Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVERNIG VISSUÐ ÞIÐ AÐ MIG LANGAÐI Í ÞETTA? ÉG VAR AÐ FÁ BESTU AFMÆLISGJÖF Í HEIMI... ÉG ER EKKI LENGUR Í MEGRUN! ÞARNA ER HIMINN- INN! ER EKKI FRÁBÆRT HVAÐ HANN VEIT MIKIÐ? Á HIMNINUM ERU SKÝ, OG STJÖRNUR, OG VINDUR OG REGN... HANN ER LÍKA BLÁR ÞETTA HÉRNA ER GRAS... ÞAÐ ER VENJULEGA GRÆNT ÉG SAGÐI MÖMMU OG PABBA AÐ HOBBES HEFÐI ORÐIÐ EFTIR... ÉG REYNDI AÐ SEGJA ÞEIM AÐ SNÚA VIÐ... OG HOBBES VAR EINN HEIMA ÞEGAR ÞAÐ VAR BROTIST INN MAMMA SAGÐI AÐ HOBBES HEFÐI EKKI VERIÐ RÆNT ÞVÍ HANN ER EKKI VERÐMÆTUR... EN MÉR FINNST HANN VERA VERÐMÆTUR HOBBES? HOBBES? HVAR ERTU? HVAÐ KALLAR ÞÚ ÞETTA EIGINLEGA? ÁHÖFNIN ER MEÐ NAFN YFIR ÞETTA EN MAMMA KENNDI MÉR AÐ NOTA EKKI ÞANNIG ORÐ... ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ EKKI VITLAUST AÐ HENDA ÞVÍ BARA FYRIR BORÐ VERTU ALVEG KYRR... VIÐ VILJUM EKKI SETJA HREYIFSKYNJARANN AF STAÐ ÞETTA ER KALLI SÆL, ÉG ER STEBBI OG ÉG SÉ UM ÞESSAR SUMARBÚÐIR ÞÚ ÁTT AÐ GISTA Í SKÁLA ÞRJÚ HAFÐU ÞAÐ GOTT, ELSKAN! VIÐ LEYFUM ENGA GESTI EN VIÐ SETJUM MYNDIR AF KRÖKKUNUM Á VEFSÍÐUNA OKKAR Á HVERJUM DEGI, ÞANNIG AÐ ÞIÐ GETIÐ FYLGST MEÐ ÞEIM LALLI, KOMSTU MEÐ FARTÖLVUNA? FYRSTU MYNDIRNAR KOMA Á MORGUN ÞAÐ LÍTUR ÚR FYRIR AÐ M.J. HAFI EIGNAST ÓVIN... OG ÉG ER VISS UM AÐ ÉG FINN ÞANN ÓVIN HÉR! OG ÞAÐ ERU GÓÐAR LÍKUR Á ÞVÍ... AÐ HANN SÉ NARNA LEMARR dagbók|velvakandi Vandræði fjármálamanna? Margur ágirnist meir en þarf maður fór að veiða skarf hafði fengið fjóra. Ætlaði sér hinn fimmta en í því hvarf hann ofan fyrir bjargið stóra. Björn. Húfa kom upp í fangið á mér SVÖRT GuSt-design-húfa fauk í fangið á mér á bílastæði Kringlunn- ar, föstudaginn 30. nóvember. Upplýsingar í síma 869 1970. Rut. Þjónusta strætisvagna ÉG BÝ í Kópavogi og hér eins og annars staðar er fólk hvatt til að nota strætó. Meira að segja er kominn sérstakur tómstundavagn fyrir börn sem fer á milli helstu íþróttamann- virkja bæjarins. Ennþá hafa börnin mín ekki notað þá þjónustu, en ég var svona farin að huga að því að hvetja þann eldri sem er 10 ára til þess að prufa. Eftir daginn í dag kemur það ekki til greina. Í dag var nefnilega sonur minn að taka strætó í fyrsta skipti. Hann ætlaði heim með vini sínum sem lánaði honum strætó- miða. Þegar strætisvagninn kom var strákurinn minn orðinn loppinn á fingrunum og var með vettlinga. Hann fann ekki miðann í vasanum og fékk ekki að fara inn í vagninn með- an hann var að leita. Heldur var lok- að á nefið á honum og keyrt í burtu með vininn innanborðs. Vinurinn bað bílstjórann um að bíða aðeins því hinn væri með miða, en bílstjórinn kvaðst ekki geta eytt tíma í það. Strákurinn minn kom hágrátandi heim með miðann í hendinni, sem hann fann í þann mund sem strætó brunaði af stað. Ég þakka bara guði fyrir að hann var hér í hverfinu en ekki á leiðinni til baka, kannski á ókunnugum slóðum. Mér finnst ekki líklegt að hann verði spenntur fyrir frekari strætóferðum. Einnig vil ég taka það fram að ég reyndi að bera upp kvörtun við fyrirtækið sjálft en þar varð fátt um svör. Hildur Ómarsdóttir. Bónus hundsar skjólstæðinga Fjölskylduhjálpar Íslands ÉG ER öryrki og viðskiptavinur Bónuss þar sem ódýrast er að versla en þarf oft á tíðum að leita á náðir Fjölskylduhjálpar Íslands því endar ná ekki saman hjá mér og fjölskyldu minni. Ég er afar þakklátur að geta leitað á náðir Fjölskylduhjálparinnar því á stundum hefur hún haldið í okkur fjölskyldunni lífinu og því er ég mjög hryggur og hissa á að Bónus sniðgengur það mikla starf sem unn- ið er þar. Ég hringdi í Fjölskyldu- hjálpina og spurðist fyrir um það hvers vegna ekkert kom í hlut henn- ar af þeim 25 milljónum sem Jóhann- es í Bónus úthlutaði en svarið var að þær hefðu enga skýringu á því. Ég og margir fleiri munum hugsa okkur tvisvar um áður enn við verslum aft- ur í Bónus. Öryrki á höfuðborgarsvæðinu. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÓVÍÐA í heiminum er birtan jafn sérstök og falleg og á Íslandi, jafnt sumar sem vetur. Þessi fagra mynd er gott dæmi um samspil ljóss og skugga. En kaldranalegt hlýtur að vera á sjónum núna, en fegurðin léttir lundina. Morgunblaðið/Frikki Siglt undir Akrafjalli FRÉTTIR Í TILEFNI af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi dreifir karlahóp- ur Femínistafélags Íslands póst- kortum til að minna á mikilvægi ábyrgra aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi. Í þeim tilgangi hefur karlahópur- inn sent öllum alþingismönnum, hæstaréttardómurum og héraðs- dómurum póstkort með eftirfarandi skilaboðum: „Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi viljum við minna á mikilvægi ábyrgra að- gerða gegn kynbundnu ofbeldi.“ Einnig mun karlahópurinn dreifa póstkortunum á kaffihús og félags- miðstöðvar, ásamt því að dreifa þeim um netið og í tölvupósti Póstkortin eru unnin að fyrir- mynd bresku samtakanna Truth about rape og í samstarfi við sam- tökin. Tilgangurinn með kortunum er að afmynda goðsagnir og ranghug- myndir um nauðganir og minna um leið á alvöru nauðgana. Póstkortaátak karlahóps femínista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.