Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING BRESKI myndlistarmaðurinn Mark Wallinger hlaut Turner-verðlaunin í ár. Wallinger var tilnefndur til verð- launanna fyrir 12 árum en hlaut þau ekki þá. Hann hlaut 25.000 pund að launum úr hendi leikarans, leikstjór- ans og listaverkasafnarans banda- ríska Dennis Hopper við afhendingu verðlaunanna í fyrradag í Tate- safninu í Liverpool. Verðlaunaverk Wallinger heitir Sleeper og er myndband, á því sést maður ganga um Listasafnið í Berlín í bjarndýrsbúningi á þeim tíma sem safnið er lokað og enginn í því. Þá var hann einnig tilnefndur fyrir verkið State Britain, nákvæma eftirlíkingu af mótmælatjaldi, -spjöldum o.fl. sem Bretinn Brian Shaw kom upp fyrir utan breska þinghúsið árið 2001, mót- mælti þar Íraksstríðinu. Í texta frá Tate-safninu segir að samhljóm megi finna með Wallinger og Berlínarsafn- inu og Michelangelo og Sixtusarkap- ellunni. Báðir hafi viljað breyta rými. Björn í listasafni Wallinger hlaut Turner-verðlaunin Hressir Hopper og Wallinger. SÉR grefur gröf, glæpasaga Yrsu Sigurðardóttur, fór beint í 39. sæti þýska kiljulistans sem birtur verður næstkomandi mánudag í þýska tímaritinu Der Spiegel. Bókin kom út í Þýska- landi í þessari viku en Yrsa hefur ekki áður verið á metsölulista þar. Um 20 þúsund skáldverk eru gefin út í Þýskalandi á ári hverju og 80 þúsund bækur al- mennt, þannig að samkeppnin er hörð. Bókin heitir á þýsku Das gefrorene Licht. Kiljulistann er hægt að skoða á bókavefnum Buchreport, undir heitinu Die Taschenbuch Belletristik Bestseller. Sér grefur gröf kom út á Íslandi í fyrra og er væntanleg á fjórtán tungumálum en Þriðja táknið eftir Yrsu er væntanleg á 31 tungumáli. Samið hefur verið um útgáfu nýj- ustu bókar Yrsu, Ösku, í á þriðja tug landa. Í 39. sæti kiljulistans Bókarkápa Das gefrorene Licht. BENEDIKT Hjartarson bók- menntafræðingur flytur í kvöld erindi á rannsóknarkvöldi Fé- lags íslenskra fræða sem hann nefnir „Úr foraði evrópskrar nútímamenningar: Viðhorf til framúrstefnu í íslenskri menn- ingarumræðu þriðja áratug- arins“. Erindið flytur hann í húsi Sögufélagsins, Fischer- sundi 3, kl. 20. Í erindinu verður fjallað um viðtökur á evrópskri framúrstefnulist á Íslandi á þriðja áratugnum og sjónum beint að tengslum þeirra við umræðuna um framtíð íslenskrar menningar. Aðgangur að rannsóknarkvöldum Fé- lags íslenskra fræða er ókeypis og öllum heimill. Fyrirlestur Úr foraði nútímamenningar Benedikt Hjartarson JÓLATÓNLEIKAR Drengja- kórs Reykjavíkur í Hallgríms- kirkju verða haldnir í kvöld kl. 20. Með kórnum syngja félagar úr Karlakór Reykjavíkur ásamt Gunnari Guðbjörnssyni óperusöngvara. Lenka Má- teova sér um orgelleik en stjórnandi er Friðrik S. Krist- insson. Drengjakórinn kemur nú í fyrsta sinn fram á Jóla- tónlistarhátíð Hallgrímskirkju. Kórinn starfar af miklum krafti, kemur m.a. fram í helgihaldi Hallgrímskirkju á hverjum sunnudegi og gaf nýverið út disk. Fjölbreytt jólatónlist er á dagskrá í kvöld. Miðaverð er kr. 1500 og fer miða- sala fram í kirkjunni. Tónleikar Drengir og karlar syngja saman Nokkrir drengj- anna í kórnum. SUNNA Emanúelsdóttir opn- ar í kvöld sýningu á jóla- brúðum í Kaffi Bergi, Gerðu- bergi, kl. 21. Hljómsveitin Tepokinn mun leika