Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 25
Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Nokkrir stærstu lífeyris-sjóðir landsins eru ámeðal hluthafa í FL Gro-up og getur niðursveifl- an á gengi hlutabréfa félagins því haft töluverð áhrif á ávöxtun sjóð- anna. Lífeyrissjóðirnir sem um ræð- ir eru Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 (sameiginlegt rekstrarfélag Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins og Líf- eyrissjóðs hjúkrunarfræðinga), sem á 1,14%. Gildi-lífeyrissjóður, sem á um 1% og Lífeyrissjóður verslunar- manna, sem á 0,86%. Samanlagt eiga sjóðirnir um 3% í félaginu og er markaðsvirði þessara eigna saman- lagt um 4,4 milljarðar kr. miðað við kaupgengi í viðskiptum í félaginu við lokun markaða í gær. Óróleikinn veldur áhyggjum Miklu skiptir í þessu sambandi að lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar og því ekki eins næmir fyrir sveifl- um á hlutabréfamarkaði og aðrir fjárfestar og ekki er lánsfé að baki fjárfestingum þeirra. Við horfum til lengri tíma og gerum þær ráðstafanir sem við teljum að hægt sé að gera í svona óróa en það er takmarkað sem við getum gert til að hafa áhrif á þessa stóru mynd,“ segir Árni og bendir á að lífeyris- sjóðirnir séu miklu betur settir en margir aðrir og þoli betur sveiflurn- ar þar sem þeir byggja fjárfestingar sínar á langtímahugsun. Hóflega bjartsýnn „Okkur finnst þetta vera full bratt niður á við. Þó menn viti að [hlutafé] getur bæði lækkað og hækkað þá er þetta búið að fara hraðar niður en þegar það fór upp.“ Árni segir erfitt að spá því hvert framhaldið verði. „Ég er hóflega bjartsýnn. Auðvitað vonar maður það besta en ég á alveg eins von á að þetta sé ekki alveg búið. Ég held að það geti eitthvað teygst á því að markaðurinn taki við sér aftur.“ „Veruleg áhrif á okk- ar eignir og ávöxtun“  Verðmæti bréfa lífeyrissjóða í FL Group lækkaði um 3 milljarða frá áramótum  Segir menn vonast eftir betri tíð Morgunblaðið/Ómar Fjárfestingar Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson, nýr forstjóri FL Group, kynntu umskiptin hjá félaginu, breytingar í hluthafahópi og fjármögnun á fréttamannafundi sl. þriðjudag. Óróleikinn á hlutafjár- markaði veldur áhyggjum að sögn framkvæmda- stjóra Gildis lífeyrissjóðs. Lífeyrissjóðir eiga um hálfan fimmta milljarð í FL Group. Í HNOTSKURN »Auka á hlutafé í FL Groupá næstunni um 49%. Nýtt hlutafé verður selt á genginu 14,7 sem er um fjórðungs lækkun frá lokagengi sl. mánu- dag. »Eftir breytingar á hlut-hafahópnum verður eign- arhlutur Baugs rúmlega 38%. »Meðal stærstu hluthafa í fé-laginu í dag eru Gnúpur fjárfestingarfélag hf., BG Capi- tal ehf., Materia Invest ehf. og GLB Hedge. Verðfallið á hlutum í FL Group hefur engu að síður haft áhrif á hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna í fé- laginu. Ef tekið er mið af gengi FL Group í upphafi árs hefur markaðs- virði hlutafjáreignar lífeyrissjóð- anna lækkað um tæpa 3 milljarða kr. frá upphafi ársins. Í lok júnímán- aðar var markaðsverðmæti hlut- anna um 8,2 milljarðar og hefur því dregist saman um 3,8 milljarða á umliðnum fimm mánuðum. „Óróleikinn á mörkuðunum al- mennt séð veldur okkur áhyggjum,“ segir