Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ENN á ný blossar upp umræða um offitu á þeirri réttmætu for- sendu að hún er ört vaxandi heil- brigðisvandamál. Og enn syrtir í álinn því samkvæmt skilgreiningu og mælikvörðum Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) liggur fyrir að um far- aldur sé að ræða hér- lendis þar sem a.m.k. fimmti hver Íslend- ingur glímir nú við of- fitu. Jónas Kristjánsson læknir (f. 1870, d. 1960), brautryðjandi náttúrulækningastefn- unnar hér á landi og helsti hvatamaður að stofnun Heilsustofn- unar NLFÍ í Hvera- gerði, stóð áratugum saman í deilum við lærða og leika um mikilvægi heilsusamlegra lifn- aðarhátta og lagði hann ríka áherslu á samspil holls mataræðis, hæfilegrar hreyfingar og heilsu- fars. Hann boðaði ekki flóknar að- ferðir heldur gerði grein fyrir ýmsum valkostum í mataræði, hreyfingu og almennum lífs- háttum. Jónas taldi mikilvægt að uppfræða æsku landsins um lög- mál heilbrigðs lífs, annars kynni illa að fara. Börn átta sig fljótt á því hvað er rétt og hvað rangt og eins hvað er hollt og hvað óhollt. Það er skilyrðislaus skylda for- eldra að vernda börn sín, ekki síst hvað varðar mat og drykk og eins verður að tryggja þeim eðlilega hreyfingu og útivist. Í dag virðist fáránlegt að kenn- ingar Jónasar hafi ekki hlotið al- mennan hljómgrunn á sínum tíma og jafnvel allt fram á þennan dag. Ekki verður séð að athafnir hafi fylgt orðum ráða- manna í gegnum tíð- ina, um mikilvægi heilsueflingar, heilsu- verndar og heilsu- samlegra lifn- aðarhátta, enda oft sagt að flestar póli- tískar ákvarðanir, sem koma almenningi að gagni, séu teknar vegna skuldbindinga ríkisins gagnvart fjöl- þjóðlegum stofn- unum. Áratugum saman hefur legið fyrir að það stefndi í óefni hvað offitu áhrærir með til- heyrandi fylgisjúkdómum en lítið hefur verið aðhafst til að spyrna við fótum, a.m.k. hefur ástandið aldrei verið eins slæmt og nú er. Staðreyndirnar tala sínu máli. Þrátt fyrir góðan hug og að því er virðist einlægan vilja ráðamanna í gegnum tíðina, a.m.k. á tyllidög- um, er það fyrst og fremst „við- gerðarþjónustan“ sem skipar önd- vegi í forgangsröðun innan heilbrigðisþjónustu landsmanna en ekki heilsuefling, heilsuvernd eða aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir. Er þetta sú heilsustefna sem lands- menn vilja? Þó að stjórnmálamenn hafi brugðist er það fyrst og fremst al- menningur sem ber mesta sök á þeirri stöðu sem upp er komin. Við verðum að sýna ábyrgð og hætta að benda á flísina í auga náungans og átta okkur á bjálkanum í eigin auga. Við getum ekki endalaust hagað okkur eins og okkur sýnist og síðan ætlast til að yfirhlaðið heilbrigðiskerfi og sameiginlegir sjóðir komi til aðstoðar þegar allt um þrýtur. Veltum ekki ábyrgðinni yfir á aðra. Lítum okkur nær. For- eldrar verða að innprenta börnum sínum hollt mataræði og heil- brigðan lífsstíl allt frá fyrstu tíð og vera fyrirmynd í þeim efnum. Þeg- ar börnin fara í leikskóla og síðan áfram inn í skólakerfið verða yf- irvöld að taka við og tryggja áframhald þessarar lífsstefnu, skólagönguna á enda. Ábyrga og markvissa heilsustefnu þar sem kennslu um heilbrigt líf og heilsu- samlega lífshætti ber hæst, á að leggja að jöfnu við þau sjálfsögðu réttindi barna að læra að lesa og skrifa. Heilbrigðiskerfið er yfirleitt að fást við afleiðingar rangra lífs- hátta. Lífsgæði almennings verða ekki aukin á annan hátt en ein- staklingurinn beri ábyrgð á eigin heilsu. Þá fyrst fer að draga úr sjúkdómum og sívaxandi lyfjanotk- un sem ásamt offitufaraldrinum mun að óbreyttu stuðla að gjald- þroti núverandi kerfis. Í þekktum dægurlagatexta segir m.a.: „Eitt sinn verða allir menn að deyja.