Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STEFÁN Jón Hafstein verður næsti umdæm- isstjóri Þróun- arsamvinnu- stofnunar Íslands í Malaví. Hann tekur inn- an skamms við starfinu af Skafta Jónssyni, sem snýr heim eftir ársdvöl. Stefán Jón hefur á þessu ári verið verkefnastjóri ÞSSÍ í Namibíu. Af sex samstarfslöndum Þróun- arsamvinnustofnunar eru umsvifin mest í Malaví en fjórðungur af fjár- magni ÞSSÍ á síðasta fór til verk- efna í þessa fátæka Afríkuríki. Umdæmis- stjóri í Malaví Stefán Jón Hafstein SÝNINGIN Náttúran og orkan var nýlega opnuð í Sesseljuhúsi, um- hverfissetri á Sólheimum. Sýningin er samstarfsverkefni Sesseljuhúss og Grunnskólans Ljósuborgar. Nemendur í Ljósuborg hafa unnið með þemað Náttúran og orkan í haust. Yngstu börnin unnu m.a. með hringrásarferla, bæði vatns og lífvera, en þau eldri með náttúruna og landafræði. Nemendur 7. bekkj- ar unnu með vatnsorku og reistu eigin vatnsaflsvirkjun. Á sýningunni er auk þess er að finna listaverk eftir nemendur og blöðrubáta sem hægt er að láta sigla. Sýningin verður opin frá 13- 17 alla daga fram til 16. desember og er enginn aðgangseyrir. Að- ventudagar Sólheima standa nú yfir og ýmislegt annað í boð, sjá www.solheimar.is. Náttúran í Sesseljuhúsi TÖLUVERÐ aukning er hjá prent- smiðjunni Odda í bókaframleiðslu fyrir þessi jól. Titlum fjölgar um 9% milli ára og eintökum um 13%. Alls hafa 127 aðilar látið prenta bækur hjá Odda á þessu ári miðað við 118 í fyrra. Enn á þó eftir að bætast við því von er á nýjum prentunum fram í miðjan desember. Um 70% inn- lendrar bókaframleiðslu fara fram hjá Odda og því er þessi aukning skýrt dæmi um gróskuna í íslenskri bókaútgáfu. Fleiri jólabækur HALDIÐ verður upp á 25 ára af- mæli Kvennaathvarfsins, í dag, fimmtudag, en það var opnað og tók á móti fyrstu dvalarkonunni 6. desember 1982. Dagurinn verður tileinkaður konunum sem komið hafa í Kvennaathvarfið og þeim til heiðurs verður haldin afmælisgleði í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17-19. Afmælisgleðin verður sigurhátíð, ljósi verður varpað á lífið í athvarf- inu með minningarbrotum starfs- kvenna og dvalarkvenna, segir í fréttatilkynningu. Einnig verða ávörp og tónlist sem og ljósmynda- sýningin Kraftakonur sem sam- anstendur af 2.886 myndum af kon- um sem vilja senda kveðju þeim 2.886 kraftakonum sem dvalið hafa í athvarfinu frá opnun þess. Að- gangur er ókeypis og öllum opinn. Kraftakonur ÞVÍ hefur með réttu verið haldið fram að í ís- lenskum rétti hafi verið búið við víðtækari og rót- grónari einkaeignarréttarleg viðhorf en víða í V- Evrópulöndum, sagði Karl Axelsson hrl. í fram- sögu sinni á málþingi Rannsóknamiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál á þriðjudag. Umfjöll- unarefnið var eignarréttur á auðlindum í jörðu. Í eignarráðum á fasteign felst heimild til að hag- nýta þær auðlindir sem þar er að finna og ráðstafa þeim með sama hætti og fylgir eignarráðum endranær, sagði Karl. „Þessi auðlindanýting nýt- ur verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrár og verður ekki skert bótalaust,“ sagði Karl. „Þetta segir þó ekki nema hálfa söguna, því þrátt fyrir ríka vernd einkaeignarréttarins hefur löggjafinn mikið rými til að setja nýtingu náttúruauðlinda í eignarlöndum margvíslegar skorður. Þessar skorður lúta ekki bara að nýtingunni sem slíkri og þýðingu hennar heldur að annars konar takmörk- unum á heimildum til aðskilnaðar náttúruauðlinda frá einstökum fasteignum.