Árni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs. Spurður álits á stöðunni eftir þær gagnaðgerðir sem ákveðnar hafa verið í FL Group sagði Árni að mönnum litist ekki vel á stöðuna og ekki á þróunina á markaðinum í heild sinni. „Við fyrstu sýn var þessi aðgerð ekki til að hjálpa upp á stöð- una en það er óskandi að þeir séu að skjóta styrkari stoðum undir rekst- urinn, og menn vona að framundan sé kannski betri tíð,“ segir Árni. Hann segir að þróun mála hjá FL Group hafi áhrif á allan markaðinn. ,,Þetta hefur veruleg áhrif á okkar eignir og ávöxtun þeirra, það liggur ljóst fyrir.“ Hann var spurður hvort til greina kæmi að lífeyrissjóðurinn hyrfi úr FL Group eða öðrum félögum vegna þess mikla óróa sem er á markaðinum og breytti um fjárfest- ingarstefnu. ,,Við erum langtíma- fjárfestar og erum með mikla pen- inga inni á þessum markaði. Við hlaupum ekkert út með þá á skömmum tíma og það yrði ekki heldur til að hjálpa markaðinum. afjárútboðinu. Viðar Már sagði að væri einfaldlega ekki rétt. Baugur á þessum tíma ekki verið hluthafi í FL heldur hefði Baugur átt stöðu í fram- m samningi hjá Landsbankanum. væri því um að ræða fingurbrjót hjá álaeftirlitinu sem það hefði þó ekki leiðrétta. „Það felst hins vegar líka í mismunandi mat á því hversu langt að ganga til að samstarf sé sannað. málið við þessar yfirtökureglur er að samstarf ef aðilar neita því.“ kiptaráðherra hefur falið nefnd að þennan kafla í lögunum um verð- iðskipti. Nefndin mun m.a. skoða g eigi að skilgreina samstarf aðila og u langt þurfi að ganga til að sanna arf. liggur fyrir að Baugur mun eignast ga 38% hlut í FL Group með þeim ngum sem nú eru að verða á hlut- ópnum. Svo stór hlutur kallar ekki á ku. Viðar Már sagði að eitt af því sem yfirtökunefnd myndi skoða væri samstarf Baugs við aðra hluthafa. „Það er ástæða til að skoða Baug og Materia Invest, en hlutur þeirra samtals fer yfir 40%-markið. Það er líka ljóst að Baugur og Gnúpur fara saman yfir 40% markið. Þetta munum við auðvitað skoða,“ sagði Viðar Már. Önnur viðmiðun hjá Glitni Þó að lög mæli fyrir um að yfirtökuskylda myndist við 40% markið geta samþykktir einstakra félaga skipt líka máli. Í samþykkt- um Glitnis er t.d. miðað við 33%. Viðar Már sagði að ekki væri um að ræða sams konar reglu og fjallað er um í lögum um verð- bréfaviðskipti. Samþykktir Glitnis kvæðu á um að ef hlutur eins hluthafa færi yfir 33% gætu aðrir hluthafar krafist innlausnar. Lögin kveða hins vegar á um að ef hluthafi fari yfir 40% sé hann skyldugur til að gera öllum öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Um þetta yfirtökutilboð eru skýr ákvæði í lögum um verðbréfaviðskipti. fylgist náið m í FL Group að sanna samstarf stórra hluthafa MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 25 ÞORSTEINN M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, sagðist vera mjög sáttur við þær breytingar sem gerðar hefðu verið á FL Group. Þorsteinn er einn af hluthöfum í Ma- teria Invest sem á mánudaginn átti 9,23% í FL Group. Þorsteinn sagði að með þeim breytingum sem gerð- ar hefðu verið á FL Group væri búið að styrkja eig- infjárstöðu fyrirtækisins til muna og getan til að tak- ast á við verkefni í framtíðinni hefði aldrei verið