Morgunblaðið - 07.12.2007, Side 44

Morgunblaðið - 07.12.2007, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVAÐ ERTU MEÐ UPPI Í ÞÉR? ALLT Í LAGI, HVAÐ ERTU EKKI MEÐ UPPI Í ÞÉR? RÚSÍNUR SJÁÐU! ÞÓ AÐ ALLT GRAS SÉ GRÆNT ÞÁ ER ÞAÐ EKKI ALLT JAFN GRÆNT HA HA HA HA HA HA HA HA HA HANN ER MEIRA AÐ SEGJA FYNDINN SUMIR HALDA TIL DÆMIS AÐ GRASIÐ SÉ ALLTAF GRÆNNA HINUM MEGINN HOBBES? ERTU HÉRNA NIÐRI? ÞÚ HLÝTUR AÐ VERA EINHVERS STAÐAR! HÉRNA ER HANN, KALVIN! ÉG ER BÚIN AÐ FINNA HOBBES! ÞÚ FANNST HANN! ER HANN NOKKUÐ MEIDDUR? NEI, HANN VAR UNDIR RÚM- TEPPINU HOBBES, ÞAÐ ER SVO GOTT AÐ SJÁ ÞIG! NÚNA ERTU ÖRUGGUR... OG ÉG LÍKA! NÚNA ER FJÖLSKYLDAN HEIL AFTUR ÆTLI ÞAÐ EKKI HELGA, ÞÚ ÁTT ALDREI EFTIR AÐ GETA GISKAÐ Á ÞAÐ HVAR ÉG HEF VERIÐ SÍÐUSTU ÞRJÁR VIKURNAR LÁTUM OKKUR SJÁ... SUÐUR ÍTALÍU, STRÖNDUM SPÁNAR OG Í PARÍS ÞÚ ERT ALVEG ÓTRÚLEG! HVERNIG GASTU VITAÐ ÞETTA? MATARBLETTIR LJÚGA ALDREI ÉG HEITI BÚKOLLA OG ÉG ER GRASFÍKILL HVERNIG LÍÐUR ÞÉR NÚNA ÞEGAR KALLI ER KOMINN Í SUMARBÚÐIR? MÉR LEIÐ BETUR EFTIR AÐ ÉG FÉKK AÐ SJÁ ÞÆR HANN Á EFTIR AÐ SKEMMTA SÉR SVO VEL VIÐ ÞAÐ AÐ SYNDA, LEIKA SÉR, SPILA FÓTBOLTA OG BÚA TIL VARÐELDA AÐ HANN Á EKKERT EFTIR AÐ HUGSA UM OKKUR HMM FINNST ÞÉR LEIÐINLEGT AÐ HANN EIGI EFTIR GLEYMA OKKUR? NEI, MIG LANGAR LÍKA AÐ FARA Í SUMARBÚÐIR ÉG GAT EKKI RANNSAKAÐ VALSLÖNGVUNA Í DAG ÞVÍ ÞAÐ VAR OF MIKIÐ AF FÓLKI HÉR. EN NÚNA... ANSANS! MYNDVERIÐ HEFUR VERIÐ LAGT Í RÚST! dagbók|velvakandi Þjóðverjar komi að vörnum Íslands ÍSLENSK stjórnvöld hafa eins og kunnugt er tekið upp nána samvinnu við Dani og Norðmenn í öryggis- og varnarmálum eftir brotthvarf bandaríska hersins frá Íslandi. Þá eiga íslensk stjórnvöld í við- ræðum við NATO og einstök ríki þess um aðkomu að vörnum Íslands. Eitt þessara ríkja er Þýskaland, sem hefur sýnt öryggis- og varnarmálum Íslands áhuga. – Því ber að fagna, því ef einhver þjóð hefur sýnt Ís- lendingum óskoraða vináttu og virð- ingu gegnum tíðina, þá eru það ein- mitt Þjóðverjar. Menningarleg tengsl Íslendinga og Þjóðverja hafa ætíð verið afar sterk. Hins vegar hefðu hin pólitísku tengsl mátt vera mun meiri, einkum nú og í framtíð- inni, því Þjóðverjar gegna mörgum lykilhlutverkum, ekki síst innan Evrópusambandsins, þar sem Ís- lendingar eiga mikilla hagsmuna að gæta. – Innan NATO er Þýskaland eitt af öflugustu ríkjum bandalags- ins, en áður en bandaríski herinn yfirgaf Ísland voru það þýskar her- flugvélar sem næst komu þeim bandarísku með millilendingar á Keflavíkurflugvelli. – Því yrði ómet- anlegur fengur í því, að Þjóðverjar, okkar besta vinaþjóð, kæmu að vörnum Íslands. Og það sem fyrst! Höfundur er bókhaldari. Þakklæti ÉG á dóttur sem er öryrki vegna bíl- slyss fyrir fjórum árum. Hún er ein- stæð móðir með þrjá unglinga á framfæri í leiguhúsnæði. Langar