Morgunblaðið - 07.12.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 39
✝ Þorsteinn Sig-urðsson fæddist
að Svalbarða í Mið-
dölum 12. júní 1927.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 28. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigurður Ásgeirs-
son, f. 22. september
1892, d. 31. júlí 1971
og Helga Ólafs-
dóttir, f. 18. janúar
1896, d. 28. janúar
1929. Bræður Þor-
steins eru Ásgeir múrari, f. 15.
september 1919 og Ólafur hafn-
arverkamaður, f. 14. maí 1923, d.
4. nóvember 2007. Hjónin Jónas
Arngrímsson, f. 7. sept. 1876, d. 4.
ágúst 1958 bóndi á Smyrlhóli í
Haukadal og kona hans Guðbjörg
Ólafsdóttir, f. 19. febrúar 1882, d.
12. apríl 1962, tóku Þorstein korn-
ungan að sér í fóstur. Fóstursystk-
ini Þorsteins eru
Óskar Jósefsson og
Margrét Oddsdóttir,
f. 26. apríl 1906.
Sambýliskona
Þorsteins er Ragna
Kristín Jóhanns-
dóttir, f. á Hellis-
sandi 2. desember
1931. Foreldrar
hennar voru Jóhann
Kristinn Jónsson, f.
17. júlí 1887, d. 16.
apríl 1970 og Lár-
ensína Lárusdóttir,
f. 5. febrúar 1890, d.
10. ágúst 1952.
Þorsteinn hóf störf hjá Lands-
síma Íslands 1955 og starfaði hjá
fyrirtækinu til starfsloka. Þar
lærði hann símvirkjun og gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. sem
flokksstjóri og verkstjóri.
Útför Þorsteins verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Með Þorsteini Sigurðssyni er
horfinn tryggur vinur og félagi minn
– vinátta sem hefur varað í meira en
hálfa öld.
Þegar ég fluttist úr sveit til
Reykjavíkur árið 1953 leigði ég her-
bergi í húsi þar sem Sigurður Ás-
geirsson faðir Steina og Ólafur bróð-
ir hans áttu og bjuggu að Bergstaða-
stræti 34 B.
Steini átti þá heima í Keflavík en
kom oftast um hverja helgi í heim-
sókn til feðganna og þannig hófust
kynni okkar. Þeir feðgar á Berg-
staðastrætinu sáu að ástæða var til
að hlúa að mér, þessum óreynda
leigjanda og sveitadreng, sem var að
flytjast til höfuðborgarinnar, enda
höfðu þeir sjálfir reynslu af því
hversu erfiðir slíkir flutningar geta
verið. Var mér fljótlega boðið í kost-
göngu hjá þeim þar sem ég fékk
morgunmat og kvöldmat, er ráðs-
kona þeirra bar fram af myndar-
skap. Á ég þeim Sigurði og Ólafi,
sem einnig eru látnir, miklar þakkir
að gjalda fyrir þetta vinarbragð.
Ég þekkti ekki til uppvaxtarára
Steina – við ræddum þau aldrei, en
framkoma hans bar glöggt vitni um
vandað og gott uppeldi. Síðar flutti
hann til Reykjavíkur og bjó meðal
annars að Ægissíðu 54, en fluttist að
Hringbraut 71 árið 1986 og bjó þar
til æviloka.
Hann lærði símvirkjun hjá Lands-
síma Íslands þar sem hann hóf störf
um miðja síðustu öld og starfaði þar
til starfsloka. Honum var fljótt falin
forusta sem flokkstjóri við lagningu
símlagna víða um land og síðar sem
verkstjóri hjá Landssímanum að
Jörfa í Reykjavík.
Þar sem þau fyrirtæki sem við
unnum hjá áratugum saman voru í
sömu götu hlið við hlið voru sam-
skipti milli þeirra mikil. Þekkti ég
því marga samstarfsmenn Steina og
veit því að hann naut mikils trausts,
sem vandvirkur fagmaður, reglu-
samur um alla hluti og að hann hlaut
virðingu fyrir hæversku og lítillæti.
Árið 1995 fékk hann viðurkenning-
arskjal fyrir 40 ára vel unnin störf
hjá fyrirtækinu. Hann hætti störfum
sjötugur árið 1997.
