnar, heldur kennir hún sig við báða foreldra sína; Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir. Beðizt er vel- virðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT JÓLAKORT KFUM og KFUK á Íslandi fyrir árið 2007 er komið út, en það er selt til styrktar fjölbreyttu starfi fé- lagsins á meðal barna og ung- linga. Hönnuður þess er Rúna Gísladóttir myndlistarkona. Jólakortin eru mikilvæg fjár- öflunarleið fyrir KFUM og KFUK. Kortin eru seld 10 saman í pakka og kostar pakkinn kr. 1.000. Hægt er að panta jólakortin hjá KFUM og KFUK, Holtavegi 28, 104 Reykjavík, í síma 588-8899, eða með tölvupósti á net- fangið: klara@kfum.is. Nánari upplýsingar um starf félagsins má finna á heimasíðunni www.kfum.is. Jólakort KFUM og KFUK GUÐNÝ Björk Eydal, dós- ent í félagsráðgjöf, heldur erindi á vegum Rann- sóknastofu í kvenna- og kynjafræðum í dag, fimmtu- daginn 6. desember kl. 12, í Hátíðasal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu. Fyrirlesturinn fjallar um hvernig íslensk fjö- skyldustefna hefur ávarpað fyrirvinnuhlutverkið frá sögulegu sjónarhorni. Þá verður rætt um nýlegar breytingar á sifjalöggjöfinni í þá átt að tryggja börnum umönnun beggja foreldra, m.a. með sameiginlegri forsjá. Fæðingarorlofs- löggjöf hefur einnig verið breytt í þessa veru en í fyr- irlestrinum verður rætt um hvort annari löggjöf hafi verið breytt til samræmis þannig að foreldrar eigi raunhæfa möguleika á að deila með sér umönnun barna og fyrirvinnu- hlutverkinu, segir í frétta- tilkynningu. Erindi um íslenska fjölskyldustefnu FRÉTTIR KAFFITÁR hefur opnað kaffihús í nýjum norð- urskála Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem tengir inn- ritunar- og komusal á 1. hæð flugstöðvarinnar. Kaffihúsið er opið fyrir alla gesti flugstöðvarinnar, far- þega, starfsfólk sem og aðra sem eiga leið um stöð- ina. Á boðstólum eru kaffi- drykkir ásamt meðlæti, brauði og kökum en auk þess er hægt að kaupa áfenga drykki, léttvín og bjór. Kaffihúsið er opið alla daga vikunnar frá kl. 5.30 til kl. 17.30. Kaffihús Kaffitárs í Flugstöðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.