“ Við höfum of ríka til- hneigingu til að mæla lífsgæði í lífslengd og því má að vissu leyti segja að dauðinn grúfi að baki lífs- gæðamati okkar. En í hugtakinu „heilsa“ telja margir að felist hæfi- leikinn til að vinna og njóta lífsins. Það verður aldrei hægt að útrýma sjúkdómum og dauðinn verður ekki umflúinn, en það er hægt að bæta árum við lífið og lífi við árin með því að bera ábyrgð á og gæta vel að eigin heilsu. Þekking skapar ábyrgð. For- eldrar verða að gera sér grein fyr- ir því, að börn þeirra eiga eftir að álasa þeim fyrir það mataræði og hreyfingarleysi sem að þeim var og er haldið. Nýlegar rannsóknir benda til þess að nú sé að vaxa úr grasi kynslóð sem ekki nái sama meðaltalsaldri og við sem komin erum yfir miðjan aldur, ekki síst vegna sívaxandi offitu og ótal fylgisjúkdóma hennar. Jónas Kristjánsson læknir var langt á undan sinni samtíð. Hann lagði sín lóð á vogarskálarnar í því skyni að gera fólki ljóst að heils- una beri að virða og öllum sé skylt að líta í eigin barm og tileinka sér einkunnarorð Náttúrulækninga- félags Íslands: „Berum ábyrgð á eigin heilsu“. Berum gæfu til að fjárfesta til framtíðar! Annað er ávísun á heilsuleysi ókominna kyn- slóða með tilheyrandi eymd og skerðingu lífsgæða. Ábyrgðarleysi, van- þekking, röng forgangs- röðun, eða allt þetta? Gunnlaugur K. Jónsson skrifar um offitu sem heilbrigðisvandamál » Við höfum of ríka tilhneigingu til að mæla lífsgæði í lífslengd og því má að vissu leyti segja að dauðinn grúfi að baki lífsgæðamati okkar. Gunnlaugur K. Jónsson Höfundur er forseti NLFÍ – formaður rekstrarstjórnar Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði TIL eru einræðisríki án ein- ræðisherra. Það eru ríki þar sem rétttrúnaðurinn ríkir. Þeg- ar honum er ógnað er brugðist við með offorsi og hótunum, stundum ofbeldi. Á Íslandi ógna þau sem tala fyrir kvenfrelsi nú ríkjandi einræðishugsun. Þá fullyrðingu dæmi ég af við- brögðum við nánast öllu því sem slíkt baráttufólk hefur fram að færa. Þetta höfum við fengið að reyna að undanförnu. Beitt er háðsglósum og fyrirlitningartali, gamalkunnum vopnum þeirra sem ekki treysta sér til rök- ræðu. Það sem færri vita er að jafnvel er gengið enn lengra. Í frammi eru hafðar beinar og of- beldisfullar hótanir. Ég set þessar línur á blað eftir að mér var bent á blog-skrif nokkurra ungra manna sem haft hafa í hótunum á sóðalegan og ofbeld- isfullan hátt gegn einstaklingum sem hafa tjáð sig af einurð um kvenfrelsismál. Takist þessum mönnum – þessum útsendurum réttrúnaðarins – að kæfa mál- frelsi með þessum hætti, þá verða fórnarlömbin fleiri en þau sem spjótalögunum er beint að. Atlaga að þeim er nefnilega at- laga að sjálfu lýðræðinu. Í tím- ans rás hefur fólk, sem kramið hefur verið undir einræðishæl, spurt hvernig það hafi getað átt sér stað. Það