fyrir fyrir gesti af þessu tilefni og er lofað jólastemningu. Sunna hefur skapað íslenska jólasveina og Grýlu í nokkrum stærðum og gerðum, unga Grýlu, gamla Grýlu, íturvaxna o.s.frv. og hefur fyrir vikið fengið viðurnefnið „Grýlumamma“. Sunna byrjaði á að búa til jólasveina árið 1993 og hefur síðan gert fjölmarga jólasveina og grýlur en mikil nákvæmnisvinna liggur að baki, sauma- skapur o.fl. Aðgangur er ókeypis. Handverk Grýla og jólasvein- arnir í brúðulíki Grýla og jólasvein- ar eftir Sunnu. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA hefur bara þróast svona því ég hef mikið verið að vinna með röddina. En ég hef reyndar alltaf verið þarna á mörkunum,“ segir Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzó- sópran, sem stígur sín fyrstu form- legu skref sem sópransöngkona á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag. Ingveldur hefur verið mezzó- sópransöngkona í 18 ár og því ljóst að um nokkur viðbrigði er að ræða. „Þegar ég var í námi var ég alltaf að rokka þarna á milli, það fór bara eftir kennurum og aðstæðum. En svo endaði ég í mezzó-faginu.“ En í hverju felst breytingin í að- alatriðum? „Breytingin felst fyrst og fremst í verkefnavali. Þótt sópr- an syngi í sjálfu sér oft sömu nótur og mezzósópran er sópran að syngja hærri nótur lengur,“ segir Ingveldur og bætir því við að þetta sé vissulega svolítið erfitt. „Þetta gerist ekki af sjálfu sér og þetta er mikil vinna. Þetta er fyrst og fremst hugarfarsleg breyting, en auðvitað þarf ég líka að æfa mig meira en áður þar sem ég er að læra mikið af nýjum aríum. Það sem kemur hins vegar mest á óvart er hvað tónlistin er ólíkt skrifuð fyr- ir röddina, það sem er skrifað fyrir sópran er miklu meiri prímadonnu- tónlist,“ segir söngkonan og hlær. Fær meiri tíma Ingveldur segir að mezzósópr- ansöngkonur séu sjaldnast í aðal- hlutverkum í óperum, fyrir utan Carmen, Dalílu og óperur eftir Rossini. Sópransöngkonan sé hins vegar meira í sviðsljósinu, og fái meiri tíma í það sem hún er að gera. „Ég hef mikið verið að vinna með þjálfurum og söngkennurum, og þeir eru alltaf að slá á puttana á mér því ég er svo vön að þurfa að drífa mig í mezzó-faginu. Þeir segja mér hins vegar að í þessu fagi hafi ég nógan tíma.“ Aðspurð segir Ingveldur trúlega algengara að söngvarar lækki sig frekar en hækki, bæði hjá kven- og karlsöngvurum. Hún leggur hins vegar áherslu á að hún sé ekki búin að segja skilið við mezzó-fagið fyrir fullt og allt. „Þess eru mörg dæmi að söng- konur syngi bæði hlutverkin, og ég mun gera það alveg hiklaust áfram. Þannig að það eru mörg hlutverk sem munu áfram koma til greina, en önnur mun ég segja skilið við. Ég hef til dæmis sungið svona söng- og leikhlutverk eins og í Sweeney Todd og í Flagara í fram- sókn, þannig hlutverk mun ég syngja áfram af því mér finnst svona karakterhlutverk svo skemmtileg, þar sem jafnvel meiri áhersla er lögð á leikinn en söng- inn.“ Á tónleikunum í hádeginu í dag mun Ingveldur einmitt syngja hvort tveggja, tvær aríur úr Carmen eftir Bizet, sem samdar voru fyrir mezzósópran, og svo aríur úr Brúð- kaupi Figarós eftir Mozart, Otello eftir Verdi og úr Toscu eftir Puccini – sem allar voru samdar fyrir sópr- ansöngkonu. Um píanóleik sér Antonía Hevesi, en hún er jafnframt listrænn stjórn- andi hádegistónleikaraðar Hafn- arborgar. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru hugs- aðir sem tækifæri fyrir fólk í Hafn- arfirði til að njóta góðrar tónlistar í hádegishléi. Tónleikarnir eru í boði Hafnarborgar, aðgangseyrir er eng- inn og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Sópran út úr skápnum Ingveldur Ýr Jónsdóttir breytist í sópransöngkonu á hádegistónleikum í dag Morgunblaðið/Golli Ingveldur og Antonía Flytja verk eftir Bizet, Verdi, Mozart og Puccini. Í HNOTSKURN » Ingveldur er fædd og uppal-in í Reykjavík. Hún hóf ung ballettnám í Listdansskóla Þjóð- leikhússins og síðar söngnám í Söngskólanum í Reykjavík. » Þaðan lá leiðin í framhalds-nám við Tónlistarskóla Vín- arborgar, þar sem hún stundaði einnig leiklistar- og söngleikja- nám. Hún lauk hún síðan mast- ersgráðu frá Manhattan School of Music í New York. Tóneikarnir hefjast kl. 12. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „Í TILEFNI af 50 ára afmæli kirkj- unnar ákváðum við að gera eitthvað grand og svolítið öðruvísi, og þetta verk varð því fyrir valinu,“ segir Steingrímur Þórhallsson, listrænn stjórnandi tónlistarhátíðar Nes- kirkju, Tónað inn í aðventu, en síð- ustu tónleikar hátíðarinnar fara fram í kvöld. Á tónleikunum verður flutt óratórían L’Allegro, il Penseroso ed il Moderato eftir Georg Friedrich Händel. „Þetta er ekki mjög þekkt verk eft- ir Händel,“ segir Steingrímur sem telur að um frumflutning á Íslandi sé að ræða. „Við gerum ráð fyrir því, við vitum allavega ekki betur. En ég held að þetta hafi að minnsta kosti ekki verið flutt í heild sinni, og ekki með svona stórri barrokksveit.“ Steingrímur, sem einnig verður stjórnandi á tónleikunum, segir að meira að segja hafi verið nokkuð erf- itt að komast yfir nótur að verkinu. „Menn hafa fyrst og fremst verið að flytja Messías eftir Händel, og stóru og frægu verkin hans. En þessi minna þekktu verk eru ekki flutt mjög mikið þannig að við höfum misst af svolítið miklu hjá Händel.“ Aðspurður segist Steingrímur telja að um sé að ræða síðasta verkið sem Händel samdi fyrir Messías. „Hann samdi Messías árið 1741 og þetta er samið 1740, þannig að maður heyrir stílinn í Messíasi í þessu verki.“ Rúmlega 60 manns koma fram á tónleikunum í kvöld, 40 manna Kór Neskirkju, 19 manna barrokksveit og fjórir einsöngvarar, þau Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Marta Hall- dórsdóttir, sópran, Eyjólfur Eyjólfs- son, tenór, og Hrólfur Sæmundsson, barítón. „Þetta er það stærsta sem ég hef staðið í, og það stærsta sem sett hefur verið upp í Neskirkju í langan tíma,“ segir stjórnandinn sem er þess fullviss að allir komist fyrir. „Við þurf- um reyndar að taka fremsta kirkju- bekkinn, en það er allt í lagi,“ segir hann og hlær. Händel er ekki bara Messías Morgunblaðið/Brynjar Gauti Händel „Þetta er það stærsta sem ég hef staðið í, og það stærsta sem sett hefur verið upp í Neskirkju í langan tíma,“ segir Steingrímur. Rúmlega 60 manns flytja óratoríu í Neskirkju í kvöld Tónleikarnir hefjast kl. 20, miða- verð er 2.000 krónur í forsölu, en 2.500 krónur við inngang. Forsala fer fram í verslun 12 Tóna. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.