Morgunblaðið - 07.12.2007, Page 28

Morgunblaðið - 07.12.2007, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DJÚP LÆGÐ FRAMUNDAN? Ífyrradag birtist athyglisverð for-síða á brezka dagblaðinu Indep-endent, sem er eitt af yngri dag- blöðum Bretlands, þegar haft er í huga að sum þeirra eiga sér meira en 200 ára sögu, og hefur haft þann metnað að teljast í senn í hópi gæða- blaða og óháð öllum hagsmunahópum. Fyrirsagnir á forsíðu voru m.a. svo- hljóðandi: Bankarnir eru hættir að lána. Neytendur eru hættir að eyða. Fjárfestar eru hættir að fjárfesta. Fyrirtæki eru hætt að ráða fólk. Húsnæði selst ekki. Og blaðið spyr síðan hvort óveður sé framundan í brezku efnahagslífi. Það er of snemmt að setja slíkar fullyrðingar fram hér. Þar að auki hef- ur íslenzkt þjóðfélag ekki þroska til að taka slíkum fyrirsögnum á forsíðu dagblaðs. Því yrði haldið fram úr öll- um áttum, að það sama blað væri með slíkri forsíðu að reyna að framkalla þess konar ástand. En auðvitað eru til staðar vísbend- ingar um áþekka þróun hér. Það er t.d. alveg ljóst, að fjárfestar halda að sér höndum um þessar mundir. Hús- næði er ekki hætt að seljast en það hefur hægt mjög á fasteignasölu. Bankarnir eru ekki hættir að lána en það eru vísbendingar um að þeir séu að byrja að stíga á bremsurnar. Ís- lenzkir neytendur eru ekki hættir að eyða en það er ýmislegt, sem bendir til að þeir séu farnir að líta til hægri og vinstri áður en þeir eyða. Og þótt enn sé nóg atvinna á Íslandi þarf engum að koma á óvart, þótt bankar og önnur fjármálafyrirtæki, svo að dæmi séu nefnd fari sér hægar í mannaráðning- um, reyni að draga úr væntingum um að þar séu alltaf greidd hæstu laun og feti jafnvel í fótspor eins stærsta banka heims, Citigroup, sem hefur til- kynnt uppsagnir 45 þúsund starfs- manna. Það er ekki lengur óhugsandi að íslenzk fjármálafyrirtæki fækki fólki. Hvort sem litið er til Bretlands, Ís- lands eða annarra nágrannaþjóða okkar er ljóst að The Independent er að lýsa í hnotskurn, því sem er að ger- ast í öllum þessum löndum, þótt þró- unin sé misjafnlega hröð. Það er óróinn á fjármálamörkuðum um allan heim, sem hefur komið þess- ari þróun af stað. Afleiðingar hennar endurspeglast m.a. í þeim þrenging- um, sem FL Group hefur lent í og köll- uðu á sérstakar ráðstafanir eigenda til að styrkja stöðu fyrirtækisins. Þær afleiðingar endurspeglast líka í mikilli rýrnun þeirra verðmæta, sem höfðu orðið til í öðru fyrirtæki Exista, en gengi hlutabréfa þess hefur fallið mik- ið á undanförnum dögum og vikum. Þær koma líka fram í frétt í brezka dagblaðinu The Daily Telegraph í gær, þar sem rakin er mikil rýrnun verðmæta í fatafyrirtækjum í Bret- landi, sem Baugur Group hefur fjár- fest í. Og þar með augljóst, að íslenzku út- rásarfyrirtækin svonefndu standa frammi fyrir vanda, sem þau hafa ekki upplifað áður. TÍMABÆRAR KJARABÆTUR Ríkisstjórnin hyggst bæta kjöraldraðra og öryrkja með ýmsum aðgerðum, sem kynntar voru í fyrra- dag, og sagði Geir H. Haarde for- sætisráðherra að frekari aðgerða væri að vænta. Meðal þess, sem kynnt var á miðvikudag, var að skerð- ing tryggingabóta vegna tekna maka yrði afnumin frá og með 1. apríl, frí- tekjumark vegna atvinnutekna ellilíf- eyrisþega á aldrinum 67 til 70 ára yrði hækkað í allt að 100 þúsund krónur á mánuði frá 1. júlí og skerð- ing lífeyrisgreiðslna vegna innlausn- ar séreignarsparnaðar yrði afnumin frá 1. janúar 2009. Afnám skerðingar tryggingabóta vegna tekna maka er að segja má rök- rétt ráðstöfun í ljósi sögunnar. Árið 2000 féll í hæstarétti dómur sem í stuttu máli var þess efnis að tenging tekjutryggingar örorkuþega við tekjur maka með þeim hætti, sem gert hafði verið