Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 46
Uppákoman í gær-
morgun er svo nýjasta
viðbótin við ævintýrið… 49
»
reykjavíkreykjavík
Popplandið
hefur á vef sínum
birt lista yfir 100
mest spiluðu lög-
in á Rás 2 á
árinu 2007.
Margt vekur þar
athygli og ekki síst sú niðurstaða
að um 40% allrar tónlistar sem
þar er spiluð eru af innlendum
toga. Lag Sprengjuhallarinnar,
„Verum í sambandi“, er sam-
kvæmt listanum mest spilaða lagið
árið 2007 en þar á eftir kemur
lagið „Grace Kelly“ með hinum
breska Mika. Annað sem vekur at-
hygli er að Jónas Sigurðsson, oft
kenndur við Sólstrandargæjana,
deilir þeim heiðri með Sprengju-
höllinni að eiga tvö lög á listanum
sem verður að teljast mjög gott á
lista sem Megas, Björk, Nýdönsk,
Páll Óskar og fleiri ná aðeins einu
lagi inn á.
Athyglisverður
spilunarlisti Rásar 2
Svo virðist sem popparar færi
sig í æ meiri mæli inn í banka-
bransann því eins og fram kemur í
viðtali við Jónsa í Svörtum fötum
á bls. 50 í Morgunblaðinu í dag
hefur söngvarinn
hafið störf hjá
Glitni þar sem
hann stýrir
veisluhöldum
bankans og öðr-
um skemmti-
viðburðum. Af
öðrum tónlistarmönnum sem nú
feta gullslegna braut banka-
viðskiptanna má nefna Sölva
Blöndal, fyrrver-
andi Quarashi-
meðlim, sem
vinnur hjá grein-
ingardeild Kaup-
þings, Magnús
Guðmundsson,
fyrrverandi
söngvara Þeys, sem starfar á sölu-
og markaðssviði, og Jóa Idol og
Bítl-söngvara sem sinnir markaðs-
störfum hjá Landsbankanum. Í
Landsbankanum í Lúxemborg er
svo Þorsteinn G. Ólafsson, fyrrver-
andi söngvari Vina vors og blóma,
sem starfar sem miðlari.
Úr poppinu
í bankabransann
Einskonar
upprifjunarþáttur
Laugardagslag-
anna verður
sýndur í Sjón-
varpinu í kvöld
þar sem farið
verður yfir hápunkta undankeppn-
innar en um næstu helgi keppa
svo þau þrjú lög sem sérstök val-
nefnd RÚV valdi úr „wild card“-
lögunum 11. Hljómar svolítið flók-
ið og er það vissulega. Undan-
úrslitin fara svo fram í fjórum
þáttum, 19. og 26. janúar og 2. og
9. febrúar, en í þeim þáttum verða
flutt þrjú lög og áhorfendur velja
tvö af þeim til að taka þátt í úr-
slitaþættinum, samtals átta lög.
Úrslitakvöldið er svo 23. febrúar
og þá kemur í ljós hvaða lag fer
áfram til Serbíu.
Flókin en spennandi
keppni framundan
Eftir Ásgeir H Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
MENN hafa misjafnar skoðanir á
kvikmyndum Eli Roth. Myndir hans
hafa verið kallaðar kvalaklám og
menn greinir á um hvort þær séu
gagnrýni á einstaklingshyggjuna,
kapítalismann, klámvæðinguna og
grimmd mannsins – eða upphafning
þessara vafasömu gilda. Eru myndir
hans sjúkdómsgreining á samfélag-
inu eða sjúkdómseinkenni þess? Öllu
þessu fékk leikstjórinn að svara – en
fyrst ræddum við um kvikmynda-
borgina Reykjavík.
