Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hæg eru heimatökin. VEÐUR Ýmsir merkir áfangar hafa náðst íjafnréttisbaráttunni. Eldmóð- urinn er mikill og þrautseigjan sem hefur skilað þeim árangri. Þar vó þyngst að missa ekki sjónar á næstu vörðu á veginum til jafnréttis.     Enn er leið ófar-in. Það sést best á kynbundn- um launamun, sem er sorgleg staðreynd. En þá kveðja jafnrétt- isfrömuðir sér hljóðs og dettur í hug að brýnt sé aðfinna nýtt orð yfir „ráðherra“, þar sem það sé karllægt, eða að lit- urinn á göllunum og armböndunum á fæðingardeildinni sé „kynhlutlaus- ari“.     Hvað sér Kolbrún Halldórsdóttirsvona athugavert við bleika lit- inn, sem er litur gunnfána femínista í kröfugöngunni 1. maí, að það sé efni í fyrirspurn á Alþingi?     Áður hafði Steinunn ValdísÓskarsdóttir lagt fram þings- ályktunartillögu um breytingar á lögum og stjórnarskrá til þess að taka upp kynhlutlausara starfsheiti ráðherra. Af hverju þessi flótti frá tungu- málinu og litum regnbogans, sem er raunar ansi langsótt að séu ekki „kynhlutlausir“ – hvernig geta þeir verið annað? Er í lagi að strákar á fæðingardeildum séu með armbönd? Ragnheiður Elín Árnadóttir veltir því upp í gamansömum tón hvort ekki eigi að gera nöfn kynhlutlaus- ari, þannig að bæði kynin geti tekið þau upp. Undir það er tekið í les- endabréfi í gær af lesanda sem væri til í að heita Lovísa Jón.     Er það kannski næsta baráttumálað afnema kyngreiningu með öllu, hætta tali um stráka og stelpur, börn og fullorðna, og tala bara um fólk? Er þá í lagi að við aðgreinum okkur frá öðrum dýrategundum? STAKSTEINAR Kolbrún Halldórsdóttir Af litum, stöðuheitum og nöfnum SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -             !  "  "  ! #  ! #   $$    12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (       % %    $    $   $$  # $&  # $&   $$   :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? " "   " %" " "   " %" " " " "  " "   "                            *$BC                !    " #  $  %  *! $$ B *! '!(  )  (    & #*& <2 <! <2 <! <2 ') $  +  , -$&.  D -                 *    B  &$     !   /    '  ($ $        )!   !! * # !" <7  &$  *  " +     ,  (  % !   -  !  %    /0$$ ! &11  $& #! 2 & #& +  Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sigurður Hreiðar | 5. desember 2007 Til eru fræ... Ræsishúsið er merki- legt fyrir það að það er hannað að undirlagi Chrysler í USA með það fyrir augum að vera full- komið húsnæði fyrir bílaumboð. Þar var gert ráð fyrir skrifstofuaðstöðu og þjón- ustuaðstöðu – ég er ekki viss um að gert hafi verið ráð fyrir söluaðstöðu í þeim hluta þess sem byggður var, en raunin er sú ef ég veit rétt að af því voru aldrei byggðar nema tvær hæðir en áttu að vera fleiri. Meira: auto.blog.is Oddgeir Einarsson | 4. desember 2007 Hver veit hvað er barni fyrir bestu? Umræðan um presta í skólum hefur sýnt að fólk hefur mjög sterkar skoðanir á því hvernig uppeldi barna þeirra eigi að vera og þar með hvernig skólastarfinu sé háttað. […] Einfaldasta leiðin er sú að við- urkenna rétt foreldra til að haga upp- eldi barna sinn á þann hátt sem þau telja að hæfi því best ... Meira: oddgeire.blog.is Kári Harðarson | 4. desember 2007 Geturðu lánað mér 210 þúsund? Ég hef aldrei getað skilið þessar stóru tölur. Það hjálpar mér samt að segja sem svo, að ef þjóðin ætlaði að leggja saman í púkkið fyrir þessum 63 milljörðum sem vantar á borðið núna þá væru það 210 þúsund krónur á hvern Íslending. … Eina svar- ið sem ég hef er, að maður verður að vinna að einhverju sem maður vill gera og láta peningana vera aukaatriði. Meira: kari-hardarson.blog.is Svavar Alfreð Jónsson | 5. desember Siðmennt? ...Ég las greinasafn á heimasíðu Siðmenntar. Þar svarar Sigurður Hólm Gunnarsson, for- maður Siðmenntar spurningunni „Merkir að- skilnaður ríkis og kirkju að kristnifræðikennsla í skólum verði bönnuð?