Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 4. TBL. 96. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is LÆRDÓMUR SKÓLI OG NÁMSKEIÐ Á 40 SÍÐUM FYLGJA BLAÐINU Í DAG Í HNOTSKURN »Samkomulag náðist í gærmilli borgarinnar og eiganda Laugavegar 4-6, um að fresta niðurrifi húsanna í 14 daga. »Þann tíma hyggst borginnota til að flyta húsin af lóð- inni og gera upp á öðrum stað. Eftir Rúnar Pálmason og Silju Björk Huldudóttur „ÉG er ekki sátt við þessa niður- stöðu, enda er þetta neyðarúrræði,“ segir Margét Sverrisdóttir, vara- borgarfulltrúi F-lista, um þá ákvörðun Reykjavíkurbogar að láta flytja húsin við Laugaveg 4-6 á nýja lóð. „Mér finnst þessi hús ákaflega lítils virði ef þau eru ekki hluti af götumyndinni. Skipulagsslysið er að setja þarna hótelkassa í staðinn, enda get ég ekki séð að sá rekstur henti þessari staðsetningu,“ segir Margrét og tekur fram að full ástæða virðist vera til þess að koma á fót rannsóknarnefnd skipulags- slysa í borginni. „Ég vil vernda götumyndina, því þessi hús hafa langmesta þýðingu í því samhengi sem þau eru núna. Næstbesti kost- urinn er að bjarga þeim og flytja þau á annan stað. Versti kosturinn er að farga þeim,“ segir Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi VG og formaður skipulagsráðs. Að sögn Svandísar felast verð- mæti húsanna við Laugaveg 4-6 í því að þau eru perlur í því perlu- bandi sem liggi frá Lækjartorgi upp á Veghúsastíg og sé með örfáum undantekningum aðeins varðað gömlum húsum. „Svona heila götu- mynd höfum við ekki víða í Reykja- vík. Með því að taka Laugaveg 4-6 og byggja hótel í staðinn þá erum við rjúfa skarð í þetta perluband,“ segir Svandís og bendir á að lánist borgaryfirvöldum að halda í götu- mynd af þessu tagi þá séu þau fyrst og fremst að vinna framtíðinni og sögunni gagn en ekki sjálfum sér. Aðspurð segist Svandís hafa beitt sér í þágu húsverndar í meirihlut- anum og tekur fram að hún muni gera það áfram. Í samtali við Morgunblaðið gagn- rýna Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Snorri Freyr Hilmarsson, for- maður Torfusamtakanna, harðlega að fjarlægja eigi húsin við Laugaveg 4-6 og reisa annars staðar, þar sem verðmæti húsanna felist í staðsetn- ingu þeirra. Bendir Snorri á að deil- an hafi aldrei snúist um að húsin yrðu flutt, heldur um að einni elstu göturöð bæjarins yrði ekki skipt í tvennt með nýju og stóru hóteli.  Fengu 14 daga | 6 Margrét og Svandís ósátt- ar við flutning húsanna Formaður Torfusamtakanna segir verðmæti Laugavegar 4-6 felast í staðsetningunni FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is FJÓRÐUNGUR af öllum útgjöldum heimilanna í landinu er kostnaður vegna fasteignar og vegna elds- neytis. Þessir tveir liðir hafa hækkað mjög mikið á undanförnum miss- erum. Verð á bensíni og olíu er enn á uppleið en meiri óvissa ríkir um hver verður þróun fasteignaverðs á nýju ári. Á síðustu fjórum árum hefur verð- lag í landinu hækkað um 22,5%. Á sama tímabili hefur verð á bensíni og olíu hækkað um 42,8%. Liðurinn reiknuð húsaleiga í vísitölu neyslu- verðs hefur hækkað um 83,6% á þessum fjórum árum, en hann end- urspeglar hækkun