Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 41
AÐVENTKIRKJAN Í Reykjavík | Þrett-
ándinn. Messa og sunnudagaskóli í Sala-
skóla kl. 11. Kór Lindakirkju leiðir safn-
aðarsönginn undir stjórn Keith Reed,
prestur Guðmundur Karl Brynjarsson.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðþjónusta kl. 11.
Þorvaldur Halldórsson tónlistamaður sér
um tónlistina, sr. Sigrún Óskarsdóttir þjón-
ar fyrir altari og predikar.
ÁSKIRKJA | Messa kl. 14. Kór Áskirkju
syngur, organisti Magnús Ragnarsson.
Kaffisopi eftir messu. Sunnudagaskólinn
byrjar 13. janúar.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, for-
söngvari er Jóhann Smári Sævarsson, org-
anisti Bjartur Logi Guðnason. Sunnudaga-
skóli á sama tíma í umsjá Nínu Bjarkar,
Lindu Rósar og Jóhanns Axels. Kaffisopi
eftir messu.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11.
Samvera fyrir fjölskylduna með söng og
fræðslu. Foreldrar hvattir til þátttöku. Ung-
mennahljómsveit spilar undir stjórn Re-
nötu Ivan. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bú-
staðakirkju syngur undir stjórn Renötu
Ivan, prestur Pálmi Matthíasson. Molasopi
eftir messu.
DIGRANESKIRKJA | Tónlistarmessa í
umsjá organista kirkjunnar, Kjartans Sig-
urjónssonar og sóknarnefndarmanna.
Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu.
Veitingar að messu lokinni. Uppl. á digra-
neskirkja.is.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálmar
Jónsson predikar, Dómkórinn syngur, org-
anisti er Marteinn Friðriksson.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Engin sunnu-
dagaskóli eða messa verður 6. janúar þar
sem það er frídagur starfsfólks. Sunnu-
dagaskólinn hefst að nýju 13. janúar.
FRÍKIRKJAN Kefas | Almenn samkoma kl.
14 þar sem Sigrún Einarsdóttir predikar. Á
samkomunni verður lofgjörð, barnastarf og
fyrirbænir. Að henni lokinni verður kaffi og
samvera.
GAULVERJABÆJARKIRKJA | Hátíðarguðs-
þjónusta kl. 14.
GRAFARHOLTSSÓKN | Sunnudagaskóli kl.
11 í Ingunnarskóla, Þorgeir, Sigurbjörg og
Anna Elísa sjá um stundina. Messa í Þórð-
arsveig 3 kl. 11. Prestur séra Sigríður Guð-
marsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir,
kirkjukór Grafarholtssóknar syngur.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Séra Lena Rós Matthíasdóttir predikar
og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju
syngur, organisti Aðalheiður Þorsteins-
dóttir. Sunnudagaskóli kl. 11. Prestur séra
Vigfús Þór Árnason. Umsjón hafa Hjörtur
og Rúna, undirleikari Stefán Birkisson.
Sunnudagaskóli kl. 11 í Borgarholtsskóla.
Prestur séra Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón
hafa Gunnar og Dagný. Undirleikari Guð-
laugur Viktorsson.
GRUND dvalar- og hjúkrunarh.| Guðsþjón-
usta fellur niður 6. janúar.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Prestur Þórhallur Heimisson, ræðu-
efni þrettándinn. Kantor Guðmundur Sig-
urðsson, Barbörukórinn leiðir söng.
HALLGRÍMSKIRKJA | Jólin sungin út með
messu kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir hér-
aðsprestur predikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Bernharði Guðmundssyni og
messuþjónum. Organisti Björn Steinar Sól-
bergsson. Félagar úr Mótettukór leiða
söng. Söfnun dagsins fer til kristniboðs-
ins. Sögustund fyrir börnin.
HÁTEIGSKIRKJA | Biskup Íslands, Karl
Sigurbjörnsson, heimsækir söfnuðinn og
predikar í barnaguðsþjónustu og messu
kl. 11. Barnakórar kirkjunnar koma fram,
Berglind Björgúlfsdóttir stjórnar. Æsku-
lýðsfulltrúar, organisti og prestar þjóna.
Veitingar eftir messu og jólin dönsuð út.
HJALLAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sigfús
Kristjánsson þjónar, félagar úr kór kirkj-
unnar syngja og leiða safnaðarsöng, org-
anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Fyrsti sunnu-
dagaskólinn á nýju ári verður 13. janúar.
Bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18.
Uppl. á hjallakirkja.is.
HJÁLPRÆÐISHERINN, Akureyri | Sam-
koma kl. 17. Rannvá Olsen talar.
