Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 40
■ Á morgun kl. 19.30 Lífið kallar. Styrktartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar og FL Group til fjáröflunar fyrir BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss. Uppselt. Stjórnandi: Alistair Dawes Söngvarar: Dame Kiri Te Kanawa og Garðar Thór Cortes. ■ Lau. 15. desember kl. 14 og 17 uppselt á báða tónleikana Jólatónleikar. Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskíj. Nemendur úr Listdansskóla Íslands dansa og trúðurinn Barbara segir söguna. ■ Vínartónleikar Hinn árlegi og ómissandi gleðigjafi Sinfóníuhljómsveitarinnar í ársbyrjun. 3. jan. nokkur sæti laus 4. jan. nokkur sæti laus 5. jan. kl. 17 örfá sæti laus 5. jan. kl. 21 laus sæti Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Athugið: Þeir sem eiga frátekna miða á Vínartónleikana í janúar þurfa að greiða þá í síðasta lagi í byrjun desember. Fimmtudagur 6. desember kl. 20:00 Stórtónleikar á afmælisári Óratorían L’Allegro, il Penseroso ed il Moderato eftir G. F. Händel. Kór Neskirkju ásamt barrokkhljómsveit. Einsöngvarar: Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Marta Halldórsdóttir, sópran, Eyjólfur Eyjólfsson, tenór og Hrólfur Sæmundsson, baritón. Konsertmeistari verður Martin Frewer og stjórnandi Steingrímur Þórhallsson. Miðaverð 2.500 kr. og 2.000 kr. í forsölu hjá 12 Tónum. Miðasala við innganginn Við fengum í raun staðfestingu á því að Ísland væri besta land í heimi … 45 » reykjavíkreykjavík  Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, gerir slakan árangur ís- lenskra grunn- skólanema í lestri að umfjöllunar- efni sínu á bloggsíðunni thorbjorghelga.blog.is. Þorbjörgu Helgu er greinilega mikið niðri fyrir og bendir á leiðir til að bæta árang- ur íslenskra unglinga. Pistillinn er hins vegar þannig úr garði gerður – þ.e. skrifaður í nokkrum flýti – að á sama tíma og hún fjallar um slakan lestrarskilning íslenskra unglinga þarf nokkurn lestrarskilning til að ná meiningu Þorbjargar. Sér í lagi þegar hún endar pistilinn á þessum orðum: „Eftir þrjú ár verðum við að hækka okkur í þessari könnun. Það er það eina sem er kýrskýrt í mínum huga.“ Hvaða skilning ætli Þorbjörg Helga leggi í lýsingarorðið kýr- skýrt? Hvers eiga kýrskýrir unglingar að gjalda?  Nýsjálenska óperudívan Kiri Te Kanawa kom til landsins í fyrradag en eins og fram hefur komið syngur hún annað kvöld ásamt Garðari Thór Cortes og Sinfón- íuhljómsveit Ís- lands á tónleikum til styrktar Barna- og unglingageðdeild- Landspítalans, BUGL, í Há- skólabíói. Að loknum æfingum í gær gerði dívan sér verslunarferð í Smára- lindina en engum sögum fer þó af fjárfestingum Kanawa í íslenskri tískuvöru. Hitt er annað mál að á meðan hún spígsporaði um Smára- lindina var aðstoðarmaður hennar sendur út af örkinni til að skoða lax- veiðiár í nágrenni Reykjavíkur og því góðar líkur á að Kanawa heim- sæki landið aftur næsta sumar. Nýtir tímann vel  Sjálfstæði Finnlands verður fagnað í Norræna húsinu í dag en 90 ár eru frá því að Finnar lýstu yfir sjálfstæði í hringiðu fyrri heimsstyrjaldar og rússnesku byltingarinnar. Af því tilefni mun Valur Gunnarsson rit- höfundur lesa upp úr skáldsögu sinni sem gerist einmitt í um- ræddu landi. Valur mun hefja lest- urinn kl. 12 við undirleik sellós og píanós en þá mun hann einnig syngja lög um dauðann með hljómsveit sinni Malneirophrenia. Eftir upplesturinn mun