Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 33
Til elsku ömmu
minnar.
Ég veit hún mun
vaka yfir mér hvert
sem ég fer hvað sem ég geri, og þótt
ég sigli á lífsins sker. Hún gaf mér
svo miklu meira en ég vissi að ég
þyrfti á að halda. Finn, þegar ég sef,
að hún tekur um hönd mína kalda,
hvort sem ég vaki eða sef, þá finn ég
fyrir henni, taka þessi litlu skref.
Alltaf man ég á jólunum, svo sæt
og fín, en engin voru jólin án þín,
amma mín.
Alltaf er ég fer að heiman og sé
sólina setjast við sæ, þá hugsa ég
síðast, þegar ég var henni hjá, var
þetta okkar síðasta bæ. Ef það er
einhver sem fær svörtustu sólina til
að rísa á ný, þá ert það þú svo falleg
og hlý þótt árin færðust yfir, þú elt-
ist aldrei neitt, fyrir mér ertu alltaf
amma, ég elska þig og því fær ekk-
ert breytt. Man þegar þú kenndir
mér að brjóta saman þvott, eldaðir
buffið og eggin sem mér fannst allt-
af svo gott.
Á ættarmóti fyrir löngu er þú
steigst á sviðið og tókst léttan dans,
ég man að ég fann hvað hjarta mitt
brann, því ekkert hefur glatt mig
eins mikið og að sjá þig dusta af
dansskónum rykið, ég man að mér
vöknaði um augun og gat þá gleymt
öllum mínum fortíðardraugum er ég
sá hana svona sæta og fína, svo
ánægða að það minnti mig á sólina
skína.
Guð geymi þig, elsku amma mín.
Arnar Freyr.
Elsku amma mín,
það er með miklum söknuði og
sting í hjarta sem ég kveð þig. Sú
mikla sorg sem hefur fylgt því að
kveðja þig segir mér hvað samband
okkar hefur verið náið og elskulegt.
Minningarnar um samverustundir
okkar hlaðast upp. Minningarnar úr
Strandgötunni eru margar og nota-
legar. Ég fann alltaf fyrir svo mikilli
hlýju frá þér og fannst því yndislegt
að vera hjá þér og afa í Strandgöt-
unni, að fá að sofa á dýnu á gólfinu
hjá ykkur fannst mér alltaf það
besta. Þið voruð alltaf svo góð við
mig og þú hafðir alltaf tíma til að
ræða við mig. Svo fékk ég að fara í
búrið inn af eldhúsinu og fá þar ým-
islegt góðgæti. Ég átti erfitt með að
muna á þeim árum að þú værir úr
Áslaug Jónsdóttir
✝ Áslaug Jóns-dóttir fæddist í
Prestshúsinu í Flat-
ey á Breiðafirði 6.
október 1926. Hún
lést á heimili sínu á
Akureyri 20. desem-
ber síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Akureyrar-
kirkju 4. janúar.
Flatey og spurði þig
stundum hvort þú
værir ekki frá Fær-
eyjum, það fannst þér
og afa mjög fyndið.
Mér fannst líka gam-
an, og nú minnisstætt,
þegar ég gekk á móti
þér út í Hagkaup, þar
sem þú vannst, og svo
gengum við til baka
og töluðum saman og
ég hjálpaði þér að
bera pokana. Stund-
um fór ég með ykkur í
sumarbústað á Illuga-
staði eða í Munaðarnes og sennilega
er það ástæðan fyrir því að mér líð-
ur svo vel þegar ég fer í sumarbú-
staði í dag, ég á svo skemmtilegar
og afslappaðar minningar tengdar
þessum ferðum með þér. Tíðar sum-
arbústaðaferðir okkar undanfarin
ár og Mallorca-ferð fyrir nokkrum
árum voru einstakar samverustund-
ir. Þar vorum við yfirleitt saman,
auk þín, ég, Sara, Andri, Arna, Ás-
laug Ýr og Inga mamma og svo
fengum við oft fjölda gesta. Þarna
var sem sagt bara saman komið
mjög skemmtilegt fólk sem fannst
gott að njóta lífsins saman eins og í
Brekkuskógi sl. sumar, þar sem sól
skein á okkur alla daga og við grill-
uðum stórsteikur hvert kvöld. Mér
fannst alltaf yndislegt að fara með
þér í sumarbústaðaferðir, því þú
hafðir svo góð áhrif á mig og svo
varstu svo skemmtileg og hafðir
góðan húmor. Þess vegna hef ég
kviðið talsvert þessari kveðjustund
og því að hafa þig ekki með í slíkum
ferðum í framtíðinni. Ég veit þó að
þú munt áfram vera með okkur og
vaka yfir okkur, og ég mun setja
eitthvað í glasið handa þér annað
slagið.