“ Svar hans er: „Já og nei. En sérstök kristinfræðikennsla og trú- aráróður, eins og sá sem stundum á sér stað í skólum nú, á að sjálfsögðu að vera bönnuð. Stranglega bönnuð. “... Siðmennt er ekki á móti litlu jól- unum, segja forsvarsmenn samtak- anna. Þau mega bara ekki vera kristi- leg. En hvað segir formaðurinn um jólin sjálf? Svona svarar formaður Sið- menntar spurningunni um hvort að- skilnaður ríkis og kirkju hafi í för með sér að verslanir og skólar verði opnir á jóladag og bíóin á aðfangadagskvöld: „Já, því það er í hæsta máta óeðlilegt að nokkrir bókstafstrúarmenn ákveði hvenær borgarar þessa lands megi vinna og hvenær ekki.“ ... Um þjóð- sönginn segir formaður Siðmenntar: „Það er því ljóst að skipta verður um þjóðsöng einhverntímann í náinni fram- tíð.“ Og þetta segir hann um íslenska þjóðfánann: „Enginn eða í það minnsta mjög fáir líta á krossinn í fána okkar sem kristið tákn.“ Nú skilst mér að Siðmennt krefjist afsökunarbeiðni biskups Íslands vegna þeirra ummæla hans að Siðmennt séu hatrömm sam- tök. Í enn einni grein formannsins á heimasíðu samtakanna lesum við: „Kirkjan hefur barist hatrammlega gegn vísindum, framförum og þekkingu allt fram til dagsins í dag.“ Meira: svavaralfred.blog.is BLOG.IS VIÐ núverandi aðstæður er enn síður vænlegt en áður að huga að afnámi verð- tryggingar fjár- skuldbindinga vegna þess mikla óróa sem er á fjármálamörkuð- um bæði á Íslandi og erlendis. Þetta er álit Gylfa Magnússonar, dósents við viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands. „Það er algjörlega ótímabært,“ segir hann. „En það er annað mál að vel getur verið að þetta sé eðlilegt langtímamarkmið,“ bætir hann við. Að sögn Gylfa þarf þó að huga að því hvað átt er við þegar tal- að er um afnám verðtryggingar. ,,Verðtrygging er algeng á íslensk- um lánsfjármarkaði og algengari en víðast hvar annars staðar, sérstak- lega á lánum til langs tíma. Þegar tal- að er um afnám verðtryggingar hljóta menn að vera að vísa til þess að þeir vilji draga úr henni. Það væri hins vegar mjög langt gengið að ætla að banna verðtryggingu með öllu. Hún er í sjálfu sér bara valkostur fyrir bæði lánveitendur og lántak- endur og ef þeir sjá sér hag í því að hafa verðtryggð lán, er erfitt að sjá af hverju hið opinbera ætti að banna það,“ segir Gylfi og að ógjörningur sé að ætla að verðtrygging yrði afnumin af lánum sem þegar hafa verið veitt. „Ég held að menn séu líka dálítið að hengja bakara fyrir smið ef svo má að orði komast vegna þess að vandamálin eru tvö og nátengd. Ann- ars vegar háir vextir og hins vegar mikil verðbólga og við þau skilyrði er lántaka mjög dýr. En það er mikil einföldun að kenna verðtryggingunni um það. Mikil verðbólga og mjög háir vextir gera að verkum að það er mjög dýrt að taka lán í íslenskum krónum og því verður ekkert breytt með því að banna verðtryggingu. Slíkt gerði illt verra.“ Gylfi segir að það kunni þó að vera skynsamlegt langtímamarkmið að reyna að koma á það miklum stöð- ugleika að verðtrygging verði að mestu óþörf og eingöngu notuð í und- antekningartilfellum. ,,Það þekkjast t.d. verðtryggð skuldabréf í Banda- ríkjunum en þau eru mjög lítið notuð og það gæti vel verið að svipað yrði upp á teningnum hér ef næðist mikill stöðugleiki og þá væntanlega með því að við myndum skipta um gjald- miðil. Það virðist vera eina raunhæfa leiðin til þess að ná bæði stöðugleika og trúverðugleika, sem er það sem þarf til þess að fólk sé reiðubúið að binda fé sitt til langs tíma án verð- tryggingar.“ Afnám alger- lega ótímabært Gylfi Magnússon Baldur Kristjánsson | 4. desember Eflum trúarbragða- fræðslu! Ég er á því að í skólakerf- inu ætti að gera trúar- bragðafræðslu hærra undir höfði en verið hef- ur. Ungir Íslendingar ættu að kunna skil á helstu siðum svo sem búddisma, hindúisma, guðleysi, islam, gyð- ingdómi og síðast en ekki síst kristni. Eðlilegt væri að fræðsla um kristindóm væri u.þ.b. helmingur af námsefninu. ... Og auðvitað ætti trúarbragðafræði að vera hluti af menntaskólanámi. Meira: baldurkr.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.