HJÁLPRÆÐISHERINN, Reykjavík: | Sam-
koma kl. 20. Umsjón hefur Miriam Ósk-
arsdóttir. Heimilasamband fyrir konur
mánudag kl. 15. Samkoma fimmtudag kl.
20, í umsjá Björns Tómasar Kjaran. Opið
hús kl. 16-17.30 daglega nema mánu-
daga. Fatabúðin í Garðastræti 6 og nytja-
markaður á Eyjarslóð 7, opinn virka daga
kl. 13-18.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN | Barnastarf
kl. 11. Börn sýna jólaleikrit. Fræðsla fyrir
fullorðna, Friðrik Schram talar um hugsjón
kirkjunnar. Samkoma kl. 20 með lofgjörð
og fyrirbænum. Andrew Pearks predikar og
biður fyrir sjúkum. kristur.is.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og á
laugardag kl. 18.
Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru, Reyðarf. |
Messa kl. 11.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl.
10.30, virka daga kl. 18.30.
Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl.
8.30, virka daga kl. 8.
Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14.
Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30,
messa á ensku virka daga kl. 18. Mánu-
daga, miðvikudaga og föstudaga er messa
á latínu kl. 8.10. Laugardaga er barna-
messa kl. 14 að trúfræðslu lokinni.
Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka
daga kl. 18.30.
Ísafjörður | Messa kl. 11.
Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í mán-
uði kl. 16.
Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í
mánuði kl. 16.
Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa
kl. 11, laugardaga er messa á
ensku kl. 18.30, virka daga kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðvikudaga
kl. 20.
KÓPAVOGSKIRKJA | Engin guðsþjónusta
vegna fríhelgi starfsfólks.
LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á 3. hæð kl.
10.30. Sr. Vigfús Bjarni Albertsson, org-
anisti Helgi Bragason.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Börn sem fullorðnir eiga fyrst sam-
an stund í kirkjunni þar sem jólin eru kvödd
á þrettánda degi jóla. Síðan fara börnin í
safnaðarheimilið með Rut og Steinunni.
Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti
Jón Stefánsson. Kaffisopi.
LAUGARNESKIRKJA | Hefðbundið messu-
fall er fyrsta sunnudag í ári. Safn-
aðarstarfið hefst á miðvikudagsmorgn-
inum með foreldramorgni kl. 10. Allir aðrir
starfsliðir hefjast í framhaldinu. Uppl. á
laugarneskirkja.is.
LINDASÓKN í Kópavogi | Messa og sunnu-
dagaskóli í Salaskóla kl. 11. Kór Linda-
kirkju leiðir safnaðarsönginn undir stjórn
Keith Reed, prestur Guðmundur Karl Brynj-
arsson.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn-
aðarsöng, organisti Sigrún Steingríms-
dóttir. Sr. Sigurður Árni Þórðarson predikar
og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í mess-
unni en fara síðan í safnaðarheimilið.
Kaffi, súpa og brauð á Torginu eftir messu.
SALT, kristið samfélag | Háaleitisbraut 58-
60, 3 hæð. Hátíðarsamkoma kl. 17. Horft
yfir árið í lífi Salts í máli og myndum.
Ræðumaður sr. Kjartan Jónsson. Lofgjörð
og fyrirbæn. Barnastarf. Munið eftir flug-
eldunum.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11, á þrett-
ándanum. Barnasamkoma í safn-
aðarheimilinu kl. 11.15. Léttur hádeg-
isverður að lokinni athöfninni. Sr. Gunnar
Björnsson.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Bolli Pétur Bollason predikar, kirkjukórinn
leiðir safnaðarsönginn, organisti Jón
Bjarnason. Guðsþjónustunni verður út-
varpað á RÚV. Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Bolli Pétur Bollason predikar. Kirkjukór
leiðir sönginn, organisti Jón Bjarnason.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Kammerkór kirkjunnar leiðir tónlist-
arflutning undir stjórn Friðriks Vignis Stef-
ánssonar organista. Sunnudagaskólinn
byrjar aftur 13. janúar. Prestur er Sigurður
Grétar Helgason.
VÍDALÍNSKIRKJA | Jólin sungin út í sunnu-
dagaskóla kl. 11. Ármann Gunnarsson
æskulýðsleiðtogi stjórnar stundinni.
Brúðuleikhús Helgu Steffensen kemur í
heimsókn með tvær sýningar. Sr. Friðrik J.
Hjartar skírir barn. Jóhann Baldvinsson
organisti sér um tónlistina.
VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði | Fjöl-
skylduhátíð kl. 11. Sunnudagaskólinn og
fjölskylduguðsþjónustan saman í fjöl-
skylduhátíð. Stúlknakórinn syngur undir
stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur.
Orð dagsins:
Vitringarnir.