Það voru bæði mér og þér mikil
gleðitíðindi að yngsta barn mitt og
Söru fengi nafn þitt, Áslaug, þegar
þú varðst áttræð 6. október 2006 og
hún þá 4 daga gömul. Ég man hvað
þú varst stolt og ánægð þegar við
sögðum þér frá þessu, tár komu úr
augum okkar beggja. Auðvitað hefði
ég kosið að þú fengir meiri tíma
með henni og Andra og Örnu en þú
fékkst þó rúmt ár með Áslaugu
nöfnu þinni sem þú elskaðir að hafa
í kringum þig og varst svo stolt af.
Það hefur veitt mér styrk að hafa
verið hjá þér og haldið í hönd þína
síðustu dagana og fengið að kveðja
þig og segja það sem ég þurfti að
segja.
Elsku amma, ég á svo fallega
mynd af þér, mynd sem er eins og
ég vil minnast þín, brosandi og ham-
ingjusamrar í sól og blíðu. Þetta er
falleg mynd við aðstæður þar sem
við nutum okkar og vorum innan um
þá sem okkur þykir vænst um.
Ég elska þig, elsku amma mín, ég
veit þú vakir yfir okkur og passar
okkur.
Þinn
Sævar.
Elsku amma, ég man á afmælinu
þínu þegar þú varst áttræð og hress
og allt var gott. Svo þegar ég fór og
heimsótti þig á spítalann, þá varð ég
pínu hrædd um það að þú værir að
fara frá okkur. Ég kom og heimsótti
þig og var með kökk í hálsinum all-
an tímann. Svo fékkstu að fara heim
og ég hélt að allt yrði betra. Svo
veiktist þú meira og þá varð ég
hrædd. En það var gott að þú fékkst
að fara.
Þú ert besta langamma í heimi.
Lítill fugl sem flýgur til
himins
minnir okkur á eilífðina.
Lækurinn sem líður niður
hlíðina
minnir okkur á sannleikann.
Blómin springa út
fyrir þig.
Þytur trjánna segir þér frá
leyndardómi lífsins.
Að lifa er að finna til.
Að gráta yfir vegvilltum fugli
eða visnuðu laufi.
Að gleðjast yfir útsprungnu blómi,
eða lífgandi dögg.
Að lifa er að finna til.
(Halla Jónsdóttir)
Hvíldu í friði
Kamilla Dóra Jónsdóttir.
Elsku stóra systir,
þegar ég hugsa til
þín minnist ég uppvaxtarára okk-
ar.
Þú varst næstelsta systkinið í
okkar systkinahóp og það voru níu
ár á milli okkar. Þú varst alltaf sú
sterka, duglega og káta eldri syst-
ir sem auðvelt var að leita til. Við
ólumst upp í fögru umhverfi
Heiðardalsins þar sem við áttum
góða æsku, þó ekki væru mikil efni
og við lærðum fljótt að bjarga okk-
ur sjálf. Til marks um sjálfstæði
þitt og sterkan persónuleika, víl-
aðir þú ekki fyrir þér að stökkva á
bak hvaða ótemju sem var í hesta-
stóði og geysast um heiðarnar ber-
bakt.
Það er með sárum söknuði sem
ég kveð þig en ég hugga mig við,
að þjáningum þínum er lokið. Að
lokum vil ég votta öllum afkom-
endum þínum innilega samúð
mína.
Þín systir
Hjördís.
Við andlát þitt, Jóna stóra systir
mín, hrannast upp ljúfar minning-
ar og góðar upp í huga mér. Þú
varst mikil baráttukona og þurftir
oft að vera það. Þú stóðst allar
raunir sem þú þurftir að glíma við.
Við bjuggum í sama húsi er ég
byrjaði búskap og var það góður
skóli.
