Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 24
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
Yfirtökunefnd fylgist náið með þeimbreytingum sem eru að verða áhluthafahóp FL Group með tillititil þess hvort yfirtökuskylda sé að
myndast. Þetta segir Viðar Már Matthías-
son, formaður Yfirtökunefndar. Yfirtöku-
nefnd og Fjármálaeftirlitið hafa hins vegar
ekki haft sama mat á því hvaða forsendur
þurfa að vera til staðar til að hægt sé að
segja að fjárfestar eigi í samstarfi.
Samkvæmt lögum myndast yfirtöku-
skylda ef einn hluthafi ræður yfir 40%
hlutafjár eða meira. Hann verður þá að gera
öðrum hluthöfum í félaginu kauptilboð í
þeirra hlut. Skýr ákvæði eru um þetta í lög-
um um verðbréfaviðskipti.
Samstarf eða ekki samstarf
Yfirtökunefnd hefur áður fjallað um
breytingar á eigendahópi FL Group. Árið
2005 var hlutafé í félaginu
aukið og komst nefndin
þá að þeirri niðurstöðu að
myndast hefði yfirtöku-
skylda þar sem Baugur
og Oddaflug, fyrirtæki
Hannesar Smárasonar,
ættu samtals 49,69% hlut
í félaginu og þessir tveir
aðilar væru í samstarfi
um að ná yfirráðum yfir
félaginu.
Baugur minnkaði í kjölfarið sinn hlut í fé-
laginu. Hins vegar tók Fjármálaeftirlitið
málið upp að eigin frumkvæði og komst að
þeirri niðurstöðu sex mánuðum síðar, að
ekki hefði myndast yfirtökuskylda í FL
Group vegna þess að ekki lægi fyrir að
Baugur og Oddaflug hefðu átt í samstarfi
um að ná yfirráðum í félaginu.
Í áliti Fjármálaeftirlitsins frá árinu 2006
færði stofnunin m.a. þau rök fyrir niður-
stöðu sinni að Baugur hefði átt forkaupsrétt
í hluta
þetta
hefði á
Group
virkum
Þarna
Fjármá
viljað l
þessu
þurfi a
Vandam
sanna
Viðs
skoða
bréfavi
hvernig
hversu
samsta
Það
rúmleg
breytin
hafahó
yfirtök
Yfirtökunefnd f
með breytingum
Óljóst er hversu strangar kröfur gera þarf til a
Viðar Már
Matthíasson
24 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
STAÐA ÍSLENSKRA SKÓLA
Niðurstöður nýrrar PISA-könn-unar um námsframmistöðu15 ára unglinga í löndum
OECD og ýmissa landa utan samtak-
anna eru áhyggjuefni. Samkvæmt
könnuninni hefur íslenskum ungling-
um hrakað í lestri frá árinu 2000. Þá
var Ísland marktækt yfir meðaltali,
en er það ekki lengur. Sömuleiðis er
útkoma Íslands nú marktækt lakari í
stærðfræði og hefur hrakað í náttúru-
fræði. Almennt reyndist Ísland undir
meðaltali OECD í rannsókninni.
Finnar komu best út úr könnuninni
og hefur forskot þeirra á aðrar þjóðir
aukist frá því síðast. Ástæðan er þó
ekki sú að þeir verji mestum pening-
um í sitt skólakerfi. Norðmenn kosta
mestu til á Norðurlöndum og útkoma
þeirra var lakari en Íslendinga.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra sagði þegar töl-
urnar voru kynntar að nú þyrfti að
grípa til ráðstafana til að bæta
frammistöðu Íslands. Hún sagði að
ýmislegt hefði verið gert, sem hefði
átt að leiða til betri árangurs, og því
væri þessi niðurstaða vonbrigði. Hún
hyggst einblína á kennaramenntunina
og nefnir leiðir til að efla hana.
Ekki er nóg að bæta menntun kenn-
ara, einnig þarf að bæta kjör þeirra
þannig að kennarar flæmist ekki úr
stéttinni vegna lágra launa.
Eins og menntamálaráðherra benti
á verja fáar þjóðir jafnmiklu fé til
menntamála og Íslendingar. Sú
spurning vaknar því hvort þeim pen-
ingum sé rétt varið, hvort þessar nið-
urstöður kalli á breyttar áherslur.
Ýmis lönd í kringum okkur hafa
breytt áherslum. Svíum hefur fleygt
fram í náttúruvísindum eftir að þeir
tóku upp að bandarískri fyrirmynd
áætlun, sem nefnist Náttúruvísindi og
tækni fyrir alla. Þjóðverjar hafa lagt
meiri áherslu á að efla verklega
kennslu í náttúruvísindum. Þar ríkir
nú mikil gleði yfir framförum í nátt-
úruvísindum frá síðustu könnunum.
