Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Enn eina fjögurra ára áfyllingu, takk.
VEÐUR
Össur Skarphéðinsson iðn-aðarráðherra segir í samtali við
Morgunblaðið í gær um ráðningu
nýs orkumálastjóra, að málefna-
legar forsendur hafi legið til grund-
vallar ákvörðun hans. Orðrétt segir
iðnaðarráðherra:
„Ég taldi eftir að hafa farið mál-
efnalega yfir umsóknir að einn
þeirra væri hæfastur. Á þeim mál-
efnalega grundvelli valdi ég viðkom-
andi til starf-
ans …“
Auðvitað vitaallir lands-
menn að Össur
Skarphéðinsson
er málefnalegur
stjórnmálamaður
sem vinnur mál-
efnalega og tekur
ákvarðanir á mál-
efnalegum forsendum.
Og þegar Össur Skarphéðinssonsegist hafa verið málefnalegur í
störfum sínum dettur engum í hug
að halda því fram að ráðherrann
hafi ekki verið málefnalegur.
Össur er heiðarlegur stjórn-
málamaður og þegar heiðarlegur
stjórnmálamaður kveðst hafa verið
málefnalegur í störfum sínum dirfist
enginn að draga það í efa.
Þó er ein spurning sem vaknar ítengslum við þessar umræður.
Getur verið að Guðni A. Jóhann-esson orkumálastjóri sé sá
Guðni A. Jóhannesson sem um skeið
var í forystu fyrir félagasamtökum
Alþýðubandalagsins í Reykjavík?
Og getur verið að þeir ÖssurSkarphéðinsson og aðstoð-
armaður hans, Einar Karl Haralds-
son, þekki eitthvað til Guðna A. Jó-
hannessonar frá því að þeir störfuðu
allir þrír í Alþýðubandalaginu?!
Þetta getur varla verið – eða erþað nokkuð Össur?!
STAKSTEINAR
Össur
Skarphéðinsson
Er það nokkuð Össur?
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!"
#!$"
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
%
% % % %
% %
*$BC &&&
!"
#$ % & #
*!
$$B *!
' (
) &" &( &" $"
*$
<2
<! <2
<! <2
' ") &+ ,-&.!$/
D2
E
62
$
'"
(
(
) "(#* % %
B
) ' #)
%
#+,
*
)
- (
' #.
(
/
#
$ % #
01&&$22$"&
&3 $!
$&+ ,
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Hallur Magnússon | 4. janúar
John Edwards næsti
forseti Bandaríkjanna
Ég hef trú á því að John
Edwards verði næsti
forseti Bandaríkjanna.
Niðurstöður forkosn-
inga í Iowa styrkja mig í
þeirri trú. Þrátt fyrir að
kastljósið hafi fyrst og fremst beinst
að Hillary Clinton og Barack Obama í
aðdraganda forkosninganna, þá nær
Edwards öðru sæti og nær næstum
30% atkvæða. Hann er því búinn að
stimpla sig rækilega inn. Ástæða
þess að ég tel að John Edwards verði
næsti forseti …
Meira: hallurmagg.blog.is
Kári Harðarson | 4. janúar
Parísarhjólið
Hér er frétt utan úr
heimi sem kom aldrei í
fjölmiðla á Íslandi mér
vitanlega: 15. júlí 2007
vöknuðu Parísarbúar
við að 20.600 reiðhjól
voru komin í hjólagrindur víðs vegar
um borgina. Á 1.450 stöðum í borg-
inni er nú hægt að nálgast reiðhjól og
skila þeim aftur. Leigan er mjög lág,
nánast ókeypis. Tölva fylgist með því
hversu mörgum hjólum er lagt á hverj-
um stað. Hjólakerfið í París var sett
upp eftir að góð reynsla var komin á
sambærilegt framtak í borginni Lyon.
Borgarlandslagið þar umbreyttist ...
Meira: kari-hardarson.blog.is
Kristín M. Jóhannsdóttir | 4. janúar
Sykrað og sætt
… Sérstaklega finnst
mér gott ef bragð stang-
ast algjörlega á, eins og
t.d. þegar maður bland-
ar saman söltu og sætu.
Sú blöndun gerir mig al-
gjörlega óða. Ég man
þegar ég fékk Kettle Corn-poppkorn í
fyrsta sinn. Ég gat bara ekki hætt að
borða. Tróð mig hreinlega út af popp-
inu (Kettle Corn er þegar maður lætur
bæði sykur og salt út á poppið – syk-
urinn þarf að fara út með korninu svo
hann svona hálfbráðni með og svo
festist saltið utan á). Ef ég á Kettle
Corn örbylgjupopp …
Meira: stinajohanns.blog.is
G. Tómas Gunnarsson | 4. janúar
Menning og listir
Ég hef komist nokkuð í íslenska
menningu nú upp á síðkastið, bæði
bækur og kvikmyndir. Þetta er enda
uppskerutíminn ef svo má að orði
komast.