Síðan fórstu, já fluttir til Am-
eríku með þína fjölskyldu . Við átt-
um saman mikil bréfaskipti og þá
gátum við fylgst náið með högum
fjölskyldna okkar.
Þú varst þarna í 26 ár og komst
síðan aftur heim og þá urðu heim-
sóknir okkar margar og alltaf var
tekið vel á móti öllum.
Ekki urðuð þið hjónin lengi ein,
því að þið tókuð að ykkur þrjú
börn sem þið óluð upp með mikl-
um sóma. Þér urðu erfið sjö síð-
ustu árin, búin að gangast undir
stórar skurðaðgerðir. En styrkur
þinn var alltaf svo mikill og aldrei
var neitt að þér.
Það hefur alltaf verið svo kært
með okkur systkinum og náin sam-
skipti og aldrei borið skugga á og
við vildum alltaf vita um systkini
okkar og þá meina ég alltaf.
Síðast þegar við systur hittumst
heima hjá Báru skömmu áður en
hún fór til Ameríku um miðjan
desember, þá varstu svo hress að
þú treystir þér að koma með okk-
ur þó um bratta stiga væri að
Jónína Kristín
Vilhjálmsdóttir
✝ Jónína KristínVilhjálmsdóttir
fæddist á Stóru-
Heiði í Mýrdal 29.
mars 1929. Hún
lést á Landsspít-
alanum í Fossvogi
að kvöldi jóladags,
25. desember síð-
astliðins, og var út-
för hennar gerð
frá Árbæjarkirkju
3. janúar.
klífa. Þarna áttum
við yndislega stund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og
allt.
(V.Briem.)
Ég votta börnum
þínum og fjölskyld-
um þeirra mína inni-
legustu samúð.
Þín systir
Alda.
Jóna, mig langar að rita örfá orð
til að þakka þér þá vinsemd sem
þú ávallt sýndir mér frá upphafi
fyrsta dags er ég kynntist þér.
Þegar ég átti í erfiðleikum sýndir
þú mér aldrei annað en stuðning
og hlýju.
Ég hef alltaf dáðst að dugnaði
þínum og ósérhlífni. Ég fann hvað
þér þótti innilega vænt um börnin
þín og gerðir allt til að þeim gæti
liðið sem best og þá er ekki hægt
annað en að dást að þeirri dirfsku
og dugnaði sem þú og Sveinn
sýnduð þegar þið á gamals aldri
tókuð að ykkur þrjú barnabörnin
ykkar og óluð þau upp meðan ykk-
ur entist aldur til þó oft væri við
vindmyllur að etja, þar sem kerfið
var annarsvegar. Ég minnist
þeirra daga sem við heimsóttum
ykkur hjónin til Kaliforníu og
dvöldum í 45 daga hjá ykkur þar
sem þið báruð okkur Öldu og
börnin okkar 5 á höndum ykkar.
Ég man tvær vetrarferðir sem við
fórum með ykkur til Akureyrar í
fljúgandi hálku með Gunnu
frænku þína með okkur, til að fara
í Sjallann og heimsækja skyldfólk
og vini. Þá var lítið um malbik til
Akureyrar.
Það var alltaf óskaplega nota-
legt að koma í heimsókn til ykkar
þar sem manni var alltaf fagnað
með kossi. Myndarskapur þinn og
dugnaður leyndi sér ekki og maður
fann að það mundi enginn fara
svangur af þínu heimili. Aldrei
kvartaðir þú þegar þú varst veik
og þjáð og maður hálfskammaðist
sín að vera að kvarta yfir ein-
hverjum skitusting. Þegar þú
komst upp á Akranes í heimsókn
til okkar nokkrum dögum áður en
þú lagðist þína hinstu legu, þá
varstu svo hress og maður var far-
inn að halda að þú værir að sigrast
á þessum sjúkdómi sem plagaði
þig svo mikið. En það var of gott
til að vera satt.
Ég á eftir að sakna þess að geta
ekki lengur heimsótt ykkur og gist
hjá ykkur sem við gerðum endrum
og eins, við Alda. Ég er sann-
færður um að þú ferð stystu leið
til himna og átt eftir að taka til
þín.
Þú varst ekki sátt við að þurfa
að hætta að vinna en þú færð
örugglega þá vinnu sem þú óskar
þér að vinna.
Hvíl þú í friði, guð blessi þig.