Fallegt umhverfi í náttúru Íslands
og stangveiði var mikið áhugamál
Steina og notaði hann vetrartímann
og hugvit til að útbúa veiðibúnað
sinn með nýjungum sem hann hann-
aði og smíðaði. Spjölluðum við þá
gjarnan um fyrri veiðiferðir, þann
stóra sem slapp og útfærslur nýj-
unganna. Fékk ég oft að prófa og
njóta góðs af þessum búnaði í fjöl-
mörgum ánægjulegum veiðiferðum
með honum á sumrin.
Þegar heilsu hans tók að hraka hin
síðari ár urðu veiðiferðirnar styttri
og færri.
Það er margs að minnast frá ára-
tuga kynnum og vináttu. Sérstak-
lega er mér minnisstæð sú gæfuferð
okkar Steina til Norðurlandanna ár-
ið 1956 þar sem við kynntumst þeim
konum sem urðu lífsförunautar okk-
ar. Minningar um góðan vin og fé-
laga eigum við hjónin og þökkum
honum fyrir samverustundirnar.
Blessuð sé minning hans.
Við sendum Rögnu og ættingjum
Þorsteins okkar innilegustu samúð-
arkveðjur .
Sigurður Daníelsson.
Þorsteinn Sigurðsson
æfingar var Snorri, bróðir Gústa og
skólabróðir minn í MR. Gústi var þá
þegar þjóðþekktur í íþróttaheimin-
um fyrir afrek sín í lyftingum, en ég
rétt blautur bak við eyrun í því efni.
Afrek Gústa jukust síðan jafnt og
þétt og varð hann margfaldur Ís-
landsmeistari og setti fjölda Íslands-
meta. Þá varð frægt Norðurlanda-
met hans í snörun í unglingaflokki
sem hann setti í sjónvarpssal er hann
lyfti 160,5 kg í beinni útsendingu.
Með tímanum urðu kynni okkar
Gústa nánari og með okkur tókst
góður vinskapur.
Gústi var með glæsilegri mönnum,
fríður sýnum, hávaxinn og þrekinn.
Hann var dulur að eðlisfari og alls
ekki allra. Gústi var góðum gáfum
gæddur sem hann því miður nýtti
sér ekki til menntunar á skólabekk
þar sem lyftingaíþróttin átti hug
hans allan. Eins var með annað sem
hann tók sér fyrir hendur og hugur
hans stóð til, allt var krufið til mergj-
ar og ekkert annað komst þá að.
Gústi hafði t.d. mikinn áhuga á and-
legum málefnum og þá helst dulræn-
um. Kafaði hann þar djúpt, jafnvel
fulldjúpt að margra mati. Síðar á
lífsleiðinni tók stjörnuspekin við og
var þá sama upp á teningnum. Sem
dæmi um öfgarnar í lífi Gústa má
nefna að þegar hann hætti að keppa í
lyftingum gerðist hann, gamla kjöt-
ætan, gallhörð grænmetisæta og
fann þá ketinu góða allt til foráttu.
Gústi var launfyndinn. Hann
fylgdist t.d. grannt með atferli æf-
ingafélaga sinna og eftir hann liggja
margar hnyttnar nafngiftir um þá
sem í minnum verða hafðar.
Gústi rak um margra ára skeið lík-
amsræktarstöð hér í borg við góðan
orðstír og var einn af frumherjum á
því sviði hérlendis. Lagði hann þann-
ig lóð sitt á vogarskálarnar í þeirri
miklu heilsueflingu sem átt hefur sér
stað á síðastliðnum áratugum.
Síðustu árin hafa verið Gústa
mjög erfið vegna veikinda en nú hef-
ur hann fengið líkn frá þraut. Er sál
hans nú kominn á annað og betra
tilverusvið, þá vídd sem honum var
ávallt svo hugleikin.
Ég þakka að lokum kærum vini
fyrir þær mörgu góðu stundir sem
við áttum saman og votta eftirlifandi
foreldrum og bróður innilega samúð
mína.
Helgi I. Jónsson.
Góðvinur minn Gústaf Agnarsson
er látinn langt um aldur fram.
