Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 21 AUSTURLAND Varnargarður í útboð Nýr snjó- flóðavarnagarður í Neskaupstað fer í útboð á næsta ári. Framkvæmdir gætu hafist 2009. Um er að ræða gríðarlegt mannvirki sem kostar milljarða og er greitt af Ofanflóða- sjóði. Fjármunir eru til í fram- kvæmdina og ástæða þess að hún hefur dregist einkum að talið var að umsvif á svæðinu væru svo mikil að ekki væri ráðlegt að hefja vinnu við varnargarðinn fyrr en um hægðist. Staða félagsheimila Félagsheim- ili Fjarðabyggðar hafa undanfarið verið í umræðunni, þ.e.a.s. hvort sveitarfélagið á að eiga þau, leigja, gera þjónustusamninga við frjáls fé- lagasamtök um rekstur eða selja. Hlutverk þeirra er mismunandi eftir byggðakjörnum og er nú í gangi ít- arleg greining hjá sveitarfélaginu á vægi þeirra og rekstrarmöguleikum á hverjum stað fyrir sig. Starfshópur þar um á að skila af sér í janúar á næsta ári. Félagslundur á Reyðar- firði er orðinn að bíói, Egilsbúð í Neskaupstað hefur gegnt miklu hlutverki í almennu félags- og skemmtanalífi Norðfirðinga og í Val- höll á Eskifirði hefur starfsemi gengið upp og ofan. Kaupandi að skrifstofuhluta Valhallar vill rifta 22 milljóna króna kaupsamningi við sveitarfélagið eftir að hafa greitt eina milljón, fengið eignina afhenta og fénýtt hana um skeið í leigu til Al- coa Fjarðaáls. Krafan er nú í inn- heimtu hjá lögmanni. „Ég er allsend- is ófús til að láta ekki efna samninga við okkur. Við efnum samninga og ég vil að þeir sem gera viðskipti við okk- ur geri hið sama,“ segir Helga Jóns- dóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. ALCOA hefur veitt Þjóðminjasafni Íslands styrk úr samfélagssjóði fyrirtækisins að upphæð um 16 milljónir króna til endurbóta og uppbyggingar gamla Sómastaða- bæjarins skammt frá álverinu á Reyðarfirði. Í fréttatilkynningu segir að styrkurinn verður veittur til verk- efnisins á næstu þremur árum. Margrét Hallgrímsdóttir, þjóð- minjavörður, tók við styrknum frá Tómasi Má Sigurðssyni, forstjóra Alcoa Fjarðaáls, á mánudag. Meðal viðstaddra voru Ásta Beck, dóttir húsbyggjandans Hans Jakobs Becks, en hún fæddist og ólst upp að Sómastöðum, og Þór Jakobsson, veðurfræðingur og formaður félags niðja Richards Long, en Richard Long var afi Hans Jakobs Becks. Byggt úr grjóti og jökulleir Tómas Már segir fyrirtækið lengi hafa haft áhuga á að stuðla að varðveislu gamla Sómastaðabæj- arins og reynt hafi verið að verja hann skemmdum þegar fram- kvæmdir á álverssvæðinu stóðu hvað hæst. Margrét Hallgrímsdóttir telur húsið merkan hluta húsasafns Þjóðminjasafnsins og segir það eitt fárra steinhlaðinna húsa sem varð- veist hafa. Útvegsbóndinn Hans Jakob Beck byggði steinhúsið að Sómastöðum árið 1875. Hann hlóð það úr grjóti í nágrenninu og batt með jökulleir. Grunnflötur hússins er um 37 fer- metrar, undir því er kjallari og nýt- anlegt pláss er í risi. Hafist var handa við viðgerðir árið 1991, en framkvæmdir hafa legið niðri um nokkurt skeið. Styrkurinn, sem veittur er úr samfélagssjóði Alcoa, verður nýttur til þess að vinna tímabærar endurbætur á húsinu og færa það nærri upprunalegu horfi. Samfélagssjóður Alcoa er sjálf- stætt starfandi sjóður með höf- uðstöðvar í Bandaríkjunum, en hann er ekki rekinn í hagn- aðarskyni. Sjóðurinn hefur verið starfræktur í rúmlega hálfa öld og styrkir hafa runnið til fjölda góðra mála um allan heim. Á síðasta ári námu styrkveitingar úr samfélags- sjóði Alcoa rúmlega 1,6 milljörðum króna. Stuðlað að varðveislu gömlu Sómastaða Ljósmynd/Hreinn Magnússon Sómastaðir við Reyðarfjörð Útvegsbóndinn Hans Jakob Beck byggði húsið árið 1875, en það komst í vörslu Þjóðminjasafns Íslands árið 1988.    