Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is SIGUR Baracks Obama í forvali demókrata í Iowa-ríki í fyrrakvöld er mikið áfall fyrir Hillary Clinton og eykur líkurnar á því að Obama verði fyrsti blökkumaðurinn til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Þetta er þó aðeins fyrsta lotan í bar- áttu þeirra og forkosningarnar í New Hampshire á þriðjudaginn kemur gætu ráðið úrslitum um hvort demó- kratar tefla fram blökkumanni eða konu í forsetakosningunum í Banda- ríkjunum í nóvember. Obama fékk 37,8% atkvæðanna í Iowa, John Edwards, varaforsetaefni demókrata í síðustu kosningum, fékk 29,7% og Hillary Clinton varð í þriðja sæti, með 29,5% fylgi. Mike Huckabee, fyrrverandi bapt- istaprestur, sigraði hins vegar í for- vali repúblikana í Iowa með 34,3% fylgi. Helsti keppinautur hans í rík- inu, Mitt Romney, fyrrverandi rík- isstjóri Massachusetts, fékk aðeins 25,3%. Líklegt er að ósigur Romney í baráttunni við Mike Huckabee verði vatn á myllu öldungadeildarþing- mannsins John McCain eða Ru- dolphs Giulianis, fyrrverandi borg- arstjóra New York. Edwards að heltast úr lestinni Stjórnmálaskýrendur segja að Hillary Clinton þurfi nú að snúa vörn í sókn á næstu dögum fyrir forkosn- ingarnar í New Hampshire sem gæti reynst stærsti pólitíski prófsteinn hennar til þessa. „New Hampshire er síðasta tækifæri frambjóðanda sem tapar í Iowa,“ hafði fréttastofan AP eftir Andrew Smith, sem stjórnar skoðanakönnunum á vegum New Hampshire-háskóla. „Tapi frambjóð- endur í Iowa og líka í New Hamp- shire eru þeir búnir að vera og geta farið heim.“ Stjórnmálaskýrendur bentu einnig á að ekki hafði verið búist við því að Hillary Clinton fengi mikið fylgi í Iowa. Nýleg skoðanakönnun bendir til þess að Clinton sé með 34% fylgi meðal líklegra kjósenda demókrata í New Hampshire en Obama 27% og Edwards aðeins 18%. Edwards hafði kappkostað að tryggja sér mikið fylgi í Iowa og svo virðist sem hann hafi helst úr lestinni því ólíklegt er talið að hann geti farið með sigur af hólmi í einhverju öðru ríki. Tveir frambjóðendur í forkosn- ingum demókrata – öldungadeildar- þingmennirnir Joseph Biden og Christopher Dodd – ákváðu að draga sig í hlé eftir forvalið í Iowa. Öruggur sigur Obama er merki- legur í ljósi þess að aðeins 2,5% íbúa Iowa eru blökkumenn. Talið er að hann hafi notið góðs af mikilli kjör- sókn, en hún var nær helmingi meiri en í síðasta forvali. Um 20% þeirra sem greiddu at- kvæði í forvali demókrata í Iowa eru óháðir og rúm 40% þeirra studdu Obama en aðeins 17% Clinton. Um 57% þátttakendanna sögðu að þetta væri í fyrsta skipti sem þeir tækju þátt í forvali demókrata og tveir þriðju þeirra kusu Obama, ef marka má skoðanakönnun bandarískra fjöl- miðla fyrir utan kjörstaðina. Í kosningabaráttunni hefur Hillary Clinton einkum gagnrýnt Obama fyr- ir skort á pólitískri reynslu en skoð- anakönnunin bendir til þess að aðeins fimmtungur kjósendanna í forvali demókrata hafi talið reynslu skipta mestu máli. Um 52% þátttakendanna töldu mikilvægast að velja forseta- efni sem væri best til þess fallið að koma á nauðsynlegum breytingum, þar af studdi rúmur helmingurinn Obama en hin atkvæðin skiptust á milli Clinton og Edwards. „Hillary Clinton urðu á mikil mis- tök: hún taldi að reynsla myndi ráða úrslitum í forkosningum demókrata,“ hafði The Washington Post eftir full- trúadeildarþingmanninum Artur Davis, stuðningsmanni Obama. „En demókrata þyrstir í breytingar. Þá þyrstir í áræði og allt talið um reynslu tengir frambjóðendur við óbreytt ástand.