Ef ég ætti að fara í að útlista ná-
kvæmlega hvað á daga okkar Gústa
dreif þann tíma sem við áttum sam-
leið væri það efni í heila bók, svo við-
burðaríkt var að vera í návist hans,
en ég læt það vera. Mig langar þó að
minnast á ýmislegt sem þessi frá-
bæri íþróttamaður gerði í minni við-
urvist samfara sögum annarra.
Aðfaranótt 17. júní 1972 hvarf
styttan Pallas Aþena af sínum stalli
fyrir framan MR og fannst ekki fyrr
en mörgum árum seinna. Talið verk
Gústa.
Þennan sama 17. júní 1972, út-
skriftardag Gústa úr MR, var hann
að keppa á boðsmóti í Ringsted í
Danmörku og nánast búinn að ná
lágmarki á Ólympíuleikana í Münch-
en, aðeins tvítugur að aldri.
Um haustið 1972 verður hann
fyrstur Íslendinga til að fá Norður-
landameistaratitil unglinga í lyfting-
um.
Í desember 1973 snarar hann
160,5 kg á móti í sjónvarpssal, sem
var hálfu kg meira en heimsmet ung-
linga.
Þar sem talað var um að lyftinga-
menn væru stirðir vöðvakallar tók
hann sig til og setti Íslandsmet í
langstökki karla án atrennu og sýndi
þar yfir hversu miklum sprengi-
krafti og snerpu hann bjó.
Á heimsmeistaramóti í lyftingum í
september 1974 í Manilla á Filipps-
eyjum, gerði hann mig hvað stolt-
astan af því að vera Íslendingur í
heimi lyftinga. Rússar voru að óska
hvor öðrum til hamingju með sigur í
snörun í þungavigt, en Rússinn hafði
snarað 160 kg, þegar gellur í þulin-
um að setja 162,5 kg á stöngina,
fyrsta tilraun, Gústaf Agnarsson, Ís-
land. Rússar og aðrir frusu í sömu
sporunum auk þúsunda áhorfenda.
Því miður tókst Gústa ekki að snara
þessari þyngd í það skiptið, en það
kom seinna.
Mig langar líka að minnast á
mannkostamanninn Gústa. Eftir
ferð á HM í Thessaloniki í Grikk-
landi 1979 ákvað Gústi að nú væri
komið nóg af keppnislyftingum. Við
tókum okkur til ásamt nokkrum fé-
lögum og hugðumst reisa stærstu
líkamsræktarstöð landsins í Kjör-
garði í Reykjavík. Þá kom í ljós að ef
einhver þurfti aðstoð í sínum einka-
málum, hvað svo sem það var, var
Gústi alltaf til staðar. Ég heyrði
Gústa aldrei segja nei ef hann gat
sagt já við bón einhvers. Ég, Gústi
og Friðrik Weisshappel unnum eins
og þrælar við að koma stöðinni upp,
seinna komu okkur til aðstoðar tveir
frændur Gústa sem voru smiðir, og
það tókst. En hvað sem á gekk í hita
leiksins heyrði ég Gústa aldrei
leggja illt til eða tala illa um nokkurn
mann.
Seinna skildu leiðir en aldrei féll
skuggi á vinskap okkar Gústa. Sam-
bandið var orðið ansi fátæklegt í lok-
in sökum heilsubrests míns og
áhugamála Gústa, en ég tel mig
mann að betri fyrir að hafa þekkt
Gústaf Agnarsson og verið vinur
hans.
Nú veit Gústi hvað bíður okkar að
loknu lífinu á þessari jörð og ég vona
að hann sé hamingjusamur þar.
Finnur Karlsson.
Ég var kominn á skrifstofu Guðna
Guðmundssonar, rektors, MR, eftir
deilur við íþróttakennara skólans, og
krafðist þess að fá undanþágu frá
Tjarnarhlaupi í leikfimi til þess að ná
alþjóðaárangri í kraftlyftingum. En
samtalið við Guðna rektor, heitinn,
snerist ekki um undanþáguna heldur
um Gústaf Agnarsson, fyrrum skóla-
svein, og hans glæsilega árangur en
hann setti m.a. heimsmet unglinga í
snörun. Guðni rektor var sjálfur vel
að manni og var stoltur af árangri
Gústafs. Þegar ég gekk út úr rekt-
orsskrifstofu var mér ljóst að án full-
tingis Gústafs hefði aldrei fengið
undanþágu rektors.
