Morgunblaðið - 07.12.2007, Side 18

Morgunblaðið - 07.12.2007, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í DAG kl. 12.15 verða haldnir tónleikar í hádegistónleikaröð- inni VON103. Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir pí- anóleikari flytja verk eftir Pac- helbel og aðra Barokkmeistara ásamt nemendum Auðar við Listaháskóla Íslands og Tón- listarskólann í Reykjavík. Tón- leikarnir verða um 40 mínútna langir og eru í Efstaleiti 7. Veitingahúsið Te&Kaffi býður upp á veitingar til sölu í tengslum við tónleikana en verð að- göngumiða er 2.000 kr. Tónleikaröðin er haldin í samstarfi við SÁÁ og Rás 1 á Ríkisútvarpinu. Tónlist Klassískt hádegi í Vonarsalnum Nína Margrét Grímsdóttir SKÁLHOLTSKÓRINN held- ur sína árlegu aðventutónleika í Skálholtsdómkirkju laug- ardaginn 8. des. kl. 15 og 18. Einsöngvarar eru Sigrún Hjálmtýsdóttir og Egill Árni Pálsson. Barna- og unglinga- kór Biskupstungna syngur nokkur lög en hið árlega jóla- lag kórsins er samið af Hildi- gunni Rúnarsdóttur. Hjörleif- ur Valsson fiðluleikari stjórnar Kammersveit en organisti er Douglas A. Brotc- hie. Forsala aðgöngumiða er hafin í símum 897- 8795 og 896-9564 og kostar miðinn 2.500 kr. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Tónlist Aðventutónleikar Skálholtskórsins Skálholtskirkja ÓLI G. Jóhannsson listamál- ari opnar sýningu á þremur til fjórum málverkum og um tutt- ugu teikningum í Studio Stafni, Ingólfsstræti 6, í dag kl. 17. Hér er um „snöggt bað“ að ræða, eins og listamaðurinn kemst að orði, en fyrirhugað er að sýningunni ljúki í lok næstu viku. Óli er nú orðin málaliði hjá Opera-galleríinu, sem m.a. rekur gallerí í Lundúnum, París og New York, og eru verk eftir hann um þessar mundir á stórum samsýningum í Seoúl og Singapúr. Yfirskrift þeirra sýninga er „Meistaraverk samtímans“. Myndlist Óli G. opnar sýn- ingu í Studio Stafni Óli G. Jóhannsson listmálari FYRIR tveimur árum gekk banda- ríski hörpuleikarinn Katie Elizabeth Buckley til liðs við Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Á sunnudag- inn heldur hún sína fyrstu tónleika hérlendis þar sem hún og harpan verða bara tvær á sviðinu. Buckley er 28 ára og hefur leikið á hörpu síðan hún var átta ára. „Ég held að það sé góður aldur til þess að byrja að spila á hörpu, þetta er svolítið snúið hljóðfæri fyrir byrj- endur svo venjulega byrja krakkar seinna að læra á hörpu en önnur hljóðfæri,“ segir Buckley. „Ég var ballerína áður en ég byrjaði í tón- listarnámi. Amma mín var píanó- leikari og spilaði undir hjá ball- ettdönsurum, svo að ég fékk áhugann á tónlist og dansi í arf frá henni.“ Búin að bíða í fjögur ár Buckley útskrifaðist með einleik- arapróf og meistaragráðu í tónlist frá Eastman School of Music í Roc- hester í New York-ríki. Fyrir tveimur árum ákvað hún að koma í prufu hjá Sinfóníuhljómsveit Ís- lands eftir að hafa séð stöðu hörpu- leikara auglýsta á netinu. „Það eru svo fá störf fyrir hörpuleikara því það er bara einn í hverri hljómsveit. Maður þarf því að bíða þar til að staða losnar einhvers staðar. Ég var búin að fylgjast með og bíða í fjögur ár og orðin þreytt á að vera enda- laust í skóla og fá ekki að spila meira. Svo þegar ég sá auglýsta prufu fyrir hörpuleikara á Íslandi ákvað ég bara að stökkva á tæki- færið.