Morgunblaðið - 07.12.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 07.12.2007, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞJÓÐIR um allan heim keppast nú við að setja sér markmið um samdrátt í útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda. En hvað er að gerast á Íslandi? Fyrir utan Kyoto bók- unina þá voru fyrstu tölulegu markmiðin sett í fyrra vor þegar ríkisstjórnin boðaði 50-75% samdrátt í losun gróðurhúsa- lofttegunda fyrir árið 2050. Á Íslandi stendur orkufrekur iðnaður fyrir mestum út- blæstri þar sem kola- skaut álvera vega þyngst. Orkufrekur iðnaður hér á landi er knúinn áfram af end- urnýjanlegu rafmagni og því er heildarútblástur framleiðslunnar allt að tífalt minni en stóriðju sem knúin er áfram af jarðefnaelds- neyti. Ekki er eftir miklu að slægj- ast til minnkunar á útblæstri í orkufrekum iðnaði enda hafa stór- iðjufyrirtæki hér nú þegar dregið talsvert úr útblæstri á hverja framleidda einingu. Markmiðum ríkisstjórnarinnar verður því varla náð í gegnum stóriðju nema að menn séu tilbúnir til að draga úr framleiðslu áls eða treysta á þróun rafskauta án kolefnis. Eina raunhæfa leiðin til að tak- ast á við útblásturinn á Íslandi er að taka til hendinni í tveimur þungavigtarflokkum í losun gróð- urhúsalofttegunda en þar er að sjálfsögðu átt við olíunotkun bif- reiða og skipa. Hér verður fjallað um annan flokkinn, þ.e. sam- göngur á landi og þá möguleika sem þar eru til staðar. Samgöngur eru líklega sá þáttur þar sem vandamálið er mest en lausnirnar að sama skapi flestar. Ef ná á marktækum árangri í út- blástursmálum er nauðsynlegt að taka verulega á samgöngumálum landsins. Þar mun muna mest um framlag þeirra einstaklinga sem bera ábyrgð á þeim 200 þúsund fólksbílum sem aka um vegakerfi landsins. Þurfa landsmenn þá að kveðja einkabílinn til að ná mark- miðum Íslands í útblástursmálum? Aldeilis ekki, því að ef rétt er haldið á málum getur leiðin að markvissum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda gengið mjúklega og sársaukalaust fyrir sig. Þetta er þó allt háð því að neytendur taki skynsamlegar ákvarðanir í bifreiðakaupum og stjórnvöld umbuni sparneytnum bifreið- um í innflutnings- gjöldum. Fólk virðist al- mennt ekki átta sig á því að hægt er að ná umtalsverðum sparn- aði í útblæstri án þess að minnka kröfur um stærð bifreiðar. Mik- ilvægt er að neyt- endur fari að huga að útblástursgildi bif- reiða, g/km, og nýta það sem kennistærð í ákvörðun um bílakaup. Í raun ættu innflutningsgjöld á nýjum bifreiðum að ráðast af þessum út- blástursgildum. Ekki þyrfti að hækka heildarálögur á bíla heldur væri hægt að beita hagrænum hvötum til að hliðra innflutningi í átt til umhverfisvænni bíla. Ef skoðaðar eru þrjár mismunandi bifreiðar af sömu stærð og gæðum þá sést að munur í útblæstri getur verið umtalsverður. – Dæmigerð bensínbifreið191 CO2 g/km – Dæmigerð dísilbifreið 136 CO2 g/km – Tvinnbifreið 104 CO2 g/km Til að auðvelda fólki að finna réttu bifreiðina hefur Orkusetur nú sett upp aðgengilegt einkunn- arkerfi á vefinn þar sem hægt er að sjá einkunn bifreiðarinnar og um leið eyðslutölur og útblást- ursgildi. Sjá: www.orkusetur.is/ bilaeinkunn. Kerfið er einfalt og fylgir hefðbundnum orkueinkunn- um