árum saman, sam- ræmdist ekki stjórnarskrá. Árið 2003 féll annar dómur, sem kveðinn var upp í framhaldi af hinum. Þar var kveðið á um það, svo vitnað sé í for- sendur dómsins, að þótt dómsorð í fyrra málinu hafi verið samhljóða kröfugerð Öryrkjabandalags Íslands í málinu veiti ekkert í þeim „tilefni til þeirrar ályktunar, að löggjafanum sé óheimilt að láta tekjur maka hafa áhrif á tekjutryggingu öryrkja til skerðingar, en því valdi eru þó settar þær skorður, sem að framan er lýst“. Hækkun frítekjumarksins fyrir ellilífeyrisþega á aldrinum 67 til 70 ára er mikilvæg kjarabót og tímabær. Næsta skref hlýtur að vera að útfæra frítekjumark með svipuðum hætti fyrir öryrkja líka eins og Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, bendir á í Morgunblaðinu í gær. Skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreignarsparnaðar er mjög óréttlát aðgerð. Með þeirri skerðingu hefur fólki verið refsað fyrir að leggja fyrir. Þarna hefur í raun verið búin til fátæktargildra, sem heldur ráðstöfunartekjum fólks niðri og margir í þeirri stöðu að þeim hefði verið nær að sleppa séreignar- sparnaðinum. Það er því mikið rétt- lætismál að nú eigi að afnema þessa skerðingu. Það vekur hins vegar furðu að það muni taka eitt ár að koma afnámi skerðingarinnar í fram- kvæmd. Borið er við tæknilegum annmörkum, en erfitt er að sjá hverj- ir þeir geti verið. Það er þó bót í máli að þetta hafi verið tilkynnt. Nú hefur fólk þó, eins og Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra benti á, tök á því að fresta því að leysa út sinn séreignarsparnað. Kjör þeirra, sem hafa minnst á milli handanna í íslensku samfélagi, hafa verið vanrækt. Nú virðist það vera að breytast. Á Íslandi ríkir vel- megun sem aldrei fyrr. Hún á að ná til allra íbúa landsins. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is Mikilvæg málefni urðu útundan við að- gerðaáætlun ríkisstjórnarinnar til bóta á stöðu aldraðra og öryrkja, sem tilkynnt var á miðvikudag. Þetta telja aðstand- endafélög aldraðra, samtök aldraðra og fulltrúar fagfélaga í öldrunarþjón- ustu. Félögin boðuðu til blaðamanna- fundar í gær og undirrituðu áskorun til ráðamanna vegna málefna aldraðra. Áætlun ríkisstjórnarinnar felst í afnámi skerðingar tryggingabóta vegna tekna maka, hækkun dagpeninga vistmanna á stofnunum og hækkun frítekjumarka vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega á aldrinum 67-70 ára. Áætlaður kostnaður við aðgerðirnar nemur alls um 5 milljörðum króna á árs- grundvelli. Fulltrúar félaganna sjö sem eru Landssamband standenda alzhe standendafélög Grund og Drop stjórnenda í öld standendafélag um að vissulega áætlun stjórnva henni hefði unn fyrir bættum kj Forgangsatriði að bæ Samtök um málefni aldr- aðra fagna aðgerðaáætlun stjórnvalda í öldrunarmál- um. Þau gagnrýna hana þó einnig harðlega og segja mikilvæg málefni hafa orðið útundan sem þarfnast skjótra úrlausna. Áskorun Fulltrúar samtaka um málefni aldraðra kynntu ás afhenda ráðamönnum. Krafist er skýrrar stefnumótunar í m FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is Það gekk mikið á, á bak við tjöld-in, í aðdraganda þess að hluta-fjáraukning var ákveðin í FLGroup. Það átti ekki einungis við um stærstu hluthafana, sem funduðu stíft og tókust á um verðmæti og gengi bréfa daginn inn og daginn út, heldur einnig um tvo stærstu banka landsins, Kaupþing og Landsbanka, sem hvor um sig hafði mikilla, en ólíkra hagsmuna að gæta. Vitað er, að það var Kaupþing sem hafði forystu um að keyra niður verðið á bréfum í FL Group og það var fyrir at- beina Kaupþings, að niðurstaðan varð sú að gengið 14,7 í FL Group yrði lagt til grundvallar, þegar fasteignasafni