Við Gústaf kynntumst fyrst í
Jakabóli hinu forna, Laugardal, og
voru þau kynni alltaf góð þó ég hefði
skipt um íþrótt og hætt í lyftingum
(snörun og jafnhending) og farið í
kraftlyftingar sem þá voru í mikilli
sókn. Í Jakabóli gilti að einungis þeir
hæfustu náðu árangri og það var
mikill stuðningur að sá hæfasti allra,
Gústaf, fylgdist alltaf með hvernig
mér gekk og gaf ráðleggingar bæði á
æfingum og í samkvæmum eftir mót.
Á þessum árum var Gústaf einn af
fáum lyftingamönnum á Vesturlönd-
um sem tóku raunverulega þátt í
íþróttasamkeppni þvert yfir Berlín-
armúrinn í hinu kalda stríði. Mesti
heiður sem Gústaf öðlaðist var að
vera valinn í Evrópuliðið í lyftingum
til álfukeppni. Gústaf var fullkominn
íþróttamaður og keppti líka í kraft-
lyftingum og náði best 320 kg. í rétt-
stöðulyftu og samanlagður árangur
hans í lyftingum og kraftlyftingum
var í fremstu röð – hann var full-
sterkur. Hann keppti og í frjáls-
íþróttum og átti lengi Íslandsmet í
langstökki án atrennu – og svo í
styttri spretthlaupum – hann var
þrautþjálfaður.
Mörgum árum eftir viðtalið við
Guðna rektor var ég staddur á
bandaríska meistaramótinu í kraft-
lyftingum sem til stóð að ég keppti á
en svo varð ekki vegna meiðsla. Í
áhorfendahópnum rakst ég á Herb
Glossbrenner, frægasta tölfræðing-
inn í kraftaheiminum, og tókum við
tal saman. Þekkti Herb árangur
allra helstu íslenskra kraftamanna
en einkum vildi hann ræða við mig
um Gústaf og hans árangur.
Það var mín gæfa að örlaganorn-
irnar, Urður, Verðandi og Skuld,
komu því svo fyrir að ég átti þess
kost að æfa með Gústaf á hans síð-
asta vori þar sem hann tók 210 kg. í
„krafta-vendu“ (power-clean), 215
kg. í jafnhendingu, sá tilraunir hans
við 185 kg. í snörun, sem bendir til að
hann hafi verið að gera klárt fyrir
200 og 230, svo og 430 kg. í saman-
lögðu, hefðu örlagameyjar ofið vef
hans áfram með þeim hætti.
Það er dulmögnuð stund á hverju
lyftingamóti þegar keppandi biður
um að sett sé Íslandsmet á lyftinga-
stöngina – hvað þá heimsmet eins og
Gústaf gerði. Stöngin bíður fullhlað-
in á lyftingapallinum og áhorfendur
spyrja: Sigrar Gústaf – eða sigrar
stálið? Á íslenskum lyftingapalli
hvíla áfram tveir bautasteinar Gúst-
afs: 170 kg. í snörun og 210 kg. í jafn-
hendingu – og gilda enn eftir tæp 30
ár – um aldir alda.
Í dag bera valkyrjur einn frækn-
asta íþróttakappa íslenskrar íþrótta-
sögu til Valhallar.
Halldór Eiríkur S.
Jónhildarson (Don).
Fleiri minningargreinar
um Gústaf Agnarsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu á næstu
dögum.