meiri. Hann sagðist telja að gengið 14,7, sem er það gengi sem nýir hluthafar kaupa á, væri eðli- legt. Það væri einfaldlega þannig í dag að það væri dýrt að ná í eigið fé. „Aðalmálið er hins vegar hvernig menn spila úr þessu, en ég hef fulla trú á þeim mannskap sem er við stjórnvölinn hjá FL Group,“ sagði Þorsteinn. Er mjög sáttur Þorsteinn M. Jónsson SKÝRSLA um mat á fasteignum sem Baugur lagði inn í FL Group verður kynnt hluthöfum í félaginu á hluthafafundi sem boðaður verð- ur á næstu dögum. Kaupþing vann skýrslu fyrir stjórn FL Group um mat á Landic Property. Morgunblaðið óskaði eftir að fá að sjá skýrsluna, en því var hafnað. Samkvæmt upplýs- ingum frá FL Group verður óháð mat á fasteignafélaginu kynnt á hluthafafundi á næstu dögum. Það er KPMG sem mun gera þetta mat. KPMG metur Landic Property Ljósmynd/Gunnar Svanberg Skúlason oranir eru meðal þeirra fyrirtækja sem Geysir Green hefur eignast á árinu. ðist horfa fasteigna- um Landic unum nú sögusagn- ki við sín u una sagði gmarki að , en yrði arðar að ytingum. sagði Jón skráningu ð en tíma- ákveðnar. g Jón Ás- á að eftir breytingarnar væri FL Group með sterka stöðu, eigið fé yrði aukið verulega og áhersla yrði lögð á að hugsa vel um þær eignir sem komn- ar væru inn í félagið. Ekki yrði ráðist í nýjar fjárfestingar að svo stöddu. Tækifæri væru í núverandi eignum félagsins þrátt fyrir tímabundna lækkun á markaði. Viðskiptamódelið væri í raun óbreytt. Einnig kom fram í máli þeirra að viðræður við banka um endurfjár- mögnun félagsins stæðu enn yfir og yrði væntanlega lokið í næstu viku. Um væntanlegt hlutafjárútboð í fé- laginu sögðu þeir að það færi vænt- anlega fram í febrúar eða mars á nýju ári, eftir að ársreikningar fé- lagsins lægju fyrir. Greiningardeildir bankanna tjáðu sig um málefni FL Group í kjölfar þessara kynninga. „Sársaukafull aðgerð“ Í Morgunkorni Glitnis segir að lækkun bréfa félagsins komi afar illa við hluthafa þess. Telja Glitnismenn að verðlagning FL muni leita jafn- vægis nálægt genginu 14,7 á næst- unni og staldra við nálægt því gildi fram yfir forgangsréttarútboðið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Ljóst sé að til skemmri tíma sé þetta „afar sársaukafull aðgerð“ fyrir hluthafa FL Group. „Þrátt fyrir að þessar breytingar muni hafa sársaukafull áhrif á mark- aði til skemmri tíma litið teljum við að til lengri tíma litið sé það jákvætt að hluthafar FL Group komi með svo sterkum hætti að fjármögnun fé- lagsins,“ segir í Morgunkorninu. Í Vegvísi Landsbankans er fjallað um áhrif lækkunar á bréfum FL á markaðinn í heild. Hin skarpa lækk- un morgunsins hafi gengið jafnt og þétt til baka. Leiða megi líkum að því að skýringin sé að hluta til minni óvissa á markaði eftir eflingu FL Group, en félagið sé m.a. kjölfestu- fjárfestir í Glitni. Í Hálffimmfréttum Kaupþings segir m.a. að FL Group muni styrkj- ast til muna með innspýtingu hluta- fjárins. Eigið fé fari upp í 180 millj- arða og heildareignir verði um 440 milljarðar. Þetta gefi eiginfjárhlut- fall upp á 41% en svo virðist sem hlutfallið hafi verið farið að nálgast 30%. ystir á kynningum FL m 35 milljarðar að loknum fyrirhuguðum breytingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.