Háskólanám í Fjarðabyggð Fjarðabyggð hefur undanfarið í samvinnu við Háskólann í Reykjavík athugað möguleika á að byggja upp símenntunarsetur í Fjarðabyggð, en það tengist Vaxtarsamningi Austur- lands þar sem sveitarfélagið er skil- greint sem vagga tækni- og verk- menntunar. Hugsanlega mun HÍ einnig sinna hluta tæknináms á há- skólastigi í Fjarðabyggð. Þá eru í farvatninu hugmyndir um símennt- un í tengslum við verk- og tækni- þekkingu í álverinu m.t.t. þeirrar miklu ferlagreiningar-, öryggis- og umhverfiskrafna sem þar eru uppi.    Fyrir veiðimanninn í fjölskyldunni þinni Krókhálsi 5 - Sími 517 8050 - Sportbudin.is - Síðumúla 8 - Sími 568 8410 - Veidihornid.is - Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 - Veidimadurinn.is - Munið vinsælu gjafabréfin okkar Ron Thompson Aquasafe vöðlupakki. Góðar öndunarvöðlur og skór. Fullt verð 28.990. Jólatilboð aðeins 19.995 Simms Classic Guide Gore-tex veiðijakki. Fullt verð 35.900. Jólatilboð aðeins 29.900. Simms Freestone veiðijakki. Vatnsheldur með útöndun. Verð aðeins 19.900 Ron Thompson veiðijakki. Vatnsheldur með útöndun. Fullt verð 12.900. Jólatilboð aðeins 9.995. Nýtt – NRS flotveiðivesti. Sérhönnuð flotvesti fyrir veiðimenn. Örugg vesti í alla veiði. Verð aðeins 12.980. Sage fluguveiðipakki. Fli og Launch 4ra hluta stöng í hólk. Gott LA hjól og RIO flugulína. Lífstíðarábyrgð frá framleiðanda á stöng. Frábært verð á alvöru fluguveiðipakka. Aðeins frá 34.900. Veiðiflugur Íslands. Biblía fluguhnýtarans. Bók sem allir áhugamenn um fluguveiði verða að eiga. Verð aðeins 3.995. The Scandinavian Speycast. Nýjasta myndin frá íslandsvininum Henrik Mortensen. Jólamynd veiðimannsins í ár. Eigum allar eldri myndirnar á DVD. Verð aðeins 3.990. Ron Thompson vöðlutaska. Nauðsynleg taska fyrir alla veiðimenn sem eiga vöðlur. Vatnsheldur botn. Motta til að standa á þegar farið er í og úr. Verð aðeins 3.995. Scierra Explorer veiðitaska. Afar vönduð og sterk veiðitaska undir allan veiðibúnaðinn. Vatnsheldur botn. Verð aðeins 6.995. Infac byssuskápar. Öruggir og traustir byssuskápar í mörgum stærðum. Rúmgóður og fallegur skápur fyrir 7 byssur. Aðeins 35.900. Atlas snjóþrúgur. Sterkbyggðar þrúgur sem henta vel íslenskum aðstæðum. 2 stillanlegir göngustafir og góð taska fylgir. Verð aðeins 19.980. Gerviandasett. 12 stokkendur; sofandi, vakandi og kafandi. Góður bakpoki, bönd og blýsökkur fylgja. Frábært verð. Aðeins 8.995 fyrir allt þetta. ProLogic skotveiðijakki. Vatnsheldur og hlýr jakki með útöndun. Áralöng góð reynsla á Íslandi. Verð aðeins 23.900 ProLogic skotveiðibuxur. Vatnsheldar og hlýjar smekkbuxur. Áralöng góð reynsla á Íslandi. Verð aðeins 17.900. ProLogic Thermo skotveiðihanskar. Vatnsheldir og hlýir. Verð aðeins 2.995. Einnig úr neopren. Verð aðeins 2.295. ProLogic skór. Vatnsheldir og hlýir skór með góðri útöndun. 3 gerðir. Bæjarins besta verð. Aðeins frá 9.995. Ameristep rúllubaggi. Vinsælasta felubirgið á markaðnum. Hvergi betra verð. Aðeins 16.880. Vandað hreinsisett fyrir haglabyssur. Burstar, stöng, olía og fleira í góðum kassa. Verð aðeins 4.880. Simms Freestone vöðlupakki. Góðar öndunarvöðlur og skór. Fullt verð 32.800. Jólatilboð aðeins 25.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.