fasteignaverðs og breytingar á vöxtum. Á síðasta ári hækkaði þessi liður um 19,4% og eldsneytisverð hækkaði um 17,3%. En það er ekki bara að verðið hafi hækkað á þessum fjórum árum. Bíl- um hefur fjölgað og heimili sem áður ráku tvo bíla reka kannski þrjá í dag. Hagstofa Íslands hefur tekið tillit til þessa og gerir nú ráð fyrir að tæp- lega 5% af útgjöldum heimilanna fari í eldsneytiskaup. Sama þróun er varðandi kostnað við húsnæði. Hann er sífellt stærri hluti útgjaldanna og er núna kominn í tæplega 20%. Heimilin verja því í dag 24,25% í fasteignir og eldsneytiskaup, en þetta hlutfall var 15,7% fyrir fjórum árum. Til samanburðar má geta þess að heimilin verja í dag 12,2% út- gjaldanna til kaupa á mat og drykkjarvörum, en þessi liður hefur lækkað hlutfallslega ár frá ári. 10% hækkun á flugmiðum Þessi mikla hækkun á stórum út- gjaldaliðum eins og húsnæði og elds- neyti leiðir síðan til þess að húsnæð- islán heimilanna hækka því að um 75% af lánum sem heimilin taka eru verðtryggð. Hækkun á eldsneytisverði hefur ekki bara áhrif á reksturskostnað bíla sem heimilið rekur. Verð á flug- miðum hækkaði t.d. um tæplega 10% á árinu. Morgunblaðið/Jim Smart Eldsneyti Verð á bensíni og olíu hækkaði um 17,3% á síðasta ári. Stöðug hækkun á verði Fjórðungur útgjalda er olía og fasteignir ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar OMX á Íslandi hefur lækkað um 5,9% á fyrstu tveimur viðskiptadögum ársins og er um að ræða verstu ársbyrjun ís- lenskrar hlutabréfavísitölu frá upphafi, eða frá árinu 1993, en næst versta frammistaða vísitölunnar var árið 2001, þegar hún lækkaði um tæp 3% á fyrstu tveimur viðskiptadögum ársins. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að ekki sé óalgengt að vísitalan lækki í ársbyrjun. Ef skoðaðir séu fyrstu tveir viðskiptadagar hvers árs undanfarin sextán ár þá hafi vísitalan lækkað í 9 tilfellum, staðið í stað í 2 tilfellum og hækkað í 5 tilfellum. Í gær lækkaði vísitalan um 3,27% og var sú lækkun í takt við lækkun í öðrum norrænum kauphöllum. Lækkaði sam- norræna vísitalan um 3,33%, sænska vísitalan um 3,43% og sú danska um 2,49%. Almennt lækkuðu vísitölur heimsins í gær og voru lækkanirnar raktar til nýrra talna um ástand á bandarískum atvinnumarkaði, en fjöldi nýrra starfa í desember var töluvert undir væntingum greiningaraðila. | 14 Versta ársbyrjun viðskipta frá upphafi Lík í óskilum >> 48 Skelltu þér í leikhús Leikhúsin í landinu 20% í næstu verslun afsláttur GRÍÐARLEGA góð stemning var á nýárstónleikum Bubba Morthens og Stórsveitar Reykjavíkur sem fóru fram í Laugadalshöll í gær- kvöldi. Bubbi lýsti því yfir að á sínum 27 ára tónlistarferli hefði hann aldrei staðið á sviði með jafn góðri hljómsveit og Stórsveit Reykjavíkur. Gestir Bubba á tón- leikunum voru þeir Ragnar Bjarnason og Garðar Thór Cortes og eins og sjá má ná þeir félagar vel saman á sviðinu. Þetta voru fyrri tónleikarnir af tvennum með Bubba og Stórsveit- inni en þeir seinni fara fram í kvöld. Morgunblaðið/Eggert Raggi, Bubbi og Garðar í stuði Gríðarleg stemning á tónleikum Bubba og Stórsveitar Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.