(Matt. 2)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Víðimýrarkirkja.
MESSUR Á MORGUN
KANNSKI var það einhver fyr-
irboði en þegar bandaríska meist-
aramótið hófst í Marshall-skák-
klúbbnum í New York í árslok 1957
voru rétt um 100 ár liðin frá því að
Paul Morphy tefldi á fyrsta skák-
þingi Bandaríkjanna og vann alla
andstæðinga sína. Hinum 14 ára
gamla Bobby Fischer mun hafa ver-
ið spáð allgóðu gengi á þessu móti
fyrir 50 árum, ekki síst vegna þess
að nokkrum mánuðum áður hafði
hann orðið efstur á opna bandaríska
meistaramótinu með 10 vinninga af
12 mögulegum. En þar sem Samuel
Reshevsky var mættur til leiks
ásamt nær öllum bestu skákmönn-
um Bandaríkjanna gat enginn séð
fyrir rás atburða; Fischer náði for-
ystunni strax í upphafi og hélt henni
til loka. Þegar allt var komið í kring
var niðurstaðan þessi:
1. Bobby Fischer, 10 ½ v. (af 13) 2.
Reshevsky, 9 ½ v. 3. Sherwin, 9 v. 4.
Lombardy, 7 ½ v. 5. Berliner, 7 v.
6.-8. Mednis, Denker og Feurstein, 6
½ v. 9. Seidman, 6 v. 10.-11. Bisguier
og Bernstein, 5 ½ v. 12.-13. Turner
og DeCamillo, 4 ½ v. 14. Kramer, 3
v.
Bobby sagði síðar í viðtali að á
þessu mánuðum hefði hann einfald-
lega orðið góður. Aðra lýsingu er að
finna í viðtali sem undirritaður rakst
á við Bill Hook, sterkan skákmann
sem tefldi oft við Fischer í hrikaleg-
um klúbbi á 42. stræti í námunda við
Times Square sem kallaður var „The
Flea House“. Þangað vöndu komur
sínar allar heimsins „á vegum úti“-
týpur, fjölbragðaglímukappar, pók-
erspilarar, snókermeistarar, fjár-
hættuspilarar og á stundum Bobby
Fischer. „Eftir að hafa teflt margoft
við Bobby með þokkalegum árangri
gerðist eitthvað: Ég steinhætti allt í
einu að marka á hann.“
Á meistaramótinu vann Fischer
Arthur Bisguier í fyrsta sinn. Á
næstu árum vann hann þennan geð-
þekka New York-búa 12 sinnum til
viðbótar. Skákin þeirra úr mótinu
fylgir hér á eftir. Þarna koma fyrir
tilþrif á skákborðinu sem sumum
fannst einkenna taflmennsku Fisc-
hers í flóknum stöðum, gott taktískt
jafnvægi og lagni við að sjá fyrir góð
svör við öflugum leikjum (dæmi 34.
Hb1).
Bandaríska meistaramótið 1957/
1958:
Bobby Fischer – Arthur Bisguier
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5
b6 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Dd7 7. Dg4
f5 8. Dg3 Ba6 9. Bxa6 Rxa6 10. Re2
0–0–0 11. a4 Kb7 12. 0–0 Df7 13. c4
Re7 14. Bg5 dxc4 15. Dc3 Rd5 16.
Dxc4 Ha8 17. Bd2 f4 18. Ha3 g5 19.
a5 c6 20. axb6 cxb6 21. Db3 Rac7
22. c4 Hxa3 23. Dxa3 Ha8 24. Db3
Re7 25. Rc3 Df5 26. Db4 Rc8 27.
Ra4 f3 28. Rc5+ Kb8 29. Rd7+ Kb7
30. Db3 Dg4 31. Rc5+ Kb8 32. g3
Dxd4 33. Be3 Da1
34. Hb1 Ha3 35. Rd7+ Kb7 36.
Dd1 Da2 37. Rxb6 Rxb6 38. Hxb6+
Kc8 39. Dxf3 Dxc4 40. Df8+ Kd7 41.
Dxa3
– og svartur gafst upp.
Sigur Bobby Fischer vakti athygli
um allan heim og ekki síst í Banda-
ríkjunum. Hann kom fram í frægum
þætti I’ve got a secret, Ég á mér
leyndarmál - sem kemur við sögu í
kvikmyndinni Catch me if you can.
Betur falið leyndarmál þess þáttar
var að bandaríska alríkislögreglan,
FBI, sendi fulltrúa sinn á vettvang
til að njósna um hinn unga snilling.
