Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 53 „BEOWULF ER EINFALDLEGA GULLFALLEG...“ ENTERTAINMENT WEEKLY SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI „RIDLEY SCOTT LEIKSTÝRIR RUSSELL CROWE OG DENZEL WASHINGTON Í BESTU MYND ÞESSA ÁRS!“ Ó.E. eeee „American gangster er vönduð og tilþrifamikil“ - S.V., MBL eeee ,,Virkilega vönduð glæpamynd í anda þeirra sígildu.” - LIB, TOPP5.IS VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA „Óskarsakademían mun standa á öndinni... toppmynd í alla staði.“ Dóri DNA - DV SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI / AKUREYRI BEE MOVIE kl. 6 - 8 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ BEOWULF kl. 10 B.i. 12 ára SIDNEY WHITE kl. 8 - 10 LEYFÐ / KEFLAVÍK BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 6 - 8 LEYFÐ HITMAN kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára BEOWOLF kl. 10 B.i. 12 ára ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ / SELFOSSI BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 8 LEYFÐ DAN IN REAL LIFE kl. 8 LEYFÐ BEOWULF kl. 10 B.i. 12 ára EASTERN PROMISES kl. 10:10 B.i. 16 ára Leiðinlegu skóla stelpurnar - sæta stelpan og 7 lúðar! Amanda Bynes úr She‘s The Man er komin aftur í bráðskemmtilegri mynd BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI WWW.SAMBIO.IS SÝND Í ÁLFABAKKA LAUGARD. OG SUNNUD. SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Á SELFOSSI LAUGARD. OG SUNNUD. FRÁ LEIKSTJÓRANUM DAVID CRONEBERG SÝND Á SELFOSSI eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eeee - T.S.K., 24 STUNDIR eeee - L.I.B., TOPP5.IS SÝND Á SELFOSSI Ve rð a ðeins 600 kr . Með íslensku tali SÝND Í KEFLAVÍK LAUGARD. OG SUNNUD. SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI 2 VIKUR Á TOPPNUM Á ÍSLANDI Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG held að ég hafi eitthvað til málanna að leggja í þessum hópi og ég hlakka til að fara að skapa eitthvað skemmtilegt að nýju,“ segir Daníel Ágúst Haraldsson, söngvari, lagahöf- undur og textasmiður, sem hefur ákveðið að ganga til liðs við hljómsveitina Ný dönsk að nýju. Daníel sagði formlega skilið við sveitina fyrir tólf árum, en þá stofnaði hann hljómsveit- ina Gus gus ásamt stórum hópi fólks. „Það var aðallega vegna eigin drauma um aðra nálgun á tónlistarsköpunina og umhverfi hennar sem ég hætti tímabundið í Ný dönsk. Það var bara af forvitni sem ég fór að leita að öðrum tóni og öðrum hljóðheimi og stofnaði því Gus gus.“ Þótt Daníel hafi hætt í Ný dönsk árið 1995 hefur hann komið fram með sveitinni öðru hvoru síðan þá, enda segir hann að sambandið þeirra á milli hafi alltaf verið með miklum ágætum. „Það hefur alltaf verið gott að vinna með strákunum, og eins og í öllum góðum sam- böndum er mikil fegurð í þessu.“ Aðspurður segir Daníel að á undanförnum árum hafi hann oft verið spurður hvort hann ætlaði ekki að ganga til liðs við Ný dönsk að nýju. „Þá var ekki rétti tíminn, en nú er rétti tíminn.“ Hvað Gus gus varðar segir Daníel að hann muni áfram verða með annan fótinn í þeirri sveit. „Ég mun halda áfram að starfa með þeim. Þetta er náttúrlega allt önnur tegund tónlistar, en það er ágætt að hafa fjölbreytni í lífinu,“ segir hann, og bætir því við að hann muni einnig halda áfram að syngja með Krumma í hljómsveitinni Esju. „Einherjafer- illinn er líka nokkuð sem mig langar að rækta, en allt hefur sinn tíma og það verður bara að púsla þessu rétt saman.“ „Já, endilega“ „Það væri mjög gaman að skoða þetta í sögulegu samhengi, það hefur örugglega ekki gerst oft að maður gangi aftur til liðs við hljómsveit eftir tólf ára fjarveru,“ segir Jón Ólafsson, hljómborðsleikari sveitarinnar, sem er hæstánægður með ákvörðun Daníels. Jón segir þetta allt saman hafa gengið mjög áreynslulaust fyrir sig, enda sé mikill vin- skapur milli allra. „Við fundum þetta á okkur í kringum 20 ára afmælið um daginn, hvað Danni hafði miklu meiri áhuga á þessu nú en fyrir fimm eða tíu árum. Svo héldum við ball á NASA þar sem hann var með okkur á sviðinu allan tímann og gríðarleg stemning. Fyrir nokkrum dögum héldum við síðan fund til þess að fá þetta á hreint, hvort hann vildi koma aft- ur eða ekki. Hann sagði bara „já, endilega“.“ Að sögn Jóns eru meðlimir sveitarinnar ákaflega ánægðir með ákvörðun Daníels. „Hann er bæði frábær söngvari, lagahöfundur og textasmiður þannig að það er enginn smá- styrkur fyrir okkur að fá hann til baka. Við höfum alveg sýnt að við getum verið án hans, en auðvitað erum við miklu betri með honum.“ Aðspurður segir Jón að hér eftir muni Daní- el alltaf koma fram með Ný dönsk á tónleikum, og ef hann verði til dæmis upptekinn með Gus gus muni Ný dönsk einfaldlega ekki spila. Þá er Ný dönsk með nýja plötu í pípunum, og Daníel mun að sjálfsögðu taka fullan þátt í því verkefni. Aðdáendur sveitarinnar þurfa ekki að bíða lengi eftir að sjá hana sameinaða því hún held- ur tónleika á NASA á laugardaginn eftir rúma viku, hinn 15. desember. Miðasala verður aug- lýst þegar nær dregur, en líklega verður sleg- ist um þá miða sem í boði verða. Týndi sonurinn snýr aftur Á sínum tíma Ólafur Hólm, Björn Jörundur, Stefán, Jón og Daníel í sínu fínasta pússi. Daníel Ágúst aftur í Ný dönsk eftir tólf ára hlé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.