Slæleg frammistaða í lesskilningi
er sérstakt áhyggjuefni. Á lesskiln-
ingi byggist framtíð þessara barna.
Þar verður breyting að eiga sér stað.
Það er einnig ástæða til að velta
fyrir sér hlutverki kennara og for-
eldra. Svo virðist sem uppeldi barna
sé að færast frá heimilum til skóla. Ef
kennarar þurfa í auknum mæli að axla
hlutverk foreldra verður eðlilega
minni tími aflögu til að kenna lestur,
stærðfræði og náttúruvísindi.
Þá er spurning hvort ástæða er til
að auka samkeppni milli skóla. Í
PISA-könnuninni kemur fram að val á
milli skóla á Íslandi er lítið sem ekk-
ert. Könnunin leiðir einnig í ljós að
lönd þar sem samkeppni ríkir milli
skóla koma betur út en lönd þar sem
hún er lítil eða engin.
Þótt niðurstöður PISA-könnunar-
innar valdi vonbrigðum er margt gott
við íslenskt skólakerfi. Breytileika í
frammistöðu má aðeins að litlu leyti
skýra með bakgrunni og aðstæðum
nemenda. Félagslegar aðstæður
skipta því ekki máli um frammistöðu
nemenda og það er ánægjulegt.
„AKKERI MIÐBORGARINNAR“
Mikilvægi þess að fá mörghundr-uð manna vinnustað í miðborg-
ina verður seint ofmetið; vinnustað er
hýsir fólk sem leitar eftir þjónustu og
verslun í sínu nærumhverfi og er lík-
legt til að nota matsölustaði og kaffi-
hús á daginn. Vægið er enn meira ef
slíkur vinnustaður dregur jafnframt
til sín gesti á tónleika, leiksýningar
og aðra listviðburði árið um kring.
Því er óhætt að fullyrða að staðsetn-
ing framtíðarhúsnæðis Listaháskóla
Íslands á svonefndum Frakkastígs-
reit geti orðið miðborginni mikil lyfti-
stöng. Þrátt fyrir niðurlægingarskeið
miðborgarinnar undanfarin ár, þar
sem verslun, þjónusta og um leið
mannfjöldinn hefur leitað annað –
nema að nóttu til – virðist nú sem
áhugi á rekstri í miðborginni sé að
aukast. Það að sú aukning takmarkist
ekki við öldurhús er vísbending um
að miðborgin geti á næstu árum
gengið í endurnýjum lífdaga með
þeim hætti sem hæfir elsta hverfi
höfuðborgar.
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor
Listaháskóla Íslands, hefur barist af
einurð fyrir því að framtíðarhúsnæði
skólans yrði fundinn staður í mið-
borginni. Hann telur réttilega að ná-
vígi við aðrar liststofnanir, svo sem
Þjóðleikhús, Tónlistar- og ráðstefnu-
hús, Borgarbókasafn, Óperu og
helstu listasöfn, styrki skólastarfið
og jafnframt atvinnulífið í nærum-
hverfinu. Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra lítur svo
á að skólinn ásamt tónlistar- og ráð-
stefnuhúsinu verði „akkeri miðborg-
arinnar og mikill drifkraftur“, svo
það er samhljómur með skoðunum
hennar og Hjálmars.
Sú áhersla sem bæði menntamála-
ráðherra og borgarstjóri, Dagur B.
Eggertsson, leggja á sátt og tillits-
semi í garð eldri húsa í nágrenni við
þessa uppbyggingu er grundvallarat-
riði. Þess verður að gæta þegar upp-
byggingu miðborgarinnar verður
loks lokið – svo sem við Lækjartorg,
höfnina og Laugaveg – að enn standi
lunginn úr þeirri gömlu bæjarmynd
og byggingararfleifð sem er einkenn-
andi fyrir Reykjavík. Höfuðborg sem
á sér ekki skýra sérstöðu í bygging-
ararfleifð og er ekki í tengslum við
sögu sína með sýnilegum hætti er
hvorki aðlaðandi fyrir íbúa sína né er-
lenda gesti.