þar sem A er besti flokkurinn en G sá versti. Einkunninni fylgir litur þar sem umhverfisvænni bílar eru grænir og eldsneytishákarnir rauðir. Ef nefna á einhverjar tölur þá má segja að útblástursgildi yfir 200 g/km og eyðsla yfir 10 L/100km ættu að tilheyra fortíð- inni. Allir ættu að geta fundið nýj- an bíl við sitt hæfi sem er undir þessum gildum. Með réttu vali á bifreið má minnka útblásturinn allt að 30% án þess að fólk minnki kröfur sín- ar um stærð eða gæði bifreiðar. Val á nýrri bifreið er stærsta um- hverfisákvörðun einstaklinga. Bif- reiðin sem verður fyrir valinu dvelur hér í 10 ár að jafnaði og því er eyðsla og útblástur hennar næstu tíu árin afleiðing þeirrar ákvörðunar sem tekin var í upp- hafi. Kæruleysisleg ákvörðun sem tekin er í bifreiðaumboði á auga- bragði getur í raun vegið fjölmörg tonn í útblæstri á líftíma bifreið- arinnar. Ljóst er að verulegum árangri má ná með því að velja réttu bif- reiðirnar sem í boði eru í dag. Til að ná enn meiri minnkun á út- blæstri verðum við að treysta á nýja tækni. Nýverið var bætt við þremur eldsneytisflokkum í reikni- vélar Orkuseturs og nú er hægt að finna bifreiðar sem keyra á met- ani, rafmagni og etanóli. Þar má sjá að metan og rafmagnsbifreiðar sem til eru í dag eru ekki bara umhverfisvænni, heldur einnig ódýrari í rekstri. Tæknilega eru bjartir tímar framundan og neyt- endur þurfa að vera vakandi þegar ákvörðun um bílakaup er tekin. Grunnreglan ætti að vera sú að enginn kaupi verri bíl, með tilliti til útblásturs, en hann átti fyrir. Eins og sýnt hefur verið í þess- ari grein er vel mögulegt að stýra neytendum í rétta átt, bæði með tækni sem er nú þegar til staðar sem og með aukinni hlutdeild ann- arra orkugjafa í samgöngum fram- tíðarinnar. Markmiðum rík- isstjórnarinnar verður þó aðeins náð með því að upplýsa neytendur um mikilvægi þess að kaupa réttu bifreiðirnar og skapa gjaldtökuum- hverfi sem umbunar fólki fyrir réttar ákvarðanir. Hvernig náum við útblásturs- markmiðum Íslands 2050? Sigurður Friðleifsson skrifar um útblástur bifreiða » Fólk virðist almenntekki átta sig á því að hægt er að ná umtals- verðum sparnaði í út- blæstri án þess að minnka kröfur um stærð bifreiðar. Sigurður Friðleifsson Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Í KJÖLFAR undirskriftasöfn- unar, þar sem 5200 manns sögðu skoðun sína í verki, og almenns þrýstings íbúa á Suðurnesjum hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ snúið við blaðinu og tekið upp nýja stefnu í mál- efnum Hitaveitu Suð- urnesja. Þetta er já- kvætt og er alltaf gott þegar einstaklingar eru tilbúnir að skipta um skoðun og játa villu síns vegar. Í sumar fögnuðu bæjarfulltrúar sjálf- stæðismanna, með sér- stakri bókun í bæj- arráði, innkomu Geysir Green í eig- endahóp Hitaveitunnar sem fyrsta skrefi í einkavæðingu íslenskra orkufyrirtækja. Nú má hins vegar skilja orð bæj- arstjórans þannig að hann telji mik- ilvægt að auðlindirnar verði í sam- félagslegri eign. Þetta var haft eftir honum í Morgunblaðinu mánudaginn 26. nóv- ember og er þetta í fyrsta sinn sem ég heyri svo afdráttarlaust svar frá talsmanni sjálfstæð- ismanna í Reykja- nesbæ. Því ber að fagna og óska ég Hannesi Friðrikssyni til ham- ingju með