“ Sigur fyrir McCain Öruggur sigur Mike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóra Arkansas, í forvali repúblikana í Iowa er mikið áfall fyrir Mitt Romney. „Segja má að Huckabee hafi ekki aðeins sigrað heldur í raun gert út af við draum Mitt Romney um Hvíta húsið,“ hafði fréttastofan AFP eftir stjórnmála- skýrandanum Costas Panagopoulos. Romney hafði reitt sig á sigur í Iowa og New Hampshire í von um að ná fylgi í öðrum ríkjum af Rudolph Giuliani sem ákvað að hafa sig lítið í frammi í Iowa og New Hampshire en leggja þeim mun meiri áherslu á for- kosningarnar í Flórída síðar í mán- uðinum og í 22 ríkjum þriðjudaginn 5. febrúar. Ósigur Romneys eykur líkurnar á því að hann tapi einnig fyr- ir John McCain í New Hampshire og heltist úr lestinni. Um 60% þátttakendanna í forvali repúblikana í Iowa eru frelsaðir eða evangelískir mótmælendur og 45% þeirra kusu Huckabee, ef marka má kannanir sem gerðar voru fyrir utan kjörstaði. Huckabee fékk rúmlega helmingi meira fylgi í þessum kjós- endahópi en Romney. Þessi kjósendahópur er miklu minni hlutfallslega í New Hampshire þar sem um 20% kjósenda repúblik- ana skilgreina sig sem frelsaða eða evangelíska. Huckabee er með minna fylgi þar og búist er við að hann leggi meiri áherslu á sigur í forkosning- unum í Suður-Karólínu 19. janúar. Skoðanakannanir benda til þess að baráttan meðal repúblikana í New Hampshire standi milli McCain (sem er með 31,3% fylgi) og Romney (með 29%). Giuliani og Huckabee eru með um það bil 10% fylgi hvor í ríkinu, ef marka má kannanirnar. Los Angeles Times hefur eftir stjórnmálaskýrendum að úrslitin í Iowa séu sigur fyrir McCain en þó geti mikið fylgi Obama meðal óháðra kjósenda sett strik í reikninginn því McCain reiði sig á stuðning sama kjósendahóps. Óháðu kjósendurnir í New Hampshire verða að velja á milli forkosninga demókrata og repúblik- ana. Líklegt er einnig að Giuliani sé ánægður með úrslitin í Iowa og von- ist til þess að keppinautar hans skipt- ist á um að sigra í fyrstu ríkjunum fjórum áður en hann fari sjálfur með sigur af hólmi í Flórída og í síðan fjöl- mennum ríkjum þriðjudaginn 5. febr- úar. Úrslitin í Iowa áfall fyrir Hillary Clinton og Mitt Romney AP Næsti forseti? Barack Obama fagnar sigri sínum í Iowa með eiginkonu sinni, Michelle, og tveimur dætrum þeirra. Obama vonast til þess að verða fyrsti blökkumaðurinn til að verða kjörinn forseti Bandaríkjanna. Sigurvegari Mike Huckabee heilsar stuðningsmönnum sínum í Des Moines eftir sigur hans í forvali repúblikana í Iowa í fyrrakvöld. Obama og Hucka- bee unnu fyrstu lotuna og tvísýn barátta framundan í New Hampshire » Líklegt er að ósigur Mitt Romney í bar- áttunni við Mike Hucka- bee verði vatn á myllu öldungadeildarþing- mannsins John McCain eða Rudolphs Giulianis, fyrrverandi borgar- stjóra New York. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STJÓRNVÖLD á Srí Lanka hafa tilkynnt norskum stjórnvöldum formlega um þá ákvörðun sína að segja upp vopnahléssamn- ingnum frá 2002 við uppreisnarhreyfingu Tam- íltígranna sem hafa í meira en tvo áratugi bar- ist fyrir sjálfstæði þjóðarbrots Tamíla á norðaustanverðri eynni. Allt að 70.000 manns hafa fallið í átökunum sem hafa færst í aukana síðustu vikur og mánuði. En stjórnarliðar segj- ast nú hafa yfirhöndina og hyggjast ganga milli bols og höfuðs á hreyfingunni. Utanríkisráð- herrar Norðurlandanna harma í sameiginlegri tilkynningu í gær uppsögn samningsins. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch í New York ítrekuðu í gær tillögur sínar um að komið yrði á fót nefnd á vegum Samein- uðu þjóðanna er fylgdist með mannréttinda- málum á Srí Lanka en þeirri hugmynd hafa stjórnvöld í Colombo ávallt hafnað. Norðmenn og Íslendingar hafa lagt fram liðsafla í vopnahléseftirlitið, SLMM, á Srí Lanka en hin norrænu ríkin styrkja sveitina með fé. Japanar, sem hafa verið stórtækastir í efnahagsaðstoð við Srí Lanka, lýstu einnig miklum áhyggjum sínum vegna ákvörðunar stjórnarinnar og hið sama gerðu Bandaríkja- menn. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna gagnrýndu í gær ákvörðun Srí Lanka-stjórnar og sögðu einu leiðina til friðar vera pólitíska lausn sem tæki tillit til allra þjóðarbrota. „Vopnahléssamningurinn var gerður milli stjórnvalda á Srí Lanka og baráttusamtaka Tamíltígra í febrúar 2002 og hefur verið í gildi í hartnær sex ár,“ segir í yfirlýsingu norrænu ráðherranna. „Samningurinn var grundvöllur friðarferlisins og alþjóðlegrar viðleitni til þess að aðstoða Srí Lanka við að binda enda á ára- löng átök í landinu. Að beiðni deiluaðila komu norrænu ríkin á fót borgaralegri eftirlitssveit í því skyni að fylgjast með því að vopnahléið væri haldið, bæði með tilliti til þess að hern- aðarátökum væri hætt og að eðlilegt ástand kæmist á að nýju. Allt að 10.000 mannslífum verið þyrmt Vopnahléssamningurinn hafði margvísleg jákvæð áhrif í för með sér. Fyrstu þrjú árin fækkaði fórnarlömbum átakanna stórlega þannig að allt að tíu þúsund mannslífum kann að hafa verið þyrmt. Samningurinn jók ferða- frelsi allra íbúa Srí Lanka og skapaði efna- hagsleg tækifæri. Þá fór ástand mannréttinda- mála batnandi og vernd borgara efldist. Engu að síður hafa brot á samningnum undanfarin tvö ár verið fjölmörg og orðið sífellt alvarlegri. Norrænu ríkin hafa af því áhyggjur að of- beldi og mannlegar þjáningar muni nú aukast að mun. Heimkvaðning eftirlitssveitarinnar á Srí Lanka mun þýða endalok þýðingarmikillar starfsemi sem veitti borgurunum vernd og stuðlaði að því að koma sjónarmiðum fórnar- lamba átakanna og fjölskyldna þeirra á fram- færi. Norrænu ríkin telja að eina leiðin til var- anlegs friðar sé að finna pólitíska lausn sem taki tillit til ágreiningsefna allra þjóðarbrota í landinu. Uppsögn vopnahléssamningsins mun aðeins tálma för manna aftur að samninga- borðinu. Norrænu ríkin eru hvort tveggja í senn þakklát fyrir og stolt af viðleitni og fram- lagi alþjóðlegra og innlendra eftirlitsmanna og starfsliðs eftirlitssveitarinnar á Srí Lanka við mjög krefjandi aðstæður.“ Harma uppsögn vopnahléssamnings Utanríkisráðherrar Norðurlandanna segja í sameiginlegri yfirlýsingu að pólitísk lausn þar sem tekið sé tillit til sjónarmiða allra þjóðarbrota á Srí Lanka sé eina leiðin til varanlegs friðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.