mig að koma á framfæri þakklæti til Ásgerðar og allra þeirra sem vinna hjá Fjölskylduhjálp fyrir þeirra miklu aðstoð sem hún og börnin hafa notið alveg síðan slysið varð. Hjá þeim hefur hún fengið mat og nauð- synjar sem gefnar eru af fyrir- tækjum og góðu fólki, og eiga þau líkar sínar þakkir skildar. Þörfin fyr- ir hjálp og aðstoð af þessu tagi er fyrir hendi allt árið, en aldrei er hún meiri og sárari en fyrir jólin. Þakklát mamma og amma. Fundarlaun GULLARMBANDSÚR með tveim- ur rauðum steinum tapaðist í eða við Domus Medica eða í Kópavogi, á Skemmuvegi eða Dalvegi. Finnandi vinsamlega hafi samband við Sigrúnu í síma 898 5028 – fundar- laun. Lýsi eftir bíllyklum – Mosfellsbakarí, Mosfellsbæ BÍLLYKLARNIR mínir voru tekn- ir í misgripum við afgreiðsluborð Mosfellsbakarís í Mosfellsbæ þann 5. desember, um klukkan átta um morguninn. Þetta eru bíllyklar af Ford Focus með bíllæsingu, kippan er með klassísku sniði, svört leður- pjatla með merki Brimborgar. Vinsamlegast hafðu samband við mig í síma 898 2104 eða 561 2709, eða í gegnum tölvupóst á netfangið soffiajo@gmail.com. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is UNGUM sem öldnum til mikillar gleði féll „jólasnjór“ í Reykjavík og ná- grenni í fyrrinótt og var fagurt um að litast í morgunsárið, en starfsmenn borgarinnar fóru strax að hreinsa göngustíga, þessi var í Árbæjarhverfi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Loksins kom snjórinn á höfuðborgarsvæðinu Úr aðventu og jóladagskrá Fríkirkjunnar í Reykjavík 9.12. 14:00 Annar sunnudagur í aðventu – Barnaguðsþjónusta. 20:00 Aðventukvöld Fríkirkjunnar – ræðumaður er Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn. Lögreglukórinn kemur í heim sókn og syngur. Síðan sjá Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller um tónlistarflutning af sinni alkunnu snilld. 16.12. 14:00 Þriðji sunnudagur í aðventu – Jólatrésskemmtun – hefst í kirkjunni með stuttri helgistund en mun svo halda áfram í safnaðarheimilinu og fjör færist í leikinn. Dansað í hring um jólatréð og jólasveinninn kemur í heimsókn með góðar gjafir. 17:00 Heilunarguðsþjónusta. Á vegum Sálarransóknarfélags Íslands, Fríkirkjunnar og Kærleikssetursins. 20.00 Tónleikar til styrktar „Fjölskylduhjálpinni“. Á vegum Kirkjukórs Lágafellssóknar og Jónasar Þóris. Fjöldi lands frægra gesta koma fram. Miðaverð 1.500 kr. 21.12. 21.00 Aðventuvaka Öllu, Ásu og Önnu Siggu. 23.12. 14:00 Fjórði sunnudagur í aðventu – Aðventustund. Barn borið til skírnar. Börnum færðar gjafir. 24.12. 18:00 Aftansöngur aðfangadagskvöld. 24.12. 23:30 Miðnæturguðsþjónusta með Páli Óskari og Moniku. 25.12. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta á jóladag. Sjá frekar á frikirkjan.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.