árangur und- irskriftarsöfnunar- innar. Hún er svo sannarlega að skila sér í breyttum málflutningi sjálfstæðismanna. Nú er bara spurning hvort að- gerðir fylgi orðum. Við skulum vera vel á verði gagnvart því. Jákvæður viðsnúning- ur bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna Eysteinn Jónsson segir sjálfstæðismenn hafa snúið við blaðinu í málefnum Hitaveitu Suðurnesja Eysteinn Jónsson » Í sumar fögnuðusjálfstæðismenn, með bókun í bæjarráði, innkomu GGE í eig- endahóp HS sem fyrsta skrefi í einkavæðingu ís- lenskra orkufyrirtækja. Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. SPARISJÓÐ- URINN hefur hleypt af stað söfnunarátaki þar sem viðskiptavinir fyrirtækisins sem og allir landsmenn eru hvattir til þess að taka höndum saman um að styrkja félög sem vinna að því að bæta geð- heilsu barna og ung- linga á Íslandi. Hugar- afl er eitt þeirra félaga sem njóta góðs af söfn- unarátaki Sparisjóðs- ins. Með söfnunarfénu hyggst Hugarafl stuðla enn frekar að fræðslu um geðheilsu fyrir ungt fólk með heim- sóknum í efstu bekki grunnskólans og fram- haldsskóla. Markmiðið er geðrækt meðal ungmenna, að fræða ungmenni um mismunandi leiðir til eflingar geðheilsu og að af- sanna staðalímyndir geðsjúkra. Sjón- arhornið verður geðrækt, not- endaþekking og notendareynsla. Með átakinu er hægt að stórauka fræðslu um hvernig hægt er að ná bata, efla forvarnir, draga úr for- dómum, og styrkja ungmenni sem eiga í tilfinningalegum erfiðleikum. Reynsla notenda verður í höfð í fyr- irrúmi og henni á að deila með öðrum. Einnig skapast störf fyrir þá not- endur sem munu sinna fræðslunni og er því einnig um atvinnusköpun að ræða. Brottfall nemenda úr framhalds- skólum er allt of hátt eða um 20%, sem jafngildir að um 4.000 nemendur hætta eða taka sér frí frá námi ár- lega. Þá er og töluverður hópur úr grunnskóla sem heldur ekki áfram. Ég hef starfað sem kennari í sér- skólum undanfarinn áratug með brautryðjendum í skólaúræðum fyrir börn með hegðunarerfiðleika og vil ég þar nefna Guðlaugu Teitsdóttur, Jóhönnu Gestdóttur og nú Björk Jónsdóttur. Síðastliðin 2 ár höfum við orðið þess aðnjótandi að fá heimsókn- ir frá Hugarafli í Brúarskóla og vil ég sérstaklega þakka Hugarafli fyrir þá mikilvægu fræðslu. Það var aðdáun- arvert hversu áhugasamir nemendur voru, fordómalausir og duglegir að ræða opinskátt um mál- efnin. Rúm fjögur ár eru nú liðin frá því að Hugarafl var stofnað. Hugarafl hefur átt stóran þátt í að breyta umræðunni um geðheilbrigðismál á Ís- landi og verið sýnileg fyrirmynd fyrir fólk til þess að ná bata. Þegar hópurinn var stofnaður einkenndist umræða gjarnan af neikvæðum þáttum frekar en já- kvæðum. Því miður kemur enn fyrir að gefin er upp neikvæð staðal- ímynd af fólki sem glím- ir við geðræna erfiðleika og setningar eins og „tikkandi tíma- sprengjur“ sjást á síðum blaðanna. Þetta er mjög röng staðalímynd af geðsjúkum og vekur alltaf furðu mína þegar slíkt sést á prenti. Hugarafl hefur frá upphafi barist gegn fordómum m.a. með blaðaskrif- um og sjónvarpsviðtölum. Einn með- lima Hugarafls kom fram í Íslandi í dag og Kastljósi, þar sem hann út- skýrði hvernig það væri að vera með geðklofa á svo aðdáunarverðan hátt að eftir var tekið. Þau jákvæðu