Baldur Guðmundsson.
Ég þekkti Árna
ekki mikið og var í
litlu sem engu sam-
bandi við hann síð-
ustu 25 árin, en þegar
ég var ungur drengur á Akranesi
þekkti ég hann nóg til þess að geta
sagt að hann var góður maður, ljúf-
menni sem lífið hefði hugsanlega
getað leikið betur.
Þó svo að við höfum ekki þekkst
vel hefur mér alltaf þótt dálítið
vænt um þennan mann, Árna Ís-
firðing eins og hann var kallaður á
Skaganum í gamladaga. Ástæðan
er einföld, hann var góður við lítinn
strák sem hafði áhuga á músík, gaf
Árni Guðmundsson
✝ Árni Guðmunds-son fæddist á
Ísafirði 6. mars
1954. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Ísa-
firði 19. desember
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Ísafjarðarkirkju 28.
desember.
sér tíma til að spjalla
við mig, gaf mér pen-
ing fyrir frostpinna
og bauð mér í heim-
sókn og spilaði fyrir
mig Rolling Stones,
nokkuð sem ég bý að
ennþá.
Ég hitti Árna fyrst
í plötubúð á Akranesi
að sumri til árið 1980.
Ég var 11 ára. Ég var
að skoða plötur eins
og svo oft og þarna
var þessi gaur, þessi
,,kall“, að gera hið
sama. Við fórum að spjalla saman
og hann segir mér þá að hann sé í
vonlausu partíi með félögum sínum
af sjónum, það vanti almennilega
músík og hann viti ekkert hvað
hann eigi að kaupa. Ég bendi hon-
um á plötuna sem mig langaði mest
að kaupa og hefði keypt ef ég hefði
átt pening, nýju AC/DC plötuna
Back In Black. Árni fór að mínum
ráðleggingum og keypti hana og
eina plötu til viðbótar sem ég man
ekki hver var, bauð mér svo að
fylgja sér og taka tómu kókflösk-
urnar sem höfðu hrannast upp í
gleðskapnum og fara með þær í
sjoppuna og kaupa mér eitthvað.
Ég hitt Árna svo af og til meðan
hann bjó á Akranesi og alltaf tók
hann mér jafn vel, spjallaði um
músík og sagði gjarnan: Komdu –
ég verð að lána þér plötu sem ég
var að kaupa!
Ég áttaði mig auðvitað vel á því
að hann var ekki alltaf edrú og það
var einhverskonar ógæfuský hang-
andi yfir honum. En hann var alltaf
góður, kom fram við mig sem jafn-
ingja fannst mér, en passaði sig vel
á að halda frá mér allri ógæfunni.
Ég hef lagt það í vana minn að
spyrja alla Ísfirðinga sem ég hitti
um Árna og hef aldrei heyrt annað
en góða hluti um hann, sem hefur
reyndar ekki komið mér á óvart.
Við hittumst síðast á Rolling Sto-
nes kvöldi í félagsheimilinu í Hnífs-
dal árið 1999 sem mér þótti af-
skaplega viðeigandi og skemmti-
legt.
Takk fyrir músíkina, Árni minn,
og vonandi er nóg af henni þar sem
þú ert núna.
Ólafur Páll Gunnarsson.
✝
Elskulegur sonur okkar og bróðir,
JAKOB HRAFN HÖSKULDSSON,
Bröndukvísl 14,
Reykjavík,
lést af slysförum þriðjudaginn 1. janúar.
Höskuldur Höskuldsson, Aðalheiður Ríkarðsdóttir,
Rakel Sara Höskuldsdóttir, Lea Ösp Höskuldsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERLENDA ODDBJÖRG ÞÓRUNN
ERLENDSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 45,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. desember.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey 28. desember í
Háteigskirkju.
Eysteinn Guðmundsson,
Erlendur Þór Eysteinsson, Elsa Guðmundsdóttir,
Ívar Eysteinsson, Guðný Jónsdóttir,
Árni Þór Erlendsson, Hildur Elísabet Ingadóttir,
Harpa Ýr Erlendsdóttir, Halldór Víglundsson,
Trausti Óskarsson, Ásta Bragadóttir,
Ísak Ívarsson,
Eysteinn Ívarsson,
Sóldís Lilja Árnadóttir og Una Traustadóttir.