Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 19 KARLAKÓRINN Heimir í Skaga- firði, einn elsti karlakór landsins, fagnaði 80 ára afmæli sínu þann 28. desember sl. og er auk þess til- nefndur til Eyrarrósarinnar í ár, sérstakrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi menningarverk- efni á landsbyggðinni. Eyrarrósin verður afhent á Bessastöðum 10. janúar nk. fjórða sinni en auk kórsins eru tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður og Safnasafnið til- nefnd. Karlakórinn verður með söng- sýningu í Íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð í kvöld, laugardag, til heiðurs Stefáni Íslandi og verður sýningin einnig sett upp á Ak- ureyri 19. janúar og þann 26. í Reykjavík. Auk karlakórsins koma fram söngvararnir Þorgeir Andr- ésson, Óskar Pétursson, Sigfús Pétursson og Pétur Pétursson en hljóðfæraleikur verður í höndum Málmblásarakvintetts Norðurlands og Thomas R. Higgerson píanó- leikara. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason. Þá flytja texta þeir Agn- ar H. Gunnarsson og sr. Hannes Örn Blandon. Handrit að sýning- unni vann Gunnar Rögnvaldsson, myndsýningu þau Sigríður Sigurð- ardóttir og Unnar Ingvarsson en sýningarstjórn er í höndum Guð- brands Ægis Ásbjörnssonar. Þann 6. október í fyrra var þess minnst að 100 ár voru liðin frá fæðingu Stefáns Guðmundssonar Íslandi frá Krossanesi í Skagafirði. Þann 28. desember 1927 var karla- kórinn stofnaður. „Söngvarar þroskast, ná hátindi og eldast, en kórar geta endurnýjast og enn er Heimir síungur þótt áttræður sé,“ segir á vefsíðu kórsins, sem er þó ekki sá elsti á landinu. Til heiðurs Stefáni Íslandi Karlakórinn Heimir með söngsýningu í Skagafirði í kvöld Afmæli Söngvarinn ástsæli Stefán Íslandi í hlutverki Rigoletto. HAFÞÓR Ingvarsson, for- stöðumaður Listasafns Reykjavíkur, og Margrét Bóasdóttir, formaður Félags íslenskra tónlistarmanna, undirrituðu í gær samning um sam- starf að nýrri kammertónleikaröð á Kjarvalsstöðum. „Við fögnum því að það sé áhugi á því að endurvekja tónleikahald á Kjarvalsstöðum. Okkar metnaður stendur til þess að gera þessa tón- leikaröð ómissandi fyrir landsmenn og leyfa þeim að njóta þeirra hæfi- leika sem félagsmenn FÍT búa yfir,“ segir Margrét um samninginn. Tónleikaröðin, sem ber heitið Klassík á Kjarvalsstöðum, hefst í lok febrúar og munu fara fram fernir til sex tónleikar á ári. „Ég get ekki upplýst hverjir opna tónleikaröðina í febrúar en ætlunin er að hafa fyrsta atvinnutónskáld Ís- lendinga, Sveinbjörn Sveinbjörns- son, í forgrunni á þessum fyrstu tón- leikum. Við stefnum líka að því að hafa árlega eina samstarfstónleika með öðrum einleikarafélögum á Norðurlöndunum og það verða væntanlega tónleikar númer tvö í ár,“ segir Margrét en tónleikarnir munu alltaf fara fram á mið- vikudagskvöldum. „Kammertónlist verður alltaf í forgrunni en við mið- um við að það geti verið allt frá ein- um flytjanda og upp í jafnvel sex á hverjum tónleikum.“ Spurð hvernig Kjarvalsstaðir henti til slíks tónlistarflutnings segir Margrét safnið vera ljómandi tón- leikasal sem bjóði upp á áhugaverða möguleika. Samningur FÍT og LR er til að byrja með aðeins til eins árs en Mar- grét segir einhug um að samstarfið haldi áfram eftir þetta eina ár. Klassík á Kjarvalsstöðum Ljósmynd/Kjartan Undirritun Margrét Bóasdóttir og Hafþór Ingvarsson undirrituðu samning um nýja tónleikaröð á Kjarvalsstöðum í gær. Ný kammertónleikaröð hefur göngu sína í lok febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.