áhrif sem Hugarafl hefur haft á málstað geðsjúkra felast m.a. í breytingu á hugarfari, það er að vera ekki alltaf að hamra á hvað samfélagið sé vont við geðsjúka, heldur horft til þess hvað geðsjúkir geti gert fyrir sam- félagið. Með framtaki Sparisjóðsins til efl- ingar fræðsluátaki Hugarafls í sam- vinnu við Hlutverkasetur er þarft skref stigið í þá átt að fyrirbyggja að ungmenni þurfi að kljást við geð- heilsuvanda of lengi án þess að vita hvað sé til ráða, læri fyrr að huga að vinum sínum ef vandamál er til stað- ar, finni leiðir í eigin nærumhverfi og hugi að geðrækt. Hvet þig til að gefa styrk á www.spar.is. Sparisjóðurinn í góðum málum Eiríkur Guðmundsson segir frá styrktarátaki sparisjóðanna Eiríkur Guðmundsson »Markmiðiðer geðrækt meðal ung- menna … Höfundur er kennari. ÉG ER leiðbeinandi hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Aflið var stofnað 2002 og byggist á sama grunni og Stígamót enda sækj- um við námskeið og þ.h. til þeirra, en við erum aðallega með þjónustu fyrir Norð- urlandið. Aukningin er þónokkur á milli ára, á síðastliðnu ári voru á annað hundruð viðtöl, fjórir sjálfs- hjálparhópar, 15 fyr- irlestrar í skólunum, símtöl, sólarhrings- vaktir um versl- unarmannahelgina á Akureyri og fleira en í ár eru komin á annað hundrað viðtöl, 7 hópar og svo má lengi telja. Okkar vinna er mest í sjálf- boðavinnu þar sem við rekum þetta eingöngu á styrkjum. Í upp- hafi var okkar markmið að vera til staðar fyrir þolendur kynferðisof- beldis en smátt og smátt kom heimilisofbeldi inn í, enda kemur það í ljós í sjálfshjálparhópunum að afleiðingarnar eru þær sömu á heimilis og kynferðisofbeldi, í 80- 100% tilfella merkja þau við þau 17 atriði sem við förum yfir sem afleiðingar af ofbeld- inu. – Allir kannast við kvíða, hræðslu, skömm, sektarkennd, lélegt sjálfsmat og höfnun, meirihlutinn hefur svo gengið í gegnum líkamlegar afleiðingar (höf- uðverk, magaverk, vöðvabólgu, vefjagigt) og haft sjálfsvígs- hugsanir sem gengið hafa mislangt. Þetta er skelfileg niðurstaða þar sem að ein af hverjum fjórum stúlkum og einn af hverjum tíu drengjum undir 18 ára aldri hafa lent í einhverju kyn- ferðislegu ofbeldi, plús allir sem lenda í einhverskonar ofbeldi seinna á ævinni. Mitt mesta sjokk var og er þegar fólk sem hefur verið samferða manni í gegnum lífið, s.s nágrannar, skólafélagar og vinir, koma til mín í viðtal, hafa jafnvel lent í einhverju ungir og verið fullir af þessum neikvæðu til- finningum allan tímann sem ég hef umgengist þá. En okkur er kennt við ofbeldið að fela allar tilfinn- ingar, svo gríman er það sterk á okkur, að þó að við grátum í ein- rúmi og lífið sé að buga okkur, þá sér jafnvel okkar nánasta fólk ekki neitt. Því segi ég, tökum eftir fólk- inu í kringum okkur, hlustum á það, stoppum og látum fólk vita að það eigi einhvern að. Því vitum við hvað er að gerast við hliðina á okkur? Veistu hvað er að gerast við hliðina á þér? Sæunn Guðmundsdóttir skrifar í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi »… þó að við grátum íeinrúmi og lífið sé að buga okkur, þá sér jafn- vel okkar nánasta fólk ekki neitt … Sæunn Guðmundsdóttir Höfundur er leiðbeinandi hjá Aflinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.