Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 33
annars staðar fyrir almennings- sjónum. En hann tók afgerandi af- stöðu til mála, var virtur vel, holl- ráður í samstarfi og traustur félagi í vinahópi. Við fráfall Ásgeirs Sæmundsson- ar sendi ég börnum hans og öllum afkomendum samúðarkveðjur. Minning um góðan drengskapar- mann mun lifa. Engilbert Ingvarsson frá Tyrðilmýri. Jóhannes úr Kötlum ljær landinu mál og segir „– og mitt land varð ein hvíslandi rödd, og það spurði mig lágt: Heyrðu, sonur minn sæll! Ertu samur í ósk þinni og dáð? Ertu herra þíns lífs eða hégómans þræll? Ertu hetja af sannleikans náð?“ Það voru forréttindi að fá að njóta leiðsagnar Ásgeirs Sæmunds- sonar um stund í lífinu, manns sem minnti æði oft á hinar hörðu bergs- nasir hinnar íslensku strandar sem ólgusjóir virðast ekki geta brotið, bara breytt til að taka betur á móti öldunni. En um leið sem maður hlýrra en mikilla tilfinninga, maður sem gat fundið til en borið mótlæti með reisn. Ég held því fram að Ás- geir hafi verið samur í ósk sinni og dáð, og um leið hetja af sannleikans náð. Við Ásgeir sáumst fyrst 1953 á fyrsta rafmagnsverkstæði RARIK í kjallara Laugavegar 116, staðurinn var reyndar bara geymsla fyrir verkfærin okkar. En Jón Guð- mundsson, meistarinn minn og þús- undþjalasmiður rafmagnsins á Ís- landi, þurfti aldrei stóra sali til að gera stóra hluti þótt hann væri í senn andlegt og líkamlegt ofur- menni. Með lágri, já hálfhvíslandi röddu var Ásgeir að útskýra sínar lausnir á tæknilegu verkefni, Jón hlustaði með athygli. Samtalinu lauk, báðir brostu út að eyrum, málið var afgreitt, verkefnið var auðleyst í Aðveitustöð á Suður- landi. Seinna meir, þegar ég um fjögurra ára skeið sinnti verkstjórn og laut yfirstjórn Ásgeirs við raf- væðingu Austfjarða og Vestfjarða, fann ég vel hvað hugur Ásgeirs og hönd unnu skipulega að öllum verk- efnum sem ég sá um að útfæra sem hans fulltrúi á vinnustað. Meginvið- fangsefni 10 ára framkvæmdaáætl- unar um rafvæðingu landsbyggðar- innar lauk á sjö árum vegna einstakra hæfileika hans sem yfir- stjórnanda. Síðar þegar ég lenti í gengnum sporum Ásgeirs með ábyrgð á stórum verkefnum sakn- aði ég mjög að hann var ekki til staðar við framsetningu verklegrar útfærslu bæði með myndrænum, skriflegum og munnlegum leiðbein- ingum sem og útvegun og vali allra efnisþátta. Hver minnsta skrúfa kom til staðar á réttum tíma hjá Ás- geiri. Það fannst engin þá með þessa sérstæðu stjórnunarhæfi- leika Ásgeirs Sæmundssonar, fyrr en kannski nú þegar tölvurnar nálgast greinda hæfileika í verk- efnastjórnun. Ásgeir Sæmundsson var ein- hvern vegin öðruvísi en við hinir, þessir ungu galgopar sem vorum þar saman á ferð á þessum vett- vangi. Harður, æðrulaus, yfirveg- aður, já einrænn, sjálfum sér næg- ur en umfram allt annað heiðursmaður. Aðaleinkennið var samt rósemdin, hæversk og siða- vönd framkoma sem fékk okkur hina til að bera virðingu fyrir og muna manninn. Rósemd og stað- festa þar sem ekkert atvik, stórt eða smátt, fékk breytt. Síldin var að hverfa og þjóðin á leið inn í dýpstu efnahagslægð nú- tímans, þegar upp úr slitnaði í sam- starfi yfirstjórnar RARIK við þennan tæknilega jöfur og framkvæmdarstjóra tæknisviðs RARIK og leiðir skildu til stórs skaða fyrir RARIK. Með fullri virð- ingu fyrir okkur hinum sem við tóku, skapaðist varanlegt tómarúm um langan og erfiðan tíma. Já með- almennskan er alltaf söm við sig, hún þolir ekkert stórt. En aldrei voru aðrir meiddir af orðum Ás- geirs Sæmundssonar. Guð blessi minningu þessa merka mans. Hug- heilar samúðarkveðjur sendi ég börnum hans og niðjum. Guð gefi ykkur frið og gleði á fæðingarhátíð frelsarans sem fram- undan er. Erling Garðar Jónasson. Ásgeir Sæmundsson tók drjúgan þátt í rafvæðingu Íslands. Fyrst á vegum Rafmagnsveitna ríkisins og síðan sem sjálfstætt starfandi ráð- gjafi og hönnuður. Hann kom þar víða við, einkum við hönnun og byggingu vatnsaflsvirkjana. Hann var því einn þeirra manna sem færðu birtu og yl víðsvegar um landið þegar rafvæðingin gjör- breytti lífi landsmanna. Ein þeirra virkjana sem