Morgunblaðið - 21.12.2007, Síða 63

Morgunblaðið - 21.12.2007, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 63 EFTIR endurkomutónleika Led Zeppelin þann 10. desember í Lundúnum hafa gengið allskonar sögur um að hljómsveitin víðfræga hyggist halda fleiri tónleika. Slúðurvefveitan Bang Showbiz greindi frá því í gær að búið væri að bóka Led Zeppelin sem aðal- númerið á Glastonbury tónlistarhá- tíðina á næsta ári áður en þeir halda í átján mánaða tónleikaferð um heiminn. Heimildamaður, náinn bandinu, á að hafa sagt: „Þetta hefst allt á Glastonbury hátíðinni á næsta ári, þegar Robert [Plant] hefur lokið við að túra með amerísku kántr- ístjörnunni Alison Krauss.“ Það var Led Zeppelin sem blés Michael Eavis því í brjóst að setja Glastonbury-hátíðina á laggirnar eftir að hann sá bandið leika undir berum himni árið 1970. Einnig hef- ur komið fram að hljómsveitin ætli að snúa aftur í Madison Square Garden í New York þar sem hún lék á þrennum sögulegum tón- leikum árið 1973. Þó að bandmeðlimir hafi ýjað að því að þeir muni halda fleiri tón- leika hefur ekki komið fram nein formleg tilkynning um það. Gít- arleikarinn Jimmy Page á að hafa sagt; „Það væri dálítil sjálfselska af okkur að halda aðeins eina tónleika. Ef svo verður hefðum við líklega ekki átt að hleypa andanum úr flöskunni.“ Zeppelin Það yrðu líklega margir glaðir ef þeir héldu fleiri tónleika. Led Zeppelin á Glaston- bury? AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Tækjasjóður Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2008 Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Hlutverk Tækjasjóðs er að veita rannsóknastofnunum styrki til kaupa á dýrum tækjum og búnaði til rannsókna. Við úthlutun úr Tækjasjóði er tekið mið af úthlutunarstefnu Rannsóknasjóðs og eru eftirfarandi atriði lögð til grundvallar: • Að tækin séu mikilvæg fyrir framfarir í rannsóknum á Íslandi og fyrir rannsóknir umsækjenda. • Að fjárfesting í tækjabúnaði sé til uppbyggingar nýrrar aðstöðu sem skapi nýja möguleika til rannsókna eða að tæki tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður styrkir. • Að tækin séu staðsett á rannsókna- og háskólastofnunum. • Að samstarf verði um nýtingu tækja milli stofnana eða milli stofnana og fyrirtækja með fyrirsjáanlegum hætti. • Að áætlanir um kostnað og fjármögnun á kaupunum séu raunhæfar. Framlag Tækjasjóðs greiðir aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna. Ítarlegar upplýsingar um Tækjasjóð, styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Rannís (www.rannis.is). Vatnagörðum 14 – 104 Reykjavík Sími 563 6000 – www.litrof.is – fyrsta bókin í nýrri ritröð um íslenskar laxveiðiár Laxá í Kjós, ásamt Bugðu, hefur af þekktum stangaveiðimönnum verið kölluð „Háskóli“ stangaveiðimanna vegna fjölbreytileika síns. Þetta er óskabók veiðimanna, hvort sem þeir eru þaulreyndir eða að feta sín fyrstu spor í veiðikúnstinni og fæst bæði á ensku og íslensku. Höfundurinn, Guðmundur Guðjónsson, lýsir veiðistöðum af þekkingu og kryddar lýsingar sínar sögnum af skemmtilegum mönnum sem hafa notið þeirrar ánægju að spreyta sig í þessum ám í gegnum tíðina. Gullfallegar myndir Einars Fals Ingólfssonar gæða bókina enn frekara lífi. Fæst bæðiá ensku ogíslensku Bókin fæst í öllum helstu bóka- og veiðivöruverslunum auk þess er hægt að panta hana á vefnum www.votnogveidi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.