Morgunblaðið - 07.12.2007, Síða 6

Morgunblaðið - 07.12.2007, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LJÓS friðarsúlu Yoko Ono í Viðey verður slökkt á miðnætti á laug- ardagskvöldið en þá lýkur tveggja mánaða tímabili sem ljósið verður látið loga ár hvert, þ.e. frá fæðing- ardegi Johns Lennon 9. október til og með dánardegi hans 8. desember. Fjölbreytt dagskrá verður í eyjunni á laugardaginn sem hefst kl 14 með listsmiðju í Viðeyjarnausti. Frið- arsúlan hefur vakið mikla athygli víða um heim, að sögn Örvars Ei- ríkssonar hjá Höfuðborgarstofu. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga og það hefur verið mikil um- fjöllun af ýmsum toga um verkið. Þá má nefna að talsvert hefur verið um að farnar hafa verið hópferðir með skólabörn út í Viðey og að verkinu á kvöldin.“ Verkið sé að verða eitt af helstu kennileitum borgarinnar. Slökkt á friðarljósi ÖKUMAÐURINN sem huldi núm- eraplötur bifreiðar sinnar og sýndi löngutöng þegar hraðaljósmyndavél stóð hann að verki við hraðakstur í Reykjavík fyrir skömmu er væntan- legur í skýrslutöku í dag. Mynd af brotinu birtist í vefmiðlum og í sjón- varpi í gær og um kvöldið ákvað hann að hringja í lögreglu og viðurkenna brotið. Að sögn lögreglu er talið öruggt að maðurinn sem hringdi sé sá sem sást á myndinni aka umræddum bíl 23 kílómetrum yfir hámarkshraða um gatnamót Sæbrautar og Langholts- vegar 27. nóvember síðastliðinn. Sagðist mæta á stöðina í dag FAGNAÐAREFNI er að stjórnvöld skuli vera tilbúin að ráðstafa miklum fjármunum til að bæta hag aldraðra og öryrkja, en for- gangsröðunin er röng, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusam- bands Íslands. Hann gerir alvar- lega athugasemd við að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar skuli koma fram að víðtækt sam- ráð hafi verið haft við ASÍ. „Það hafa verið lagðar fyrir ráð- gjafarnefndina ýmsar hugmyndir og það hafa verið mjög skiptar skoðanir, allt að því deilur, um einstaka liði. Al- varlegast er að ríkisstjórnin, í því sem á að heita að draga úr tekjuteng- ingum í almannatryggingakerfinu, er að kynna til leiks nýjan bótaflokk sem á að vera með 100% tekjuteng- ingu við greiðslur úr lífeyrissjóðum,“ segir Gylfi og á þar við að ellilífeyr- isþegum á að tryggja að lágmarki 25 þúsund krónur á mánuði frá lífeyr- issjóði. „Þessi meinti 25 þúsund kall á að tekjutengjast krónu á móti krónu, þannig að ef fólk á eitthvað í lífeyr- issjóði þá skerðist hann um sömu fjárhæð.“ Röng for- gangsröðun ríkisstjórnar Gylfi Arnbjörnsson ♦♦♦ ♦♦♦ Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is EXISTA er ekki gamalt félag og aðeins er rúmt ár síðan það var skráð í Kauphöll Íslands. Exista var stofnað árið 2001 af hópi spari- sjóða. Félagið varð á því ári stærsti hluthafinn í Kaupþingi. Í árslok 2002 urðu Bakkabræður stærstu eigendur í félaginu og í framhaldinu varð Exista stærsti hluthafinn í Bakkavör. Í ársbyrjun 2005 keypti Exista 19,6% hlut í tryggingafélaginu VÍS. Exista var leiðandi í hópi fjárfesta sem átti hæsta tilboðið í Símann þegar rík- ið seldi hlut sinn í fyrirtækinu á fyrrihluta árs 2005. Um mitt síð- asta ár keypti Exista síðan nær allt hlutaféð í VÍS. Exista var skráð í Kauphöll Ís- lands 15. september sl. Félagið var þá næst stærsta félagið í Kauphöllinni miðað við eigið fé, en eigið fé þess var 143 milljarðar króna miðað við hálfsársuppgjör þann 30. júní 2006. Heildareignir námu þá 311 milljörðum. Sam- kvæmt níu mánaða uppgjöri þessa árs var eigið fé félagsins komið í 237 milljarða og heildareignir námu 746 milljörðum. Vöxtur fé- lagsins hefur því verið hraður. Tekjur bæði af rekstri og fjárfestingum Viðskiptahugmynd stjórnenda Ex- istu byggist á því að blanda saman tryggingastarfsemi, eignaleigu