“ Karl sagði margt hafa gerst á þeim tæpa áratug frá því auðlindalög voru sett – og blikur væru á lofti. Gloppur væru í auðlindalögum sem fælu það í sér að ekki væru fyrir hendi gegnsæjar efnis- reglur um hvernig iðnaðarráðherra ætti að velja á milli þeirra mörgu orkufyrirtækja sem væru jafn- hendis komin á sama auðlindakostinn. Þá hefði gildistöku nýrra vatnalaga verið frestað og enn- fremur nefndi Karl hugmyndir af pólitíska sviðinu um þörfina á því að einkaleyfastarfsemi hvað varðar orkudreifingu ætti að vera í samfélagslegri eigu og eftir atvikum náttúruauðlindir líka. „Við erum að upplifa afar spennandi tíma þar sem áfram verður tekist á við grundvallarspurn- ingar, bæði varðandi auðlindanýtingu og vernd- un,“ sagði hann. Þá nefndi hann hið sígilda álita- efni um eignarhald þar sem víglínur hefðu verið að færast til síðustu 100 árin. „Með þeim hug- myndum sem nú eru að koma fram, um að sam- félagslegt eignarhald verði tryggt á ákveðnum orkugeirum, náttúruauðlindum og öðru, þá velti ég því upp hvort við séum að upplifa einhvers kon- ar viðspyrnu við þróun frekari markaðsvæðingar sem við höfum horft upp á árin á undan,“ sagði hann. Af hverju vill fólkið opinbert eignarhald? Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við HÍ, sem var annar framsögumaður, velti því fyrir sér hvað gæti legið að baki því að fólk virtist kjósa að orkulindir væru í félagslegri eign. Í fyrsta lagi gætu þessir aðilar viljað fá hlutdeild í væntanlegri hagnaðarnýtingu, í öðru lagi gætu þeir viljað tryggja áhrif á gang mála og í þriðja lagi gætu þeir viljað tryggja umsvif og atvinnu á sínu svæði. „Hvernig getum við mætt þessum óskum ef þær eru fyrir hendi, án ríkisrekstrar og þar með skertrar hagkvæmni?“ spurði Ragnar og benti á möguleikann á stofnun hlutafélaga um eignir sem hið opinbera hefði á sinni forsjá en gæti með auð- veldum hætti verið í einkaeign. Þetta gæti átt við um flestar jarðrænar auðlindir. Hugmyndin væri að stofna hlutafélag sem rekið yrði í skamman tíma og innan fárra ára yrði borgurunum afhent hlutabréfin í félaginu. „Þar með eru einstakling- arnir sjálfir, sem búa á þessu svæði, komnir með þessar eignir í sínar hendur.“ Ávinningurinn væri sá að allir fengju hlutdeild í hagnaðinum og allir fengju sanngjörn áhrif á gang mála. „Hvað þetta snertir þá snýst dæmið ekki lengur um það að koma ár sinni fyrir borð hjá stjórnmálamönnun- um, heldur það að greiða raunverulega atkvæði um það hvort starfsemin heldur áfram á svæðinu og taka á sig kostnaðinn ef hann kynni að vera til staðar. Hér fylgir ábyrgð völdum og menn upp- skera eins og þeir sá. Þeir geta ekki fengið það sem þeir vilja án þess að borga kostnaðinn sem hugsanlega leggst á aðra í samfélaginu. Þessi lausn á vel við um margar auðlindir sem nú eru í ríkisforsjá t.d. flestar náttúruauðlindir í jörðu, flestallt land sem nú er kallað þjóðlendur, flestöll vatnsföll sem eru í ríkiseign, ýmsa ferðamanna- staði í ríkiseign sem eru að skemmast vegna of mikils ágangs, og fjölmarga villta dýrastofna og þannig mætti lengi telja. Það virðast ekki vera nein skynsamleg rök gegn þessari lausn nema ef vera skyldi hagsmunir stjórnmálamanna.“ Mikið rými til að setja auð- lindanýtingunni skorður Morgunblaðið/Ómar Auðlindir Þorsteinn Pálsson, Hrafn Bragason og Össur Skarphéðinsson voru meðal þinggesta. Í HNOTSKURN »Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðs-ins, sagði í pallborði á málþingi RSE að jafnvel þótt þjóðin myndi hagnast af Kára- hnjúkavirkjun, hefði verið gengið of langt í eignarnámsheimildum vegna byggingar virkj- unarinnar. Slíkt væri réttlætanlegt við verk- efni á borð við að lýsa bæi í sveitum eða leggja vegi í almannahagsmunaskyni en ekki gegndi alveg sama máli um Kárahnjúkavirkjun. »Sigurður Líndal lagaprófessor við Háskól-ann á Bifröst lýsti þeirri skoðun að eign- arnám væri réttlætanlegt við vissar aðstæður, en hvert tilvik yrði að meta sérstaklega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.