Í Florida náði ég að lesa Harðskafa
eftir Arnald Indriðason og sömuleiðis
Dauða trúðsins eftir Árna Þór-
arinsson. Það er skemmst frá því að
segja að báðar bækurnar þóttu mér
ágætar, þó að mér finnist Arnaldur oft
hafa átt betri spretti. Árni er hins veg-
ar á uppleið.
Ég náði því svo á milli hátíðanna að
horfa á Mýrina með konunni, en það
varð okkur nokkur harmur að hafa
ekki tök á því að sjá hana í bíó síðast-
liðið haust þegar hún var sýnd á kvik-
myndahátíðinni hér í Toronto.
En myndin er ákaflega góð og við
Bjórárhjónin vorum sammála um að
hún væri ljómandi skemmtun, tví-
mælalaust í hópi bestu íslensku kvik-
myndanna, þó að vissulega sé hún
langt frá því að tylla sér á toppinn. En
það er vissulega góður áfangi að kom-
in sé til sögunnar góð og trúverðug ís-
lensk „krimmamynd“.
En Köld slóð bíður þess að tími gef-
ist, og svo sömuleiðis Næturvaktin,
en á hana horfi ég þó nánast örugg-
lega einn, þar sem þættirnir eru ekki
textaðir, en ég hlakka til að sjá hvoru
tveggja.
En ég er líka nýbúinn að lesa Rimla
hugans, eftir Einar Má. Þar er á ferð-
inni gríðarlega vel skrifuð og grípandi
bók. Reyndar hefur Einar aldrei valdið
mér vonbrigðum, alla vegna ekki svo
orð sé á gerandi. Hann hefur alla tíð
síðan ég heyrði hann lesa upp úr
Riddurum hringstigans í Háskólabíói
forðum daga, verið í uppáhaldi hjá
mér.
Í dag lauk ég svo við bók Tryggva
Harðarsonar, Engin miskunn - El Grillo
karlinn, sem fjallar um lífshlaup Ey-
þórs Þórissonar. Aldrei hafði ég heyrt
af Eyþóri áður en ég fékk bókina í
hendur, en henni er líklega best lýst
með því að segja að hún sé „svaka-
mannasaga“. En bókin er skemmtileg
aflestrar og augljóst að ferill Eyþórs er
með eindæmum líflegur eða skraut-
legur eins og margir myndu líklega
komast að orði. En ávallt lendir hann
á fótunum þó að þeir séu valtir á köfl-
um.
Persónulega mæli ég með öllum
þessum bókum, enda mæli ég yf-
irleitt með bókum, þær eru ekki …
Meira: 49beaverbrook.blog.is
BLOG.IS
FRÉTTIR
RAGNAR Lárusson
teiknari lést mánudag-
inn 31. desember s.l.
72 ára að aldri.
Ragnar fæddist á
Brúarlandi í Mosfells-
sveit þann 13. desem-
ber 1935. Foreldrar
hans voru skólastjóra-
hjónin á Brúarlandi,
Kristín Magnúsdóttir
og Lárus Halldórsson.
Ragnar var yngstur
barna þeirra hjóna, en
eldri systkini hans eru
Margrét, Magnús (lát-
inn), Halldór, Valborg,
Tómas, Fríða og Gerður.
Ragnar ólst upp á Brúarlandi
sem var í senn mikið skóla- og
menningarsetur.
Hann útskrifaðist frá Myndlista-
og handíðaskóla Íslands og stund-
aði eftir það einkanám hjá Gunnari
Gunnarssyni listmálara.
Ragnar stundaði um hríð sjó-
mennsku, m.a. með Ása í Bæ, en
þeir félagar áttu síðar samstarf um
útgáfu skopritsins Spegilsins.
Ragnar var blaðamaður um 15
ára skeið, m.a. á Alþýðublaðinu,
Þjóðviljanum, Vísi og Dagblaðinu.
Á Vísi skóp hann teiknifígúruna
Bogga blaðamann, dægurhetju sem
birtist á síðum blaðsins um árabil.
Ragnar starfaði síð-
an við auglýsingagerð
og kennslu í mynd- og
handmennt uns hann
varð að láta af störf-
um vegna veikinda.
Hann vann að
myndsköpun alla tíð
og hélt fjölda einka-
og samsýninga. Þá
teiknaði hann og ritaði
fjölda greina í blöð og
tímarit.
Eftir Ragnar liggja
7 barnabækur um
Mola litla flugustrák
og einnig gerði hann
fyrstu hreyfimynd í íslensku sjón-
varpi, um Valla Víking.
Ragnar var mikill áhugamaður
um íþróttir og var liðtækur frjáls-
íþróttamaður á yngri árum. Hann
varð m.a. drengjameistari í stang-
arstökki.
Síðustu 35 ár stundaði hann golf
af kappi og sinnti ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir golfklúbbana sem
hann var félagi í, nú síðast var
hann í Golfklúbbnum Keili.
Eftirlifandi eiginkona Ragnars
er Kristín Pálsdóttir teymisstjóri,
og eignuðust þau eina dóttur,
Freyju.
Önnur börn Ragnars eru Ingi-
björg, Kári, Kristín Lára og Gísli.
Andlát
Ragnar Lárusson