og eignastýringu. Tekjur félagsins koma þannig bæði af rekstri og fjárfestingum. Félagið er því ekki byggt upp með sama hætti og FL Group sem til skamms tíma hafði allar tekjur sínar af fjárfestinga- starfsemi. Lýður og Ágúst Guðmunds- synir, stærstu hluthafarnir í Ex- istu, sögðu í viðtali við Morg- unblaðið um það leyti sem félagið var skráð á hlutabréfamarkaði að það viðskiptamódel sem Exista hefði valið sér væri ekki óþekkt. Besta dæmið væri ef til vill fjár- festingarfélagið Berkshire Hat- haway en þar ræður ríkjum Warr- en Buffett sem oft hefur verið talinn annar ríkasti maður heims. Greiningardeild Landsbankans sagði þegar Exista var skráð að viðskiptahugmynd Existu væri áhugaverð. „Traust sjóðsstreymi rekstrarins og bótasjóðir trygg- ingafélaganna gera Exista að óvenjulegu fyrirtæki á sviði fjár- málaþjónustu, að minnsta kosti meðal skráðra félaga hér á landi,“ sagði í skýrslu frá greiningadeild bankans. Gengið fór hratt upp og hratt niður Upphafsgengi Exista í september í fyrra var 23,2. Gengið breyttist lít- ið fyrstu mánuðina, en fór þó held- ur niður á við. Um áramót fóru hlutabréf hér á landi að hækka í verði og það sama gerðist með bréf Exista. Frá áramótum og fram í miðjan júlí hækkaði verðmæti hlutabréfanna um 80%. Þessi hækkun hefur hins vegar nánast öll horfið á þeim tæplega fimm mánuðum sem síðan hafa liðið. Gengið er núna komið niður fyrir skráningargengið í fyrra. Hagnaður Exista á síðasta ári nam 37,4 milljörðum króna. Fjár- festingastarfsemin skilaði 23,5 milljörðum í hagnað og reksturinn, aðallega af tryggingastarfsemi, skilaði 13,9 milljörðum í hagnað. Hagnaður Exista á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 76 millj- örðum. Rekstrarstarfsemin skilaði 16 milljörðum í hagnað en hagn- aður af fjárfestingastarfsemi var 60 milljarðar. Eiginfjárhlutfall fé- lagsins var komið niður í 32,1%. Afkoma Existu á þriðja ársfjórð- ungi var talsvert betri en greining- ardeildir bankanna höfðu búist við. Þær spáðu 9,7-11,2 milljarða króna tapi á rekstri félagsins á þriðja fjórðungi. Þess í stað hagnaðist fé- lagið um 676 milljónir króna. Skýringin á þessum mun var m.a. sú að félagið uppfærði virði á óskráðum eignum um 5,6 milljarða króna. Á kynningarfundi félagsins kom fram að um væri að ræða fjár- festingu sem Exista réðst í í A- Evrópu fyrir um 19 mánuðum, í fé- lagi við alþjóðlega fjárfesting- arbankann Lehman Brothers. Stjórnendur félagsins sögðust „vegna samkeppnisástæðna“ ekki geta gefið frekari upplýsingar um þetta óskráða félag. Í Morgunkorni Glitnis sagði, eft- ir að uppgjörið lá fyrir, að athygl- isvert væri að ekki væru gefnar frekari upplýsingar um áhrifa- mesta liðinn í uppgjörinu. Bakkabræður með stærstan hlut Bakkabræður eru langstærstu eig- endur í Existu með 45% hlut. Sparisjóðirnir eru einnig með mjög stóra hluti í félaginu. Sparisjóð- irnir eiga bæði beinan hlut í félag- inu og hlut í gegnum fjárfestinga- félagið Kistu. Þá á eignarhaldsfélag Samvinnutrygg- inga nokkuð stóran hlut í Exista. Þriðji stærsti hluthafinn er Castel, en það félag er í eigu Roberts Tchenguiz og fjölskyldu. Enn- fremur eiga stærstu lífeyrissjóðir landsins í félaginu. 80% hækkun á gengi hluta- bréfa Existu gengin til baka           !"  # $%&! %     '  $() ( $* &) (+   ,-   % ./  0    '  )  0  +)  !+) (   '   $   '  % (   !+)  1 / $*  + (+ 2   3$45 6   $  +)  *7    (""" ) " *&   " , - "+ .  + /) "  " 0 -  $    1 2 0 $  3     1 2 0 $  3  12#8 #318 2#38 1#8 #28 #8 #18 #38 #38 #8 #$8 #08 #28 #138 #18 #38 #018 #218 #18 #128 3#8 #08 #8 Morgunblaðið/Kristinn Exista Viðskiptalíkan félagsins tekur mið af Berkshire Hathaway, félagi fjárfestisins goðsagnakennda Warren Buffett, eins auðugustu mann heims. FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is MARKAÐSVIRÐI skráðra eigna fjármálaþjónustufyrirtækis- ins Existu hefur lækkað um rúm- lega 32 milljarða króna það sem af er þessu ári. Munar þar mestu um síðari hluta ársins, enda hefur fjár- málakreppa sú sem hófst í júlí leikið fjármálafyrirtæki víða um heim ansi grátt – eins og hremm- ingar þær er FL Group hefur gengið í gegnum að undanförnu eru gott dæmi um. Taka ber fram að við útreikninga þessa er miðað við gengi erlendra gjaldmiðla í gær og þannig litið framhjá geng- issveiflum enda má ætla að félagið hafi varið sig fyrir slíkum sveifl- um. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu er það stærsta eign félagsins, fimmtungshlutur í finnska trygg- ingafélaginu Sampo, sem hefur mest áhrif til rýrnunar markaðs- virðis eigna Existu en við lokun kauphallarinnar í Helsinki í fyrra- dag (frídagur var í Finnlandi í gær) var gengi félagsins 19,53 evr- ur á hlut. Markaðsvirði hlutarins er því um 202,5 milljarðar króna. Þegar Exista jók hlut sinn í finnska félaginu í 20% snemma í ágúst var markaðsvirði hlutarins um 229 milljarðar króna og hefur markaðsvirði hlutarins því rýrnað um 26,5 milljarða króna síðan í ágúst en hagstæð gengisþróun Sampo fyrr á árinu vegur á móti þegar litið er til ársins í heild. Taka ber fram að þessi lækkun hefur ekki áhrif á afkomu Existu þar sem hluturinn í Sampo er færður til bókar með hlutdeildar- aðferð en ekki gangvirðisaðferð, þ.e. Exista reiknar sér hlutdeild í afkomu Sampo í stað þess að láta markaðsvirði þess ráða afkomunni af eigninni hverju sinni, líkt og FL Group gerði. Hið sama gildir um hlut Existu í Kaupþingi, þ.e. hann er færður með hlutdeildaraðferð, og því hafa sveiflur í markaðsvirði bankans ekki heldur áhrif á af- komu Existu. V/I-hlutfall of hátt Þegar litið er framhjá þessum tveimur langstærstu eignum Ex- istu má berlega sjá að afkomuáhrif fjármálakreppu undanfarinna mánaða eru ekki jafnslæm og talan sem nefnd er hér í upphafi gefur til kynna. Aðrar skráðar eignir eru hins vegar færðar til bókar með gangvirðisaðferð og nemur rýrnun markaðsvirðis þeirra á árinu ríf- lega 13 milljörðum króna sem er óinnleyst gengistap ársins hingað til. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu að undanförnu hef- ur gengi Exista lækkað umtalsvert að undanförnu, það sem af er viku hefur markaðsvirði félagsins rýrn- að um tæplega 35 milljarða króna, og er félagið ásamt FL Group í sérflokki meðal úrvalsvísitölu hvað gengislækkun varðar á síðari hluta ársins. Athygli vekur að gengi fé- laganna skuli fylgjast jafn mikið að og raun ber vitni, enda munur á þeim. Ástæðu þess er að sögn við- mælenda Morgunblaðsins helst að finna í því að fjárfestar líta al- mennt ekki til þess hvernig félög bókfæra eignir sínar heldur líta þeir fyrst og fremst á verð und- irliggjandi eigna og mælikvarða á borð við V/I-hlutfall, sem sýnir hversu dýrt félagið er, miðað við innra virði þess. Þar er meðal annars komin skýringin á því hvers vegna gengi Existu hefur lækkað jafn mikið og raun ber vitni að undanförnu. Markaðsvirði undirliggjandi eigna félagsins hefur hríðlækkað, eins og áður segir, og V/I-hlutfall þess var einfaldlega of hátt að mati viðmæl- enda Morgunblaðsins sem þrátt fyrir allt segja Existu gott og öfl- ugt félag. Virði eigna Existu hefur lækkað um 32 milljarða           $* $    66 $*  /    (9 *7 2  /      4$ $$$#2 4 020# 40 0# 40 103#$ 41 1#$ 4 3# 412#3 42 21#$  !"#$ 8 #28 1#28 3#08 8 8  , "- - .  5  6& 7 & +8 89"  +  ( +   #  10$#  # 2 #2 13 31# 12 1#1 03#$ 6& 7 & 68&   .  + 7 & 6" 6& : )# 0 -  $  ;9  6  ;9  6  ;9  6  ;9  6  ;9  6  ;9  6  ;9  6  ;9  6  ;9  6  ;9  6  ;9  6  ;9  6  ;9  6  ;9  6  %& 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.