Ásgeir veitti tæknilega ráðgjöf var Anda- kílsárvirkjun og þegar hún var stækkuð árið 1974 var Ásgeir að- alráðgjafi. Í janúar 1982 tók hann svo við starfi framkvæmdastjóra Andakílsárvirkjunar og síðar sama ár tók ég við starfi rafveitustjóra á Akranesi, en Rafveita Akraness keypti allt sitt rafmagn frá virkj- uninni. Þar með hófst okkar sam- starf. Þegar Akranesveita tók til starfa 1996 eignuðust Akurnesingar Andakílsárvirkjun að fullu. Ég tók þá við starfi veitustjóra og því varð samstarf okkar enn nánara. Vegna dugnaðar og frábærrar tækniþekk- ingar starfaði Ásgeir hjá virkjun- inni fram yfir sjötugt eða allt þang- að til í desember 1997, er hann lét af störfum vegna aldurs, enda kominn á 75. aldursárið. Áfram vann hann samt að ýmsum veigamiklum verk- efnum á vegum virkjunarinnar. Eitt af síðustu verkefnunum sem við Ásgeir unnum að saman var gerð samrekstrarsamnings fyrir virkjunina við Rarik. Þar kom þekk- ing Ásgeirs í góðar þarfir, því hann vissi upp á hár hvað bjóða mátti virkjuninni í vatnsskorti á veturna þegar álag á rafmagnskerfið var mest. Samfara þessu þurfti að semja um og leysa aðflutning raf- magns til Akraness, því að línan til Reykjavíkur með sæstreng um Hvalfjörð var orðin ótrygg enda að verða 37 ára gömul og sæstreng- urinn í vafasömu ástandi. Þetta var leyst á árinu 1998 á þann veg að Akranesveita lagði nýj- an 60 kV jarðstreng frá tengivirk- inu við Brennimel í Hvalfirði til Akraness. Ásgeir, hinn spræki öld- ungur, annaðist allan tæknilegan undirbúning og hafði yfirumsjón með framkvæmdinni og leysti þessi mál öll á frábæran hátt. Starfsmenn Akranesveitu og Andakílsárvirkj- unar unnu verkið og kostnaður varð langt undir því sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Strengurinn treysti rekstrarör- yggi rafmagns á Akranesi og samn- ingurinn átti stóran þátt í að tryggja fjárhagsgrundvöll Akrane- sveitu. Báðir samningsaðilar voru harðánægðir með hann, því Anda- kílsárvirkjun reyndist Rarik afar vel við að keyra niður álagstoppa. Við Ásgeir vorum báðir stofnend- ur Orkusenatsins. Það er lítið félag þeirra sem hafa sinnt veitustörfum og tengdust samtökum veitufyrir- tækja en eru komnir á eftirlaun. Þar mætti Ásgeir oftast á fundum og tók þátt í ferðalögum og var gaman að hitta hann og rifja upp gamlan tíma. Margar minningar leita á hugann, sem of langt yrði að rekja hér. Minningar um traustan, heilsteyptan, góðan dreng og sam- starfsmann. Ég, fjölskylda mín, fyrrverandi samstarfsmenn hjá Andakílsár- virkjun og Akranesveitu ásamt fé- lögum Orkusenatsins senda börnum Ásgeirs og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Magnús Oddsson. Ég kynntist Ásgeiri á Ísafirði sumarið1966, á ársfundi Sambands ísl. Rafveitna, þegar ég sat fyrsta fund samtakanna. Það var þó ekki fyrr en í lok fund- arins þegar við sigldum á Fagranes- inu inn Djúpið og stoppuðum fram- undan Snæfjallaströnd og skoðuð- um Mýravirkjun, en hún hafði verið tekin í notkun haustið áður. Ásgeir hafði verið tæknilegur ráðgjafi og hönnuður virkjunarinn- ar og þegar við fórum nokkrir í land til að skoða virkjunina hreifst ég strax af stolti hans yfir að hafa get- að aðstoðað bændurna við þetta verk. Þessir bæir hefðu annars þurft að nota dísilafl til raforku- vinnslu. Ásgeir kom síðan að fleiri virkjunum á Vestfjörðum. Áhugi hans á virkjunum var ein- stakur, var hann sífellt að velta fyr- ir sér möguleikum á virkjunum og boðinn og búinn til að aðstoða þá sem voru að skoða möguleika til virkjana. Árin 1968 og 1969 voru erfið til raforkuvinnslu sökum mikilla kulda og hafís lá fyrir Norðurlandi. Sigurður Thoroddsen hafði gert áætlun um virkjun neðan Skeiðs- fossvirkjunar með jarðstíflu við Þverá með jarðgöngum að stöðv- arhúsi við Reykjarhól. Ég fékk leyfi hjá rafveitunefnd til að endurskoða þessa tilhögun, þá var gert ráð fyrir lægri steyptri stíflu og þar af leiðandi minni afl- getu. Rafveita Siglufjarðar varð að keyra dílsilvélar með Skeiðsfoss- virkjun vegna vatnsskorts og árið 1972 hófust loðnuveiðar með bræðslu á Siglufirði. Ásgeir sem starfað hafði hjá Raf- magnsveitum