hefur spurt hvern- ig ofbeldi sem mannkynssagan síðar sameinaðist um að for- dæma sem illvirki, hafi getað átt sér stað á sinni tíð. Hvernig gat þetta gerst, er spurt eftir á? Eflaust verða einræðisríki og einræðismenning til fyrir ásetn- ing óprúttinna manna. Slík ómenning verður líka til fyrir andvaraleysi hinna sem í að- gerðaleysi sínu láta ofbeldi við- gangast. Ef við látum það við- gangast að hópur ofbeldismanna fótum troði einstaklinga sem með málfrelsið að vopni berjast fyrir mannréttindum, þá tökum við með afstöðuleysi okkar þátt í aðförinni að lýðræðinu. Sam- félagið þarf nú allt að rísa upp til varnar kvenfrelsisbaráttu og þeim sem standa þar í far- arbroddi. Barátta fyrir kven- frelsi er barátta fyrir jafnrétti í þjóðfélaginu. Látum ekki þagga slíka baráttu niður með ofbeld- ishótunum. Öll þurfum við í sameiningu að rísa upp til varn- ar málfrelsi og mannréttindum – til varnar lýðræðinu. Ögmundur Jónasson Til varnar lýðræðinu Höfundur er formaður þingflokks VG. Í Mannamáli á Stöð 2 18. nóv. sl. tafsaði Finnur Ingólfsson 41 sinni á staglorðunum „sko“ og „hérna“. Þegar menn vestra stautuðu með þeim hætti var sagt að viðkomandi hefði ekki við að ljúga. Meðal annars japlaði hann á því eins og belja á frosinni næpu að spillingin, sukkið og bruðlið hefði verið „rekið“ til eins bankastjóra Landsbankans, Sverris Hermannssonar. Björg- vin Vilmundarson og Halldór Guðbjarnason hefðu orðið „að gjalda fyrir störf sín að hafa verið í samstarfi við þennan mann,“ svo vitnað sé orðrétt í gapuxann. Það hefir tekið manninn nær áratug að finna upp þessa lygi, enda aldrei heyrzt fyrr. Björgvin var orðinn heilsuveill þegar hér var komið sögu. Vafa- laust hafa herrarnir stytt líf hans með aðförum sínum. Kjart- an Gunnarsson talaði jafnan um Björgvin sem fóstra sinn, en þegar Kjartan í miðjum þessum klíðum heimsótti Björgvin á sjúkrabeð brast kempan Kjartan í grát með ekkasogum sem heyrðust út á tún. Svona var hann góður og kær- leiksríkur. Halldóri höfðu klíkumenn lof- að að hann yrði einsamall banka- stjóri að herför lokinni. Það lof- orð sviku þeir. Hafa sjálfsagt talið hann svo spilltan af sam- verunni með Sverri að honum væri ekki treystandi til að lána Skífu-Jóni 780 milljónir kr. til að kaupa fyrir brasklóðir í Garða- bæ né heldur að selja Finni & co. VÍS-bréfin með rúmlega 6 – sex – milljarða króna afslætti. Það skal ítrekað að við komu Sverris og Vals Arnþórssonar, og síðar Halldórs í bankann, var í engu breytt til um laun banka- stjóra, utanferðir, risnu, laxveið- ar eða önnur þau kjör, sem fyr- irrennarar þeirra höfðu haft. Enda hafði ríkisendurskoðandi alla tíð skrifað athugasemda- laust upp á öll reikningsskil. Það er fyrst eftir einkavæð- ingu Landsbankans 1997 sem bankaræningjarnir leggja á ráð- in. Og tilgangurinn sá að ná bankanum hið fyrsta undir sig og sína. Sá tilgangur helgaði meðalið. Fyrst af öllu þurfti að bola Sverri Hermannssyni burt, því þeir þóttust vissir um að heilsa Björgvins entist ekki til and- stöðu, en þriðji bankastjórinn framsóknarmaður. Finnur skipulagði með stuðningi Hall- dórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar, sem þóttist hafa harma að hefna á Sverri, sem hafði neitað honum um að vega að manni, sem honum