Reykjavík, Keflavík og Prag
„Þegar maður velur tökustað þá
skipta sömu hlutir máli og þegar
maður er að ferðast,“ segir Roth um
hvað þurfi til að laða að sér kvik-
myndatökulið. „Leikarar velja sér
oft verkefni eftir því í hvaða borg
tökurnar eru, þeir vilja annaðhvort
vera nálægt fjölskyldunni eða ein-
hvers staðar þar sem eitthvað er við
að vera þegar þeir eru ekki í tökum.“
Ásamt leikstjórunum Quentin Tar-
antino og Baltasar Kormáki hélt
hann á fund Dags B. Eggertssonar
borgarstjóra og þar lagði Baltasar til
að hætt yrði við fyrirhugað kvik-
myndaver á Keflavíkursvæðinu og
því fundinn staður í Reykjavík í stað-
inn. Roth tekur dæmi af tökustað
Hostel-myndanna þeirri tillögu til
stuðnings. „Kvikmyndaverið í Prag
er í borginni sjálfri. Leikarar vilja
geta farið á kaffihús og bari og notið
borgarlífsins og sofið svo út eins
lengi og mögulegt er.“ Leikstjórana
segir hann þurfa að vita að kvik-
myndaiðnaður landsins standi á
traustum grunni. Hérlent fagfólk í
kvikmyndaiðnaðinum segir hann af-
skaplega hæft og vinnuglatt. „En það
skiptir öllu að fyrsta reynslan sé góð
– orðspor borgar sem kvikmynda-
borgar spyrst fljótt út og það ræður
þegar tökustaðir eru valdir – og pen-
ingarnir auðvitað.“
Sjálfum finnst Roth Ísland besti
staðurinn til að skrifa á. „Ég fæ minn
innblástur hér, hreina loftið kemur
heilasellunum í gang.“ Hugmyndin
að Cabin Fever, fyrstu mynd leik-
stjórans, kviknaði einmitt þegar
hann fékk húðsjúkdóm hérlendis og
Eyþór Guðnason leikur stórt hlut-
verk í fyrri Hostel-myndinni eins og
frægt er orðið. „Og nú eru krakkar í
Bandaríkjunum farnir að kalla „sníp-
ur“ á íslensku og teikna andlit á rass-
inn á sér.“
„Ég er alltaf að leita leiða til að
taka upp á Íslandi,“ segir leikstjór-
inn sem tók eitt atriði í Hostel 2 upp í
Bláa lóninu. Hann hefur verið dug-
legur að hvetja kollegana til að koma
hingað og taka bíómyndir og hefur
meðal annars rætt þann möguleika
við leikstjóra eins og Guillermo del
Toro og Rob Zombie sem hafi litist
vel á.
Hostel-myndirnar voru báðar
teknar í Tékklandi þótt þær gerist í
Slóvakíu, en myndin teldist seint
raunsæ útgáfa af Slóvakíu samtím-
ans. „Bandaríkjamenn vita ekkert
um afganginn af veröldinni. Þetta er
svo sannarlega ekki raunsönn mynd
af Slóvakíu, hún byggir á stað-
almyndunum sem Ameríkanar gera
sér af Austur-Evrópu, fulla af göml-
um bílum, ógnvekjandi gömlum köll-
um og gullfallegum konum sem þrá
ekkert heitar en að sofa hjá næsta
Kana. Margir Bandaríkjamenn trúa
þessu í einlægni, þú getur sýnt hvað
sem er frá þessu svæði og Banda-
ríkjamenn myndu trúa því.“ Hann
segir þó að myndin hafi ekki komið
illa við ferðamannaiðnaðinn í Slóvak-
íu. „Það vita fæstir hvað Slóvakía er,
allt sem hjálpar þeim að komast á
kortið er jákvætt. Og fólk er enn að
heimsækja Texas þrátt fyrir allar
myndirnar um keðjusagarmorðingja
þar. En þeir Bandaríkjamenn sem
eru nógu vitlausir til að leggja trúnað
á þessa útgáfu Slóvakíu ættu bara að
halda sig heima.“
Kvalaklám og kapítalismi
Orðið kvalaklám (e. torture porn)
hefur gjarnan verið notað um myndir
Roths, en hann segir hugtakið orðið
þreytt. „Það eru allir að leita að
merkimiðum. Margir gagnrýnendur
eru hræddir við þessar myndir og
skilja þær ekki. Svona er auðveldara
fyrir þá að skilgreina þær – en hug-
takið segir meira um gagnrýnandann
en myndina,“ segir hann og bætir
við: „Þingmenn sögðu að myndin
ætti að vera bönnuð í Englandi. En
þetta nota þeir til þess að sýnast á
hærra siðferðisstigi en við hin – en
það eru þeir sem eru að senda fólk í
stríð.“ Rétt eins og stjórnmálamenn í
heimalandi hans, Bandaríkjunum.
