Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Um þessar mundir er BjörkGuðmundsdóttir í heims-reisu að kynna nýju plöt- una sína og núna liggur leiðin um Mexíkó og Bandaríkin. Við vorum síðast í Suður-Ameríku, byrjuðum í Brasilíu en svo var haldið til Arg- entínu, Chile, Perú og Kólumbíu. Síðustu tónleikarnir okkar fyrir jól verða í Las Vegas. Eftir áramót förum við m.a. til Ástralíu og Asíu.    Túrinn hefur staðið yfir síðan íapríl. Ég hætti að telja hótelin þegar ég var kominn í þrjátíu og fimm, en sennilega höfum við verið á um fimmtíu hótelum síðan reisan byrjaði. Stundum vakna ég á nótt- unni og veit ekkert hvar ég er. Það hefur meira að segja komið fyrir mig hér heima, en þá finnst mér ég vera einhver staðar í útlöndum. Ekki er laust við að ég fyllist feg- inleika þegar ég átta mig á því hvar ég er. Auðvitað er gaman að vera úti um allar trissur en það getur verið lýjandi til lengdar.    Björk er ótrúlega fræg. Það ermikið látið með hana í erlend- um fjölmiðlum og ég hef séð alls- konar fólk biðja hana um eig- inhandaráritun úti á götu. Ég hef reyndar aldrei skilið af hverju fólk vill eiga rithandarsýnishorn fræga fólksins. Frægð í listageiranum er samt nauðsynleg. Fólk þarf að þekkja Björk til að vilja kaupa það sem hún skapar. En það er samt óþarfi að snobba fyrir frægu fólki. Það er enginn betri eða merkilegri, bara vegna þess að hann er fræg- ur.    Tónlistin er það sem gerir Björkmerkilega. Hún er svo hug- myndarík og tekur endalaust áhættu en þar sem hún ber óvana- lega næmt skynbragð á hvað það er sem virkar í tónlistinni gengur flest upp hjá henni. Eins og kunnugt er þá er Björk með galdrastafinn Vegvísi tattó- veraðan á handlegginn á sér og stundum finnst mér eins og hann hjálpi henni! En sennilega er það bara innsæið sem er vegvísirinn í lífi hennar.    Stór hópur af fólki vinnur fyrirBjörk. Við erum um þrjátíu og fimm manns sem ferðumst með henni. Svo eru margir aðrir sem starfa fyrir hana víðsvegar um heiminn. Þegar ég byrjaði að vinna fyrir hana leið mér stundum eins og hún hefði yfirnáttúrlega krafta á snærum sínum. „Þarftu ekki al- mennilegt orgel til að æfa þig á?“ spurði hún mig þegar undirbún- ingsvinnan fyrir túrinn var að hefj- ast. „Jú,“ sagði ég. „Ég læt senda þér það. Það er í New York, en verður komið til þín fyrir helgi.“ Ég bjóst við því eftir mánuð en það var komið heim til mín á föstudegi. Svona hefur þetta verið allan tím- ann. Skipulagið er aðdáunarvert.    Ég kem úr veröld klassískrartónlistar og það er sérstætt að kynnast þessari hlið á tónlistinni sem ég hef hingað til ekki haft mikið vit á. Allar hliðarnar hafa sína kosti og galla en ég kann að meta frelsi okkar hljóðfæraleik- aranna í hljómsveit Bjarkar til að gera tilraunir og að hluta til skapa sjálf okkar eigin raddir innan heildarinnar. Það þekkist varla í heimi klassískrar tónlistar.    Fyrstu tónleikarnir okkar voru íLaugardalshöllinni í apríl, ef frá er talin örstutt uppákoma á Nasa nokkrum dögum áður. Síðan þá höfum við komið fram á rúm- lega fjörutíu tónleikum og einnig í sjónvarpi í Bandaríkjunum og Bret- landi. Sem betur fer erum við ekki alltaf að flytja sömu lögin, við erum með á milli fjörutíu og fimmtíu lög í sarpinum. Um klukkustund fyrir tónleika ákveður Björk hver þeirra verði á dagskránni í það skiptið. Við höfum samt flutt sömu lögin býsna oft á þessum mörgu tón- leikum og þau hafa slípast mikið hjá okkur. Auk þess er ýmislegt orðið öðruvísi, við erum með fána á sviðinu, leysigeisla, eld og fleira sem ekki var í Laugardalshöllinni. Það væri því gaman ef Björk kæmi hingað aftur með alla hersinguna og leyfði Íslendingum að upplifa tónlist sína eins og hún er orðin núna. Ég hef auðvitað enga hug- mynd um hvort af því verður en maður getur alltaf vonað. Höfundur spilar á píanó, orgel, sembal og önnur hljómborðs- hljóðfæri í hljómsveit Bjarkar Guð- mundsdóttur. Hvar er ég? Í HEIMSREISU MEÐ BJÖRK Jónas Sen »Eins og kunnugt erþá er Björk með galdrastafinn Vegvísi tattóveraðan á hand- legginn á sér og stund- um finnst mér eins og að hann hjálpi henni! Morgunblaðið/Frikki Sjónarspil Á tónleikum með Björk í Brasilíu í október síðastliðnum. senjonas@gmail.com Hitman 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Hitman 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Dan in Real Life kl. 5:45 - 8 - 10:15 Wedding Daze kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára Balls of Fury kl. 4 - 6 B.i. 7 ára Heartbreak Kid kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 4 Sími 564 0000Sími 462 3500 * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 DAN Í RAUN OG VERU Frábær rómant ísk gamanm ynd efti r handrit höfund About a Boy Steve Carell úr 40 year Old Virgin og Evan Almighty leikur ekkill sem verður ástfanginn af kærastu bróður síns! S T E V E C A R E L L Hvað ef sá sem þú elskar... Hverfur sporlaust? ÁSTARSORG Stórskemmtileg rómantísk gaman- mynd um ungan mann sem er sannfærður um að hann muni aldrei verða ástfanginn aftur! Gríðarstór gamanmynd með litlum kúlum! eee „...Raunsæ, hugljúf og angurvær í senn“ -T.S.K., 24 Stundir „Gamandrama sem kemur á óvart“ -T.S.K., 24 Stundir eeee - V.J.V., Topp5.is eeee - Empire Ve rð a ðeins 600 kr . Leigumorðinginn Njósnari 47 er hundeltur bæði af Interpol og rússnesku leyniþjónust- unni og þarf að komast að því hver sveik hann! Magnaður spennutryllir sem gerður er eftir hinum frábæru tölvu- leikjum með Timothy Olyphant úr Die Hard 4.0 í fantaformi. Með íslensku tali FYRIR LÖMB LJÓN eee - Ó.H.T., Rás 2 “Grípandi!” Hitman kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Dan in Real Life kl. 6 - 8 Síðustu sýningar Rendition kl. 10 Síðasta sýning B.i. 16 ára Hitman kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Dan in Real Life kl. 5:45 - 8 - 10:15 La Vie en Rose kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára Lions For Lambs kl. 10 B.i. 12 ára BORÐTENNISBULL SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir - Kauptu bíómiðann á netinu - eee - V.J.V., TOPP5.IS LÍF RÓSARINNAR: SAGA EDITH PIAF eee - H.J., MBL “Töfrandi” eee - Ó.H.T., Rás 2 “Grípandi!” Vönduð frönsk stórmynd, sem er að fara sigurför um heiminn, um litskrúðuga ævi Edith Piaf. ÍTÖLSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REGNBOGANUM 6.-12. DESEMBER CINEMA ITALIANO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.