var þá stundina í nöp við og taldi vinna gegn sér. Senditíkur þessara manna voru svo formaður og varaformaður bankaráðs, Helgi Guðmundsson og Kjartan Gunn- arsson, ásamt Halldóri Guð- bjarnasyni. Ekki má þó gleyma garminum honum Katli, Renda skepnunni. Í öllu Landsbankamálinu rak Kjartan erindi húsbónda síns, Davíðs, þess hins sama sem sagði við Morgunblaðsritstjóra þegar öll nótt var úti í málinu: „Þetta Landsbankamál var allt tómt fát og fum. Sverrir hafði ekkert gert af sér.“ Sverrir Hermannsson Tilgangur – Meðal Höfundur er fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Af hverju virðast embættismenn hvorki geta talað né skrifað svo skýrt að skiljist? Er það af ásetn- ingi, hroka, eða vísvit- andi blekkingum manna sem eru í vinnu hjá hinu op- inbera, þ.e. hjá mér og þér? Er verið að draga okkur á asna- eyrunum? Hvernig ber að skilja yfirlýsingar Landsvirkjunar nú um að fallið hafi verið frá ákvörðun um að selja orku úr neðri hluta Þjórsár til ál- vera sunnan- og vest- anlands? Hvað þýðir það í raun ? Svar mitt: Óljóst og illskiljanlegt. Þori ég að vona að þetta breyti einhverju um raskið? Svar mitt: Nei, því miður – breytir þetta engu. Er átt við aft- urköllun virkjunar- áforma Landsvirkj- unar, hún sé hætt við að virkja neðri hluta Þjórsár? Svar mitt: Óljóst en afar ósenni- legt – nei, því miður. Er Landsvirkjun þar með hætt við fyrirhugað jarðrask og byggingu groddalegra uppistöðulóna með til- heyrandi tækjum og tólum sem flæða yfir og flæma fólk af jörðum sínum? Svar mitt: Algerlega óljóst, en nei, því miður. Trúir fólk því að breytt sölufyr- irkomulag eða nýir kaupendur raf- magns úr neðri hluta Þjórsár breyti fyrirhuguðum virkjanaáætlunum með tilheyrandi spjöllum á náttúru-, fornminjum og búsældarlegum jörð- um? Svar mitt: Nei, enda óraunsætt og sennilega ósatt. Getur fólk trúað því að Lands- virkjun sé hætt við virkjanabröltið við neðri hluta Þjórsár? Getur fólk nú aftur lagst rólegt til svefns á jörðum sínum? Svar mitt: Nei, afar óvarlegt – óljóst og ósennilegt. Ég og aðrir eigendur Landsvirkjunar eigum rétt á að vita sannleik- ann um virkjanaáform Landsvirkjunar í sveit- unum við neðri hluta Þjórsár, refjalaust. Er Landsvirkjun hætt við virkjun þar, eða hvað er verið að bralla? Fólk á rétt á skiljanlegum og afdráttarlausum svör- um frá Landsvirkjun og öðrum þeim sem um véla í þessum málum. Ég nenni allavega ekki að vona og viðhafa ótímabæran fögnuð um stefnubreytingu Lands- virkjunar varðandi þessar óskaplegu fram- kvæmdir fyrr en ég skil hvað átt er við. Svör á mannamáli um það hvað breytist í alvöru við Þjórsá við ákvörðun um nýja kaup- endur. Svör óskast snarlega. Að lokum: Hvað er að gerast við Urriðafoss – 50 m hátt lón (Hall- grímskirkja er 74 m há). Er þetta ekki ógnvænlegt og er ekki með þessu búið að rjúfa varnarvegg fólksins við fljótið? Spurt og svarað um Þjórsá – Er verið að draga okk- ur á asnaeyrunum? Ég vil fá svör um hvað er að gerast í virkjunarmálum Þjórsár, segir Elín G. Ólafsdóttir Elín G. Ólafsdóttir » Af hverjuvirðast emb- ættismenn hvorki geta tal- að né skrifað svo skýrt að skiljist? Er ver- ið að draga okk- ur á asnaeyr- unum? Höfundur er fv. kennari og borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.