Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Enn eina fjögurra ára áfyllingu, takk. VEÐUR Össur Skarphéðinsson iðn-aðarráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í gær um ráðningu nýs orkumálastjóra, að málefna- legar forsendur hafi legið til grund- vallar ákvörðun hans. Orðrétt segir iðnaðarráðherra: „Ég taldi eftir að hafa farið mál- efnalega yfir umsóknir að einn þeirra væri hæfastur. Á þeim mál- efnalega grundvelli valdi ég viðkom- andi til starf- ans …“     Auðvitað vitaallir lands- menn að Össur Skarphéðinsson er málefnalegur stjórnmálamaður sem vinnur mál- efnalega og tekur ákvarðanir á mál- efnalegum forsendum.     Og þegar Össur Skarphéðinssonsegist hafa verið málefnalegur í störfum sínum dettur engum í hug að halda því fram að ráðherrann hafi ekki verið málefnalegur. Össur er heiðarlegur stjórn- málamaður og þegar heiðarlegur stjórnmálamaður kveðst hafa verið málefnalegur í störfum sínum dirfist enginn að draga það í efa.     Þó er ein spurning sem vaknar ítengslum við þessar umræður.     Getur verið að Guðni A. Jóhann-esson orkumálastjóri sé sá Guðni A. Jóhannesson sem um skeið var í forystu fyrir félagasamtökum Alþýðubandalagsins í Reykjavík?     Og getur verið að þeir ÖssurSkarphéðinsson og aðstoð- armaður hans, Einar Karl Haralds- son, þekki eitthvað til Guðna A. Jó- hannessonar frá því að þeir störfuðu allir þrír í Alþýðubandalaginu?!     Þetta getur varla verið – eða erþað nokkuð Össur?! STAKSTEINAR Össur Skarphéðinsson Er það nokkuð Össur? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                   *(!  + ,- .  & / 0    + -                      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (             !" #!$"     :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? %   %    %   %         %   % %                          *$BC &&&                                !"       # $  %  &   # *! $$ B *! ' (  ) &" &( &"  $" *$ <2 <! <2 <! <2 ' ")  &+ ,-&.!$/  D2 E                 6 2  $     '"  (       (     ) "(# * %  %         B  )   '    # )  %            # +,    *  )  -     (          '    # .      (   /      # $  %     # 01& &$22 $"&  &3 $! $&+ , Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Hallur Magnússon | 4. janúar John Edwards næsti forseti Bandaríkjanna Ég hef trú á því að John Edwards verði næsti forseti Bandaríkjanna. Niðurstöður forkosn- inga í Iowa styrkja mig í þeirri trú. Þrátt fyrir að kastljósið hafi fyrst og fremst beinst að Hillary Clinton og Barack Obama í aðdraganda forkosninganna, þá nær Edwards öðru sæti og nær næstum 30% atkvæða. Hann er því búinn að stimpla sig rækilega inn. Ástæða þess að ég tel að John Edwards verði næsti forseti … Meira: hallurmagg.blog.is Kári Harðarson | 4. janúar Parísarhjólið Hér er frétt utan úr heimi sem kom aldrei í fjölmiðla á Íslandi mér vitanlega: 15. júlí 2007 vöknuðu Parísarbúar við að 20.600 reiðhjól voru komin í hjólagrindur víðs vegar um borgina. Á 1.450 stöðum í borg- inni er nú hægt að nálgast reiðhjól og skila þeim aftur. Leigan er mjög lág, nánast ókeypis. Tölva fylgist með því hversu mörgum hjólum er lagt á hverj- um stað. Hjólakerfið í París var sett upp eftir að góð reynsla var komin á sambærilegt framtak í borginni Lyon. Borgarlandslagið þar umbreyttist ... Meira: kari-hardarson.blog.is Kristín M. Jóhannsdóttir | 4. janúar Sykrað og sætt … Sérstaklega finnst mér gott ef bragð stang- ast algjörlega á, eins og t.d. þegar maður bland- ar saman söltu og sætu. Sú blöndun gerir mig al- gjörlega óða. Ég man þegar ég fékk Kettle Corn-poppkorn í fyrsta sinn. Ég gat bara ekki hætt að borða. Tróð mig hreinlega út af popp- inu (Kettle Corn er þegar maður lætur bæði sykur og salt út á poppið – syk- urinn þarf að fara út með korninu svo hann svona hálfbráðni með og svo festist saltið utan á). Ef ég á Kettle Corn örbylgjupopp … Meira: stinajohanns.blog.is G. Tómas Gunnarsson | 4. janúar Menning og listir Ég hef komist nokkuð í íslenska menningu nú