V i n n i n g a s k r á
32. útdráttur 6. Desember 2007
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
6 3 4 1 2
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
1 0 3 0 3 3 0 8 2 9 6 8 2 7 4 7 2 7 5 6
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1366 8832 23805 39301 49996 58294
2928 9359 37604 45934 56748 76815
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
2 5 4 8 6 5 8 1 6 6 7 9 2 6 7 0 6 4 1 0 1 8 5 0 8 6 8 6 0 3 6 1 7 1 5 1 0
6 7 8 9 1 9 2 1 6 8 9 7 2 7 6 5 6 4 1 3 4 1 5 2 7 6 7 6 0 6 2 8 7 1 5 9 6
1 0 7 8 1 0 1 5 4 1 7 7 6 1 2 7 9 1 7 4 2 0 1 9 5 3 5 0 2 6 1 6 2 3 7 4 8 0 5
2 3 2 1 1 0 2 5 3 1 8 4 8 7 2 9 0 4 9 4 2 8 9 9 5 3 5 5 1 6 2 2 9 7 7 5 5 3 1
2 3 3 0 1 0 7 6 7 1 8 7 0 6 2 9 6 6 4 4 3 1 7 0 5 3 7 9 7 6 3 6 3 1 7 5 8 2 3
2 6 2 1 1 1 2 1 1 1 9 7 8 7 3 0 0 8 4 4 4 7 6 1 5 4 7 3 4 6 4 3 1 6 7 7 6 7 6
4 7 8 7 1 2 0 7 1 2 1 8 1 6 3 0 3 6 6 4 6 0 8 1 5 5 0 2 9 6 5 2 5 2 7 8 0 5 0
4 8 4 6 1 2 1 4 3 2 3 1 7 8 3 1 2 3 5 4 7 9 3 6 5 5 5 3 3 6 5 6 0 3 7 9 1 7 9
5 0 8 8 1 4 5 6 0 2 3 1 9 2 3 2 3 4 7 4 8 1 4 0 5 5 7 2 1 6 6 0 3 8 7 9 6 4 9
5 2 1 7 1 4 6 5 4 2 3 7 1 6 3 3 0 6 0 4 9 4 2 7 5 6 3 8 0 6 7 1 6 6
5 6 0 7 1 5 9 1 3 2 3 8 4 0 3 3 9 0 1 4 9 5 1 5 5 7 0 9 9 6 7 1 7 7
6 2 9 6 1 5 9 7 8 2 5 7 5 4 3 5 5 7 6 4 9 6 4 0 5 7 5 6 7 6 7 6 2 4
8 2 5 0 1 6 1 4 1 2 6 3 7 2 3 8 0 6 9 5 0 8 6 4 5 7 8 1 5 6 8 1 3 4
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
1 0 2 1 0 7 9 7 2 1 4 1 2 3 0 5 9 6 4 3 9 7 7 5 4 1 3 8 6 2 4 8 3 7 0 7 2 2
1 2 2 4 1 0 8 4 3 2 1 6 2 4 3 0 7 1 7 4 5 0 4 0 5 4 3 3 1 6 2 9 3 2 7 1 1 8 4
1 5 6 9 1 1 8 9 1 2 2 2 7 9 3 0 9 7 3 4 5 1 1 8 5 4 4 7 3 6 3 3 2 1 7 1 9 9 1
1 6 4 1 1 1 8 9 7 2 2 3 0 8 3 1 4 0 4 4 5 2 1 7 5 4 9 8 4 6 3 6 7 4 7 2 0 7 3
2 2 9 0 1 2 8 9 1 2 2 7 8 6 3 1 4 2 2 4 6 0 8 5 5 5 5 0 5 6 3 8 0 2 7 2 3 7 0
2 4 7 4 1 2 9 6 3 2 3 4 2 5 3 2 4 9 1 4 6 2 7 7 5 5 7 8 9 6 3 9 1 3 7 2 6 5 3
2 4 8 7 1 3 0 7 7 2 3 7 7 1 3 2 6 1 6 4 6 5 5 3 5 5 8 1 2 6 4 3 4 6 7 3 0 5 0