“ Hún segist komin til að vera, að minnsta kosti um fyrirsjáanlega framtíð. „Ég kann ofboðslega vel við mig á Íslandi, tónlistarlífið er frábært og ég er mjög ánægð með lífið hérna.“ Tónlistin sem Buckley leikur á tónleikunum er að hennar sögn mjög aðgengileg og fólk á að geta notið hennar burtséð frá því hvort það er vel að sér í klassískri tónlist. Flest verkanna eru skrifuð fyrir önnur hljóðfæri og seinna útsett fyrir hörpu, en tvö þeirra voru gerð sérstaklega fyrir hljóðfærið. „Annað þeirra er Inngangur, kadensa og rondó eftir Parish Alvars, en hann samdi bara tónlist fyrir hörpu og var mjög frægur hörpuleikari. Hann var einn fárra hörpuleikara sem höfðu áhrif á tónskáld í kringum sig, Berlioz sagði til dæmis að hann væri Liszt hörpunnar,“ segir Buck- ley. „Síðan ætla ég að flytja hörpu- sónötu eftir Paul Hindemith. Hann samdi tónlist fyrir nánast hvert ein- asta hljóðfæri í sinfóníuhljómsveit- inni. Við hörpuleikarar eigum ekki mikið af tónlist sem er sérstaklega samin fyrir okkur af þekktum tón- skáldum, svo þetta er mjög sérstakt verk. Hindemith-verkið er kannski það nútímalegasta á tónleikunum, en það er samt mjög melódískt. Hin verkin eru mjög dæmigerð fyrir hörputónlist, leikandi og falleg.“ Katie Elizabeth Buckley heldur sína fyrstu einleikstónleika á Íslandi Tónlistin arfur frá ömmu Í HNOTSKURN »Á tónleikunum verða fluttirþrír dansar eftir tónskáldið Francisque, Inngangur, kadensa og rondó eftir Parish Alvars, Liebesträume eftir Franz Liszt, Sónata fyrir hörpu eftir Paul Hindemith og Fantasía um stef úr óperunni Eugene Onegin eftir rússneska tónskáldið og hörpu- leikarann Ekaterinu Adolfovnu Walter Kune. »Tónleikarnir eru hluti af tón-leikasyrpunni 15:15 og hefj- ast stundvíslega á þeim tíma næstkomandi sunnudag, 9. des- ember, í Norræna húsinu. Ánægð Katie Elizabeth Buckley er hörpuleikari Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands og heldur nú sína fyrstu einleikstónleika hérlendis á sunnudaginn. Morgunblaðið/Eggert Á UPPBOÐI uppboðsfyrirtækisins Christie’s þann 11. desember næst- komandi verða boðin upp þrjú verk eftir Guðmund Guðmundson, sem best er þekktur undir listamannsnafn- inu Erró. Á upp- boðinu er m.a. lögð áhersla á samtímalist og verður töluvert af verkum frá sjöunda og áttunda áratugnum í boði. Hátt metinn á uppboðinu Stærsta verkið eftir Erró, Comic- scape frá árinu 1971, er metið á þrjú til fjögur hundruð þúsund evr- ur, sem jafngilda um það bil tutt- ugu og sjö til þrjátíu og sex millj- ónum króna. Hin tvö verkin eftir Erró sem boðin verða upp eru mun minni og eru verðlögð annars vegar á tvö þúsund og fimm hundruð til þrjú þúsund og fimm hundruð evrur, og hins vegar á fimmtán til tuttugu þúsund evrur. Á uppboðinu eru verk eftir marga frægustu listamenn heims, svo óhætt er að fullyrða að Erró sé fullsæmdur af félagskapnum. Eitt verk metið á 27 til 36 milljónir Þrjú verk Errós á uppboði Christie’s Erró GUDRUN Wagner, eiginkona Wolf- gangs Wagner, stjórnanda Bay- reuth-hátíðarinnar, er látin, 63 ára að aldri. Í tilkynningu frá Wagner- félaginu á Íslandi segir að fráfall Guðrúnar sé mikið áfall fyrir Wolf- gang Wagner, sem nú er 88 ára