upp á síðkastið, bæði bækur og kvikmyndir. Þetta er enda uppskerutíminn ef svo má að orði komast. Í Florida náði ég að lesa Harðskafa eftir Arnald Indriðason og sömuleiðis Dauða trúðsins eftir Árna Þór- arinsson. Það er skemmst frá því að segja að báðar bækurnar þóttu mér ágætar, þó að mér finnist Arnaldur oft hafa átt betri spretti. Árni er hins veg- ar á uppleið. Ég náði því svo á milli hátíðanna að horfa á Mýrina með konunni, en það varð okkur nokkur harmur að hafa ekki tök á því að sjá hana í bíó síðast- liðið haust þegar hún var sýnd á kvik- myndahátíðinni hér í Toronto. En myndin er ákaflega góð og við Bjórárhjónin vorum sammála um að hún væri ljómandi skemmtun, tví- mælalaust í hópi bestu íslensku kvik- myndanna, þó að vissulega sé hún langt frá því að tylla sér á toppinn. En það er vissulega góður áfangi að kom- in sé til sögunnar góð og trúverðug ís- lensk „krimmamynd“. En Köld slóð bíður þess að tími gef- ist, og svo sömuleiðis Næturvaktin, en á hana horfi ég þó nánast örugg- lega einn, þar sem þættirnir eru ekki textaðir, en ég hlakka til að sjá hvoru tveggja. En ég er líka nýbúinn að lesa Rimla hugans, eftir Einar Má. Þar er á ferð- inni gríðarlega vel skrifuð og grípandi bók. Reyndar hefur Einar aldrei valdið mér vonbrigðum, alla vegna ekki svo orð sé á gerandi. Hann hefur alla tíð síðan ég heyrði hann lesa upp úr Riddurum hringstigans í Háskólabíói forðum daga, verið í uppáhaldi hjá mér. Í dag lauk ég svo við bók Tryggva Harðarsonar, Engin miskunn - El Grillo karlinn, sem fjallar um lífshlaup Ey- þórs Þórissonar. Aldrei hafði ég heyrt af Eyþóri áður en ég fékk bókina í hendur, en henni er líklega best lýst með því að segja að hún sé „svaka- mannasaga“. En bókin er skemmtileg aflestrar og augljóst að ferill Eyþórs er með eindæmum líflegur eða skraut- legur eins og margir myndu líklega komast að orði. En ávallt lendir hann á fótunum þó að þeir séu valtir á köfl- um. Persónulega mæli ég með öllum þessum bókum, enda mæli ég yf- irleitt með bókum, þær eru ekki … Meira: 49beaverbrook.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR RAGNAR Lárusson teiknari lést mánudag- inn 31. desember s.l. 72 ára að aldri. Ragnar fæddist á Brúarlandi í Mosfells- sveit þann 13. desem- ber 1935. Foreldrar hans voru skólastjóra- hjónin á Brúarlandi, Kristín Magnúsdóttir og Lárus Halldórsson. Ragnar var yngstur barna þeirra hjóna, en eldri systkini hans eru Margrét, Magnús (lát- inn), Halldór, Valborg, Tómas, Fríða og Gerður. Ragnar ólst upp á Brúarlandi sem var í senn mikið skóla- og menningarsetur. Hann útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og stund- aði eftir það einkanám hjá Gunnari Gunnarssyni listmálara. Ragnar stundaði um hríð sjó- mennsku, m.a. með Ása í Bæ, en þeir félagar áttu síðar samstarf um útgáfu skopritsins Spegilsins. Ragnar var blaðamaður um 15 ára skeið, m.a. á Alþýðublaðinu, Þjóðviljanum, Vísi og Dagblaðinu. Á Vísi skóp hann teiknifígúruna Bogga blaðamann, dægurhetju sem birtist á síðum blaðsins um árabil. Ragnar starfaði síð- an við auglýsingagerð og kennslu í mynd- og handmennt uns hann varð að láta af störf- um vegna veikinda. Hann vann að myndsköpun alla tíð og hélt fjölda einka- og samsýninga. Þá teiknaði hann og ritaði fjölda greina í blöð og tímarit. Eftir Ragnar liggja 7 barnabækur um Mola litla flugustrák og einnig gerði hann fyrstu hreyfimynd í íslensku sjón- varpi, um Valla Víking. Ragnar var mikill áhugamaður um íþróttir og var liðtækur frjáls- íþróttamaður á yngri árum. Hann varð m.a. drengjameistari í stang- arstökki. Síðustu 35 ár stundaði hann golf af kappi og sinnti ýmsum trúnaðar- störfum fyrir golfklúbbana sem hann var félagi í, nú síðast var hann í Golfklúbbnum Keili. Eftirlifandi eiginkona Ragnars er Kristín Pálsdóttir teymisstjóri, og eignuðust þau eina dóttur, Freyju. Önnur börn Ragnars eru Ingi- björg, Kári, Kristín Lára og Gísli. Andlát Ragnar Lárusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.