2 5 6 6 1 3 4 8 2 2 4 0 1 6 3 3 2 7 5 4 6 9 0 9 5 5 9 4 5 6 4 7 3 4 7 3 1 8 3
2 5 8 0 1 3 6 8 8 2 4 4 5 7 3 3 5 8 4 4 6 9 3 4 5 6 0 0 0 6 4 7 7 4 7 3 5 2 4
3 0 4 2 1 3 9 1 5 2 4 4 7 8 3 4 1 6 4 4 7 2 7 5 5 6 4 6 7 6 4 7 9 2 7 4 4 1 5
4 0 8 1 1 3 9 2 9 2 4 5 1 1 3 4 3 1 3 4 7 3 1 4 5 6 5 6 8 6 4 8 5 9 7 4 7 4 0
4 7 5 4 1 4 4 3 3 2 4 5 2 7 3 4 3 7 9 4 7 6 2 1 5 6 7 3 6 6 5 3 0 1 7 4 8 0 2
5 0 6 7 1 4 9 5 1 2 5 1 1 9 3 4 4 6 8 4 7 7 0 6 5 6 8 0 4 6 5 5 6 3 7 4 8 7 0
5 1 7 9 1 5 4 7 9 2 5 2 5 9 3 5 1 3 2 4 9 3 3 9 5 7 4 7 1 6 5 8 0 1 7 4 9 7 4
6 0 2 0 1 5 5 5 2 2 5 7 4 3 3 5 4 6 0 4 9 6 6 2 5 7 5 6 4 6 5 9 9 9 7 5 6 1 0
6 3 3 3 1 5 5 6 5 2 5 8 3 8 3 5 5 5 9 4 9 7 0 1 5 7 6 2 3 6 6 3 7 7 7 6 2 9 3
6 4 6 1 1 6 0 3 5 2 5 9 3 2 3 6 0 1 9 4 9 7 2 6 5 7 6 7 6 6 6 4 2 7 7 6 8 9 8
6 6 7 1 1 6 1 2 2 2 6 2 0 6 3 6 6 5 8 4 9 7 3 7 5 7 9 7 2 6 6 4 2 8 7 6 9 3 0
6 8 0 3 1 6 5 6 5 2 6 2 9 2 3 7 5 0 2 5 0 0 5 3 5 8 0 2 7 6 6 5 6 8 7 7 5 0 3
6 9 0 9 1 6 7 7 0 2 7 9 0 4 3 7 7 8 5 5 0 4 6 0 5 8 1 2 4 6 6 7 0 1 7 8 1 0 2
7 2 2 7 1 6 8 9 5 2 8 2 1 3 3 8 5 1 5 5 0 5 0 3 5 8 2 8 0 6 6 8 7 6 7 8 3 4 9
7 2 8 1 1 6 9 3 6 2 8 4 0 3 3 9 8 1 5 5 0 5 1 2 5 8 9 2 8 6 7 0 5 4 7 8 8 5 9
7 6 9 5 1 7 1 7 0 2 8 6 2 7 4 0 5 1 7 5 0 7 3 8 5 9 2 4 9 6 7 5 4 1 7 9 0 7 5
7 9 3 8 1 7 2 0 1 2 8 6 8 7 4 0 7 8 3 5 1 7 6 5 6 0 5 8 4 6 7 7 4 6 7 9 1 2 7
8 5 1 4 1 7 3 3 2 2 8 9 0 9 4 1 3 5 0 5 1 9 4 6 6 0 6 6 6 6 7 8 5 3 7 9 1 3 7
8 6 8 5 1 8 5 7 5 2 8 9 7 8 4 1 9 3 5 5 2 3 7 2 6 0 7 3 8 6 7 8 6 7 7 9 1 7 8
9 1 1 4 1 8 7 2 1 2 9 3 0 2 4 2 2 5 6 5 2 3 8 8 6 0 8 3 5 6 7 9 5 4
9 5 9 1 1 9 3 9 7 2 9 4 0 1 4 3 0 0 4 5 2 5 0 4 6 1 1 4 8 6 8 3 1 5
9 6 2 6 1 9 5 0 0 2 9 6 8 5 4 3 2 4 6 5 2 5 7 7 6 1 6 4 5 6 9 1 4 6
1 0 0 4 0 1 9 7 2 1 3 0 4 0 2 4 3 4 9 4 5 3 8 2 1 6 1 8 1 8 6 9 7 6 6
1 0 1 5 2 2 0 7 5 4 3 0 4 9 3 4 3 6 6 2 5 3 9 1 8 6 2 1 2 6 7 0 3 9 0
1 0 6 3 7 2 1 2 2 6 3 0 5 8 3 4 3 9 6 8 5 4 0 8 7 6 2 2 6 8 7 0 5 7 0
Næstu útdrættir fara fram 13. des, 20. des, 27 .des, 2007 & 3. jan 2008
Heimasíða á Interneti: www.das.is