Baugs væri rennt inn í FL Group í formi hluta- fjáraukningar. Landsbankinn var á hinn bóginn andvígur því að gengi bréfanna yrði svo lágt. Hefur lánað mikið til hluthafa Skýringin á því að Landsbankinn vildi halda gengi bréfanna háu er sú að bank- inn hefur lánað einstökum hluthöfum í FL mikla fjármuni með veði í FL-bréf- um. Líklegt er talið að þær lánveitingar séu nálægt 50 milljörðum króna. Við lækkun á genginu úr 19,25, sem var loka- gengi mánudagsins, í 14,7, hríðféll þar með verðmæti veðsetninganna. Ef við gefum okkur að lán Landsbankans til ein- stakra hluthafa í FL Group út á FL-bréf hafi numið 50 milljörðum króna, þá hefur verðmæti veðsetningarinnar fallið um 16,4 milljarða króna og er því um 33,6 milljarðar króna. Því blasir við þeim hlut- höfum, sem í hlut eiga, að verða að koma með auknar tryggingar fyrir lánum sín- um í Landsbankanum, eða selja bréf sín og gera þannig upp við bankann. Samkvæmt heimildum úr Landsbanka telja forsvarsmenn hans, að settar hafi lega áhættusæ og ekki alltaf eins og berlega anförnum mánu Vitanlega ha sérstök áhættu undanfarið læk eins og ítrekað um. Þótt þeir Jó Hannes Smára á blaðamannaf að Hannes hæ og frjálsum vil traust á Hanne verið nægar tryggingar fyrir lánum hlut- hafa í FL. Vildi lækka gengið vegna veða Kaupþing, aftur á móti, er með veð í ákveðnum fasteignum, sem nú renna inn í FL Group. Kaupþing hefur talið þau veð, svo sem á fasteignum inni í Stoðum, vera mjög góð og örugg veð. Kaupþing var því hart í þeirri afstöðu, að sleppa ekki þeim veðum inn í FL Group á því sem bankinn taldi vera allt of hátt gengi. Það var því einkum vegna þessarar hörðu afstöðu Kaupþings, sem fallist var á að gengið yrði ekki hærra en 14,7, því Kaupþing mun nú væntanlega fá veð í FL Group í stað Stoða. Samkvæmt upplýsingum blaðamanns töldu einhverjir innan Kaup- þings, að 14,7 væri of hátt gengi. Talið er að viðskiptabankarnir séu þokkalega sáttir, misjafnlega þó, við þá niðurstöðu sem forsvarsmenn FL Group kynntu á þriðjudag. Er talið víst að að það sé í hag bankanna að hluta- fjáraukningin gerist í þetta góðri sátt og líkur séu til þess að heldur meiri ró færist yfir markaðinn. Með öll bréfin í TM sem tryggingu Fullyrt er að Landsbankanum hafi tek- ist að fá auknar tryggingar fyrir lánveit- ingum sínum til FL Group. Þannig hafi FL Group sett öll bréfin í TM (Trygg- ingamiðstöðinni) inn til Landsbankans, sem tryggingu vegna lána félagsins. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs og stjórnarformaður FL Group, sagði m.a. á blaðamannafundi á þriðju- dag, þar sem stjórnendur FL kynntu hlutafjáraukningu félagsins upp á 67 milljarða króna, að stefnt væri að því að minnka áhættu félagsins og ganga hægt um gleðinnar dyr. Stjórnarformaðurinn hitti örugglega naglann á höfuðið með þessum orðum sínum, því óhætt er að fullyrða, að fjár- festingagleði félagsins hefur á stundum verið á þotuhraða og félagið verið geysi- Bankarnir að , "+ !#5  "4#  " "#!6  1# =  Landsbankinn vildi standa vörð um hátt gengi á FL-bréfum vegna lána til einstakra hluthafa út á hlutabréf í FL Group  Kaupþing vildi ná niður genginu vegna veðsetningar á fasteignum í eigu Baugs sem bankinn metur sem tryggari veð en FL  Fons keypti 7% í FL Group í gær á geng- inu 16,1 af Hannesi Smárasyni og Sólmon ehf., dótturfélagi Materia Invest Í HNOTSKU »Landsbabréfin í T veði fyrir lán »LandsbaFL, sem fyrir hlutabr fram nægar sínum. »Kaupþinþeim veð fasteignum í sem bankinn »Jón Ásgetöglin og Glitni eftir h Hann getur »Sennileghluthafa stærstu, enn munu verða »Líklega arhaldsf aldssonar og inssonar, au frekar á næs í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.