Þær ákvarðanir sem verið er að
taka núna um framtíðarásýnd
Reykjavíkur eru prófsteinn á skiln-
ing okkar á sögunni og arfleifð henn-
ar. Samtímanum ber skylda til að
skila miðborginni til komandi kyn-
slóða þannig að fortíðinni sé sýndur
sómi í samspili við nútímalífshætti og
kröfur. Slíkt verður einungis gert
með sterkri skipulagssýn og virðingu
fyrir því meginhlutverki borgarinnar
að tryggja sjálfum borgurunum líf-
vænlegt og aðlaðandi umhverfi er af-
hjúpar uppruna þeirra og rætur.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
FL Group er stærsti hluthafiGeysis Green Energy og á43% í félaginu sem stofnaðvar í byrjun þessa árs. Nú
er stefnt að því að félag í eigu Hann-
esar Smárasonar, fráfarandi for-
stjóra FL Group og stjórnarfor-
manns Geysis Green, kaupi 23%
eignarhlut í Geysi Green Energy af
FL Group. Eignarhlutur FL Group í
Geysi eftir viðskiptin yrði því 20,0%.
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust hjá FL Group í gær er verð-
mæti hlutar FL Group í Geysir
Green Energy bókfært um 11 millj-
arðar kr. í bókhaldi FL Group.
Er hér um uppfært mat að ræða
sem félagið kynnti í október vegna
uppgjörs á þriðja ársfjórðungi.
Óháðum aðila falið að meta
verðmæti hlutarins
Samkvæmt upplýsingum félags-
ins er til umræðu að Hannes Smára-
son kaupi hlutabréf sem FL Group á
í Geysi Green og vegna þessarar við-
skipta hefur stjórn FL Group ákveð-
ið að fá óháðan aðila til að meta verð-
mæti hlutarins í Geysi. Reiknað er
með að þetta mat verði kynnt á hlut-
hafafundi sem haldinn verður síðar í
mánuðinum.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
sagðist Hannes sjá mörg tækifæri
fyrir sig til dæmis á sviði orkumála.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnar-
formaður FL Group, vék einnig að
Geysi Green á fréttamannafundi í
fyrradag og sagði Hannes mikinn
áhugamann um Geysi Green. „Við
vorum ánægð með það að hann lýsti
áhuga á að kaupa ákveðinn hluta af
FL [í Geysi Green] og keyra það
verkefni áfram af fullum krafti,“
sagði Jón Ásgeir.
Geysir Green var stofnað í janúar
sl. af FL Group, Glitni og VGH
hönnun. Félagið hefur eignast Jarð-
boranir, 32% hlut í Hitaveitu Suð-
urnesja og fjárfest í jarðhitafélögum
erlendis. Í september eignuðust
Ólafur Jóhann Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Time Warner, og
Goldman Sachs 8,5% hlut í Geysi. Í
byrjun október var greint frá sam-
einingu Geysis og Reykjavík Energy
Invest en mánuði síðar hafnaði borg-
arráð samrunanum.
Hlutur FL í
Geysi metinn
á 11 milljarða
Nýting jarðvarma Jarðbo
Jón Ásgeir Jóhannesson,stjórnarformaður FL Group,og Jón Sigurðsson, nýr for-stjóri félagsins, kynntu
breytingar á eignarhaldi og rekstri
FL Group á fjölmennum fundi í gær-
morgun fyrir fagfjárfestum og grein-
ingardeildum. Fullt var út úr dyrum
á Nordica Hilton hótelinu og varð að
opna annan sal til að hleypa öllum að.
Síðar um daginn var svo haldinn
símafundur fyrir erlenda fjárfesta.
Jón Sigurðsson sagði um verð
bréfanna að það væri í samræmi við
stærri útgáfu erlendra bréfa í fé-
lögum á borð við Storebrand og fleiri
norræn félög. Jafnframt væri eðli-
legt að afsláttur væri gefinn við nú-
verandi aðstæður á markaði. Jón
sagði mikil tækifæri vera fyrir félag
eins og FL Group og sagð
bjartsýnn fram á veginn í f
verkefnum félagsins gegnu
Property. Með breytingu
væri vonandi búið að slá á s
ir um að félagið réði ekk
verkefni.
Tækifæri í eignasafninu
Varðandi lausafjárstöðu
Jón að hún þyrfti að lág
vera 20 milljarðar króna,
væntanlega um 35 millj
loknum fyrirhuguðum brey
Aðspurður á fundinum s
að enn væri stefnt að s
Landic Property á markað
setningar hefðu ekki verið á
Bæði Jón Sigurðsson og
geir lögðu ríka áherslu á
Fjárfestar hughrey
Í HNOTSKURN
»Kynningarfundur FL Gro-up með fjárfestum og
greiningardeildum í gær var
fjölsóttur.
»Leggja á áherslu á aðávaxta núverandi eignir FL
Group og ekki ráðast í nýjar
fjárfestingar.
»Fram kom m.a. að tekiðyrði 45 milljarða króna
langtímalán.
»Tveir þriðju hlutar lánsinsrenna til greiðslu skamm-
tímaskulda en þriðjungur til að
bæta lausafjárstöðu félagsins.
Forstjóri FL sagði að lausafjárstaða yrði væntanlega um