hljóm- sveitin Fimm í tangó spila finnska tangótónlist en sumir Finnar vilja meina að tangóinn hafi borist til Argentínu með finnskum sjómönn- um. Flestir Argentínumenn eru á því að hann hafi farið í hina áttina. Valur Gunnars vottar Finnum virðingu sína Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ verður að segjast eins og er að það er mikill fengur að fá hina mikilhæfu sveit Ak- ron/Family hingað til lands. Plata sú sem sveitin gerði með Angels of Light (aka Michael Gira, fyrrum leiðtogi Swans og eigandi Young God Records, útgáfu sveitarinnar) árið 2005 er hæglega ein besta jaðarrokksplata síðustu ára og ýtti hún sveitinni í framlínu fríkfólk- stefnunnar svokölluðu. Það var við aldahvörf sem meðlimir Akron/ Family fluttu sig af landsbyggðinni og settust blaðskellandi að í Brooklyn þar sem þeir hófu að hrúga saman tónlist, í mátulegri einangrun frá „hipp og kúl“-heitum borgarinnar. Vegur sveitarinnar hefur vaxið jafnt og þétt síðan en hingað kemur hún fersk af tveggja vikna túr um Evrópu en nýjasti ópusinn, Love Is Simple, kom út fyrir nokkru. Fyrir stuttu hætti fjórði meðlimurinn, Ryan Vanderhoof, í sveitinni, þreyttur á eilífum tónleikaferðalögum. Síðast fréttist af honum í Búddamiðstöð í miðvest- urríkjunum. Blábyrjunin Janssen segir að þeir vinirnir hafi nú ekki haft margar fyrirfram hugmyndir um hvað þeir ætluðu að gera í tónlistinni í blábyrjun. „Hmmm … þetta var bara djamm okkar á milli en miklar tilfinningar í spilinu myndi ég segja. Við vorum að reyna að fá útrás fyrir eitthvað. Við gerðum tónlist svo að okkur liði betur, ekki svo að við yrðum svalir. Þetta flakk okkar á milli tilraunamennsku og þjóð- lagatónlistar varð eiginlega til vegna tækja- kosts, fyrst og fremst. Við áttum gamlan trommuheila og notuðum hann, svo áttum við gamlan gítar og þá notuðum við hann líka.“ Þeir félagar hófu svo að senda kynning- areintök með tónlist sinni á hin og þessi fyr- irtæki. Einn slíkur diskur rataði til Michael Gira, vegna kunningsskapar sveitarinnar við Devendra Banhart, sem er líklega kunnasti fríkfólk-listamaður samtímans. „Gira var einn af þeim sem hafði samband; ekki bara það heldur fór hann í gegnum lögin, sagði hvað honum þætti flott og hvað ekki. Svo hvatti hann okkur til að senda sér meira efni og kom á tónleika til okkar einu sinni. Allt small saman á því giggi og við hófum sam- starf eftir það.“ Tónlist borgar sig Janssen segist merkja mjög ákveðna þróun í tónlist sveitarinnar. „Á nýju plötunni koma margir og ólíkir hlutir saman sem við höfum verið að reyna okkur með í gegnum tíðina. Fyrstu plöturnar voru losaralegri, það er eins og þessi sé hnit- miðaðri. Við náðum einhvern veginn að koma því sem við vorum að hugsa almennilega til skila loksins. Málið er að höfum aldrei náð að tengjast neinni senu sterkum böndum og það er einföld ástæða fyrir því. Við vorum/erum svo miklir lúðar að við fórum aldrei út á „réttu“ staðina. Við löptum dauðann úr skel, fátækir sveitapiltarnir, og einbeittum okkur bara að tónlistinni. Og það virðist vera að borga sig, svei mér þá.“ Gaman, saman Brooklyn-sveitin Akron/Family leikur á Organ á morgun Snauðir Fjórmenningarnir í Akron/Family byrjuðu ferilinn slippir og snauðir eins og sjá má. Tónleikarnir hefjast kl. 21 á Organ. Það er eins- mannssveitin Phosphorescent, einnig frá Brook- lyn, sem hitar upp ásamt hinni íslensku Hjaltalín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.