gamall og enn við stjórnvölinn í Festspielhaus. Þar segir enn- fremur: „Guðrún hefur verið eig- inkona hans og nánasti samstarfs- maður í liðlega 30 ár. Guðrún var afar velviljuð Íslendingum. Hún sótti Ísland heim tvívegis í tengslum við sýningu Nifl- ungahringsins á Íslandi árið 1994. Guðrún var einstök kona, afar glæsileg, með sérstaklega létta lund og góða kímnigáfu, næm og hæfileikarík á mörgum sviðum. Hún naut sjaldan sannmælis hjá þýskum fjölmiðlum né fékk þá op- inberu viðurkenningu sem hún átti skilið fyrir framlag sitt til Bay- reuth-hátíðarinnar.“ Gudrun Wagner látin VIÐ sögðum frá því fyrir nokkru að Þóra Einarsdóttir sópr- ansöngkona hefði verið ráðin til að syngja hlutverk Evridísar í óperu Glucks, Orfeifi og Evridísi, í Berl- iner Konzerthaus. Óperan var flutt þrisvar, en tón- leikarnir voru liður í Gluck-hátíð Berliner Konzerthaus. Flytjendur voru sóttir í raðir þeirra bestu, en á hátíðinni verða allar óperur tón- skáldsins fluttar í því sem næst upprunalegri mynd. Sænska söng- konan Ann Hallenberg var í hlut- verki Orfeifs, stjórnandi var Loth- ar Zagrosek, hljómsveit skipuð völdum félögum úr Berlínars- infóníunni lék með og kór, skip- aður félögum úr úrvalskór þýska útvarpsins, söng einnig með. Það er skemmst frá því að segja að söngur Þóru vakti mikla at- hygli. Af skrifum Christiane Peitz í Tagesspiegel má þó ráða að upp- færslan hafi verið slök. Það var hins vegar söngur Þóru sem snart gagnrýnandann meira en annað og fylgdi honum út í nóttina að tón- leikum loknum. Peitz segir meðal annars: „Heldur betur töff þessi hug- mynd: í Gluck-verkefninu er hinn gullni meðalvegur milli konsert- og sviðsuppfærslu kannaður og uppfærslan býður upp á skyndi- óperu sniðna að hraða stórborg- arbúans, handan allrar samkeppni við stóru tónleikahúsin. Hún er sem hjartastyrkjandi, ætlað til inntöku. Með þetta í huga smellpassar sópranrödd Sunhae Ims, rudda- lega málmkennd, vel í hlutverk Amors, og fastmótuð altrödd Ann Hallenberg í tregafullri aríu Or- feifs, Che faró, sömuleiðis. Það var einungis ruglið með nótnapúlt- in, sem verið var að þvælast með fram og aftur, sem truflaði hrein- leika kvöldsins. Og þó saknaði ég einhvers, jafn- ákaft og Orfeifur saknaði Evridís- ar. Ég saknaði kraftsins sem býr í þránni. Hljómsveitarstjórn Zagro- seks var tilbreytingarlaus, án til- brigða í styrkleika og án annarra blæbrigða. Er það ef til vill þetta stóra opna svið sem dregur úr blæbrigðum tónlistarinnar og lit- brigðum í leik og leikmynd? Or- feifur var í það minnsta ótrúverð- ugur í rólegheitum sínum, þar sem hann fetaði sig niður til undir- heima með hörpu sína, þegar hann hefði átt að vera skelfingu lostinn. Það var Þóra Einarsdóttir í hlutverki Evridísar í veikinda- forföllum Klöru Ek, sem lét galla uppfærslunnar ekkert á sig fá. Töfrar hennar og kitlandi radd- blær, þrunginn erótík og ótta, og örvæntingin í rödd hennar þegar hún söng hvað veikast óma enn, löngu síðar, á götum Berlínar.“ Þóra Einarsdóttir var ljósið í myrkri uppfærslu Berliner Konzerthaus á Orfeifi og Evridísi Töfrar Þóru óma enn Morgunblaðið/Ásdís Þóra Örvæntingin í rödd hennar þegar hún söng hvað veikast, ómar enn. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.