„Myndirnar fjalla um dekkstu
hliðar kapítalismans. Í Bandaríkj-
unum er öll áherslan á peninga, ef þú
vinnur þér ekki inn peninga ertu mis-
heppnaður – þetta læra bandarísk
börn mjög snemma. Á meðan er öll-
um þessum milljörðum dollara eytt í
heimskuleg stríð og hlutir eins og
menntakerfið eru að fara í rúst á
meðan. En Bandaríkjamönnum er
kennt að slíkt skipti ekki máli. Við
eigum ekki kóngafólk en við kjósum
okkar eigin aðalsfólk með slúð-
urtímaritunum, fólki er kennt að sé
maður ríkur geti maður hagað sér
hvernig sem maður vill.“ Hann segir
bandarískt þjóðfélag verða sífellt
einstaklingsmiðaðra og kapítalism-
inn sé að koma í bakið á þeim með
fylgikvillum þeirra sem eiga allt en
hafa ekki tíma til neins. „Við lærum
aldrei að slappa af og njóta lífsins,
loks verður fólk dofið og engin efni
virka lengur. En þá fara menn til
Taílands þar sem þeir geta keypt sér
blíðu af börnum undir lögaldri og
stundað annan álíka viðbjóð,“ segir
Roth og vísar í það sem hann heyrði í
samtölum ríkra landa sinna, sem
hann fór að heyra útundan sér eftir
að hann fór að fá flug á fyrsta far-
rými. „Þar fór ég að heyra hvernig
þessir menn töluðu, hvernig þeir töl-
uðu um kvenmenn, en ég heyrði líka
hversu ríkir og óhamingjusamir þeir
voru, hversu eymd þeirra var djúp.“
Hann minnist á Írak, þar þekki allir
einhvern. „Fólk er að deyja og Dick
Cheney verður ríkari. Sá sem á
mestan pening ræður hver fær að lifa
og hver þarf að deyja, það er einmitt
á endanum boðskapurinn í Hostel 2.
Þannig eru hlutirnir í Bandaríkj-
unum. Það er eins og landið sé að
rotna innan frá og engin gildi lifa af.
Allir þurfa flatskjá, milljónir gamalla
sjónvarpa frá okkur eru bræddar
niður í Kína og í sumum kínverskum
bæjum eru allar árnar mengaðar út
af því. Við erum að kasta raf-
eindasorpinu okkar í lönd þriðja
heimsins, neysluhyggjan er að eyði-
leggja umhverfið og Ameríkönum er
alveg sama, svo lengi sem fyrirtækin
eru að græða.“ Hann segir ástandið
mun betra hér. „Út af þessu er frá-
bært að koma til Íslands þar sem er
þó þessi meðvitund um umhverfið.
Allt er gert með tilliti til náttúrunnar
á meðan aldrei er tekið tillit til nátt-
úrunnar í Bandaríkjunum. Eftir 50
ár verður stríðsbrölt og mengun búin
að gera út af við Bandaríkin á meðan
allir munu berjast um að koma til Ís-
lands. Ísland er framtíðin.“
Hrun Bandaríkjanna
Eli Roth ræðir um bíóborgina Reykjavík og úrgang vestrænnar siðmenningar
Morgunblaðið/Frikki
Blóðrauður Eli Leikstjórinn notar ófáa lítrana af gerviblóði í myndum sín-
um sem hann segir ádeilu á siðlaust bandarískt samfélag kapítalismans.
» „Fólk er að deyjaog Dick Cheney
verður ríkari. Sá sem
á mestan pening ræð-
ur hver fær að lifa og
hver þarf að deyja.“