Á árunum 1957 til 1967 tefldi Fisc-
her alls átta sinnum á bandaríska
meistaramótinu og vann mótið alltaf
einn. Ef frá er skilinn sigurinn um
áramótinu 1963/64 þegar hann vann
allar ellefu skákir sínar var sigurinn
á fyrsta mótinu sennilega sá tilþrifa-
mesti. Hann var búinn að finna sinn
stíl og var upp frá því sífellt að smá-
bæta sig í öllum þáttum skákarinn-
ar. Leið hans var stöðugt upp á við á
næstu misserum og árum en þá var
hann samferða Mikhail Tal frá móti
til móts: Portoroz 1958 - Curacao
1962. En það er önnur saga.
Skákþing Reykjavíkur
hefst á sunnudaginn
Skeljungsmótið – Skákþing
Reykjavíkur 2008 mun hefjast
sunnudaginn 6. janúar 2008. Teflt
verður, að venju, á sunnudögum kl.
14.00 og á miðvikudögum og föstu-
dögum kl. 19.30.
Teflt verður í einum flokki, opnum
öllum skákmönnum. Tímamörk eru
hefðbundin, eða 90 mínútur á skák,
en að auki bætast við 30 sekúndur á
leik.
Dagskrá mótsins:
1. umferð verður sunnudaginn 6.
janúar kl. 14-18; 2. umferð miðviku-
daginn 9. janúar kl. 19-23; 3. umferð
föstudaginn 11. janúar kl. 19-23; 4.
umferð sunnudaginn 13. janúar kl.
14-18; 5. umferð miðvikudaginn 16.
janúar kl. 19-23; 6. umferð föstudag-
inn 18. janúar kl. 19-23; 7. umferð
sunnudaginn 20. janúar kl. 14-18; 8.
umferð miðvikudaginn 23. janúar kl.
19-23; og 9. umferð föstudaginn 25.
janúar kl. 19-23.
Sigur sem bylti
skákheiminum
Helgi Ólafsson
SKÁK
New York
Bandaríska meistaramótið
1957/1958
helol@simnet.is
Yngsti meistarinn Bobby Fischer
að tafli um svipað leyti og hann
vann bandaríska meistaramótið
KIRKJUSTARF
Jólaball í
Digraneskirkju
Jólaball sunnudagaskólans og 6-9
ára starfs Digraneskirkju, sem
vera átti að 30. desember sl. en var
frestað vegna veðurs, verður hald-
ið í dag, laugardag, og hefst kl. 11
með helgistund í kirkjunni þar sem
börn úr 6-9 ára starfi sýna helgi-
leik og Englar í ullarsokkum
syngja. Að helgistund lokinni verð-
ur farið á neðri hæð kirkjunnar
þar sem dansað verður í kringum
jólatré. Hugsanlega láta jólasvein-
ar sjá sig.
Þrettándinn í
Hafnarfjarðarkirkju
Næsta sunnudag ber upp á síðasta
dag jóla, þrettándann. Af því tilefni
verður guðsþjónusta dagsins helg-
uð þrettándanum og sögu hans.
Rætt verður um hina fornu kristnu
merkingu dagsins og Epifanihátíð-
arinnar sem fjallaði um það hvern-
ig Guð birtist í heiminum í Jesú
Kristi. Tengsl þrettánda dags jóla
við konungana þrjá frá Aust-
urlöndum verða einnig rakin o.fl.
Prestur er sr. Þórhallur Heimisson
en kantor Guðmundur Sigurðsson.
Barbörukórinn leiðir söng.
Þrettándahátíð í
Vídalínskirkju
Jólin verða sungin út í sunnudaga-
skólanum kl. 11. Ármann æskulýðs-
leiðtogi stjórnar söngnum við und-
irleik Jóhanns Baldvinssonar
organista. Leikbrúðuland Helgu
Steffensen kemur í heimsókn og
verður með tvær brúðusýningar.
Börnin fá tækifæri til að taka þátt í
og syngja við skírn, því barn verður
borið til skírnar. Sr. Friðrik J.
Hjartar skírir.
Töfraraunsæi í
Neskirkju
Messa kl. 11. Í prédikun á þrett-
ándanum verður rætt um töfra-
raunsæi og hlutverk helgisagna.
Prestur er dr. Sigurður Árni Þórð-
arson og organisti er Sigrún Stein-
grímsdóttir, sem stýrir kór Nes-
kirkju. Messuhópur þjónar og
matarhópur sér um hádegisveit-
ingar. Börnin byrja sitt starf í kirkj-
unni með fullorðna fólkinu en fara
síðan til eigin helgihalds í safn-
aðarheimilinu. Stjórnendur eru
Sigurvin Jónsson og Björg Jóns-
dóttir. Á eftir er súpa, kaffi og
spjall á Torginu. Flestir starfs-
þættir kirkjustarfsins eru hafnir.
Digraneskirkja.