ríkisins frá því að hann kom úr námi til ársins 1972 að hann fór að vinna sjálfstætt. Fékk ég hann til þess að fara yfir þessi mál hjá okkur á Siglufirði og varð niðurstaða að virkja minna fall í Fljótaá með skurði, inntaksmann- virkjum og stöðvarhúsi í landi Þver- ár. Ólafur Jóhannesson var forsætis- ráðherra og vann að þessu með okk- ur og Magnús Kjartansson, þáver- andi iðnaðarráðherra, gaf leyfi fyrir virkjuninni 1974 sem var 1700 Kva. Við fengum Ríkarð Steinbergs- son verkfræðing til að sjá um burðarþolsteikningar og hönnun, Helga Hafliðason arkitekt til að teikna stöðvarhúsið og svo sá Ás- geir um alla hönnun á rafbúnaði og pöntun á vatnsaflsvél. Ég minnist þessara ára með ánægju og hve ljúft var að leita til Ásgeirs og hversu fljótur hann var að koma norður og aðstoða okkur. Hann kunni vel við sig í Fljót- unum og átti til að koma ásamt Önnu konu sinni og dvelja nokkra daga. Þegar ég hugsa til þessara ára er mér efst í huga þakklæti til Ásgeirs fyrir stuðning við mig og Rafveitu Siglufjarðar. Hann hafði óbilandi trú á að við ættum að nýta þá orku sem við ættum í landinu okkur öllum til hagsbóta. Vissulega kom tímabil í raforku- sögu okkar þar sem nánast var sleg- ið á puttana á þeim einstaklingum sem vildu virkja bæjarlækina, og sjónarmið uppi sem töldu það ekki hlutverk sveitarfélaga að standa í rekstri orkufyrirtækja. Nú hefur þetta breyst og sjónarmið Ásgeirs lifa góðu lífi. Um þessi sjónarmið eru nú stjórnvöld að ræða, en í mín- um huga standa þau sveitarfélög best á landinu sem eiga og reka sín eigin orkufyrirtæki. Með Ásgeiri er genginn einn af okkar fremstu tæknimönnum í raf- væðingu landsins, sem ég var svo heppinn að kynnast og fá að vinna með. Aðstandendum hans sendi ég samúðarkveðjur. Sverrir Sveinsson. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 33 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, NÍELS RAFN NÍELSSON bifvélavirkjameistari, Funalind 15, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 7. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið eða líknardeild LSH í Kópavogi. Guðbjörg E. Sigurjónsdóttir, Ómar Níelsson, Anna Björg Níelsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Níels Birgir Níelsson, Svanborg Gísladóttir, Arnar Bjarki, Glódís Rún, Védís Huld, Hrefna Skagfjörð, Hulda Sigurbjörnsdóttir, Hermann Níelsson, Björn Níelsson, Hanna Níelsdóttir, Halldóra Þórðardóttir, Pálmi Þórðarson. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN E. HALLSSON, Brekkuhvammi 2, Búðardal, verður jarðsunginn frá Hjarðarholtskirkju laugar- daginn 8. desember kl. 13.00. Hallur S. Jónsson, Kristín S. Sigurðardóttir, Lóa Björk Hallsdóttir, Einar Þór Einarsson, Ingunn Þóra Hallsdóttir, Ólafur Ingi Grettisson, Jón Eggert Hallsson, Helgi Rafn Hallsson, Stella Kristmannsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA Þ. BENEDIKTSDÓTTIR, Jaðri í Suðursveit, verður jarðsungin frá Kálfafellsstaðarkirkju laugardaginn 8. desember kl. 14. Ingimar Bjarnason, Ingunn Ólafsdóttir, Þóra G. Ingimarsdóttir, Bjarni M. Jónsson, Gunnhildur Ingimarsdóttir, Jón M. Einarsson, börn og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELENU MÖRTU OTTÓSDÓTTUR, ljósmóður og hjúkrunarfræðings, Blönduósi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis- stofnunarinnar á Blönduósi og MND-teyminu við taugadeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Sólveig Georgsdóttir, Hans Kristján Guðmundsson, Ásta Georgsdóttir, Ingólfur Birgisson, Georg Ottó Georgsson, Linda Velander, Sigurður Georgsson, Sólveig Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG JÓNASDÓTTIR frá Húsavík, Gullsmára 7, Kópavogi, lést á líknardeild Landakotsspítala laugar- daginn 1. desember s.l. Jarðsett verður frá Digraneskirkju mánudaginn 10. desember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Orgelsjóð Húsavíkurkirkju í versluninni Esar á Húsavík, s. 464 1313. Sigurður Haraldsson, Bryndís Torfadóttir, Þórunn Hulda Sigurðardóttir, Bjarni Bogason, Ásdís Sigurðardóttir, Bjarni Ómar Reynisson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.